Fara í efni

Steinn L145959 á Reykjaströnd - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406224

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Halla Guðmundsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir heimild til að stofna 2.650 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. 21. júní 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt, einnar hæðar íbúðarhús en engin önnur bygging er skráð á landnúmerið. Óskað er eftir hámarksbyggingarmagni 250 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 en litlu ofar í hlíðinni eru mörk landbúnaðarsvæðis nr. L-3. Byggingarreiturinn er í samræmi við markmið aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, í kafla 12, um að fjölga íbúum í dreifbýli og í önnur markmið um landbúnað þar sem hann skerðir ekki nýtingu góðs ræktarlands til ræktunar og skerðir ekki sambúð landbúnaðar, ferðaþjónustu, frístundabyggðar og annarrar landnotkunar. Í 12.4 kafla í greinargerð aðalskipulags segir um almenn ákvæði um landnotkun á öllum landbúnaðarsvæðum:
"Þar er gert ráð fyrir uppbyggingum í tengslum við landbúnaðarstarfsemina en einnig er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu." Hér er um að ræða staka byggingu sem styður við búsetu á svæðinu, núverandi innviðir nýtast áfram, stök bygging verður undir 2.000 m² og uppbygging er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Lögð verður áhersla á að áformuð uppbygging verði í samræmi við yfirbragð og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að öðrum byggingum en kunna að hafa ásýndaráhrif af Reykjarstrandarvegi (748). Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda Steins lands, landnr. 208710, er erindið því einnig áritað af eigendum þeirrar eignar til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt meðfylgjandi gögn og geri ekki athugasemdir.
Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar og Vegagerðarinnar.
Halla Guðmundsdóttir er einnig landeigandi Meyjarlands, L145948, en hnitsett landamerki á milli Steins, L145959 og Meyjarlands eru ófrágengin, landeigandi staðfestir að byggingarreitur er að öllu leyti innan merkja Steins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.