Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25
Málsnúmer 2408031FVakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E. Einarsson, Gísli Sigurðsson og Jóhanna Ey Harðardóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sólveigu Jónasdóttur fyrir hönd Samgöngusafnsins í Stóragerði vegna viðburðar í tilefni 20 ára afmælis safnsins sem haldinn var 20. júlí sl. Viðburðurinn var öllum opinn og enginn aðgangseyrir.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar safninu til hamingju með áfangann og samþykkir samhljóða að veita safninu 50 þúsund króna styrk. Tekið af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. - 1.2 2408088 Upplýsingar um heimsóknatölur í upplýsingamiðstöðvum Skagafjarðar fyrir árin 2022 og 2023Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram beiðni um heimsóknartölur í upplýsingamiðstöðvum Skagafjarðar fyrir árin 2022 og 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að taka saman tölur fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðaista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
"Farið verði í vinnu við að meta kosti og galla þess að rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði verði seldur"
Atvinnu-. menningar- og kynningarnefnd tekur vel í tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja þessa vinnu ásamt því að kanna hvernig staðið hefur verið að sölu tjaldsvæða hjá öðrum sveitarfélögum og hvernig hefur tekist til. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
"Málaður verði regnbogastígur / stétt við skólabyggingar í Skagafirði í samstarfi við skólastarfsfólk og nemendur. Verkefnið mætti setja upp samhliða fræðslu og miðlun þekkingar á réttindabaráttu hinsegin fólks og gæti t.d orðið góð byrjun á skólaárinu, en auðvitað þyrfti að móta og skipuleggja framkvæmdina nánar í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Kostnaður við verkefnið verði hluti af kostnaði við menningar- og kynningarmál Skagafjarðar."
Ólína Björk Hjartardóttir varamaður VG og óháðra óskar bókað:
VG og óháð styðja tillögu Byggðalista um að mála regnbogastíga við skólamannvirki í Skagafirði, enda lögðu VG og óháð fram áþekka tillögu á 48. fundi byggðarráðs þann 17. maí 2023 en hún hljóðaði svo: "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls." Á þeim tíma var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar sveitarfélagsins sem afgreiddi hana á sínum 15. fundi með eftirfarandi hætti: “Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.? Þar var einmitt umræða um að mála stéttar við skólamannvirki. Erfiðlega gekk hins vegar að framkvæma verkið vegna t.d. fámennis í vinnuskóla en bekkir voru málaðir í regnbogalitum á Sauðárkróki af félagasamtökunum “Vinum Sauðárkróks? þar sem umhverfis- og samgöngunefnd greiddi kostnað við málingu og pensla.
VG og óháð fagna endurvakningu verkefnisins og vona að það verði framkvæmt fyrir næsta sumar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin vísar erindinu til fræðslunefndar Skagafjarðar til umfjöllunar og frekari útfærslu. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
Álfhildur tók til máls og ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra, svohljóðandi:
"Ólína Björk Hjartardóttir varamaður VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð styðja tillögu Byggðalista um að mála regnbogastíga við skólamannvirki í Skagafirði, enda lögðu VG og óháð fram áþekka tillögu á 48. fundi byggðarráðs þann 17. maí 2023 en hún hljóðaði svo: "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls." Á þeim tíma var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar sveitarfélagsins sem afgreiddi hana á sínum 15. fundi með eftirfarandi hætti: “Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.? Þar var einmitt umræða um að mála stéttar við skólamannvirki. Erfiðlega gekk hins vegar að framkvæma verkið vegna t.d. fámennis í vinnuskóla en bekkir voru málaðir í regnbogalitum á Sauðárkróki af félagasamtökunum “Vinum Sauðárkróks? þar sem umhverfis- og samgöngunefnd greiddi kostnað við málingu og pensla.
VG og óháð fagna endurvakningu verkefnisins og vona að það verði framkvæmt fyrir næsta sumar."
Einar E. Einarsson, forseti sveitarstjórnar, tók til máls og leggur fram bókun svohljóðandi:
"Meirihluti sveitarstjórnar styður og hefur alltaf stutt réttindabaráttu hinsegin fólks og að vakin sé athygli á þeirra málstað og þeim fjölbreytileika sem býr í samfélaginu með málun regnbogalita. Það er eðlilegt að leitað sé álits og skoðunar skólasamfélagsins um hvar og hvernig þessum merkingum væri best fyrir komið á hverjum stað og því var full samstaða um afgreiðslu málsins hjá atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd." -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
Samningur Skagafjarðar við 1238 verði endurskoðaður með það að leiðarljósi að kanna hvort hægt sé að fækka stöðugildum sem sveitarfélagið ber kostnað af, að minnsta kosti niður í eitt ársverk í stað tveggja.
Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar tillögunni þar sem nefndin er ekki með umboð til að endurskoða samninginn við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn er óuppsegjanlegur á samningstímanum og fer byggðaráð með samningsumboð.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalistans situr hjá við afgreiðslu málsins.
Eftir upplýsandi umræðu um þá fjármuni sem sveitarfélagið ver til upplýsingamiðlunnar á upplýsingamiðstöðvum í Varmahlíð og á Sauðárkróki vill atvinnu, menningar og kynningarnefnd draga fram þær upplýsingar að starfsmenn upplýsingamiðstöðvarinnar á Sauðárkróki vinna að fjölbreyttum verkefnum tengdum ferðaþjónustu og upplýsingamiðlun á vegum sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haust 2024 og vor 2025 sem eru eftirfarandi: 26. september, 17. október, 21. nóvember, 19. desember, 23. janúar, 20. febrúar, 20. mars og 24. apríl. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Tekin fyrir uppsögn á rekstri menningarhússins Miðgarðs frá Kristíni Höllu Bergsdóttur fyrir hönd Miðstóns ehf, dagsett 2.9.2024. Segir í bréfinu "Miðtónn óskar eftir því að segja upp samningi sínum við Skagafjörð um reksturinn frá og með 1. september 2024."
Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er 6 mánuðir en finnist rekstraraðili fyrir þann tíma er hægt að verða við óskum Miðtóns að losna undan samningi fyrr.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Lögð fram til kynningar forgangsverkefni í áfangastaðaáætlun Norðurlands 2024 fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Erindi barst frá Markaðsstofu Norðurlands þann 18. júní þar sem óskað var eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni frá sveitarfélögum á norðurandi.
Skagafjörður auglýsti eftir tillögum að verkefnum fyrir Skagafjörð 19. júní sl. og var gefin frestur til 1. ágúst sl. til að skila inn tillögum til sveitarfélagsins. Engin tillaga barst og var því sendur inn óbreyttur listi frá fyrra ári.
Forgangsverkefni Skagafjarðar eru:
Staðarbjargavík á Hofsósi
Hólar í Hjaltadal
Glaumbær
Kakalaskáli
Austurdalur í Skagafirði Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir sveitarstjónarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 109
Málsnúmer 2408013FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 109 Málið áður tekið fyrir á 105. fundi byggðarráðs Skagafjarðar 8. júlí sl.
Í júlí sl. barst erindi frá íbúum og jarða- og lóðaeigendum í Hegranesi þar sem þess var farið á leit að Skagafjörður gangi ekki til þess að auglýsa Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Upplýst var í erindinu að fyrrgreindir aðilar hefðu í hyggju að stofna félagasamtök sem farið gætu með eignarhald og rekstrarumsjón hússins að undangengnum samningum við sveitarfélagið Skagafjörð. Fyrir liggja nú samþykktir Íbúasamtaka og hollvina Hegraness og upplýsingar um stjórn félagsins en skv. Fyrirtækjaskrá er skráningu félagsins ekki lokið og íbúasamtökunum ekki enn verið úthlutað kennitölu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 109 Lögð fram vinnuskrá, uppdrættir nr. S201, S202, S203, S204 og S205, skrá 729555, dags. 20.02 2024 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu, sem sýna landamerki á milli eignarlands Sjávarborgar I, II og III og sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skráin er afrakstur vinnu og samtals á milli eigenda Sjávarborgar og fulltrúa Skagafjarðar og er ætlað að staðfesta landamerkin aðila á milli.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða þá tillögu að landamerkjum á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sjávarborgar I, II og III, eins og hún kemur fram í ofangreindum gögnum og leggur til við sveitarstjórn að gerð verði merkjalýsing sbr. gildandi lög og á grundvelli reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Beiðni um viðræður varðandi landamerki að Sjávarborg 1, 2, og 3, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 109 Sveitarfélaginu barst erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þann 13. ágúst sl. þess efnis að samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra (LNV) hefur haft til umræðu að taka í notkun eftirlitsmyndavélar lögreglu innan umdæmisins. Umdæmið er eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar eru ekki í notkun. Niðurstaða LNV er að hentugast sé að koma fyrir myndavélum með númeralesara við hvern byggðakjarna umdæmisins, sem greinir skráningarnúmer bifreiða sem fara um veginn.
Fyrirkomulagið yrði þannig að hverju sveitarfélagi fyrir sig yrði falið að greiða fjárfestingu við kaup á búnaði fyrir slíka vöktun en allur rekstur verður svo í höndum lögreglu. Kostnaður við kaup og uppsetningu á búnaði er áætlaður rúmlega 1,5 milljón fyrir hverja myndavél sem sett yrði upp.
LNV leggur til að myndaður verði vinnuhópur til að vinna þarfagreiningu myndavéla hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þennan vinnuhóp mun LNV leiða. Auk fulltrúa frá LNV verði hópurinn skipaður einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í umrædda nefnd fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 109 Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi sendi sveitarfélaginu erindi dagsett 10. júlí sl. þar sem fyrir liggja áætlanir um að byggja við fasteignina Skólagötu 1, Hofsósi, fastanúmer F2143662. Eignin er sameign Björgunarsveitarinnar Grettis og sveitarfélagsins Skagafjarðar og óskað er eftir samþykki Skagafjarðar um fyrirhugaða framkvæmd sem Björgunarsveitin Grettir mun kosta að fullu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirhugaða viðbyggingu við Skólagötu 1, Hofsósi, með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdinni og gerð nýrrar eignaskiptayfirlýsingar. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 109 Lagt fram minnisblað dagsett 4. júní sl. frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) þar sem óskað er eftir umboði til að gera viðaukasamning við Sóknaráætlun landshlutans við mennta- og barnamálaráðuneytið um stofnun farsældarráðs á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita SSNV umboð til að gera framangreindan samning.
Byggðarráð vill þó einnig benda á með tilliti til fagþekkingar sem sveitarfélögin hafa þegar aflað sér gæti verkefni sem þetta ekki síður átt heima hjá sveitarfélögunum sjálfum þar sem eitt þeirra yrði leiðandi í starfinu þvert á sveitarfélagamörk, líkt og þekkist t.d. í tilfellum barnaverndar og málefnum fatlaðs fólks. Bókun fundar Afgreiðsla 109. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 109 Málinu vísað frá 30. fundi fræðslunefndar, þann 15. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá í grunnskólum sem felur í sér að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkaðar að raunkostnaði en skólamáltíðir jafnframt niðurgreiddar að fullu af hálfu sveitarfélagsins og ríkisins, í samræmi við bókun við málsnúmer 2407024 á 29. fundi fræðslunefndar.
Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga frá Kristófer Má Maronssyni sem send var nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fund:
Lagt er til að í stað þess að tekið sé fram í gjaldskránni hver hlutur ríkisins og Skagafjarðar sé nákvæmlega standi: "Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu."
Þá er lagt til að í samræmi við samþykki sveitarstjórnar að í stað 4,9% hækkunar 1. janúar 2024 verði 3% hækkun á gjaldskrá grunnskóla er varðar frístund og verði því dvalargjald 305 kr. og síðdegishressing 263 kr. máltíðin, frá 1. júní 2024 og er því lagt til að gjaldskráin taki gildi aftur í tímann, frá 1. júní 2024.
Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd óskar eftir því að útfærsla við skráningu í mat verði á þann hátt að foreldrar sjái hversu stórt hlutfall skólamáltíða er greitt af skattgreiðendum í Skagafirði og hversu stórt hlutfall kemur frá Jöfnunarsjóði. Skráning verði fyrir hverja önn en foreldrum verði gefinn kostur á að skrá börn úr mat sé um fyrirsjáanlega fjarveru frá skóla að ræða til þess að hægt sé að aðlaga eldað magn og minnka þannig matarsóun. Þá ítrekar nefndin mikilvægi þess að skrá þurfi nýtingu og matarsóun eins og kostur er, t.a.m. verði hægt að greina hvort fjarvera nemanda frá mat sé vegna veikinda eða leyfis, eða hvort nemendur mæti ekki til matar þrátt fyrir að vera í skólanum og skráðir í mat. Jafnframt óskar nefndin eftir því að áfram verði fylgst með raunkostnaði sveitarfélagsins við skólamáltíðir svo hægt sé að viðhalda gjaldskrá og þar með kostnaðarvitund foreldra, þrátt fyrir fulla niðurgreiðslu skólamáltíða fyrir nemendur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að finna skynsamlega leið í samráði við skólastjórnendur og aðra viðeigandi aðila til þess að hægt sé að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum."
Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingartillöguna á gjaldskrá grunnskóla og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Þessi liður var borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar með afbrigðum á 29. fundi sveitarstjórnar þann 21. ágúst 2024 og var gjaldskráin samþykkt með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 110
Málsnúmer 2408023FVakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Mál áður á dagskrá 105. fundar byggðarráðs þann 8. júlí sl. og 109. fundar byggðarráðs þann 21. ágúst sl.
Undir þessum lið mættu til fundar Sigríður Ellen Arnardóttir formaður stjórnar og prókúruhafi óstofnaðs félags ásamt Ómari Kjartanssyni, Hildi Magnúsdóttur, Sigríði Ingólfsdóttur og Maríu Eymundsdóttur stjórnarmönnum félagsins.
Í júlí sl. sendi hópur íbúa, jarða- og lóðaeigenda í Hegranesi sveitarfélaginu erindi þar sem þess var farið á leit að Skagafjörður auglýsi ekki Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Á 109. fundi byggðarráðs var það samþykkt að boða forsvarsmenn óstofnaðs félags á fund byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Mál síðast tekið fyrir á 76. fundi byggðarráðs þann 13. desember 2023.
