Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

104. fundur 03. júlí 2024 kl. 14:00 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 28. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 19. júní 2024, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 20. júní og lýkur 21. ágúst 2024.

Formaður byggðarráðs óskaði eftir að taka fyrir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024 með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

Álfhildur Leifsdóttir og Baldur Hrafn Björnsson tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Skipulagsnefnd - 53

Málsnúmer 2406023FVakta málsnúmer

Fundargerð 53. fundar skipulagsnefndar frá 27. júní 2024 lögð fram til afgreiðslu á 104. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð.
  • Skipulagsnefnd - 53 Stefán Gunnar Thors og Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf komu á fund skipulagsnefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir innsendar umsagnir við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 sem var í kynningu dagana 22.05.2024- 13.06.2024 á Skipulagsgáttinni mál nr. 613/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/613.

    Skipulagsnefnd samþykkir með 2 atkvæðum viðbrögð við innsendum umsögnum við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
    Innsendar athugasemdir við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025 - 2040 hafa m.a. þann samhljóm að ekki sé nægilegt tillit tekið til náttúruverndar og áskorana í loftslagsmálum. Þar er að finna hvatningu til sveitarfélagsins til að gera betur hvað varðar að kortleggja tækifæri til að endurheimta náttúruverðmæti sem stuðli að náttúruvernd og því að viðhalda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Einnig eru ábendingar um að sveitarfélagið ætti að setja sér stefnu og markmið um verndun svæða í samræmi við ákvæði laga, auk þess að fjalla um verndarsvæði í sveitarfélaginu en nokkur slík svæði njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Leggur undirrituð til að þessi vinna verði unnin fyrir lokaútgáfu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025 - 2040.
    Að lokum er bent á hvað varðar athugasemd Landsvirkjunnar að sveitarfélagið hefur ekkert um ákvarðanir verkefnastjórnar Rammaáætlunar að segja hvað varðar vernd eða nýtingu Héraðsvatna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar skipulagsnefndar staðfest á 104. fundi byggðarráðs 3. júlí 2024 með þremur atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum ítrekar bókun sína frá fundi skipulagsnefndar svohljóðandi:
    "Innsendar athugasemdir við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025 - 2040 hafa m.a. þann samhljóm að ekki sé nægilegt tillit tekið til náttúruverndar og áskorana í loftslagsmálum. Þar er að finna hvatningu til sveitarfélagsins til að gera betur hvað varðar að kortleggja tækifæri til að endurheimta náttúruverðmæti sem stuðli að náttúruvernd og því að viðhalda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Einnig eru ábendingar um að sveitarfélagið ætti að setja sér stefnu og markmið um verndun svæða í samræmi við ákvæði laga, auk þess að fjalla um verndarsvæði í sveitarfélaginu en nokkur slík svæði njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Leggur undirrituð til að þessi vinna verði unnin fyrir lokaútgáfu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025 - 2040. Að lokum er bent á hvað varðar athugasemd Landsvirkjunnar að sveitarfélagið hefur ekkert um ákvarðanir verkefnastjórnar Rammaáætlunar að segja hvað varðar vernd eða nýtingu Héraðsvatna."


  • Skipulagsnefnd - 53 Stefán Gunnar Thors og Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf komu á fund skipulagsnefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillöguna fyrir Depla í Fljótum.

    Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingar á verslunar- og þjónustusvæði á Deplum (L146791) í Fljótum og skráningu á lendingarstað í landi Depla (L146792).
    Hér er sett fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi til kynningar sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Eigendur og rekstraraðilar á Deplum í Fljótum hafa óskað eftir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við uppbyggingaráform á Deplum. Öflug ferðaþjónusta er rekin á Deplum þar sem reistur hefur verið veiði- og gistiskáli. Áform er að stækka svæðið undir verslun og þjónustu og auka þar byggingarheimildir.
    Á áreyrum við Stífluá neðan við veiði- og gistiskálann hefur verið afmarkaður lendingarstaður sem notaður er í tengslum við ferðaþjónustu á Deplum. Óskað er eftir að lendingarstaðurinn verður merktur inn á aðalskipulag Skagafjarðar.
    Tillaga er að breyta afmörkun á verslun og þjónustu (VÞ-2), sem merkt er inn á sveitarfélagsuppdrátt sem punktur en verður breytt í landnotkunarfláka, þar sem stærð flákans verður meiri en 3 ha.
    Tillaga er að afmarka lendingarstað (FV-1) á áreyrum Stífluár. Yfirborð lendingarstaðarins er möl eða gras. Ekki eru fyrirhugaðar byggingar innan lendingarstaðarins. Óheimilt er að reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.
    Svæðin eru skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Depla í Fljótum, VÞ-2 og FV-1 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Deplar í Fljótum - VÞ-2 og FV-1, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér að bæta við nýju efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2.
    Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Landeigendur Litlu-Grafar 2 óska eftir breytingu á landnotkun á landi sínu og að hluta landsins verði breytt úr landbúnaðarnotkun í efnistöku- og efnislosunarsvæði.
    Landeigendur telja þörf á að opna nýja námu á svæði milli Varmahlíðar og Sauðárkróks eftir að Reynistaðarnáma (E-45) sem skráð er í gildandi aðalskipulagi hefur verið lokað. Ný náma í landi Litlu-Grafar 2 myndi nýtast næstu áratugina við uppbyggingu á svæðinu.
    Breytingin felur í sér nýtt efnistökusvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2 (L232798). Svæðið er miðju vegu á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Svæðið er á landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi, flokki II, gott ræktunarland, ekkert ræktað land er innan efnistökusvæðisins eins og það er afmarkað en svæðið hefur ekki verið nýtt í landbúnaði nema ef til vill til beitar í fyrri tíð. Svæðið er aflíðandi hæð að mestu leyti mólendi og grasmói sem þekja malarhjalla. Vestan megin við hæðina liggur Sæmundará. Aðkoma að efnistökusvæðinu verður um Sauðárkróksbraut (75) um núverandi vegtengingu í landi Litlu-Grafar og liggur vegurinn um það bil 2 km leið upp ásinn í landspildu Litlu-Grafar, Litlu-Grafar 3 og Litlu-Grafar 2 við landamörk Stóru-Grafar Syðri. Vegtenging milli efnistökusvæða A og B verður um veg sem þverar Sauðárkrókslínu 1 og 2. Haft verður samráð við Landsnet við hönnun og framkvæmdir í námunda við raflínur Landsnets.
    Við hönnun vegtengingar verður haft samráð við Vegagerðina varðandi vegsýn og bestu staðsetningu vegtengingar við Sauðárkróksbraut (75).
    Áætlað er að vinna allt að 250.000 m3 efni úr námunni og að vinnslutími verður út gildistíma gildandi aðalskipulags. Samhliða endurskoðun gildandi aðalskipulags verður vinnslutími efnistökusvæðisins endurskoðaður.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Litla-Gröf 2 - E-48 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Litla-Gröf 2 - E-48, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir Borgarmýri 1 á Sauðárkróki sem var í kynningu dagana 03.04.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 359/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/359.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Borgarmýri 1, Sauðárkróki með óverulegum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarmýri 1 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí og 13. júní síðastliðinn og í framhaldinu var fundað með landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar þann 20. júní síðastliðinn.
    Lögð fram breytingartillaga sem tekur mið af innsendum umsögnum og ábendingum frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar.
    Ein umsögn barst eftir auglýsingartíma lauk frá Brunavörnum Skagafjarðar og bárust því alls 6 umsagnir á auglýsingatímanum.

    Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum tillöguna að breytingu á deiliskipulagi, Sætún á Sauðárkrókshöfn með óverulegum breytingum, og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
    Breytingartillagan sem sögð er koma frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur tekið breytingum frá því að nefndin fundaði, þar sem formaður nefndarinnar hefur einn samþykkt breytingar sem nefndin sjálf hefur ekki fjallað um. Undirrituð getur ekki samþykkt breytingar sem ekki hafa verið lagðar fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar og fengið viðeigandi umræðu og samþykkt atkvæðabærra fulltrúa þar. Eru slíkar ákvarðanatökur formannsins eins, utan funda nefndar ekki góð stjórnsýsla sveitarfélagsins.

    Meirihlutinn óskar bókað:
    Breytingin sem um ræðir frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar er talin það óveruleg að ekki sé tilefni til að senda hana aftur til umfjöllunar í þeirri nefnd.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins,
    Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Fyrirliggur afturköllun umsóknar dags. 11.03.2024 um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Hofsósi ásamt nýrri umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir verkið dags. 24.06.2024.

    Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi en samþykkt var að setja verkefnið á samgönguáætlun á grundvelli umsóknar sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Um er að ræða nýja sjóvörn sem áætlað er að byggja neðan við Suðurbraut á Hofsósi og er lengd hennar áætluð um 150 m. Áætlað er að efni í sjóvörnina verði fengið úr Arnarbergsnámu við Vindheima, þ.e. um 2.000 m3 af grjóti og sprengdum kjarna. Malarfylling í vörnina, um 550 m3, verði fengin úr Grafargerðisnámu.
    Aðkoma að verkstað liggur að hluta um verndarsvæði í byggð, skv. gildandi skipulagi sveitarfélagsins en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Aðkoman liggur ekki yfir þekktar fornminjar en skv. upplýsingum frá Minjaverði Norðurlands vestra hefur fornleifaskráning á þessum stað þegar farið fram. Á grasflöt um 10 m suðaustur af Pakkhúsinu er legsteinn nærri slóða sem þar er. Settar verða niður merkingar við legsteininn í samræmi við kröfu minjavarðar áður en verkið hefst.
    Ekið verður með efni niður í fjöruna um nefndan slóða sem liggur við Pakkhúsið. Þegar komið er niður á eyrina verður sléttuð akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra á síðustu áratugum. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Engin langtímaáhrif eru talin verða af slóðagerð á eyrinni og líklegt að öll ummerki verði horfin að liðnum einum vetri frá verklokum. Leitast skal við að vanda allan frágang á framkvæmdasvæði.
    Þegar komið er út fyrir fyrrgreint verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til að hlífa þessum kafla og halda í ásýnd svæðisin verður lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar á náttúrulegan hátt.
    Rétt er að taka fram að sjóvörnin nær ekki inn á svæði sem nýtur svonefndrar hverfisverndar á skipulagi sveitarfélagsins.
    Unnt er að nota fjögurra öxla vörubíla til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða um 250.
    Áætlaður verktími er um 6 vikur á tímabilinu frá útgáfu framkvæmdarleyfis til 30. október 2024.
    Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við sveitarfélagið. Óskað er eftir að sveitarfélagið staðfesti að Vegagerðin hafi heimild til að ráðast í ofangreindar framkvæmdir sem eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.
    Meðfylgjandi eru teikningar nr. B-10389-95 sem sýna staðsetningu fyrirhugaðrar framkvæmdar, fyrirhugað framkvæmdasvæði og aðkomuleið til og frá því.

