Fara í efni

Erindi til sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - farsæld barna

Málsnúmer 2406051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 109. fundur - 21.08.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 4. júní sl. frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) þar sem óskað er eftir umboði til að gera viðaukasamning við Sóknaráætlun landshlutans við mennta- og barnamálaráðuneytið um stofnun farsældarráðs á Norðurlandi vestra.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita SSNV umboð til að gera framangreindan samning.
Byggðarráð vill þó einnig benda á með tilliti til fagþekkingar sem sveitarfélögin hafa þegar aflað sér gæti verkefni sem þetta ekki síður átt heima hjá sveitarfélögunum sjálfum þar sem eitt þeirra yrði leiðandi í starfinu þvert á sveitarfélagamörk, líkt og þekkist t.d. í tilfellum barnaverndar og málefnum fatlaðs fólks.