Skagafjörður auglýsti eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði í október á síðasta ári og bárust sveitarfélaginu 9 umsóknir um stöðuna. Ákveðið var að ganga til samninga við björgunarsveitina Gretti á Hofsósi. Eftir að hafa fengið álit frá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Umhverfisstofnun þá liggja nú fyrir drög að samningi við björgunarsveitina um umsjón með Málmey. Enn er beðið endanlegrar umsagnar Vegagerðarinnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka málið aftur á dagskrá þegar umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir.
Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Máli vísað frá 9. fundi landbúnaðar- og innviðanefnd þann 22. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga á hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Breyting verður gerð á heiti nefndarinnar í hafnarreglugerðinni þar sem Umhverfis- og samgögngunefnd verði breytt í Landbúnaðar- og innviðanefnd.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingartillöguna og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga frá breytingunum."
Uppfærð hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar liggur nú fyrir og lögð fyrir byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða hafnarreglugerð fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Breyting á hafnarreglugerð 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Margeir Friðriksson, fjármálastjóri lagði fram til kynningar upplýsingar um tekjur og laun Skagafjarðar janúar til júní 2024 og rekstraryfirlit fyrir sama tímabil. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Óbyggðanefnd dagsettur 19. ágúst sl. þar sem tilkynnt er um framlengdan kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. desember 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 110 Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fulltrúaráðsfundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 19. ágúst 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 110. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 111
Málsnúmer 2409001FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Lagðar voru fram reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað. Tilgangurinn með reglunum er að upplýsa notendur um hvernig skuli umgangast tölvubúnað og upplýsingatækni á vegum sveitarfélagsins til að hámarka upplýsingaöryggi og lágmarka líkur á að viðkvæmar upplýsingar komist í hendur óviðkomandi aðila. Reglurnar eru hluti af stjórnkerfi upplýsingaöryggis Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða drögin með áorðnum breytingum og vístar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir byggðarráð til afgreiðslu:
"VG og óháð gera það að tillögu sinni að sveitarfélagið færi viðskipti sín frá Rapyd í ljósi þess að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki. Stofnandi, alþjóðlegur forstjóri og skráður eigandi Rapyd Europe á Íslandi er Arik Shtilman sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja tæp 60% íbúa á Íslandi ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd og má ætla að meirihluti íbúa Skagafjarðar endurspegli þetta hlutfall. Lagt er til að Skagafjörður beini viðskiptum sínum annað, helst innanlands."
Byggðarráð leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Með hliðsjón af umræðu um greiðslulausnir og kostnað við þær leggur Byggðarráð til að gerð verði verðfyrirspurn um kostnað við þá þjónustu sem Skagafjörður þarf á að halda. Leggjum við til að sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði falið að undirbúa verðfyrirspurn til fyrirtækja vegna þjónustu greiðslumiðlunar fyrir sveitarfélagið Skagafjörð."
Byggðarráð samþykkir breytingartillöguna samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir byggðarráð til afgreiðslu:
"VG og óháð gera þá verklagsreglu að tillögu sinni að ef höfðað sé mál á hendur sveitarfélagsins, höfði sveitarfélagið mál eða falli dómur í máli sem viðkemur sveitarfélaginu, þá séu sveitarstjórnarfulltrúar upplýstir um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála af hálfu sveitarstjóra. Í sveitarstjórnarlögum 138/2011 II kafla, 8.gr segir "Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags" og er því nauðsynlegt að sveitarstjórn sé vel upplýst um kærur og málaferli sem viðkoma Skagafirði."
Byggðarráð samþykkir að leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að ef höfðað verði mál á hendur sveitarfélaginu Skagafirði, höfði sveitarfélagið mál á hendur öðrum aðilum eða falli dómur í máli sem við kemur sveitarfélaginu, þá verði byggðarráði kynnt um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála, eftir atvikum í trúnaðarbók eftir eðli mála."
Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingartillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 28. ágúst 2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hauks Bent Sigmarssonar, kt. 200782-5779 fyrir hönd fyrirtækisins Green Highlander ehf., kt. 471113-0340 um leyfi til að reka gististað í flokki II - I Heimagisting að Hrauni I lóð 193865, 570 Fljótum, fasteignanúmer: 2014-4018.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Mál áður á dagskrá 101. fundar byggðarráðs þann 12. júní sl. sem vísaði málinu til aftur til félagsmála- og tómstundanefndar til frekari vinnslu.
Félagsmála- og tómstundanefnd hefur unnið málið áfram í samræmi við umræður á 101. fundar byggðarráðs og tók málið fyrir á 25. fundi sínum þann 29. ágúst sl. Málinu er nú vísað aftur til byggðarráðs, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur vegna útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Máli vísað frá 25. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram drög að samningi. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar samningnum til byggðaráðs.
Nefndin óskar eftir því að UMSS skili inn skýrslum sbr. 3. gr. 3. kafla samningsins og fundi með nefndinni í október nk."
Byggðarráð samþykkir samhljóða samningsdrögin og vísar til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samstarfssamningur Skagafjarðar og UMSS, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Máli vísað frá 25. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. ágúst sl., þannig bókað:
"Í ljósi mikillar eftirspurnar eftir tímum í íþróttahúsi óskar Júdódeild Tindastóls eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem deildin hefur tekið á leigu og hentar vel fyrir starfsemi deildarinnar. Félagsmála- og tómstundanefnd leggur til að samþykkt verði að styrkja deildina sem nemur 65.000 kr. á mánuði frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025. Horfir nefndin til þess að með þessari aðgerð losni um tíma sem annar eftirspurn annarra deilda. Nefndin vísar ákvörðuninni til byggðarráðs vegna þess að ekki hefur verið áætlað fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2024."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fela sveitarstjóra gerð viðauka fyrir styrkveitingunni út árið 2024. Byggðarráð samþykkir samhljóða styrkveitinguna í ljósi þess að þessi aðgerð losar um tíma sem annar eftirspurn annarra deilda í íþróttahúsinu og felur sveitarstjóra að undirbúa drög að samningi við Júdódeild Tindastóls vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 111 Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjónarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram fyrir byggðarráð til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 112
Málsnúmer 2409007FVakta málsnúmer
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 112 Undir þessum dagskrárlið kom Björn Jóhannesson lögmaður hjá Megin lögmannsstofu til fundarins.
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir, með tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að áfrýja til Landsréttar þremur dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 28. maí 2024 í málum sem þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar höfðuðu á hendur sveitarfélaginu vegna aksturs milli starfsstöðva skólans á árunum 2016-2019 og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Að mati meirihluta byggðaráðs er mikilvægt að fá umfjöllun á æðra dómsstigi um nokkur veigamikil atriði er varðar ágreining málsaðila, þ.á.m. túlkun á tilgreindum ákvæðum kjarasamnings Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara um akstur á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags. Þá er mikilvægt að fjallað verði um þau skýru fyrirmæli sem gefin voru af hálfu skólayfirvalda á sínum tíma um að skipuleggja bæri starfsemi skólans og vinnutímafyrirkomulag starfsmanna hans með þeim hætti að akstur milli starfsstöðva rúmaðist ætíð innan árlegrar vinnuskyldu starfsmanna skólans.
Að mati meirihluta byggðaráðs er hér um fordæmisgefandi mál að ræða sem kann einnig að varða aðra tónlistarskóla þar sem þannig háttar til að um akstur er að ræða að hálfu kennara á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
"Það er skýrt kveðið á í Héraðsdómi Norðurlands vestra að kennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafi uppfyllt kennsluskyldu sína við kennslu og önnur fagleg störf og hafi akstur ekki rúmast innan kennsluskyldu þ.e.a.s. 1800 klst. á ári, eigi kennarar því rétt á yfirvinnugreiðslu fyrir þá tíma sem varið er í akstur. Í kjarasamningi tónlistarskólakennara kemur fram að ef inni kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur starfstöðum sem reknir eru af sama vinnuveitenda skuli greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar. Heimilt sé að semja nánar um hvernig ákvæði greinarinnar skuli framkvæmt í einstökum tilfellum svo og ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Mér þykir miður að svo sé komið að kennarar tónlistarskólans þurfi að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi og að ekki hafi verið nýtt heimild kjarasamnings um að semja sérstaklega um hvernig greitt sé fyrir akstur milli starfstöðva."
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
"Ágreiningur þess dómsmáls sem um ræðir snýst um túlkun á kjarasamningi, um hvort stefnendur eigi rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir óku milli starfsstöðva tónlistarskólans. Ekki er ágreiningur um að aksturinn hafi í raun átt sér stað. Stefnendur halda því fram að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu sína og aksturstími sé því umfram vinnuskyldu. Vinnutími tónlistarkennara er skilgreindur í kjarasamningi sem stefnandi tekur laun eftir. Í kjarasamningni tónlistarkennara grein 5.4 segir m.a.: “Nú sinnir kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur skólum (starfsstöðvum) sem reknir eru af sama vinnuveitanda, og skal þá greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar.?
Í umræddum dómi kemur fram að að skólastjóri segir ekki mögulegt að koma akstri fyrir innan 1.800 tíma vinnuskyldu. Einnig kemur fram að á 60. fundi samráðsnefndarinnar frá 24. september 2013 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að akstur gæti ekki talist til annarra faglegra starfa. Umrædd samráðsnefnd er skipuð fulltrúum samningsaðila og hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasamnings, úrskurða í ágreiningsmálum og vinna úr bókunum með kjarasamningi milli kjaraviðræðna.
Í dómsorðum héraðsdóms stendur: “Ekki eru efni til annars en að fallast á með stefnanda að stefnda beri að greiða honum samkvæmt yfirvinnutaxta enda allur tíminn sem fór í akstur umfram vinnuskyldu.?
Samkvæmt þeim dómi sem féll á hendur sveitarfélagsins í Héraðsdómi Norðurlands vestra er ljóst að Skagafjörður braut á kjarasamningi tónlistarkennara og er skylt að greiða bætur vegna þess. Að áfrýja þeim dómi til Landsréttar er bæði kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið en líka afskaplega sorgleg mannauðsstefna. Ætti sveitarfélagið að sjá sóma sinn í því að gera upp vangreidd gjöld við þau sem um ræðir og biðja þau afsökunar á broti á kjarasamningum."
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Krafa vegna vangreiddra launa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 112 Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skagafjarðar, mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram minnisblað sem hún hefur tekið saman um tilboð í mannauðsmælingar fyrir starfstöðvar sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela mannauðsstjóra að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 112 Undir þessum dagskrárlið mættu Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV og lögðu fram kynningu á Sægörðum í Skagafirði, hugmyndinni um þekkingargarða á mótum lands og sjávar sem ætlað er að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 112 Mál áður á dagskrá byggðarráðs þann 5. júní sl. Þá átti byggðarráð samtal við Bjarna Jónsson, formann umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og Stefán Vagn Stefánsson formann fjárlaganefndar Alþingis þar sem samgöngumál í Skagafirði voru rædd.
Undir þessum lið kom Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, til fundarins og ítrekaði mikilvægi þess að strax verði farið í endurbætur á Hólavegi nr. 767, en núverandi ástand hans er með öllu óásættanlegt.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi ályktun sem sveitarstjóra er falið að senda á nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og þingmenn Norðvesturkjördæmis:
"Byggðarráð Skagafjarðar ítrekar áður sent bréf til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dagsett 10. júní 2024 og leggur ríka áherslu á að endurbætur á Hólavegi nr. 767 fari fram eigi síðar en sumarið 2025. Vegurinn er afar mjór og bylgjóttur, raunar svo mjög að hann er varhugaverður stærri bílum og bílum með tengivagna og hestakerrur. Á veginum hafa orðið mjög alvarleg slys. Vegurinn liggur að þéttbýlisstaðnum Hólum í Hjaltadal þar sem er starfsemi m.a. á vegum Háskólans á Hólum. Tilheyrandi þeirri starfsemi er m.a. hestafræðideild sem kallar á mikla umferð nemenda með hestaflutninga. Þar er einnig öflug ferðaþjónusta og aðsetur vígslubiskups en á vegum embættisins eru fjölmargir viðburðir haldnir ár hvert. Á Hólum er einnig rekið Sögusetur íslenska hestsins, Bjórsetur Íslands og leikskóli á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landsmót hestamanna verður næst haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2026 en þann viðburð munu líklega á annan tug þúsunda sækja.
Sem gefur að skilja batnar ástand vegarins ekki með árunum og knýjandi nauðsyn að ráðast í lagfæringar á honum og/eða mikla uppbyggingu og klæðningu á Ásavegi nr. 769 til að tryggja öryggi akandi vegfarenda heim að Hólum. Sú ráðstöfun að ráðast í lagfæringar á einbreiðri brú yfir Hjaltadalsá, við beygju og blindhæð, fyrir skemmstu í stað þess að endurnýja hana með tvöföldun í takt við öryggiskröfur nútímans benda til þess að einhverjar hugleiðingar um uppbyggingu Ásavegar hljóti að hafa verið í vinnslu hjá Vegagerðinni en Vegagerðin fullyrðir að svo sé ekki.
Þess má geta að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa tekið málið upp á a.m.k. 3 formlegum fundum með Vegagerðinni á síðasta eina og hálfa árinu.
Með erindi þessu er skorað á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að tryggja lagfæringu Hólavegar nr. 767 í Skagafirði. Ef ekki næst að ráðast í gagngera endurnýjun hans í samræmi við staðla sem gerðir eru fyrir slíka vegi, þá a.m.k. að tryggja 250 m.kr. til fræsinga, lagfæringa á verstu öldum og ósléttum í veginum og lagningu bundins slitlags að nýju. Það er sú fjárhæð sem Vegagerðin segist þurfa til að tryggja slíkar lágmarksbætur á veginum.