    Skiplagsnefnd samþykkir samhljóða afturköllun fyrri umsóknar um framkvæmdarleyfi dags. 11.03.2024.

    Skiplagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði leyfi fyrir framkvæmdinni svo sem henni er lýst í nýju umsókninni frá Vegagerðinni dags. 24.06.2024.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Halla Guðmundsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir heimild til að stofna 2.650 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. 21. júní 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt, einnar hæðar íbúðarhús en engin önnur bygging er skráð á landnúmerið. Óskað er eftir hámarksbyggingarmagni 250 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 en litlu ofar í hlíðinni eru mörk landbúnaðarsvæðis nr. L-3. Byggingarreiturinn er í samræmi við markmið aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, í kafla 12, um að fjölga íbúum í dreifbýli og í önnur markmið um landbúnað þar sem hann skerðir ekki nýtingu góðs ræktarlands til ræktunar og skerðir ekki sambúð landbúnaðar, ferðaþjónustu, frístundabyggðar og annarrar landnotkunar. Í 12.4 kafla í greinargerð aðalskipulags segir um almenn ákvæði um landnotkun á öllum landbúnaðarsvæðum:
    "Þar er gert ráð fyrir uppbyggingum í tengslum við landbúnaðarstarfsemina en einnig er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu." Hér er um að ræða staka byggingu sem styður við búsetu á svæðinu, núverandi innviðir nýtast áfram, stök bygging verður undir 2.000 m² og uppbygging er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
    "Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
    Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
    Lögð verður áhersla á að áformuð uppbygging verði í samræmi við yfirbragð og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að öðrum byggingum en kunna að hafa ásýndaráhrif af Reykjarstrandarvegi (748). Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda Steins lands, landnr. 208710, er erindið því einnig áritað af eigendum þeirrar eignar til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt meðfylgjandi gögn og geri ekki athugasemdir.
    Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar og Vegagerðarinnar.
    Halla Guðmundsdóttir er einnig landeigandi Meyjarlands, L145948, en hnitsett landamerki á milli Steins, L145959 og Meyjarlands eru ófrágengin, landeigandi staðfestir að byggingarreitur er að öllu leyti innan merkja Steins.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Steinn L145959 á Reykjaströnd - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson f.h. Páfastaða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Útvíkur, landnr. 146005, á Víkurtorfu, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 31,1 ha (310.563 m²) spildu úr landi jarðarinnar sem "Útvík 4", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki 71860402, dags. 22. júní 2024. Afstöðuuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar og næsta lausa staðgreini. Landheitið er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að útskipt spilda verði áfram notuð til túnræktunar og óskað eftir því að landnotkun verði skráð annað land (80).
    Engar byggingar eru innan útskiptrar spildu.
    Ræktað land sem fylgir útskiptri spildu nemur 29 ha (288.886 m²). Eftir landskipt verður skráð ræktað land á upprunajörð, Útvík, því 8,1 ha.
    Lögbýlisréttur fylgir áfram Útvík, L146005.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
    Landskipti og landnotkun eru í samræmi við ákvæði 12. kafla greinargerðar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og fyrirhuguð landnotkun er í samræmi við skilmála aðalskipulags fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1. Ekki er verið að sækja um lausn úr landbúnaðarnotkun.

    Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000107 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Útvík L146005 á Víkurtorfu, Skagafirði - Umsókn um landskipti, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Símon Eðvald Traustason, þinglýstur eigandi jarðarinnar Keta, landnr. 146392, í Hegranesi óskar eftir heimild til að stofna 78 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Keta dælustöð", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 10173000, dags. 18. júní 2024. Afstöðuuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu. Tilgangur landskipta er stofnun lóðar undir fyrirhugaða dælustöð fyrir hitaveitukerfi Skagafjarðarveitna og óskað er eftir því að lóðin verði skráð sem iðnaðar- og athafnalóð (20). Landheiti vísar til upprunajarðar og fyrirhugaðrar notkunar. Landheitið er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
    Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið í landi Ketu, L146392, og Eggs, L146368, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Landeigendur Eggs árita einnig erindið til samþykkis um kvöð þessa.
    Engar byggingar eru innan útskiptrar spildu.
    Lögbýlisréttur fylgir áfram Ketu, L146392.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
    Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
    Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði.
    Áformað er að útskipt spilda verði í eigu Skagafjarðarveitna.
    Einnig er sótt um stofnun 19 m² byggingarreits fyrir dælustöð innan merkja útskiptrar spildu, og heimild til að leggja veg að honum, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreitur, og fyrirhuguð bygging innan hans, mun fylgja útskiptri lóð að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir dælustöð, hámarksbyggingarmagn 19 m² og hámarksbyggingarhæð 5 m frá gólfi í mæni.
    Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbyggingin sem hér um ræðir mun styrkja veitukerfi í Hegranesi.

    Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000537 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Bókun fundar Byggðarráð leggur til að málinu sé vísað aftur til skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 53 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 24. júní síðastliðinn vegna umsóknar Hjörvars Halldórssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að staðsetja gámahýsi sem mun gegna hlutverki fyrir fjölmiðlaaðstöðu við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu við Skagfirðingabraut, L143716.
    Meðfylgjandi uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur í verki 41410500, númer A-100, dagsettur 20. apríl 2024.
    Þar sem fyrirhugað gámahýsi fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við staðsetningu gámahýsis fyrir fjölmiðlaaðstöðu við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu við Skagfirðingabraut.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar skipulagsnefndar staðfest á 104. fundi byggðarráðs 3. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 53 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 19. júní síðastliðinn um leyfi til að byggja einbýlishús og gróðurskála á jörðinni Lynghólma, L189120.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir hjá ALARK arkitektum ehf. af umsækjanda Jakobi Emil Líndal arkitekt, f.h. Sigurðar Páls Haukssonar. Uppdrættir númer A001 og A002, dagsettir 27.05.2024.
    Þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd umbeðna framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar skipulagsnefndar staðfest á 104. fundi byggðarráðs 3. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 53 Helga Sigurbjörnsdóttir óskar eftir með tölvupósti dags. 11.06.2024 heimild til að breyta innkeyslu við Öldustíg 17. Í dag er innkeyrslan frá Sæmundargötu. Óskað er eftir að breytt innkeyrsla komi frá Öldustíg, til móts við innkeyrslu á Öldustíg 16. Jafnframt yrði núverandi innkeyrsla frá Sæmundargötu aflögð.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða breytta innkeyrslu við Öldustíg 17, en bendir á að vinna þarf framkvæmdina í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar skipulagsnefndar staðfest á 104. fundi byggðarráðs 3. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 53 Lagt fram til kynningar fyrirspurn frá lóðahafa Aðalgötu 5 vegna fyrirhugaðar breytingar á aðkomu inn í Sauðárkróksbakarí. Upp hafa komið hugmyndir að færa aðkomu inn í bakaríið á suðurhlið hússins. Helstu ástæður eru bæting á aðkomu fyrir hjólastóla og öryggi gagnvart börnum og öðrum sem fara inn og út úr húsinu. Í stað þess að koma nánast beint út á Aðalgötuna verður aðkoman til suðurs út á gangstétt og útisvæði á lóð við suðurhlið mannvirkisins. Núverandi aðalinngönguhurð til austurs verður lokuð af en þó verður hinni hurðinni á austurhlið haldið opinni upp á öryggi við bruna.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að taka jákvætt í erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar skipulagsnefndar staðfest á 104. fundi byggðarráðs 3. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 53 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 41 þann 20.06.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar skipulagsnefndar staðfest á 104. fundi byggðarráðs 3. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 53 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 42 þann 26.06.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar skipulagsnefndar staðfest á 104. fundi byggðarráðs 3. júlí 2024 með þremur atkvæðum.

2.Smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2406235Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu barst beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi í samræmi við 33. gr. laga nr. 6/1986 og álit Umboðsmanns alþingis í máli nr. 11167/2021, dagsett 11. október 2022.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að lausn málsins.

3.Skagafjörður, fjárhags- og rekstrarupplýsingar 2024

Málsnúmer 2404252Vakta málsnúmer

Baldur Hrafn Björnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.

4.Yfirlit yfir framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 2406275Vakta málsnúmer

Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, sat fundinn undir þessum lið.

Hjörvar fór yfir stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu.

5.Samráð; Áform um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr 40 2007

Málsnúmer 2406269Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. júní 2024 frá Heilbrigðisráðuneyti, þar sem kynnt er til samráðs mál nr 127/2024 „Áform um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007“.
Umsagnarfrestur er til og með 27.07.2024.

6.Aðalskipulagsbreyting - Deplar í Fljótum - VÞ-2 og FV-1

Málsnúmer 2406263Vakta málsnúmer

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 27. júní sl. til afgreiðslu Byggðarráðs, þannig bókað:

"Stefán Gunnar Thors og Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf komu á fund skipulagsnefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillöguna fyrir Depla í Fljótum.

Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingar á verslunar- og þjónustusvæði á Deplum (L146791) í Fljótum og skráningu á lendingarstað í landi Depla (L146792).
Hér er sett fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi til kynningar sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eigendur og rekstraraðilar á Deplum í Fljótum hafa óskað eftir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við uppbyggingaráform á Deplum. Öflug ferðaþjónusta er rekin á Deplum þar sem reistur hefur verið veiði- og gistiskáli. Áform er að stækka svæðið undir verslun og þjónustu og auka þar byggingarheimildir.
Á áreyrum við Stífluá neðan við veiði- og gistiskálann hefur verið afmarkaður lendingarstaður sem notaður er í tengslum við ferðaþjónustu á Deplum. Óskað er eftir að lendingarstaðurinn verður merktur inn á aðalskipulag Skagafjarðar.
Tillaga er að breyta afmörkun á verslun og þjónustu (VÞ-2), sem merkt er inn á sveitarfélagsuppdrátt sem punktur en verður breytt í landnotkunarfláka, þar sem stærð flákans verður meiri en 3 ha.
Tillaga er að afmarka lendingarstað (FV-1) á áreyrum Stífluár. Yfirborð lendingarstaðarins er möl eða gras. Ekki eru fyrirhugaðar byggingar innan lendingarstaðarins. Óheimilt er að reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.
Svæðin eru skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Depla í Fljótum, VÞ-2 og FV-1 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Depla í Fljótum, VÞ-2 og FV-1 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Aðalskipulagsbreyting - Litla-Gröf 2 - E-48

Málsnúmer 2406140Vakta málsnúmer

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar þann 27. júní sl. til afgreiðslu byggðarráðs, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér að bæta við nýju efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Landeigendur Litlu-Grafar 2 óska eftir breytingu á landnotkun á landi sínu og að hluta landsins verði breytt úr landbúnaðarnotkun í efnistöku- og efnislosunarsvæði.
Landeigendur telja þörf á að opna nýja námu á svæði milli Varmahlíðar og Sauðárkróks eftir að Rauðamelsnámu (E-45) sem skráð er í gildandi aðalskipulagi hefur verið lokað. Ný náma í landi Litlu-Grafar 2 myndi nýtast næstu áratugina við uppbyggingu á svæðinu.
Breytingin felur í sér nýtt efnistökusvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2 (L232798). Svæðið er miðju vegu á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Svæðið er á landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi, flokki II, gott ræktunarland, ekkert ræktað land er innan efnistökusvæðisins eins og það er afmarkað en svæðið hefur ekki verið nýtt í landbúnaði nema ef til vill til beitar í fyrri tíð. Svæðið er aflíðandi hæð að mestu leyti mólendi og grasmói sem þekja malarhjalla. Vestan megin við hæðina liggur Sæmundará. Aðkoma að efnistökusvæðinu verður um Sauðárkróksbraut (75) um núverandi vegtengingu í landi Litlu-Grafar og liggur vegurinn um það bil 2 km leið upp ásinn í landspildu Litlu-Grafar, Litlu-Grafar 3 og Litlu-Grafar 2 við landamörk Stóru-Grafar Syðri. Vegtenging milli efnistökusvæða A og B verður um veg sem þverar Sauðárkrókslínu 1 og 2. Haft verður samráð við Landsnet við hönnun og framkvæmdir í námunda við raflínur Landsnets.
Við hönnun vegtengingar verður haft samráð við Vegagerðina varðandi vegsýn og bestu staðsetningu vegtengingar við Sauðárkróksbraut (75).
Áætlað er að vinna allt að 250.000 m3 efni úr námunni og að vinnslutími verður út gildistíma gildandi aðalskipulags. Samhliða endurskoðun gildandi aðalskipulags verður vinnslutími efnistökusvæðisins endurskoðaður.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Litla-Gröf 2 - E-48 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Litla-Gröf 2 - E-48 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Borgarmýri 1 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2403127Vakta málsnúmer

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 27. júní sl. til afgreiðslu Byggðarráðs, þannig bókað:

"Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir Borgarmýri 1 á Sauðárkróki sem var í kynningu dagana 03.04.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 359/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/359.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Borgarmýri 1, Sauðárkróki með óverulegum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

9.Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún

Málsnúmer 2402025Vakta málsnúmer

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 27. júní sl. til afgreiðslu Byggðarráðs, þannig bókað:

"Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí og 13. júní síðastliðinn og í framhaldinu var fundað með landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar þann 20. júní síðastliðinn.
Lögð fram breytingartillaga sem tekur mið af innsendum umsögnum og ábendingum frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar.
Ein umsögn barst eftir auglýsingartíma lauk frá Brunavörnum Skagafjarðar og bárust því alls 6 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum tillöguna að breytingu á deiliskipulagi, Sætún á Sauðárkrókshöfn með óverulegum breytingum, og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
Breytingartillagan sem sögð er koma frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur tekið breytingum frá því að nefndin fundaði, þar sem formaður nefndarinnar hefur einn samþykkt breytingar sem nefndin sjálf hefur ekki fjallað um. Undirrituð getur ekki samþykkt breytingar sem ekki hafa verið lagðar fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar og fengið viðeigandi umræðu og samþykkt atkvæðabærra fulltrúa þar. Eru slíkar ákvarðanatökur formannsins eins, utan funda nefndar ekki góð stjórnsýsla sveitarfélagsins.

