Vegaskemmdir Unadal
Málsnúmer 2407163
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 12. fundur - 03.10.2024
Málið var á dagskrá 9. fundar Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 22 ágúst sl. Bréf barst frá Erlingi fjallskilastjóra í Unadal dagsett 21. ágúst sl. sem upplýsir um stöðu vegar inn á Unadalsafrétt. Lækir hafa grafið veginn í sundur og er hann ófær bílum. Áin er víða farin úr farvegi á milli Selhóla og Miðhóla og hefur valdið töluvert miklum skemmdum á vegslóða og landi. Einnig hafa lækirnir úr þverdölunum grafið sig niður í farvegina og er orðið illfært yfir þá. Áætlað er að viðgerð á vegslóðanum kosti um eina milljón króna.
Í ljós hefur komið að viðgerðin var helmingi dýrari en áætlun gerði ráð fyrir. Liggja nú þegar fyrir reikningar upp á fjárhæð um 2 milljónir.
Fyrir liggur ákvörðun stjórnar Veiðifélags Unadalsár um kostnaðarþátttöku 720.720 kr. og fyrri ákvörðun Landbúnaðar- og innviðanefndar um að greiða 500.000 kr.
Í ljós hefur komið að viðgerðin var helmingi dýrari en áætlun gerði ráð fyrir. Liggja nú þegar fyrir reikningar upp á fjárhæð um 2 milljónir.
Fyrir liggur ákvörðun stjórnar Veiðifélags Unadalsár um kostnaðarþátttöku 720.720 kr. og fyrri ákvörðun Landbúnaðar- og innviðanefndar um að greiða 500.000 kr.
Kári Gunnarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að hafa samband við stjórn veiðifélagsins og ræða kostnaðarskiptingu vegna framkvæmdanna í samræmi við umræður á fundinum.