Vegagerðin telur framkvæmdina brýna og er reiðubúin að fara í verkið sumarið 2025 ef fjármagn er tryggt. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir huganleg óhöpp í tengslum við mikla umferð landsmóts hestamanna sumarið 2026. Ef ekkert verður að gert er ljóst að slysatíðni á veginum mun aukast enn frekar."
Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 112 Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar að fjárhæð 118.358 þkr. svo sem hér segir:
Styrkveiting til Jódódeildar Tindastóls vegna húsaleigu.
Leiðrétting á launaáætlun með tilliti til kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu.
Uppreiknuð fjárhagsáætlun vegna skuldabréfa vegna hærri vaxta og verðbóta en áætlun gerði ráð fyrir.
Hækkun launagjalda í Birkilundi auk fleiri liða.
Þessum gjöldum er mætt með hærri rekstrarafgangi hafnarsjóðs, hærri útsvarstekjum og hærri álagningu fasteignaskatts miðað við fyrri áætlun auk lækkun handbærs fjár.
Viðaukinn inniheldur einnig breytingar á framlögum til framkvæmda og eignabreytinga svohljóðandi:
Lánasafn sveitarfélagsins endurskoðað með tilliti til verðlagsþróunar ársins 2024 þar sem vextir og verðbætur leggjast ofan á höfuðstól lána umfram það sem áætlað hafði verið.
Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í verknámshús FNV né nýjan grjótgarð í Sauðárkrókshöfn á þessu ári og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Ekki er gert ráð fyrir að byrjað verði á sorpmóttöku á Hofsósi né sjóvörn við Hofsós vegna tafa við skipulag og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Auknu framkvæmdafé er veitt til kaupa á rafmagnsbifreiðar fyrir þjónustumiðstöð og í framkvæmdir við dælustöð við Laugaveg í Varmahlíð.
Handbært fé lækkað um 7.158 þkr. vegna viðaukans alls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 112 Lagt fram erindi frá rekstrarstýru Samtaka um kvennaathvarf, dags. 3. september 2024, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2025 að fjárhæð kr. 200.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita 200.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins á árinu 2025 og tekur fjármagnið af deild 21890 á því fjárhagsári. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar byggðarráðs staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 112 Fræðslunefnd samþykkti nýja gjaldskrá fyrir leikskóla á 29. fundi sínum 8. júlí sl., sem taka átti gildi frá 1. október nk, og staðfesti byggðarráð þá ákvörðun á 106. fundi byggðarráðs þann 17. júlí sl.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytta gjaldskrá í leikskóla Skagafjarðar en gerir athugasemd við að í samþykktri gjaldskrá var kveðið á um hækkun fæðisgjalds. Sú hækkun fæðisgjalds gengur þvert á fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 97. fundi byggðarráðs frá 15. maí sl. þar sem ákveðið var að lækka gjaldskrár til að styðja við gerð kjarasamninga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við ákvörðun frá 97. fundi byggðarráðs um fæðisgjald í leikskóla Skagafjarðar og tekur því til baka hækkun fæðisgjalds sem samþykkt var á 29. fundi fræðslunefndar og staðfest á 106. fundi byggðarráðs. Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrárbreytingar í leikskólum, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 5.8 2408043 Hólar, Bjórsetur - Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustaðByggðarráð Skagafjarðar - 112 Byggðarráði barst beiðni um umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Hólum í Hjaltadal, fnr. 214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda.
Umsögn byggðarráðs er svohljóðandi:
1.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi
2.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu
3.
Sveitarfélagið hefur ekki sett neinar sérreglur um afgreiðslutíma en vísar til 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022 þar sem segir að afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
4.
Að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra er engin athugasemd gerð við leyfisveitinguna. Aðstæður voru teknar út á síðasta ári og verða teknar aftur út á næsta ári. Aðstæður voru góðar við síðustu skoðun og engar athugasemdir hafa borist fram að þessu og því þótti ekki ástæða til vettvangsskoðunar að svo stöddu.
5.
Að fengnu áliti frá slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar er það niðurstaðan að kröfum slökkviliðs er fullnægt að mati slökkviliðsstjóra miðað við 25 manns innandyra og 30 manns utandyra. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hólar, Bjórsetur - Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
6.Félagsmála- og tómstundanefnd - 25
Málsnúmer 2408009FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. júlí 2024 þar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 133/2024, "Áform um frumvarp til laga um íþróttir". Áformin eru um ný heildarlög um íþróttir. Í nýjum lagabálki verði núgildandi löggjöf uppfærð og færð til nútímans og tryggt að lagaumhverfi íþrótta endurspegli lykilþætti og kröfur sem nútímasamfélag gerir. Umsagnarfrestur var til og með 31.07.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lögð fram til kynningar 23. fundargerð fagráðs frá 24.júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lögð fram drög að samningi. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar samningnum til byggðaráðs.
Nefndin óskar eftir því að UMSS skili inn skýrslum sbr. 3. gr. 3. kafla samningsins og fundi með nefndinni í október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Niðurstöður könnunnar, sem send var á forráðamenn nemenda barna í 5.-10. bekk Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna, lagðar fram til kynningar. Niðurstöður sýna að mikill meirihluti forráðamanna telur að þau börn sem eru að æfa íþróttir myndu nýta sér auka akstur á Sauðárkrók, að loknum skóladegi, til þess að sækja skipulagðar æfingar þar.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að stilla upp ólíkum sviðsmyndum, kostnaðarmeta þær og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Í ljósi mikillar eftirspurnar eftir tímum í íþróttahúsi óskar Júdódeild Tindastóls eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem deildin hefur tekið á leigu og hentar vel fyrir starfsemi deildarinnar. Félagsmála- og tómstundanefnd leggur til að samþykkt verði að styrkja deildina sem nemur 65.000 kr. á mánuði frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025. Horfir nefndin til þess að með þessari aðgerð losni um tíma sem annar eftirspurn annarra deilda. Nefndin vísar ákvörðuninni til byggðarráðs vegna þess að ekki hefur verið áætlað fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Á fundi fræðslunefndar þann 8. maí 2024 samþykkti nefndin að senda út könnun til foreldra barna í 3.-4. bekk Árskóla um nýtingu frístundar í Húsi frítímans og hug þeirra til mögulegra breytinga á fyrirkomulaginu og leggja fyrir fræðslunefnd til kynningar og umræðu um næstu skref. Þá samþykkti nefndin að niðurstöður könnunar og minnisblað yrðu í framhaldi sendar félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar.
Minnisblað frá sviðsstjóra lagt fram til kynningar. Þar komu fram niðurstöður úr könnun sem send var til foreldra við lok skólaárs. Niðurstöður sýna að meirihluti foreldra líkar vel þjónustan í Húsi frítímans. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 25 Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
7.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9
Málsnúmer 2408017FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9 Landbúnaðar og innviðanefnda heldur áfram yfirferð rammaáætlunar fyrir deildir 13 Atvinnumál og 61 Hafnarmál.
Kári Gunnarsson Umhverfis og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn þegar rætt var um deild 13 atvinnumál.
Dagur Baldvinsson Hafnarstjóri sat fundinn þegar rætt var um deild 61 Hafnarmál.
Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9 Mál áður á dagskrá nefndarinnar á 7 fundi sem haldinn var þann 4 júlí sl. Þar samþykkti nefndinn samhljóða að fela sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun verksins.
Tillaga að hraðahindrun og hraðatakmörkun á Borgargerði við Leikskólann Ársali. Lagt er til að hraðahindrun og gangbraut verði komið fyrir sunnan Sauðár í framhaldi af göngustíg norðan leikskólans. Jafnframt er lagt til að hámarkshraði á svæðinu verði lækkaður í 30 km/klst. á um 200 m kafla, þ.e. frá göngustíg norðan Sauðár, suður undir akbrautarskiptingu sunnan leikskóla. Jafnframt verði bætt við nauðsynlegum vegmerkingum, skiltum og hugað að lýsingu á svæðinu.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að farið verð í verkið.
Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9 Lögð fram tillaga að fundadagskrá Landbúnaðar- og innviðanefndar fyrir veturinn 2024-2025.
Næsti fundur verður 5. september nk. og síðan er miðað við að fundað verði á tveggja vikna fresti á fimmtudögum kl. 09:00. Ef að fimmtudagur stendur uppá frídag er leitast við að flytja fund fram um einn dag.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykktir þetta fyrirkomulag samhljóða.
Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9 Landbúnaðar- og innviðanefnd barst erindi dagsett 13. ágúst sl. vegna skemmda á vegi fram í Kolbeinsdal fyrir framan Fjall. Skriðuföll úr Elliðanum hafa lokað veginum til kolbeinsdalsafréttar á nokkrum stöðum. Fyrir liggur tilboð í verkið upp á 449.200 kr.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða tilboðið og að verkið verði framkvæmt. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9 Landbúnaðar- og innviðanefnd barst bréf frá Erlingi fjallskilastjóra í Unadal dagsett 21. ágúst sl. sem upplýsir um stöðu vegar inn á Unadalsafrétt. Lækir hafa grafið veginn í sundur og er hann ófær bílum. Áin er víða farin úr farvegi á milli Selhóla og Miðhóla og hefur valdið töluvert miklum skemdum á vegslóða og landi. Einnig hafa lækirnir úr þverdölunum grafið sig niður í farvegina og er orðið illfært yfir þá. Áætlað er að viðgerð á vegslóðanum kosti um eina milljón króna.
Kári Gunnarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að hafa samband við stjórn veiðifélagsins og ræða kostnaðarskiptingu vegna framkvæmdanna í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9 Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga á hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Breyting verður gerð á heiti nefndarinnar í hafnarreglugerðinni þar sem Umhverfis- og samgögngunefnd verði breytt í Landbúnaðar- og innviðanefnd.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingartillöguna og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga frá breytingunum.
Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 464 frá 15. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
8.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10
Málsnúmer 2408030FVakta málsnúmer
Gísli Sigurðsson, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Gísli Sigurðsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10 Umsókn lóðarhafa Hesteyrar 2 til landbúnaðar- og innviðanefndar um leyfi til að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Breyting felur í sér hækkun á hámarksbyggingarhæð úr 10 m í 12 m á hafnarsvæði nr. H401.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gera ekki ahugasemd við að umsóknin fari til Skipulagsnefndar.
VG og óháð óska bókað að þar sem innviða og landbúnaðarnefnd gafst ekki tækifæri að bóka á á
skipulagsbreytinguna áður en hún var samþykkt síðast að með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 m í 12.
Einar E. Einarsson óskar bókað: Undirritaður vill árétta að umrætt deiliskipulag er samþykkt af Skipulagsnefnd, sveitarstjórn Skagafjarðar og stimplað af Skipulagsstofnun, en sú breyting sem nú er til umfjöllunar snýr eingöngu að heimild til hækkunar á tilkomandi viðbyggingu við Vélaverkstæði KS.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
ÁLfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, svohljóðandi:
"Þar sem innviða og landbúnaðarnefnd gafst ekki tækifæri að bóka á á skipulagsbreytinguna áður en hún var samþykkt síðast að með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 m í 12."
Einar E. Einarsson forseti sveitarstjórnar ítrekar bókun sína frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, svohljóðandi:
"Undirritaður vill árétta að umrætt deiliskipulag er samþykkt af Skipulagsnefnd, sveitarstjórn Skagafjarðar og stimplað af Skipulagsstofnun, en sú breyting sem nú er til umfjöllunar snýr eingöngu að heimild til hækkunar á tilkomandi viðbyggingu við Vélaverkstæði KS." -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10 Landbúnaðar- og innviðanefnd fór yfir rammaáætlun vegna deilda 63 vatnsveitu, 65 sjóveitu og 67 hitaveitu.
Gunnar Björn Rögnvaldssson sat fundinn undir þessu máli. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10 Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóri fór yfir stöðu hitaveitumála í Skagafirði. Borun í Borgarmýrum lofar góðu og er á áætlun. Ef allt gengur eins og áætlað er mun borun ljúka eftiir um þrjár vikur. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10 Farið yfir hvernig vetrarþjónustu heimreiða í sveitarfélaginu er háttað og lögð fram gögn um þjónustu og kostnað síðustu þriggja ára sem hefur vaxið umtalsvert. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að vinna drög að reglum um nýtt fyrirkomulag í samræmi við umræður fundarins.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10 Kostnaður við afréttargirðingu Staðarhrepp. Málið áður tekið fyrir á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar 09.08.2024. þar sem Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa var falið að afla frekari gagna. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hafna ákveðnum reikningum vegna viðhalds brúnagirðingar í Sæmundarhlíð þar sem stofnað var til þeirra án samþykkis sveitarfélagsins og án þess að kostnaðaráætlun lægi fyrir.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Margeir Friðriksson sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10 Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjónarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
9.Skipulagsnefnd - 56
Málsnúmer 2408016FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Íbúðarbyggð ÍB-404, Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 815/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/815.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Íbúðarbyggð ÍB-404, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Hofsstaðir VÞ-8" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 811/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/811.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Hofsstaðir - VÞ-8, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Hafnarsvæði, Sauðárkrókshöfn" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 816/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/816.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Hafnarsvæði - Sauðárkrókshöfn - H-401, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Veitur á Sauðárkróki, VH-401" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 814/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/814.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Veitur á Sauðárkróki - VH-401, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Athafnarsvæði Stóru-Brekku, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 818/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/818.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Athafnarsvæði Stóru-Brekku - AT-2, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Brautarholt-Mýri og Efra-Haganes I (lóð 3), VÞ-12 og VÞ-13" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 812/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/812.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Haganesi - VÞ-12 - VÞ-13, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 9.7 2406118 Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við GönguskarðsáSkipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 817/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/817.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 813/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/813.