Meirihlutinn óskar bókað:
Breytingin sem um ræðir frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar er talin það óveruleg að ekki sé tilefni til að senda hana aftur til umfjöllunar í þeirri nefnd."

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Fundargerðir eru mikilvæg gögn í stjórnsýslu sveitarfélags og hafa þann megintilgang að vera sönnun um það sem fram fór á fundi og þar var ákveðið. Eftir að fundargerð hefur verið samþykkt er almennt er ekki heimilt að breyta henni eða þeim ákvörðunum sem þar koma fram, nema þar séu augljósar rangfærslur eða villur um hvað fór fram á fundi. Ef það á að gera breytingar á máli sem rætt var á fundi þarf að taka það aftur fyrir hjá viðeigandi nefnd.
Í fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar frá 20. júní síðastliðinn stendur:
’Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að skoðað verði að færa tillögur að norðurlínu byggingarreits að Hesteyri 2 til suðurs með hliðsjón af fjarlægð bygginga frá vegi og gildandi reglum þar um.’
Þegar umrædd tillaga kemur til skipulagsnefndar fylgir henni eftirfarandi erindi:
’Lögð fram breytingartillaga sem tekur mið af innsendum umsögnum og ábendingum frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar.’
En meðfylgjandi gögn höfðu breyst milli þessara funda og umrædd norðurlína færð aftur til norðurs að stærstum hluta eftir að hafa verið færð til suðurs hjá nefndinni. Þannig að sú breytingartillaga sem sögð var komin frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar var ekki sú sama tillaga sem samþykkt var í fundargerð nefndarinnar. Og breytingin sem lögð er fram tekur því ekki lengur tillit til þeirra reglna sem vísað var til í umræddri fundargerð. Að breyting hafi átt sér stað eftir fund landbúnaðar- og innviðanefndar er augljóslega viðurkennt í bókun meirihluta frá Skipulagsnefndarfundi nr. 53 þar sem meirihluti bókar að breytingin sem um ræðir sé óveruleg.
Umræddar breytingar í þessu máli snéru ekki að leiðréttingu rangfærslna heldur var um breytingu á ákvarðanatöku að ræða.
Undirrituð getur ekki samþykkt breytingu sem ekki hefur verið lögð fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar og fengið viðeigandi umræðu og samþykkt atkvæðabærra fulltrúa þar. Umræða skipulagsnefndar var því ekki á þeim forsendum sem landbúnaðar- og innviðanefnd lagði fram.

Því geri ég það að tillögu minni að umrætt mál sé tekið fyrir að nýju hjá skipulagsnefnd."

Tillagan er felld með tveimur atkvæðum.

Einar E. Einarsson, B lista óskar bókað:
"Það liggur skýrt fyrir hvað bókað var á fundi Landbúnaðar og innviðanefndar þann 20. júní sl. þegar rætt var um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Sætún og þær umsagnir og ábendingar sem bárust um hana á auglýsingartíma. Um þá afgreiðslu og niðurstöðu var full sátt í nefndinni. Áður hafði Skipulagsnefnd fjallað um innsendar ábendingar og falið Skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Í framhaldi af bókun Skipulagsnefndar frá 13. júní, þar sem skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram og bókun Landbúnaðar og innviðanefndar frá 20. júní vann skipulagsfulltrúi breytingartillögu sem ég svo taldi eðlilegast að Skipulagsnefndin fjallaði um og tæki þá ákvörðun um næstu skref. Það er því fráleitt að halda því fram að undirritaður hafi tekið einhverja afstöðu um málið fyrir hönd nefndarinnar umfram þá umræðu sem var á fundi Landbúnaðar og innviðanefndar. Skipulagsnefnd fjallaði svo um samhliða bókun Landbúnaðar og innviðanefndar ásamt breytingartillögu skipulagsfulltrúa og samþykkti hana. Þar með var málið afgreitt."

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
"Rétt er að fram komi að skipulagsfulltrúa var ekki falið að vinna málið áfram samkvæmt fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar þann 29. júní sl. Þau gögn sem lögð voru fram á skipulagsnefndarfundi 27. júní sl. voru því ekki sú tillaga sem landbúnaðar- og innviðanefnd ætlaði sér að leggja fram við skipulagsnefnd. Mikilvægt er að huga að réttri stjórnsýslu í meðferð mála sem þessu."

