Fara í efni

Blöndulína 3 - Breytt fyrirkomulag Landsnets vegna útgreiðslu landbóta vegna framkvæmda

Málsnúmer 2407154

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 108. fundur - 15.08.2024

Landsnet sendi erindi til sveitarfélagsins þann 18. júlí sl. þar sem tilkynnt er um að Landsnet hefur ákveðið að breyta tilhögun vegna útgreiðslu landbóta vegna framkvæmda vegna Blöndulínu 3 sem tekur strax gildi. Önnur breytingin er sú að Landsnet tryggir ávöxtun landbóta til allt að fimm ára. Hin breytingin snýr að því að landeigandi hefur um tvo kosti að velja vegna útgreiðslu landbóta, annars vegar leið 1: að fá heildargreiðslu landbóta þegar samningar hafa náðst við alla landeigendur vegna framkvæmdarinnar eða hins vegar leið 2: að fá 15% landbóta staðgreiddar við undirritun og eftirstöðvarnar (85%) greiddar þegar samningar hafa náðst við alla landeigendur vegna framkvæmdanna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að velja leið 1, að fá heildargreiðslu landbóta þegar samningar hafa náðst við alla landeigendur vegna framkvæmdarinnar, ef til þess kemur að fyrirhuguð Blöndulína 3 liggi um eignarlönd sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að ganga frá nýjum samningi við Landsnet þess efnis.