1 umsögn gaf tilefni til minniháttar breytingar varðandi þinglýsta kvöð um helgunarsvæði vegna 66 kw háspennustrengs, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 - SL8 - VÞ-14 - VÞ-15 - VÞ-16, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við skipulagslýsingu fyrir "Tumabrekka land 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 806/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/806.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 56 Farið yfir innsendar umsagnir við skipulagslýsingu fyrir "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 808/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/808.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 56 Fyrir liggur beiðni byggingarfulltrúa dags. 18.07.2024 þar sem með vísan til 10. gr. laga nr. 160/2010 er óskað umsagnar skipulagsnefndar vegna umsóknar dags. 08.07. 2024 um endurnýjun byggingarleyfis, vegna nýs íbúðarhúss á Þrastarstöðum, sem gefið var út hinn 29.10. 2019 af bygginarfulltrúa skv. ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar á fundi hinn 01.10. 2019. Umrætt byggingarleyfi féll úr gildi, skv. 1. mgr. 14. gr. l. 160/2010 um mannvirki þar sem framkvæmdir hófust ekki innan 12 mánaða frá útgáfu þess, sbr. grein 2.4.5 í byggingarreglugerð.
Við fyrri afgreiðslu skiplags og byggingarnefndar, um staðsetningu byggingarreits 01.10. 2019 lá ekki fyrir hjá nefndinni vitneskja um skýrslu um könnun á ofanflóðaaðstæðum í Skagafirði austan Vatna utan Akrahrepps sem dagsett er í september 2019; https://www.vedur.is/media/vedurstofan-utgafa-2019/VI_2019_006_vef.pdf. Slík vitneskja lá heldur ekki fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29.10. 2019 þegar fyrra byggingarleyfi var gefið út.
Staðbundið hættumat Verðurstofu, dagsett 7.6.2024, barst byggingarfulltrúa 11. júlí sl. fyrir fyrirhugað íbúðarhús á Þrastarstöðum L146605 á Höfðaströnd. Kemur þar fram að talið sé „að ofanflóðahætta á byggingarreitnum jafngildi hættusvæði A þó hættan á túninu norðan bæjarstæðisins sé talin margfalt meiri og langt yfir mörkum fyrir hættusvæði C í þéttbýli líkt og kom fram í skýrslunni frá 2019". Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 505/2000 um reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða telst staðaráhætta fólks í íbúðarhúsum, skólum, barnaheimilum, sjúkrahúsum, samkomuhúsum og sambærilegum húsum ásættanleg ef hún er minni en 0,3 af 10.000 á ári. Samkvæmt 19. gr. reglugerðarinnar er hættusvæði A skilgreint svo að þar sé staðaráhætta 0,3-1,0/10.000. Samkvæmt þessu telst áhættan ekki ásættanleg. Samkvæmt niðurlagsákvæði 16. gr. sömu reglugerðar er óheimilt „að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir atvinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættanleg, sbr. 11. gr.“ reglugerðarinnar.
Miðað við framlögð gögn og með vísan til alls framanritaðs, sem og til 2. mgr. 5.3.2.18. gr. skipulagsreglugerðar samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hafna staðsetningu umrædds byggingarreits. Áréttar nefndin að því séu ekki forsendur fyrir endurnýjum umbeðins byggingarleyfis á honum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þrastarstaðir L146605 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Jóhanna Heiða Friðriksdóttir og Guðmundur Þór Elíasson, f.h. Arnarholts Tungusveit ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Varmilækur land, landnr. 212970, óska eftir heimild til að stofna 730 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73200000 útg. 30. júlí 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi hesthúss sem byggt var árið 1971. Áformað er að byggja til norðurs frá núverandi hesthúsi og vesturhlið viðbyggingar verði um það bil 5 m austar en vesturhlið núverandi hesthúss. Ástæða þess er að auka fjarlægð á milli viðbyggingar og núverandi hlöðu sem stendur vestan við byggingarreit. Áformað er að fjarlægð á milli hlöðu og viðbyggingar verði um 6 m en fjarlægð hlöðu í byggingarreit verður 5 m. Hámarksbyggingarmagn verður 650 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni. Núverandi mannvirki er 5 m þar sem það er hæst. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir staðsetningu byggingarreits.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Hér er sótt um viðbyggingu hesthúss sem er grundvöllur þeirrar landnotkunar sem verið hefur á jörðinni. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Líklegt er að fyrirhuguð viðbygging hafi ásýndaráhrif af Skagafjarðarbraut (752) en hún mun ekki skerða vegsýn fyrir ökumenn. Þá er hún í þegar byggðu umhverfi. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Varmalækjar lands, landnr. 207440, Arnarholts, landnr. 207441, Reykjaborgar, landnr. 146215 og Laugarbakka landnr. 146190 til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráformin og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Meðfylgjandi er umsögn Vegagerðar, dags. 26. júní 2024 ásamt grunnmynd sem vísað er í, í tölvupósti. Einnig meðfylgjandi jákvæð umsögn minjavarðar.
Þá er sótt um undanþágu frá ákvæðum d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð mannvirkja utan þéttbýlis, annarra en íbúða eða frístundahúsa, frá stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum. Umræddur byggingarreitur verður minnst 24,4 m frá Skagafjarðarvegi (752). Nú þegar standa nærliggjandi byggingar nær veginum og hafa gert í áratugi. Þá stendur núverandi hesthús, sem til fyrirhugað er að byggja við, nær vegi en 50 m. Sú uppbygging, sem hér er sótt um og mun styðja við búsetu og starfsemi á svæðinu, getur því óhjákvæmilega ekki verið 50 m frá vegi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 50 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Skagafjarðarvegi nr. (752).
Verði það leyfi veitt hjá Innviðaráðuneytinu er skipulagsfulltrúa falið að afgreiða umbeðinn byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Varmilækur land L212970 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Atli Már Traustason og Ingibjörg Klara Helgadóttir, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Syðri-Hofdalir 2, landnr. 174761, óska eftir heimild til að stofna 132 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72131010 útg. 15. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi bílskúr. Viðbygging verður gestahús, tengt núverandi bílskur með tengibyggingu. Hámarksbyggingarmagn verður 60 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni sem er í samræmi við núverandi byggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-3 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Um landbúnaðarland L-3 segir í aðalskipulagi að það sé land í flokki VI, “sem síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða og þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða, sbr. Töflu 12.1. Þetta landbúnaðarland getur þó hentað til beitar eða nytjaskógræktar." Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram. Reiturinn gengur ekki á ræktað land og skerðir ekki búrekstrarskilyrði á nokkurn hátt. Í kafla 12.4 segir:
“Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum [um landnotkun og uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum] og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Hér er sótt um byggingarreit fyrir viðbyggingu bílskúrs sem verður gestahús með tengibyggingu á landi sem í dag er malarborið plan. Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Byggingarreitur er í um 240 m fjarlægð frá Siglufjarðarvegi (76), um 20 m neðar og í þegar byggðu umhverfi þannig að ásýndaráhrif af Siglufjarðarvegi verða takmörkuð. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Syðri-Hofdala, L146421, Syðri-Hofdala 1, L197709, Syðri-Hofdala 3, L228617, Atlastaða, L217322, og Ytri-Hofdala lóðar 2, L222785, til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráform og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Syðri-Hofdalir 2 L174761 - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 9.14 2408111 Miðhóll L146566 í Sléttuhlíð, Skagafirði - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreitsSkipulagsnefnd - 56 Magnús Pétursson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Miðhóls, landnúmer 146566, í Sléttuhlíð, óska eftir heimild til að stofna 6.747 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Arnarhóll" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 72720000, útg. 15. ágúst 2024 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 15.08.2024. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-2 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar er skv. óskum landeiganda, tekur mið af heiti upprunajarðar og nærliggjandi landslagi. Ein landeign í sveitarfélaginu hefur sama heiti, landnr. 236455 í Hegranesi.
Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri lóð er um vegarslóða í landi Miðhóls, L146566.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Miðhóli L146566.
Málnúmer í landeignaskrá er M000751.
Einnig eftir óskað eftir stofnun 3.773 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreitur er innan merkja útskiptrar lóðar, 10 m frá lóðamörkum og mun tilheyra Arnarhóli að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 100 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m. Byggingarreitur er í um 690 m fjarlægð frá Siglufjarðarvegi (76). Ásýndaráhrif frá veginum verða því hverfandi.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-2 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki III, sæmilegt ræktunarland. Skv. ákvæðum aðalskipulags um L-2 landbúnaðarsvæði er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi, en landbúnaðarstarfsemi, ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu. Þá skal gæta þess að raska ekki góðu ræktunarlandi við framkvæmdir. Byggingarreitur sem sótt er um er á hálfgrónu mellendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Landeigandi telur verulega takmarkaða möguleika á að rækta upp landið sem fyrirhugaður byggingarreitur liggur á. Jafnframt er óskað eftir undanþágu frá ákvæðum 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð mannvirkja frá vötnum, ám og sjó. Minnsta fjarlægð á milli byggingarreits og Sléttuhlíðarvatns er þó minnst 27 m og því ekki lokað fyrir aðgengi meðfram vatninu.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000751.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti, og að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá ákvæðum 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð mannvirkja frá vötnum, ám og sjó. Verði það leyfi veitt hjá Innviðaráðuneytinu er skipulagsfulltrúa falið að afgreiða umbeðinn byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Miðhóll L146566 í Sléttuhlíð, Skagafirði - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 RARIK óskar eftir með tölvupósti dags. 02.07.2024 að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð við Furulund til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð.
Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um, en tryggja þarf aðgengi að húsi frá götu og strengja sem fara til og frá að spennistöðinni.
Ástæða umsóknar um lóð við Furulund er til komin vegna fyrirhugaðrar hleðslustöðvar Ísorku á lóðinni Varmhlíð KS L146115. En með því að staðsetja hana á umbeðnu svæði nýtast innviðirnir einnig til að styrkja dreifikerfi RARIK á Varmahlíðarsvæðinu bæði vegna orkuskipta fyrir íbúa ásamt að nýtast til fyrir fyrirhugaðar rafbílahleðslur Ísorku.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð - Furulundur - Grenndarkynning, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Til umfjöllunar skv. 1. mgr. 32. gr. skiplagslaga er tillaga til breytingar á aðalskipulagi fyrir "Helgustaði í Unadal" sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 517/2023.
Farið var yfir innsendar umsagnir við tillöguna. Einnig er lagt fram staðbundið hættumat dags. 18.07.2024 sem unnið var af Veðurstofu Íslands skv. beiðni Skipulagsstofnunar.
Hættumatið hefur að mati nefndarinnar leitt í ljós annmarka á því að skipuleggja á stórum hluta þess svæðis sem skipulagstillagan nær til þá byggð sem hún gerir ráð fyrir að þar verði skipulögð.
Þessi dagskrárliður er ræddur samhliða 17. dagskrárlið, enda er með hinni fyrirhuguðu aðalskipulagsbreytingu, ætlunin að skapa forsendur fyrir umræddu deiliskipulagi. Með vísan til umræðu um deiliskipulagstillöguna og til afgreiðslu hennar og til þess að samþykkt aðalskipulagstillögunnar myndi fela í sér brot á 3. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða telur nefndin ekki forsendur til þess að halda áfram með þá aðalskipulagstillögu sem auglýst var skv. framansögðu án þess að umtalsverðar breytingar verði gerðar á henni; Hið tilvitnaða ákvæði kveður á um að óheimilt sé "að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir atvinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættanleg, sbr. 11. gr.“ reglugerðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði ekki samþykkt óbreytt. Þá leggur skipulagsnefnd til að frekari afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til fyrir liggur niðurstaða viðræðna skipulagsfulltrúa við eigendur þess lands sem standa að deiliskipulagstillögu skv. 17. dagskrárlið fundarins, um nauðsynlegar breytingar á henni.
Þar sem þegar hefur verið byggð frístundahús á svæðum sem álitin eru hættusvæði telur nefndin rétt að hættumatið verði kynnt fyrir almannavarnarnefnd og lögreglustjóra vegna hlutverks þessara aðila skv. lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum þ.m.t. við útgáfu viðvarana um staðbundna snjóflóðahættu og við rýmingu húsnæðis á slíkum hættusvæðum. Óskar skipulagsnefnd eftir því að skipulagsfulltrúi geri það að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar og að höfðu samráði við landeigendur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skiplagslaga er deiliskipulagstillaga fyrir "Helgustaði í Unadal" sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 277/2024; https://skipulagsgatt.is/issues/2024/277.
Farið er yfir innsendar umsagnir við tillöguna. Einnig lagt fram staðbundið hættumat dags. 18.07.2024 sem unnið var af Veðurstofu Íslands að beiðni Skipulagsstofnunar. Hættumatið hefur að mati nefndarinnar leitt í ljós annmarka á því að skipuleggja byggð á stórum hluta þess svæðis sem deiliskipulagstillagan ráðgerir að byggð verði skipulögð á.
Í ljósi þess telur nefndin ekki forsendur til þess að halda áfram með þá skipulagstillögu sem auglýst var skv. framansögðu án þess að verulegar breytingar verði gerðar á henni.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði ekki samþykkt óbreytt. Þar sem landeigandi stendur sjálfur að gerð deiliskipulagsins skv. 38. gr. skipulagslaga er skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda um framhaldið, þ.m.t. um hvort landeigandi hyggist freista þess að gera nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagstillögunni og óska eftir að hún verði, skv. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýst á nýjan leik. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 56 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 43 þann 04.07.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 56 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 44 þann 17.07.2024. Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla 56. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með átta atkvæðum.
10.Skipulagsnefnd - 57
Málsnúmer 2409005FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 57 Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Deplar í Fljótum, verslun og þjónusta (VÞ-2) og lendingarstaður (FV-1)" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 878/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/878.
Tíu umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Deplar í Fljótum - VÞ-2 og FV-1, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Litla-Gröf 2, efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 877/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/877.
Átta umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Litla-Gröf 2 - E-48, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Lögð fram uppfærð samantekt á innsendum umsögnum við vinnslutillögu fyrir Stóru-Brekku í Skagafirði, við bættist umsögn Veðurstofu Íslands án athugasemdar dags. 30.08.2024 en kynningartíma lauk þann 14.08.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 57 Sigurjón R. Rafnsson, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga ehf., þinglýsts lóðarhafa iðnaðar- og athafnalóðarinnar Hesteyrar 2, landnr. 143445, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða og breytingin falli því undir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarsvæðið er Hesteyri 2, eins og lóðin er í gildandi deiliskipulagi. Breytingin varðar eingöngu skilmála um hámarksbyggingarhæð á lóðinni þar sem óskað er eftir að breyta hámarksbyggingarhæð úr 10 m í 12 m. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar. Hækkun á leyfilegri byggingarhæð á Hesteyri 2 um 2 m, úr 10 m í 12 m, hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksbyggingarhæð á nærliggjandi lóð 14 m og sú breyting, sem hér er sótt um, fer ekki uppfyrir þá hæð. Þá tróna nafirnar yfir lóðinni að vestanverðu þannig útsýni skerðist ekki fyrir íbúa og almenning.
Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram meðfylgjandi tillaga óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 30340104, dags. 02.09.2024, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem tekið var fyrir fyrr í dag, þar sem eftirfarandi var bókað:
“Umsókn lóðarhafa Hesteyrar 2 til landbúnaðar- og innviðanefndar um leyfi til að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Breyting felur í sér hækkun á hámarksbyggingarhæð úr 10 m í 12 m á hafnarsvæði nr. H401.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gera ekki ahugasemd við að umsóknin fari til Skipulagsnefndar.
VG og óháð óska bókað að þar sem innviða og landbúnaðarnefnd gafst ekki tækifæri að bóka á á skipulagsbreytinguna áður en hún var samþykkt síðast að með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 m í 12.
Einar E. Einarsson óskar bókað: Undirritaður vill árétta að umrætt deiliskipulag er samþykkt af Skipulagsnefnd, sveitarstjórn Skagafjarðar og stimplað af Skipulagsstofnun, en sú breyting sem nú er til umfjöllunar snýr eingöngu að heimild til hækkunar á tilkomandi viðbyggingu við Vélaverkstæði KS.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði undir þessum lið."
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna deiliskipulagsbreytingu og senda Skipulagsstofnun skv. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum óskar bókað:
"Með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 metrum í 12 metra."
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún - Hesteyri 2, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 15.08.2024, eftirfarandi bókað:
"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024 vegna umsóknar frá Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, f.h. Margrétar Evu Ásgeirsdóttur og Jóhannesar Björns Þorleifssonar. Umsókn um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 24 við Birkimel í Varmahlíð, ásamt breyttri að komu að lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af umsækjanda. Uppdrættir númer 100, 101, 102 og 103, dagsettir 19.06.2024. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 11, 20, 22, 26, 28 og 30."
Grenndarkynning vegna Birkimels 24 í Varmahlíð var send út 23.08.2024, gögn bárust 26.08. 2024 þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Birkimelur 24 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa - Grenndarkynning, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 15.08.2024, eftirfarandi bókað:
"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024 vegna umsóknar frá Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi f.h. Valdimars Péturssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni nr. 16 við Bárustíg, ásamt því að byggja bílskúr á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79008500, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 3. júní 2024. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bárustígs 14 og 17, Sæmundargötu 15 og Öldstígs 17."
Fyrirliggur yfirlýsing móttekin af skipulagsfulltrúa 03.09.2024 þar sem fram kemur að lóðarhafar Bárustígs 14 og 17, Sæmundargötu 15 og Öldustígs 17 geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Bárustígur 16 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa - Grenndarkynning, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. ágúst síðastliðinn vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Ragnari Frey Guðmundssyni arkitekt, f.h. Fljótabakka ehf. umsókn um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Brautarholt Mýri L146801 í Fljótum.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Kollgátu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 05_22_027, númer A-100, A-101 og A-102, ásamt skráningartöflu, dags. 02.07.2024.
Samþykktur byggingarreitur er á lóðinni frá á 37. fundi skipulagsnefndar þann 9. nóvember 2023, þar sem eftirfarandi var bókað:
“Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd lóðarhafa, Fljótabakka ehf. óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni Brautarholt-Mýri L146801 í Haganesvík í Skagafirði og að afmörkun byggingarreits liggi 3 metra innan lóðarmarka. Grunnflötur nýbyggingar yrði að hámarki 170 m² og hámarks byggingarmagn á lóð yrði 340 m². Nýtingarhlutfall lóðar yrði 0.294 (lóð er 1155.9 m²). Fyrirhugað mannvirki yrði hús á tveimur hæðum með risi. Hámarks vegghæð 5,9 m og hámarks mænishæð 8,0 m. Þá er fyrirhugað að fjarlægja núverandi hús af lóðinni. Ofangreind áform hafa þegar verið samþykkt af eigendum lóðarinnar, því til staðfestingar fylgir nýr lóðarleigusamningur dags. 01.10.2023 undirritaður af hluteigandi. Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt."
Meðfylgjandi er nýr lóðarleigusamningur, þinglýstur 1. ágúst 2024, þar sem heimilað byggingarmagn er 380 fermetrar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við hækkun á heimiluðu byggingarmagni. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 57 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. ágúst síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn
frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Hólmfríðar S R Jónsdóttur og Gísla Heiðars Jóhannssonar. Umsókn um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni númer 16 við Birkimel í Varmahlíð.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24141, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 05.08.2024.
Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Birkimelur 16 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, þinglýstur eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Ytri-Ingveldarstaðir, landnr. 145944, á Reykjaströnd, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 224 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79008202 útg. 21. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir gestahús. Hámarksbyggingarmagn verður 50 m² og hámarksbyggingarhæð verður 4,5 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Um landbúnaðarland L-1 segir í aðalskipulagi að það sé land undir 200 m hæð yfir sjó og ræktarland í flokki I og II, ásamt bæjartorfum bújarðanna. Ákvæði fyrir landnotkun og uppbyggingu á L-1 eru að við alla uppbyggingu og framkvæmdir skal leitast við að hlífa góðu ræktarlandi, í leyfisumsóknum skal gera grein fyrir áhrifum á ræktarland, forðast að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum og ekki gert ráð fyrir skógrækt en heimil ræktun skjólbelta. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Á landbúnaðarsvæðum er heimilt að byggja stök mannvirki til annarrar starfsemi en landbúnaðar, ef hún styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur er á ræktuðu landi en áhrif á búrekstrarskilyrði skerðast ekki þar sem eingöngu lítill hluti ræktaðs lands fer undir byggingu. Skv. ákvæðum sem koma fram í 12.4. kafla aðalskipulags metur skipulagsnefnd málsmeðferð uppbyggingaráforma hverju sinni með tilliti til skipulagslaga, ákvæða aðalskipulags um landnotkun og uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Reykjastrandarvegi (748) sem er tengivegur. Óskað er eftir undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og byggingarreitur liggur við óhnitsett landamerki Ytri-Ingveldarstaða, L145944, og Ytri-Ingveldarstaða, L145943. Erindið því einnig áritað af eigendum Ytri-Ingveldarstaða, L145943, Syðri-Ingveldarstaða, L145952, og Syðri-Ingveldarstaða, L178666, til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráform, ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu og að byggingarreitur sé að öllu leyti innan merkja Ytri-Ingveldarstaða, L145944.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Reykjastrandarvegi (748). Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ytri-Ingveldarstaðir (L145944) - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Fyrir liggur umsókn frá Karli Tómassyni og Líneyju Ólafsdóttur dags. 29.08.2024 um einbýlishúsalóðina Sætún 12 á Hofsósi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjendum einbýlishúsalóðinni Sætúni 12 á Hofsósi.
Skipulagsnefnd fagnar framkominni umsókn um lóð á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 57 Fyrir liggja drög að lóðablaði og merkjalýsingu fyrir Birkimel 11 í Varmahlíð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 57 Sesselja Tryggvadóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Nes, landnr. 219627, óskar eftir heimild til að stofna 1.024 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74880101 útg. 29. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Nes er skráð sumarbústaðarland í fasteignaskrá en landnotkun er jörð skv. bókun skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 01. júní 2024 og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 09. júní 2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt, einnar hæðar íbúðarhús en engin önnur bygging er skráð á landnúmerið. Óskað er eftir hámarksbyggingarmagni 250 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-3 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við markmið aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, í kafla 12, um að fjölga íbúum í dreifbýli og í önnur markmið um landbúnað þar sem hann skerðir ekki nýtingu góðs ræktarlands til ræktunar og skerðir ekki sambúð landbúnaðar, ferðaþjónustu, frístundabyggðar og annarrar landnotkunar. Land sem fellur undir byggingarreit er í landbúnaðarflokki IV, annað land/lélegt ræktunarland.
Þá óskar landeigandi eftir heimild skipulagsnefndar til að nýta núverandi, steyptan húsgrunn sem er á landinu frá fyrri tíð. Húsgrunnur þessi er um 25 m² að stærð og á honum stóð íbúðarhús sem var fjarlægt af fyrri landeiganda. Í stað þess að farga grunninum með tilheyrandi umhverfisáhrifum, hefur undirrituð áhuga á því að nýta hann með því að reisa á honum gróðurskýli, að hámarki 25 m² að stærð. Húsgrunnur er í tæplega 300 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og næsta íbúðarhús er í um 550 m fjarlægð, staðsetning er merkt á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Ekki stendur til að hafa lýsingu gróðurskýlinu þannig að áhrif birtustigs verði umfram það sem hefðbundið er á bæjarhlöðum í dreifbýli.
Skv. almennum ákvæðum aðalskipulags um landnotkun á öllum landbúnaðarsvæðum er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum til annarrar starfsemi ef það styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Hér er um að ræða uppbyggingu sem styður við búsetu á svæðinu, núverandi innviðir nýtast áfram, bygging verður undir 2.000 m² og uppbygging er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Lögð verður áhersla á að áformuð uppbygging hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif og verði í samræmi við yfirbragð og ásýnd svæðisins sem hefur verið í talsverðri uppbyggingu síðustu ár.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar.
Umsækjandi er einnig landeigandi Hellulands lands A, L224718 sem er aðliggjandi landareign. Landamerki Ness eru staðfest skv. þinglýstu skjali nr. 817/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit og að heimila áframhaldandi nýtingu á nú þegar byggðum 25 m2 húsgrunni, fyrir gróðurhús. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Nes (landnr. 219627) í Hegranesi - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Ómar Feykir Sveinsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Víðimels, landnr. 146083, Skagafirði, óskar eftir að stofna 5.931 m² sumarbústaðarland úr landi jarðarinnar sem "Víðibrekka 6", skv. meðfylgjandi lóðablaði nr. S06 í verki 71180010 útg. 28. ágúst 2024. Lóðablað var unnið á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir því að útskipt land verði leyst. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðaland (60).
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, útskipt land er á frístundabyggð nr. F-13 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu er skv. lóðauppdrætti fyrir frístundabyggð á Víðimel. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Víðimel, landnr. 146083.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um veg á landi Víðimels, L146083, eins og sýnt er á meðfylgjandi lóðablaði.
Málsnúmer í landeignaskrá er M000835.
Undirritaður óska einnig eftir stofnun 2.200 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi lóðablaði. Byggingarreiturinn er innan merkja Víðibrekku 6 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 6 m frá gólfi í mæni. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg og er í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti og að samþykkja umbeðinn byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Víðimelur L146083 - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 10.14 2409019 Molastaðir í Fljótum, Skagafirði L146862 - Umsókn um breytingu á samþykktum byggingarreit og landskiptiSkipulagsnefnd - 57 Þann 13. júní 2024 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn landeiganda um stofnun byggingarreits í landi Molastaða, L146862 að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Sveitarstjórn samþykkti byggingarreit þann 19. júní 2024. Málsnr. 2406098.
Landeigandi hefur grafið prufuholur vestast á samþykktum byggingarreit og í ljós kom að sá hluti reitsins var ekki byggingarhæfur. Því óska Halldór Gunnar Hálfdánarson og María Þórunn Númadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Molastaða, landnr. 146862, eftir heimild til að hliðra samþykktum byggingarreit um 20 m til austurs, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 79010301 útg. 30. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Með tilfærslu þessari verður fjarlægð byggingarreits frá Ólafsfjarðarvegi (82) rúmir 27 m. Ólafsfjarðarvegur er tengivegur. Óskað er eftir undanþágu frá ákvæðum 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð á milli vega og bygginga, annarra en íbúða og frístundahúsa. Stærð byggingarreits, aðrir skilmálar, þ.m.t. hámarksbyggingarmagn 800 m², og tengsl við aðalskipulag, sem komu fram í fyrri umsókn, verða óbreytt.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar.
Að fengnu samþykki umsóknar um tilfærslu byggingarreits, óska landeigendur eftir heimild til að stofna 3.969 m² spildu úr landi Molastaða, L146862, sem “Molastaðir 2" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 79010301 útg. 30. ágúst 2024 og merkjalýsingu dags. 30. ágúst 2024. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Annað land (80). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðvísi. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu en téður byggingarreitur og fyrirhuguð mannvirki innan hans munu tilheyra útskiptri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Molastöðum, landnr. 146862.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um túnslóða í landi Molastaða, L146862, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M000853.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Ólafsfjarðarvegi (82). Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins og Minjavarðar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Molastaðir í Fljótum, Skagafirði L146862 - Umsókn um breytingu á samþykktum byggingarreit og landskipti, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 10.15 2407193 Þrastarstaðir L146605 - Byggingarreitur. Umsagnarbeiðni á grundvelli staðbundins hættumatSkipulagsnefnd - 57 Frá því málið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar hefur skipulagsfulltrúa borist tölvupóstur frá öðrum þeirra starfsmanna Veðurstofu Íslands sem stóð að staðbundnu hættumati dags. 07.06. 2024 fyrir nýtt íbúðarhús á Þrastarstöðum á Höfðaströnd. Virðist þetta röng dagsetning enda er í matinu vísað til beiðni um mat dags. 28.06. 2024.
Tölvupósturinn er lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 57 Farið yfir drög að tveimur deiliskipulagstillögum fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við umfjöllun málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 57 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Skógargötureitinn, íbúðabyggð á Sauðárkróki, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 2.0, dags. 04.09.2024 sem unnin var af Birni Magnúsi Árnasyni á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Einnig lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987 sem fellir umrætt svæði úr gildi, verknúmer 56291601, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 1.0, dags. 04.09.2024.