10.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 27. júní sl. til afgreiðslu Byggðarráðs, þannig bókað:

"Fyrirliggur afturköllun umsóknar dags. 11.03.2024 um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Hofsósi ásamt nýrri umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir verkið dag. 24.06.2024.

Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi en samþykkt var að setja verkefnið á samgönguáætlun á grundvelli umsóknar sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Um er að ræða nýja sjóvörn sem áætlað er að byggja neðan við Suðurbraut á Hofsósi og er lengd hennar áætluð um 150 m. Áætlað er að efni í sjóvörnina verði fengið úr Arnarbergsnámu við Vindheima, þ.e. um 2.000 m3 af grjóti og sprengdum kjarna. Malarfylling í vörnina, um 550 m3, verði fengin úr Grafargerðisnámu.
Aðkoma að verkstað liggur að hluta um verndarsvæði í byggð, skv. gildandi skipulagi sveitarfélagsins en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Aðkoman liggur ekki yfir þekktar fornminjar en skv. upplýsingum frá Minjaverði Norðurlands vestra hefur fornleifaskráning á þessum stað þegar farið fram. Á grasflöt um 10 m suðaustur af Pakkhúsinu er legsteinn nærri slóða sem þar er. Settar verða niður merkingar við legsteininn í samræmi við kröfu minjavarðar áður en verkið hefst.
Ekið verður með efni niður í fjöruna um nefndan slóða sem liggur við Pakkhúsið. Þegar komið er niður á eyrina verður sléttuð akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra á síðustu áratugum. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Engin langtímaáhrif eru talin verða af slóðagerð á eyrinni og líklegt að öll ummerki verði horfin að liðnum einum vetri frá verklokum. Leitast skal við að vanda allan frágang á framkvæmdasvæði.
Þegar komið er út fyrir fyrrgreint verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til að hlífa þessum kafla og halda í ásýnd svæðisin verður lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar á náttúrulegan hátt.
Rétt er að taka fram að sjóvörnin nær ekki inn á svæði sem nýtur svonefndrar hverfisverndar á skipulagi sveitarfélagsins.
Unnt er að nota fjögurra öxla vörubíla til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða um 250.
Áætlaður verktími er um 6 vikur á tímabilinu frá útgáfu framkvæmdarleyfis til 30. október 2024.
Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við sveitarfélagið. Óskað er eftir að sveitarfélagið staðfesti að Vegagerðin hafi heimild til að ráðast í ofangreindar framkvæmdir sem eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.
Meðfylgjandi eru teikningar nr. B-10389-95 sem sýna staðsetningu fyrirhugaðrar framkvæmdar, fyrirhugað framkvæmdasvæði og aðkomuleið til og frá því.

Skiplagsnefnd samþykkir samhljóða afturköllun fyrri umsóknar um framkvæmdarleyfi dags. 11.03.2024.

Skiplagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdarleyfi sem byggir á nýrri umsókn."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veitt verði umbeðið framkvæmdarleyfi sem byggir á nýrri umsókn.

11.Steinn L145959 á Reykjaströnd - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2406224Vakta málsnúmer

Vísað frá 53. fundi Skipulagsnefndar þann 27. júní sl. til afgreiðslu Byggðarráðs, þannig bókað:

"Halla Guðmundsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir heimild til að stofna 2.650 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. 21. júní 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt, einnar hæðar íbúðarhús en engin önnur bygging er skráð á landnúmerið. Óskað er eftir hámarksbyggingarmagni 250 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 en litlu ofar í hlíðinni eru mörk landbúnaðarsvæðis nr. L-3. Byggingarreiturinn er í samræmi við markmið aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, í kafla 12, um að fjölga íbúum í dreifbýli og í önnur markmið um landbúnað þar sem hann skerðir ekki nýtingu góðs ræktarlands til ræktunar og skerðir ekki sambúð landbúnaðar, ferðaþjónustu, frístundabyggðar og annarrar landnotkunar. Í 12.4 kafla í greinargerð aðalskipulags segir um almenn ákvæði um landnotkun á öllum landbúnaðarsvæðum:
"Þar er gert ráð fyrir uppbyggingum í tengslum við landbúnaðarstarfsemina en einnig er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu." Hér er um að ræða staka byggingu sem styður við búsetu á svæðinu, núverandi innviðir nýtast áfram, stök bygging verður undir 2.000 m² og uppbygging er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Lögð verður áhersla á að áformuð uppbygging verði í samræmi við yfirbragð og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að öðrum byggingum en kunna að hafa ásýndaráhrif af Reykjarstrandarvegi (748). Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda Steins lands, landnr. 208710, er erindið því einnig áritað af eigendum þeirrar eignar til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt meðfylgjandi gögn og geri ekki athugasemdir.
Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar og Vegagerðarinnar.
Halla Guðmundsdóttir er einnig landeigandi Meyjarlands, L145948, en hnitsett landamerki á milli Steins, L145959 og Meyjarlands eru ófrágengin, landeigandi staðfestir að byggingarreitur er að öllu leyti innan merkja Steins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðin byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

