Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd - 25

Málsnúmer 2408009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Fundargerð 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 29. ágúst 2024 lögð fram til afgreiðslu á 30. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. júlí 2024 þar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 133/2024, "Áform um frumvarp til laga um íþróttir". Áformin eru um ný heildarlög um íþróttir. Í nýjum lagabálki verði núgildandi löggjöf uppfærð og færð til nútímans og tryggt að lagaumhverfi íþrótta endurspegli lykilþætti og kröfur sem nútímasamfélag gerir. Umsagnarfrestur var til og með 31.07.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lögð fram til kynningar 23. fundargerð fagráðs frá 24.júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lögð fram drög að samningi. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar samningnum til byggðaráðs.
    Nefndin óskar eftir því að UMSS skili inn skýrslum sbr. 3. gr. 3. kafla samningsins og fundi með nefndinni í október nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Niðurstöður könnunnar, sem send var á forráðamenn nemenda barna í 5.-10. bekk Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna, lagðar fram til kynningar. Niðurstöður sýna að mikill meirihluti forráðamanna telur að þau börn sem eru að æfa íþróttir myndu nýta sér auka akstur á Sauðárkrók, að loknum skóladegi, til þess að sækja skipulagðar æfingar þar.
    Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að stilla upp ólíkum sviðsmyndum, kostnaðarmeta þær og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Í ljósi mikillar eftirspurnar eftir tímum í íþróttahúsi óskar Júdódeild Tindastóls eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem deildin hefur tekið á leigu og hentar vel fyrir starfsemi deildarinnar. Félagsmála- og tómstundanefnd leggur til að samþykkt verði að styrkja deildina sem nemur 65.000 kr. á mánuði frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025. Horfir nefndin til þess að með þessari aðgerð losni um tíma sem annar eftirspurn annarra deilda. Nefndin vísar ákvörðuninni til byggðarráðs vegna þess að ekki hefur verið áætlað fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Á fundi fræðslunefndar þann 8. maí 2024 samþykkti nefndin að senda út könnun til foreldra barna í 3.-4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu og leggja fyrir fræðslunefnd til kynningar og umræðu um næstu skref. Þá samþykkti nefndin að niðurstöður könnunar og minnisblað yrðu í framhaldi sendar félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar.
    Minnisblað frá sviðsstjóra lagt fram til kynningar. Þar komu fram niðurstöður úr könnun sem send var til foreldra við lok skólaárs. Niðurstöður sýna að meirihluti foreldra líkar vel þjónustan í Húsi frítímans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.