Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

9. fundur 22. ágúst 2024 kl. 13:00 - 15:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Dagur Þór Baldvinsson
  • Baldur Hrafn Björnsson
Fundargerð ritaði: Hjörvar Halldórsson Sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skagafjörður - rammaáætlun 2025

Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer

Landbúnaðar og innviðanefnda heldur áfram yfirferð rammaáætlunar fyrir deildir 13 Atvinnumál og 61 Hafnarmál.
Kári Gunnarsson Umhverfis og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn þegar rætt var um deild 13 atvinnumál.
Dagur Baldvinsson Hafnarstjóri sat fundinn þegar rætt var um deild 61 Hafnarmál.

2.Hraðahindrun við Ársali, hundagerði.

Málsnúmer 2301206Vakta málsnúmer

Mál áður á dagskrá nefndarinnar á 7 fundi sem haldinn var þann 4 júlí sl. Þar samþykkti nefndinn samhljóða að fela sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun verksins.
Tillaga að hraðahindrun og hraðatakmörkun á Borgargerði við Leikskólann Ársali. Lagt er til að hraðahindrun og gangbraut verði komið fyrir sunnan Sauðár í framhaldi af göngustíg norðan leikskólans. Jafnframt er lagt til að hámarkshraði á svæðinu verði lækkaður í 30 km/klst. á um 200 m kafla, þ.e. frá göngustíg norðan Sauðár, suður undir akbrautarskiptingu sunnan leikskóla. Jafnframt verði bætt við nauðsynlegum vegmerkingum, skiltum og hugað að lýsingu á svæðinu.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að farið verð í verkið.

3.Fundir Landbúnaðar- og innviðanefndar - Haust 2024 (vor 2025)

Málsnúmer 2408128Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundadagskrá Landbúnaðar- og innviðanefndar fyrir veturinn 2024-2025.
Næsti fundur verður 5. september nk. og síðan er miðað við að fundað verði á tveggja vikna fresti á fimmtudögum kl. 09:00. Ef að fimmtudagur stendur uppá frídag er leitast við að flytja fund fram um einn dag.

Landbúnaðar og innviðanefnd samþykktir þetta fyrirkomulag samhljóða.

4.Vegaskemmdir Kolbeinsdal 2024

Málsnúmer 2408058Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd barst erindi dagsett 13. ágúst sl. vegna skemmda á vegi fram í Kolbeinsdal fyrir framan Fjall. Skriðuföll úr Elliðanum hafa lokað veginum til kolbeinsdalsafréttar á nokkrum stöðum. Fyrir liggur tilboð í verkið upp á 449.200 kr.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða tilboðið og að verkið verði framkvæmt.

5.Vegaskemmdir Unadal

Málsnúmer 2407163Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd barst bréf frá Erlingi fjallskilastjóra í Unadal dagsett 21. ágúst sl. sem upplýsir um stöðu vegar inn á Unadalsafrétt. Lækir hafa grafið veginn í sundur og er hann ófær bílum. Áin er víða farin úr farvegi á milli Selhóla og Miðhóla og hefur valdið töluvert miklum skemdum á vegslóða og landi. Einnig hafa lækirnir úr þverdölunum grafið sig niður í farvegina og er orðið illfært yfir þá. Áætlað er að viðgerð á vegslóðanum kosti um eina milljón króna.

Kári Gunnarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að hafa samband við stjórn veiðifélagsins og ræða kostnaðarskiptingu vegna framkvæmdanna í samræmi við umræður á fundinum.

6.Breyting á hafnarreglugerð 2024

Málsnúmer 2408067Vakta málsnúmer

Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga á hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Breyting verður gerð á heiti nefndarinnar í hafnarreglugerðinni þar sem Umhverfis- og samgögngunefnd verði breytt í Landbúnaðar- og innviðanefnd.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingartillöguna og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga frá breytingunum.

7.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 464 frá 15. ágúst sl.

Fundi slitið - kl. 15:30.