Breyting á uppdrætti er að svæði sem afmarkast af Aðalgötu að austan, göngustíg að sunnan, Skógargötu að vestan og göngustíg og bílastæðum við Kaupvangstorg að norðan., skv. gildandi deiliskipulagi. Svæði þetta fellur út í deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Skipulagssvæði gamla bæjarins minnkar um 6.380 m².
Breytingarsvæðið er innan íbúðabyggðar nr. ÍB401 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og verndarsvæðis nr. MV401. Breytingin er í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Sigríður Magnúsdóttir víkur af fundi við þennan dagskrálið og Einar E. Einarsson kemur inn í hennar stað.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða, að teknu tilliti til innsendra umsagna við skipulagslýsingu og vinnslutillögu að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu "Skógargötureitur Sauðárkróki" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 57 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 45 þann 23.08.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 57 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 46 þann 30.08.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar skipulagnefndar staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024 með níu atkvæðum.
11.Beiðni um viðræður varðandi landamerki að Sjávarborg 1, 2, og 3
Málsnúmer 1907144Vakta málsnúmer
"Lögð fram vinnuskrá, uppdrættir nr. S201, S202, S203, S204 og S205, skrá 729555, dags. 20.02 2024 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu, sem sýna landamerki á milli eignarlands Sjávarborgar I, II og III og sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skráin er afrakstur vinnu og samtals á milli eigenda Sjávarborgar og fulltrúa Skagafjarðar og er ætlað að staðfesta landamerkin aðila á milli.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða þá tillögu að landamerkjum á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sjávarborgar I, II og III, eins og hún kemur fram í ofangreindum gögnum og leggur til við sveitarstjórn að gerð verði merkjalýsing sbr. gildandi lög og á grundvelli reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna."
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að gerð verði merkjalýsing sbr. gildandi lög og á grundvelli reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna.
12.Breyting á hafnarreglugerð 2024
Málsnúmer 2408067Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 9. fundi landbúnaðar- og innviðanefnd þann 22. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga á hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Breyting verður gerð á heiti nefndarinnar í hafnarreglugerðinni þar sem Umhverfis- og samgögngunefnd verði breytt í Landbúnaðar- og innviðanefnd.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingartillöguna og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga frá breytingunum."
Uppfærð hafnarreglugerð nr. 1040 frá 2018 fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar liggur nú fyrir og lögð fyrir byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða hafnarreglugerð fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum hafnarreglugerð fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar
13.Reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað
Málsnúmer 2405578Vakta málsnúmer
„Lagðar voru fram reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað. Tilgangurinn með reglunum er að upplýsa notendur um hvernig skuli umgangast tölvubúnað og upplýsingatækni á vegum sveitarfélagsins til að hámarka upplýsingaöryggi og lágmarka líkur á að viðkvæmar upplýsingar komist í hendur óviðkomandi aðila. Reglurnar eru hluti af stjórnkerfi upplýsingaöryggis Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða drögin með áorðnum breytingum og vístar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“
Framlagðuar reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
14.Reglur vegna útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds
Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer
„Mál áður á dagskrá 101. fundar byggðarráðs þann 12. júní sl. sem vísaði málinu til aftur til félagsmála- og tómstundanefndar til frekari vinnslu.
Félagsmála- og tómstundanefnd hefur unnið málið áfram í samræmi við umræður á 101. fundar byggðarráðs og tók málið fyrir á 25. fundi sínum þann 29. ágúst sl. Málinu er nú vísað aftur til byggðarráðs, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“
Framlagðar reglur Skagafjarðar vegna útleigu á íþróttahúsum og drög að leigusamningi íþróttahúss borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
15.Samstarfssamningur Skagafjarðar og UMSS
Málsnúmer 2306067Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 25. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram drög að samningi. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar samningnum til byggðaráðs.
Nefndin óskar eftir því að UMSS skili inn skýrslum sbr. 3. gr. 3. kafla samningsins og fundi með nefndinni í október nk."
Byggðarráð samþykkir samhljóða samningsdrögin og vísar til sveitarstjórnar.“
Framlagður samstarfssamningur sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
16.Krafa vegna vangreiddra launa
Málsnúmer 1902166Vakta málsnúmer
„Undir þessum dagskrárlið kom Björn Jóhannesson lögmaður hjá Megin lögmannsstofu til fundarins.
Byggðaráð Skagafjarðar samþykkir, með tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að áfrýja til Landsréttar þremur dómum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 28. maí 2024 í málum sem þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar höfðuðu á hendur sveitarfélaginu vegna aksturs milli starfsstöðva skólans á árunum 2016-2019 og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
"Ágreiningur þess dómsmáls sem um ræðir snýst um túlkun á kjarasamningi, um hvort stefnendur eigi rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir óku milli starfsstöðva tónlistarskólans. Ekki er ágreiningur um að aksturinn hafi í raun átt sér stað. Stefnendur halda því fram að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu sína og aksturstími sé því umfram vinnuskyldu. Vinnutími tónlistarkennara er skilgreindur í kjarasamningi sem stefnandi tekur laun eftir. Í kjarasamningni tónlistarkennara grein 5.4 segir m.a.: “Nú sinnir kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur skólum (starfsstöðvum) sem reknir eru af sama vinnuveitanda, og skal þá greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar.?
Í umræddum dómi kemur fram að að skólastjóri segir ekki mögulegt að koma akstri fyrir innan 1.800 tíma vinnuskyldu. Einnig kemur fram að á 60. fundi samráðsnefndarinnar frá 24. september 2013 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að akstur gæti ekki talist til annarra faglegra starfa. Umrædd samráðsnefnd er skipuð fulltrúum samningsaðila og hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasamnings, úrskurða í ágreiningsmálum og vinna úr bókunum með kjarasamningi milli kjaraviðræðna.
Í dómsorðum héraðsdóms stendur: “Ekki eru efni til annars en að fallast á með stefnanda að stefnda beri að greiða honum samkvæmt yfirvinnutaxta enda allur tíminn sem fór í akstur umfram vinnuskyldu.?
Samkvæmt þeim dómi sem féll á hendur sveitarfélagsins í Héraðsdómi Norðurlands vestra er ljóst að Skagafjörður braut á kjarasamningi tónlistarkennara og er skylt að greiða bætur vegna þess. Að áfrýja þeim dómi til Landsréttar er bæði kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið en líka afskaplega sorgleg mannauðsstefna. Ætti sveitarfélagið að sjá sóma sinn í því að gera upp vangreidd gjöld við þau sem um ræðir og biðja þau afsökunar á broti á kjarasamningum."
Gísli Sigurðsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Að mati meirihluta sveitarstjórnar er mikilvægt að fá umfjöllun á æðra dómsstigi um nokkur veigamikil atriði er varðar ágreining málsaðila, þ.á.m. túlkun á tilgreindum ákvæðum kjarasamnings Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara um akstur á milli starfsstöðva tónlistarskóla innan sama sveitarfélags. Þá er mikilvægt að fjallað verði um þau skýru fyrirmæli sem gefin voru af hálfu skólayfirvalda á sínum tíma um að skipuleggja bæri starfsemi skólans og vinnutímafyrirkomulag starfsmanna hans með þeim hætti að akstur milli starfsstöðva rúmaðist ætíð innan árlegrar vinnuskyldu starfsmanna skólans. Að mati meirihluta sveitarstjórnar er hér um fordæmisgefandi mál að ræða og því mikilvægt að fá skýra niðurstöðu dómstóla um túlkun áðurnefndra kjarasamninga."
Þá kvöddu sér máls Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
"Það er skýrt kveðið á í Héraðsdómi Norðurlands vestra að kennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafi uppfyllt kennsluskyldu sína við kennslu og önnur fagleg störf og hafi akstur ekki rúmast innan kennsluskyldu þ.e.a.s. 1800 klst. á ári, eigi kennarar því rétt á yfirvinnugreiðslu fyrir þá tíma sem varið er í akstur. Í kjarasamningi tónlistarskólakennara kemur fram að ef inni kennari vinnuskyldu sína í tilteknu starfi af hendi í tveimur starfstöðum sem reknir eru af sama vinnuveitenda skuli greiða kennara fyrir ferðatíma milli vinnustaða og skv. akstursdagbók vegna ferðakostnaðar. Heimilt sé að semja nánar um hvernig ákvæði greinarinnar skuli framkvæmt í einstökum tilfellum svo og ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Mér þykir miður að svo sé komið að kennarar tónlistarskólans þurfi að sækja rétt sinn fyrir héraðsdómi og að ekki hafi verið nýtt heimild kjarasamnings um að semja sérstaklega um hvernig greitt sé fyrir akstur milli starfstöðva."
Þá kvöddu sér hljóðs Sigfús Ingi Sigfússon, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Afgreiðsla byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum.
17.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2409040Vakta málsnúmer
„Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar að fjárhæð 118.358 þkr. svo sem hér segir:
Styrkveiting til Jódódeildar Tindastóls vegna húsaleigu.
Leiðrétting á launaáætlun með tilliti til kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu.
Uppreiknuð fjárhagsáætlun vegna skuldabréfa vegna hærri vaxta og verðbóta en áætlun gerði ráð fyrir.
Hækkun launagjalda í Birkilundi auk fleiri liða.
Þessum gjöldum er mætt með hærri rekstrarafgangi hafnarsjóðs, hærri útsvarstekjum og hærri álagningu fasteignaskatts miðað við fyrri áætlun auk lækkun handbærs fjár.
Viðaukinn inniheldur einnig breytingar á framlögum til framkvæmda og eignabreytinga svohljóðandi:
Lánasafn sveitarfélagsins endurskoðað með tilliti til verðlagsþróunar ársins 2024 þar sem vextir og verðbætur leggjast ofan á höfuðstól lána umfram það sem áætlað hafði verið.
Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í verknámshús FNV né nýjan grjótgarð í Sauðárkrókshöfn á þessu ári og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Ekki er gert ráð fyrir að byrjað verði á sorpmóttöku á Hofsósi né sjóvörn við Hofsós vegna tafa við skipulag og því er fjárveiting þessara verka felld niður í fjárhagsáætlun 2024
Auknu framkvæmdafé er veitt til kaupa á rafmagnsbifreiðar fyrir þjónustumiðstöð og í framkvæmdir við dælustöð við Laugaveg í Varmahlíð.
Handbært fé lækkað um 7.158 þkr. vegna viðaukans alls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“
Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
18.Gjaldskrárbreytingar í leikskólum
Málsnúmer 2407058Vakta málsnúmer
„Fræðslunefnd samþykkti nýja gjaldskrá fyrir leikskóla á 29. fundi sínum 8. júlí sl., sem taka átti gildi frá 1. október nk, og staðfesti byggðarráð þá ákvörðun á 106. fundi byggðarráðs þann 17. júlí sl.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytta gjaldskrá í leikskóla Skagafjarðar en gerir athugasemd við að í samþykktri gjaldskrá var kveðið á um hækkun fæðisgjalds. Sú hækkun fæðisgjalds gengur þvert á fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 97. fundi byggðarráðs frá 15. maí sl. þar sem ákveðið var að lækka gjaldskrár til að styðja við gerð kjarasamninga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við ákvörðun frá 97. fundi byggðarráðs um fæðisgjald í leikskóla Skagafjarðar og tekur því til baka hækkun fæðisgjalds sem samþykkt var á 29. fundi fræðslunefndar og staðfest á 106. fundi byggðarráðs. Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
19.Hólar, Bjórsetur - Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað
Málsnúmer 2408043Vakta málsnúmer
„Byggðarráði barst beiðni um umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Hólum í Hjaltadal, fnr. 214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda.
Umsögn byggðarráðs er svohljóðandi:
1.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi
2.
Að höfðu samráði við byggingarfulltrúa er það staðfest að lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu
3.
Sveitarfélagið hefur ekki sett neinar sérreglur um afgreiðslutíma en vísar til 2. gr. reglugerðar nr. 800/2022 þar sem segir að afgreiðslutími áfengis í smásölu á framleiðslustað skal aldrei vera lengri en frá klukkan 8.00 til klukkan 23.00.
4.
Að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra er engin athugasemd gerð við leyfisveitinguna. Aðstæður voru teknar út á síðasta ári og verða teknar aftur út á næsta ári. Aðstæður voru góðar við síðustu skoðun og engar athugasemdir hafa borist fram að þessu og því þótti ekki ástæða til vettvangsskoðunar að svo stöddu.
5.
Að fengnu áliti frá slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar er það niðurstaðan að kröfum slökkviliðs er fullnægt að mati slökkviliðsstjóra miðað við 25 manns innandyra og 30 manns utandyra.“
Málið borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum að veita jákvæða umsögn með tilvísun til afgreiðslu byggðarráðs.
20.Aðalskipulagsbreyting - Íbúðarbyggð ÍB-404
Málsnúmer 2406120Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Íbúðarbyggð ÍB-404, Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 815/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/815.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.Aðalskipulagsbreyting - Hofsstaðir - VÞ-8
Málsnúmer 2406124Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Hofsstaðir VÞ-8" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 811/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/811. Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.Aðalskipulagsbreyting - Hafnarsvæði - Sauðárkrókshöfn - H-401
Málsnúmer 2406119Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Hafnarsvæði, Sauðárkrókshöfn" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 816/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/816.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.Aðalskipulagsbreyting - Veitur á Sauðárkróki - VH-401
Málsnúmer 2406121Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Veitur á Sauðárkróki, VH-401" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 814/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/814.
Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.Aðalskipulagsbreyting - Athafnarsvæði Stóru-Brekku - AT-2
Málsnúmer 2406117Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Athafnarsvæði Stóru-Brekku, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 818/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/818. Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Haganesi - VÞ-12 - VÞ-13
Málsnúmer 2406123Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Brautarholt-Mýri og Efra-Haganes I (lóð 3), VÞ-12 og VÞ-13" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 812/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/812. Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26.Aðalskipulagsbreyting - Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki við Gönguskarðsá
Málsnúmer 2406118Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 817/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/817. Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga, því lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27.Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 - SL8 - VÞ-14 - VÞ-15 - VÞ-16
Málsnúmer 2406122Vakta málsnúmer
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 813/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/813. 1 umsögn gaf tilefni til minniháttar breytingar varðandi þinglýsta kvöð um helgunarsvæði vegna 66 kw háspennustrengs, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28.Þrastarstaðir L146605 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2408062Vakta málsnúmer
„Fyrir liggur beiðni byggingarfulltrúa dags. 18.07.2024 þar sem með vísan til 10. gr. laga nr. 160/2010 er óskað umsagnar skipulagsnefndar vegna umsóknar dags. 08.07. 2024 um endurnýjun byggingarleyfis, vegna nýs íbúðarhúss á Þrastarstöðum, sem gefið var út hinn 29.10. 2019 af bygginarfulltrúa skv. ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar á fundi hinn 01.10. 2019. Umrætt byggingarleyfi féll úr gildi, skv. 1. mgr. 14. gr. l. 160/2010 um mannvirki þar sem framkvæmdir hófust ekki innan 12 mánaða frá útgáfu þess, sbr. grein 2.4.5 í byggingarreglugerð.
Við fyrri afgreiðslu skiplags og byggingarnefndar, um staðsetningu byggingarreits 01.10. 2019 lá ekki fyrir hjá nefndinni vitneskja um skýrslu um könnun á ofanflóðaaðstæðum í Skagafirði austan Vatna utan Akrahrepps sem dagsett er í september 2019; https://www.vedur.is/media/vedurstofan-utgafa-2019/VI_2019_006_vef.pdf. Slík vitneskja lá heldur ekki fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29.10. 2019 þegar fyrra byggingarleyfi var gefið út.
Staðbundið hættumat Verðurstofu, dagsett 7.6.2024, barst byggingarfulltrúa 11. júlí sl. fyrir fyrirhugað íbúðarhús á Þrastarstöðum L146605 á Höfðaströnd. Kemur þar fram að talið sé „að ofanflóðahætta á byggingarreitnum jafngildi hættusvæði A þó hættan á túninu norðan bæjarstæðisins sé talin margfalt meiri og langt yfir mörkum fyrir hættusvæði C í þéttbýli líkt og kom fram í skýrslunni frá 2019". Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 505/2000 um reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða telst staðaráhætta fólks í íbúðarhúsum, skólum, barnaheimilum, sjúkrahúsum, samkomuhúsum og sambærilegum húsum ásættanleg ef hún er minni en 0,3 af 10.000 á ári. Samkvæmt 19. gr. reglugerðarinnar er hættusvæði A skilgreint svo að þar sé staðaráhætta 0,3-1,0/10.000. Samkvæmt þessu telst áhættan ekki ásættanleg. Samkvæmt niðurlagsákvæði 16. gr. sömu reglugerðar er óheimilt "að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir atvinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættanleg, sbr. 11. gr." reglugerðarinnar.
Miðað við framlögð gögn og með vísan til alls framanritaðs, sem og til 2. mgr. 5.3.2.18. gr. skipulagsreglugerðar samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hafna staðsetningu umrædds byggingarreits. Áréttar nefndin að því séu ekki forsendur fyrir endurnýjum umbeðins byggingarleyfis á honum.“
Sveitarstjórn hafnar, með níu atkvæðum, staðsetningu umrædds byggingareits.
29.Varmilækur land L212970 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer
„Jóhanna Heiða Friðriksdóttir og Guðmundur Þór Elíasson, f.h. Arnarholts Tungusveit ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Varmilækur land, landnr. 212970, óska eftir heimild til að stofna 730 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73200000 útg. 30. júlí 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi hesthúss sem byggt var árið 1971. Áformað er að byggja til norðurs frá núverandi hesthúsi og vesturhlið viðbyggingar verði um það bil 5 m austar en vesturhlið núverandi hesthúss. Ástæða þess er að auka fjarlægð á milli viðbyggingar og núverandi hlöðu sem stendur vestan við byggingarreit. Áformað er að fjarlægð á milli hlöðu og viðbyggingar verði um 6 m en fjarlægð hlöðu í byggingarreit verður 5 m. Hámarksbyggingarmagn verður 650 m² og hámarksbyggingarhæð verður 7 m frá gólfi í mæni. Núverandi mannvirki er 5 m þar sem það er hæst. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir staðsetningu byggingarreits.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur ekki á ræktað land. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Hér er sótt um viðbyggingu hesthúss sem er grundvöllur þeirrar landnotkunar sem verið hefur á jörðinni. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Líklegt er að fyrirhuguð viðbygging hafi ásýndaráhrif af Skagafjarðarbraut (752) en hún mun ekki skerða vegsýn fyrir ökumenn. Þá er hún í þegar byggðu umhverfi. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Varmalækjar lands, landnr. 207440, Arnarholts, landnr. 207441, Reykjaborgar, landnr. 146215 og Laugarbakka landnr. 146190 til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráformin og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Meðfylgjandi er umsögn Vegagerðar, dags. 26. júní 2024 ásamt grunnmynd sem vísað er í, í tölvupósti. Einnig meðfylgjandi jákvæð umsögn minjavarðar.
Þá er sótt um undanþágu frá ákvæðum d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð mannvirkja utan þéttbýlis, annarra en íbúða eða frístundahúsa, frá stofn- og tengivegum og öðrum þjóðvegum. Umræddur byggingarreitur verður minnst 24,4 m frá Skagafjarðarvegi (752). Nú þegar standa nærliggjandi byggingar nær veginum og hafa gert í áratugi. Þá stendur núverandi hesthús, sem til fyrirhugað er að byggja við, nær vegi en 50 m. Sú uppbygging, sem hér er sótt um og mun styðja við búsetu og starfsemi á svæðinu, getur því óhjákvæmilega ekki verið 50 m frá vegi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 50 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Skagafjarðarvegi nr. (752).
Verði það leyfi veitt hjá Innviðaráðuneytinu er skipulagsfulltrúa falið að afgreiða umbeðinn byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að sækja um undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 50 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Skagafjarðarvegi nr. (752).
30.Syðri-Hofdalir 2 L174761 - Umsókn um stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2408109Vakta málsnúmer
„Atli Már Traustason og Ingibjörg Klara Helgadóttir, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Syðri-Hofdalir 2, landnr. 174761, óska eftir heimild til að stofna 132 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72131010 útg. 15. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi bílskúr. Viðbygging verður gestahús, tengt núverandi bílskur með tengibyggingu. Hámarksbyggingarmagn verður 60 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni sem er í samræmi við núverandi byggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-3 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Um landbúnaðarland L-3 segir í aðalskipulagi að það sé land í flokki VI, “sem síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða og þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða, sbr. Töflu 12.1. Þetta landbúnaðarland getur þó hentað til beitar eða nytjaskógræktar." Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram. Reiturinn gengur ekki á ræktað land og skerðir ekki búrekstrarskilyrði á nokkurn hátt. Í kafla 12.4 segir:
“Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum [um landnotkun og uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum] og umfangi framkvæmda. Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif." Hér er sótt um byggingarreit fyrir viðbyggingu bílskúrs sem verður gestahús með tengibyggingu á landi sem í dag er malarborið plan. Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Byggingarreitur er í um 240 m fjarlægð frá Siglufjarðarvegi (76), um 20 m neðar og í þegar byggðu umhverfi þannig að ásýndaráhrif af Siglufjarðarvegi verða takmörkuð. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og er erindið því einnig áritað af eigendum Syðri-Hofdala, L146421, Syðri-Hofdala 1, L197709, Syðri-Hofdala 3, L228617, Atlastaða, L217322, og Ytri-Hofdala lóðar 2, L222785, til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráform og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu. Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit.
31.Miðhóll L146566 í Sléttuhlíð, Skagafirði - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2408111Vakta málsnúmer
„Magnús Pétursson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Miðhóls, landnúmer 146566, í Sléttuhlíð, óska eftir heimild til að stofna 6.747 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Arnarhóll" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 72720000, útg. 15. ágúst 2024 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 15.08.2024. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-2 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar er skv. óskum landeiganda, tekur mið af heiti upprunajarðar og nærliggjandi landslagi. Ein landeign í sveitarfélaginu hefur sama heiti, landnr. 236455 í Hegranesi.
Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri lóð er um vegarslóða í landi Miðhóls, L146566.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Miðhóli L146566.
Málnúmer í landeignaskrá er M000751.
Einnig eftir óskað eftir stofnun 3.773 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreitur er innan merkja útskiptrar lóðar, 10 m frá lóðamörkum og mun tilheyra Arnarhóli að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 100 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m. Byggingarreitur er í um 690 m fjarlægð frá Siglufjarðarvegi (76). Ásýndaráhrif frá veginum verða því hverfandi.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-2 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki III, sæmilegt ræktunarland. Skv. ákvæðum aðalskipulags um L-2 landbúnaðarsvæði er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum, til annarrar starfsemi, en landbúnaðarstarfsemi, ef slíkur rekstur styður við landbúnaðarstarfsemi eða búsetu á svæðinu. Þá skal gæta þess að raska ekki góðu ræktunarlandi við framkvæmdir. Byggingarreitur sem sótt er um er á hálfgrónu mellendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Landeigandi telur verulega takmarkaða möguleika á að rækta upp landið sem fyrirhugaður byggingarreitur liggur á. Jafnframt er óskað eftir undanþágu frá ákvæðum 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð mannvirkja frá vötnum, ám og sjó. Minnsta fjarlægð á milli byggingarreits og Sléttuhlíðarvatns er þó minnst 27 m og því ekki lokað fyrir aðgengi meðfram vatninu.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000751.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti, og að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá ákvæðum 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð mannvirkja frá vötnum, ám og sjó. Verði það leyfi veitt hjá Innviðaráðuneytinu er skipulagsfulltrúa falið að afgreiða umbeðinn byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti, og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá ákvæðum 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð mannvirkja frá vötnum, ám og sjó. Verði það leyfi veitt hjá Innviðaráðuneytinu er skipulagsfulltrúa falið að afgreiða umbeðinn byggingarreit.
32.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð - Furulundur - Grenndarkynning
Málsnúmer 2406259Vakta málsnúmer
„RARIK óskar eftir með tölvupósti dags. 02.07.2024 að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð við Furulund til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð.
Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um, en tryggja þarf aðgengi að húsi frá götu og strengja sem fara til og frá að spennistöðinni.
Ástæða umsóknar um lóð við Furulund er til komin vegna fyrirhugaðrar hleðslustöðvar Ísorku á lóðinni Varmhlíð KS L146115. En með því að staðsetja hana á umbeðnu svæði nýtast innviðirnir einnig til að styrkja dreifikerfi RARIK á Varmahlíðarsvæðinu bæði vegna orkuskipta fyrir íbúa ásamt að nýtast til fyrir fyrirhugaðar rafbílahleðslur Ísorku.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119.
33.Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2211189Vakta málsnúmer
„Til umfjöllunar skv. 1. mgr. 32. gr. skiplagslaga er tillaga til breytingar á aðalskipulagi fyrir "Helgustaði í Unadal" sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 517/2023.
Farið var yfir innsendar umsagnir við tillöguna. Einnig er lagt fram staðbundið hættumat dags. 18.07.2024 sem unnið var af Veðurstofu Íslands skv. beiðni Skipulagsstofnunar.
Hættumatið hefur að mati nefndarinnar leitt í ljós annmarka á því að skipuleggja á stórum hluta þess svæðis sem skipulagstillagan nær til þá byggð sem hún gerir ráð fyrir að þar verði skipulögð.
Þessi dagskrárliður er ræddur samhliða 17. dagskrárlið, enda er með hinni fyrirhuguðu aðalskipulagsbreytingu, ætlunin að skapa forsendur fyrir umræddu deiliskipulagi. Með vísan til umræðu um deiliskipulagstillöguna og til afgreiðslu hennar og til þess að samþykkt aðalskipulagstillögunnar myndi fela í sér brot á 3. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða telur nefndin ekki forsendur til þess að halda áfram með þá aðalskipulagstillögu sem auglýst var skv. framansögðu án þess að umtalsverðar breytingar verði gerðar á henni; Hið tilvitnaða ákvæði kveður á um að óheimilt sé "að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir atvinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættanleg, sbr. 11. gr.“ reglugerðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði ekki samþykkt óbreytt. Þá leggur skipulagsnefnd til að frekari afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til fyrir liggur niðurstaða viðræðna skipulagsfulltrúa við eigendur þess lands sem standa að deiliskipulagstillögu skv. 17. dagskrárlið fundarins, um nauðsynlegar breytingar á henni.
Þar sem þegar hefur verið byggð frístundahús á svæðum sem álitin eru hættusvæði telur nefndin rétt að hættumatið verði kynnt fyrir almannavarnarnefnd og lögreglustjóra vegna hlutverks þessara aðila skv. lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum þ.m.t. við útgáfu viðvarana um staðbundna snjóflóðahættu og við rýmingu húsnæðis á slíkum hættusvæðum. Óskar skipulagsnefnd eftir því að skipulagsfulltrúi geri það að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar og að höfðu samráði við landeigendur.“
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að hafna skipulagstillögunni eins og hún er lögð fram. Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að kynna hættumat fyrir almannavarnarnefnd og lögreglustjóra vegna hlutverks þessara aðila skv. lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum þ.m.t. við útgáfu viðvarana um staðbundna snjóflóðahættu og við rýmingu húsnæðis á slíkum hættusvæðum.
34.Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag
Málsnúmer 2311127Vakta málsnúmer
„Til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skiplagslaga er deiliskipulagstillaga fyrir "Helgustaði í Unadal" sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 277/2024; https://skipulagsgatt.is/issues/2024/277.
Farið er yfir innsendar umsagnir við tillöguna. Einnig lagt fram staðbundið hættumat dags. 18.07.2024 sem unnið var af Veðurstofu Íslands að beiðni Skipulagsstofnunar. Hættumatið hefur að mati nefndarinnar leitt í ljós annmarka á því að skipuleggja byggð á stórum hluta þess svæðis sem deiliskipulagstillagan ráðgerir að byggð verði skipulögð á.
