Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

108. fundur 15. ágúst 2024 kl. 12:00 - 12:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Hrund Pétursdóttir varam.
    Aðalmaður: Einar Eðvald Einarsson
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 28. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 19. júní 2024, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 20. júní og lýkur 21. ágúst 2024.

1.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407019Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá 104. fundar byggðarráðs þann 8. júlí sl.

Lagt fram tilboð frá Háskóla-, innviða- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 2. júlí 2024 þar sem sveitarfélaginu er boðin styrkur til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert heimilisfang sem er ótengt við ljósleiðara fyrir árslok 2026.

Áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi:
1. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum.
2. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleiðir sem sveitarfélagið kostar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða tilboð ráðuneytisins með fyrirvara um niðurstöðu ofangreindar könnunar.

2.Blöndulína 3 - Breytt fyrirkomulag Landsnets vegna útgreiðslu landbóta vegna framkvæmda

Málsnúmer 2407154Vakta málsnúmer

Landsnet sendi erindi til sveitarfélagsins þann 18. júlí sl. þar sem tilkynnt er um að Landsnet hefur ákveðið að breyta tilhögun vegna útgreiðslu landbóta vegna framkvæmda vegna Blöndulínu 3 sem tekur strax gildi. Önnur breytingin er sú að Landsnet tryggir ávöxtun landbóta til allt að fimm ára. Hin breytingin snýr að því að landeigandi hefur um tvo kosti að velja vegna útgreiðslu landbóta, annars vegar leið 1: að fá heildargreiðslu landbóta þegar samningar hafa náðst við alla landeigendur vegna framkvæmdarinnar eða hins vegar leið 2: að fá 15% landbóta staðgreiddar við undirritun og eftirstöðvarnar (85%) greiddar þegar samningar hafa náðst við alla landeigendur vegna framkvæmdanna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að velja leið 1, að fá heildargreiðslu landbóta þegar samningar hafa náðst við alla landeigendur vegna framkvæmdarinnar, ef til þess kemur að fyrirhuguð Blöndulína 3 liggi um eignarlönd sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að ganga frá nýjum samningi við Landsnet þess efnis.

3.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 54. fundi skipulagsnefndar þann 6. ágúst sl., þannig bókað:

"Fyrir liggur afturköllun umsóknar Vegagerðarinnar dags. 24.06.2024 um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Hofsósi ásamt nýrri umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir verkið dags. 01.08.2024.
Skipulagsnefnd skilur framangreinda afturköllun svo að hún feli í sér ósk um að byggðarráð afturkalli ákvörðun sína dags. 03.07. 2024. um að veita umrætt framkvæmdarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að afturkalla þá ákvörðun sína.

Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi, sbr. gr. 5.9.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 01.08.2024 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmd stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að afturkalla ákvörðun sína frá 3. júlí sl. um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Hofsósi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða, með vísan til þess að framkvæmdin samræmist aðalskipulagi, og sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 01.08.2024 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 8

Málsnúmer 2408004FVakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 9. ágúst lögð fram til fullnaðarafgreiðslu á 108. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 8 Erindi barst frá landeiganda Skálár, Magnúsi Péturssyni varðandi niðurrif á Skálárrétt. Erindið var tekið fyrir á fundi Landbúnaðarnefndar þann 9.jan.2023.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að hafa samband við landeigendur Skálár og fjallskiladeildina í Hrolleifsdal varðandi réttina og nýtingu á henni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðsfest á 108. fundi byggðarráðs 14. ágúst 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 8 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um reikninga og tilurð verksins. Málið verður tekið fyrir á fundi aftur þegar búið er að afla umbeðinna gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðsfest á 108. fundi byggðarráðs 14. ágúst 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 8 Ársreikningar fjallskiladeildar Sauðárkróks og framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2023 eru lagðir fram til kynningar.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Kára Gunnarssyni að afla frekari gagna varðandi innihald ársreiknings framhluta Skagafjarðar og leggja fyrir nefndina að nýju.
    Einnig er lagt til að formenn allra fjallskiladeilda verði boðaðir á fund nefndarinnar í febrúar þar sem rædd verði fjallskilamál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðsfest á 108. fundi byggðarráðs 14. ágúst 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 8 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar frá Umhverfisstofnun varðandi efni sem notuð eru til landfyllinga og mismunandi tegundir þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðsfest á 108. fundi byggðarráðs 14. ágúst 2024 með þremur atkvæðum.

5.Skipulagsnefnd - 54

Málsnúmer 2408002FVakta málsnúmer

Fundargerð 54. fundar skipulagsnefndar frá 6. ágúst lögð fram til fullnaðarafgreiðslu á 108. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulagsnefnd - 54 Fyrir liggur afturköllun umsóknar Vegagerðarinnar dags. 24.06.2024 um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Hofsósi ásamt nýrri umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir verkið dags. 01.08.2024.
    Skipulagsnefnd skilur framangreinda afturköllun svo að hún feli í sér ósk um að byggðarráð afturkalli ákvörðun sína dags. 03.07. 2024. um að veita umrætt framkvæmdarleyfi.
    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að afturkalla þá ákvörðun sína.

    Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi, sbr. gr. 5.9.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 01.08.2024 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmd stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar skipulagsnefndar afgreidd undir liðnum "Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi" fyrr á þessum fundi.

6.Skagfirskar leiguíbúðir hses, ársreikningur 2023

Málsnúmer 2407096Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Skagfirskra leiguíbúða hses. fyrir árið 2023.

7.Fundagerðir SSNV 2024

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

110. fundargerð stjórnar SSNV frá 25. júní 2024 lögð fram til kynningar á 108. fundi byggðarráðs 15. ágúst 2024.

8.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2024

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 6. júní 2024 lögð fram til kynningar á 108. fundi byggðarráðs 15. ágúst 2024.

Fundi slitið - kl. 12:35.