Samráð; Áform um frumvarp til laga um íþróttir
Málsnúmer 2407023
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 25. fundur - 29.08.2024
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. júlí 2024 þar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 133/2024, "Áform um frumvarp til laga um íþróttir". Áformin eru um ný heildarlög um íþróttir. Í nýjum lagabálki verði núgildandi löggjöf uppfærð og færð til nútímans og tryggt að lagaumhverfi íþrótta endurspegli lykilþætti og kröfur sem nútímasamfélag gerir. Umsagnarfrestur var til og með 31.07.2024.