12.Útvík L146005 á Víkurtorfu, Skagafirði - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2406244Vakta málsnúmer

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar þann 27. júní sl. til afgreiðslu byggðarráðs, þannig bókað:

"Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson f.h. Páfastaða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Útvíkur, landnr. 146005, á Víkurtorfu, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 31,1 ha (310.563 m²) spildu úr landi jarðarinnar sem "Útvík 4", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki 71860402, dags. 22. júní 2024. Afstöðuuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar og næsta lausa staðgreini. Landheitið er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að útskipt spilda verði áfram notuð til túnræktunar og óskað eftir því að landnotkun verði skráð annað land (80).
Engar byggingar eru innan útskiptrar spildu.
Ræktað land sem fylgir útskiptri spildu nemur 29 ha (288.886 m²). Eftir landskipt verður skráð ræktað land á upprunajörð, Útvík, því 8,1 ha.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Útvík, L146005.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Landskipti og landnotkun eru í samræmi við ákvæði 12. kafla greinargerðar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og fyrirhuguð landnotkun er í samræmi við skilmála aðalskipulags fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1. Ekki er verið að sækja um lausn úr landbúnaðarnotkun.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000107 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðin landskipti.

13.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 2406208Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu, dagsett 19. júní 2024, þar sem vakin er athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga vegna bils á milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.

14.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2406113Vakta málsnúmer

Vísað frá 102. fundi byggðarráðs þann 19. júní sl. til fullnaðarafgreiðslu byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar, bókað svoleiðis:

"Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Ný 5 ára deild í Varmahlíðarskóla frá hausti 2024, kostnaður vegna færslu grunnskólans á Hólum til Hofsóss, viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðu þess, kaup á hugbúnaðarlausn frá KPMG vegna mælikvarða rekstrar og fjárhags, samtals kostnaðarauki upp á 28,9 milljónir kr.
Efnahagsviðauki upp á 43,5 milljónir til að mæta framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna.
Lagt er til að launapottur verði lækkaður til að koma til móts við ný launagjöld í þessum viðauka, 11,3 m.kr., að lækkuð verði upphæð áætlunar vegna sundlaugar Sauðárkróks þar sem ábati tilboða í raf- og pípulögnum nam 17 milljónum og ekki er líklegt að ráðist verði í umfangsmiklar framkvæmdir við Verknámshús FNV á þessu ári og því hægt að lækka áætlun um 30 milljónir. Það sem út af stendur, eða um 14 milljónir verði teknar af handbæru fé. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.

Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista, óskar bókað:
"Í framlögðum viðauka er gert ráð fyrir 10,5 miljónum króna í viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðum þess. Að setja tug miljóna króna í viðgerð á listaverki þegar mikil þörf er á endurbótum eða uppbyggingu á grunnstoðum samfélagsins eins og leik- og grunnskólum og íþróttahús í Skagafirði. Að skapa fjölskylduvænt samfélag ætti að vera megin áhersla Skagafjarðar og tel ég þessum fjármunum betur varið í frekari uppbyggingu á leik- og grunnskólum og Íþróttahúsi. Ég mun sitja hjá í afgreiðslu á viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024."

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð óskar bókað:
"VG og óháð geta ekki stutt þann verulega kostnað sem hefur hlotist af því að flytja Faxa til Þýskalands til að gera af honum brons afsteypu og farga hinu upprunalega listaverki. Kostnaður við þetta verkefni er ekki á fjárhagsáætlun 2024. Ekki voru kannaðar aðrar leiðir til að lagfæra Faxa, t.d. að gera við hann hér á landi og setja aftur hinn upprunalega Faxa lagfærðan á sinn stall. Á sama tíma og lagt er í þennan kostnað sitja bæði lögbundin verkefni og viðhaldsverkefni sveitarfélagsins á hakanum."

Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vilja ítreka áður gerðar bókanir um gildi þess að höggmyndin af Faxa sé gerð upp og endurbætt, en eins og öllum er ljóst var ástand styttunnar orðið mjög dapurt. Í þetta verkefni voru samþykktar á síðasta ári 10,5 m.kr til verksins. Ekki kom hinsvegar til greiðslu á þessum kostnaði á síðasta ári og því þarf núna að endurnýja fjárheimildina til verksins. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að hér er ekki um viðbótarfjármagn að ræða heldur endurnýjun á fjárheimild til verksins. Áætlað er að Faxi komi endurnýjaður og uppgerður til Sauðárkróks í lok þessa árs og við hlökkum til að fá þessa glæsilegu styttu aftur á sinn stað en hann er og verður glæsilegt tákn fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð allan."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun sína frá 102. fundi byggðarráðs.

Jóhanna Ey ítrekar bókun sína frá 102. fundi byggðarráðs.

Fulltrúar meirihluta ítreka bókun meirihluta frá 102. fundi byggðarráðs.

Jóhanna Ey situr hjá við afgreiðslu málsins.

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027.

Fundi slitið - kl. 16:50.