Í ljósi þess telur nefndin ekki forsendur til þess að halda áfram með þá skipulagstillögu sem auglýst var skv. framansögðu án þess að verulegar breytingar verði gerðar á henni.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði ekki samþykkt óbreytt. Þar sem landeigandi stendur sjálfur að gerð deiliskipulagsins skv. 38. gr. skipulagslaga er skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda um framhaldið, þ.m.t. um hvort landeigandi hyggist freista þess að gera nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagstillögunni og óska eftir að hún verði, skv. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýst á nýjan leik.“
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Hlé gert á fundi.
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að hafna skipulagstillögunni eins og hún er lögð fram.
35.Aðalskipulagsbreyting - Deplar í Fljótum - VÞ-2 og FV-1
Málsnúmer 2406263Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Deplar í Fljótum, verslun og þjónusta (VÞ-2) og lendingarstaður (FV-1)" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 878/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/878.
Tíu umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
36.Aðalskipulagsbreyting - Litla-Gröf 2 - E-48
Málsnúmer 2406140Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Litla-Gröf 2, efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 877/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/877.
Átta umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
37.Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún - Hesteyri 2
Málsnúmer 2409016Vakta málsnúmer
„Sigurjón R. Rafnsson, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga ehf., þinglýsts lóðarhafa iðnaðar- og athafnalóðarinnar Hesteyrar 2, landnr. 143445, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða og breytingin falli því undir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarsvæðið er Hesteyri 2, eins og lóðin er í gildandi deiliskipulagi. Breytingin varðar eingöngu skilmála um hámarksbyggingarhæð á lóðinni þar sem óskað er eftir að breyta hámarksbyggingarhæð úr 10 m í 12 m. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar. Hækkun á leyfilegri byggingarhæð á Hesteyri 2 um 2 m, úr 10 m í 12 m, hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksbyggingarhæð á nærliggjandi lóð 14 m og sú breyting, sem hér er sótt um, fer ekki uppfyrir þá hæð. Þá tróna nafirnar yfir lóðinni að vestanverðu þannig útsýni skerðist ekki fyrir íbúa og almenning.
Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram meðfylgjandi tillaga óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 30340104, dags. 02.09.2024, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem tekið var fyrir fyrr í dag, þar sem eftirfarandi var bókað:
“Umsókn lóðarhafa Hesteyrar 2 til landbúnaðar- og innviðanefndar um leyfi til að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Breyting felur í sér hækkun á hámarksbyggingarhæð úr 10 m í 12 m á hafnarsvæði nr. H401.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gera ekki ahugasemd við að umsóknin fari til Skipulagsnefndar.
VG og óháð óska bókað að þar sem innviða og landbúnaðarnefnd gafst ekki tækifæri að bóka á á skipulagsbreytinguna áður en hún var samþykkt síðast að með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 m í 12.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði undir þessum lið."
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna deiliskipulagsbreytingu og senda Skipulagsstofnun skv. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi skipulagsnefndar svohljóðandi:
"Með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 metrum í 12 metra."
Einar E. Einarsson tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar svohljóðandi:
"Undirritaður vill árétta að umrætt deiliskipulag er samþykkt af Skipulagsnefnd, sveitarstjórn Skagafjarðar og stimplað af Skipulagsstofnun, en sú breyting sem nú er til umfjöllunar snýr eingöngu að heimild til hækkunar á tilkomandi viðbyggingu við Vélaverkstæði KS."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
38.Birkimelur 24 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa - Grenndarkynning
Málsnúmer 2407072Vakta málsnúmer
„Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 15.08.2024, eftirfarandi bókað:
"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024 vegna umsóknar frá Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, f.h. Margrétar Evu Ásgeirsdóttur og Jóhannesar Björns Þorleifssonar. Umsókn um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 24 við Birkimel í Varmahlíð, ásamt breyttri að komu að lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af umsækjanda. Uppdrættir númer 100, 101, 102 og 103, dagsettir 19.06.2024. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 11, 20, 22, 26, 28 og 30."
Grenndarkynning vegna Birkimels 24 í Varmahlíð var send út 23.08.2024, gögn bárust 26.08. 2024 þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðnar framkvæmdir.
39.Bárustígur 16 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa - Grenndarkynning
Málsnúmer 2407073Vakta málsnúmer
„Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 15.08.2024, eftirfarandi bókað:
"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 05.07.2024 vegna umsóknar frá Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi f.h. Valdimars Péturssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni nr. 16 við Bárustíg, ásamt því að byggja bílskúr á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79008500, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 3. júní 2024. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bárustígs 14 og 17, Sæmundargötu 15 og Öldstígs 17."
Fyrirliggur yfirlýsing móttekin af skipulagsfulltrúa 03.09.2024 þar sem fram kemur að lóðarhafar Bárustígs 14 og 17, Sæmundargötu 15 og Öldustígs 17 geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir.“
Hrund Pétursdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að heimila umbeðnar framkvæmdir.
40.Birkimelur 16 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2408240Vakta málsnúmer
„Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. ágúst síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn
frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Hólmfríðar S R Jónsdóttur og Gísla Heiðars Jóhannssonar. Umsókn um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni númer 16 við Birkimel í Varmahlíð.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24141, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 05.08.2024.
Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umbeðna framkvæmd fyrir lóðarhöfum Birkimels 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga.
41.Ytri-Ingveldarstaðir (L145944) - Umsókn um stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2408149Vakta málsnúmer
„Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, þinglýstur eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Ytri-Ingveldarstaðir, landnr. 145944, á Reykjaströnd, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 224 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79008202 útg. 21. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir gestahús. Hámarksbyggingarmagn verður 50 m² og hámarksbyggingarhæð verður 4,5 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Um landbúnaðarland L-1 segir í aðalskipulagi að það sé land undir 200 m hæð yfir sjó og ræktarland í flokki I og II, ásamt bæjartorfum bújarðanna. Ákvæði fyrir landnotkun og uppbyggingu á L-1 eru að við alla uppbyggingu og framkvæmdir skal leitast við að hlífa góðu ræktarlandi, í leyfisumsóknum skal gera grein fyrir áhrifum á ræktarland, forðast að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum og ekki gert ráð fyrir skógrækt en heimil ræktun skjólbelta. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Á landbúnaðarsvæðum er heimilt að byggja stök mannvirki til annarrar starfsemi en landbúnaðar, ef hún styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Byggingarreitur er á ræktuðu landi en áhrif á búrekstrarskilyrði skerðast ekki þar sem eingöngu lítill hluti ræktaðs lands fer undir byggingu. Skv. ákvæðum sem koma fram í 12.4. kafla aðalskipulags metur skipulagsnefnd málsmeðferð uppbyggingaráforma hverju sinni með tilliti til skipulagslaga, ákvæða aðalskipulags um landnotkun og uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum. Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Reykjastrandarvegi (748) sem er tengivegur. Óskað er eftir undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna og byggingarreitur liggur við óhnitsett landamerki Ytri-Ingveldarstaða, L145944, og Ytri-Ingveldarstaða, L145943. Erindið því einnig áritað af eigendum Ytri-Ingveldarstaða, L145943, Syðri-Ingveldarstaða, L145952, og Syðri-Ingveldarstaða, L178666, til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt byggingarreitur og byggingaráform, ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu og að byggingarreitur sé að öllu leyti innan merkja Ytri-Ingveldarstaða, L145944.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Reykjastrandarvegi (748). Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins.“
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Reykjastrandarvegi (748). Skipulagsfulltrúa verði jafnframt falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins.
42.Nes (landnr. 219627) í Hegranesi - Umsókn um stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2408239Vakta málsnúmer
„Sesselja Tryggvadóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Nes, landnr. 219627, óskar eftir heimild til að stofna 1.024 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74880101 útg. 29. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Nes er skráð sumarbústaðarland í fasteignaskrá en landnotkun er jörð skv. bókun skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 01. júní 2024 og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 09. júní 2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt, einnar hæðar íbúðarhús en engin önnur bygging er skráð á landnúmerið. Óskað er eftir hámarksbyggingarmagni 250 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-3 í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við markmið aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum, í kafla 12, um að fjölga íbúum í dreifbýli og í önnur markmið um landbúnað þar sem hann skerðir ekki nýtingu góðs ræktarlands til ræktunar og skerðir ekki sambúð landbúnaðar, ferðaþjónustu, frístundabyggðar og annarrar landnotkunar. Land sem fellur undir byggingarreit er í landbúnaðarflokki IV, annað land/lélegt ræktunarland.
Þá óskar landeigandi eftir heimild skipulagsnefndar til að nýta núverandi, steyptan húsgrunn sem er á landinu frá fyrri tíð. Húsgrunnur þessi er um 25 m² að stærð og á honum stóð íbúðarhús sem var fjarlægt af fyrri landeiganda. Í stað þess að farga grunninum með tilheyrandi umhverfisáhrifum, hefur undirrituð áhuga á því að nýta hann með því að reisa á honum gróðurskýli, að hámarki 25 m² að stærð. Húsgrunnur er í tæplega 300 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og næsta íbúðarhús er í um 550 m fjarlægð, staðsetning er merkt á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Ekki stendur til að hafa lýsingu gróðurskýlinu þannig að áhrif birtustigs verði umfram það sem hefðbundið er á bæjarhlöðum í dreifbýli.
Skv. almennum ákvæðum aðalskipulags um landnotkun á öllum landbúnaðarsvæðum er heimilt að nýta byggingar, byggja stök mannvirki og/eða breyta eldri byggingum til annarrar starfsemi ef það styður við landbúnað eða búsetu á svæðinu. Hér er um að ræða uppbyggingu sem styður við búsetu á svæðinu, núverandi innviðir nýtast áfram, bygging verður undir 2.000 m² og uppbygging er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi.
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Lögð verður áhersla á að áformuð uppbygging hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif og verði í samræmi við yfirbragð og ásýnd svæðisins sem hefur verið í talsverðri uppbyggingu síðustu ár.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar.
Umsækjandi er einnig landeigandi Hellulands lands A, L224718 sem er aðliggjandi landareign. Landamerki Ness eru staðfest skv. þinglýstu skjali nr. 817/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit og að heimila áframhaldandi nýtingu á nú þegar byggðum 25 m² húsgrunni, fyrir gróðurhús.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að heimila áframhaldandi nýtingu á nú þegar byggðum 25 m² húsgrunni, fyrir gróðurhús.
43.Víðimelur L146083 - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2409017Vakta málsnúmer
„Ómar Feykir Sveinsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Víðimels, landnr. 146083, Skagafirði, óskar eftir að stofna 5.931 m² sumarbústaðarland úr landi jarðarinnar sem "Víðibrekka 6", skv. meðfylgjandi lóðablaði nr. S06 í verki 71180010 útg. 28. ágúst 2024. Lóðablað var unnið á Stoð verkfræðistofu ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir því að útskipt land verði leyst. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðaland (60).
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, útskipt land er á frístundabyggð nr. F-13 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu er skv. lóðauppdrætti fyrir frístundabyggð á Víðimel. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Víðimel, landnr. 146083.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um veg á landi Víðimels, L146083, eins og sýnt er á meðfylgjandi lóðablaði.
Málsnúmer í landeignaskrá er M000835.
Undirritaður óska einnig eftir stofnun 2.200 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi lóðablaði. Byggingarreiturinn er innan merkja Víðibrekku 6 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 6 m frá gólfi í mæni. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg og er í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti og að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti og samþykkir jafnframt umbeðinn byggingarreit.
44.Molastaðir í Fljótum, Skagafirði L146862 - Umsókn um breytingu á samþykktum byggingarreit og landskipti
Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer
„Þann 13. júní 2024 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn landeiganda um stofnun byggingarreits í landi Molastaða, L146862 að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Sveitarstjórn samþykkti byggingarreit þann 19. júní 2024. Málsnr. 2406098.
Landeigandi hefur grafið prufuholur vestast á samþykktum byggingarreit og í ljós kom að sá hluti reitsins var ekki byggingarhæfur. Því óska Halldór Gunnar Hálfdánarson og María Þórunn Númadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Molastaða, landnr. 146862, eftir heimild til að hliðra samþykktum byggingarreit um 20 m til austurs, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 79010301 útg. 30. ágúst 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Með tilfærslu þessari verður fjarlægð byggingarreits frá Ólafsfjarðarvegi (82) rúmir 27 m. Ólafsfjarðarvegur er tengivegur. Óskað er eftir undanþágu frá ákvæðum 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð á milli vega og bygginga, annarra en íbúða og frístundahúsa. Stærð byggingarreits, aðrir skilmálar, þ.m.t. hámarksbyggingarmagn 800 m², og tengsl við aðalskipulag, sem komu fram í fyrri umsókn, verða óbreytt.
Meðfylgjandi er umsögn minjavarðar.
Að fengnu samþykki umsóknar um tilfærslu byggingarreits, óska landeigendur eftir heimild til að stofna 3.969 m² spildu úr landi Molastaða, L146862, sem “Molastaðir 2" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 79010301 útg. 30. ágúst 2024 og merkjalýsingu dags. 30. ágúst 2024. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Annað land (80). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðvísi. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu en téður byggingarreitur og fyrirhuguð mannvirki innan hans munu tilheyra útskiptri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Molastöðum, landnr. 146862.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um túnslóða í landi Molastaða, L146862, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M000853.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Ólafsfjarðarvegi (82). Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Innviðaráðuneytisins og Minjavarðar.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Ólafsfjarðarvegi (82).
45.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg
Málsnúmer 2202094Vakta málsnúmer
„Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Skógargötureitinn, íbúðabyggð á Sauðárkróki, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 2.0, dags. 04.09.2024 sem unnin var af Birni Magnúsi Árnasyni á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Einnig lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987 sem fellir umrætt svæði úr gildi, verknúmer 56291601, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 1.0, dags. 04.09.2024.
Breyting á uppdrætti er að svæði sem afmarkast af Aðalgötu að austan, göngustíg að sunnan, Skógargötu að vestan og göngustíg og bílastæðum við Kaupvangstorg að norðan., skv. gildandi deiliskipulagi. Svæði þetta fellur út í deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Skipulagssvæði gamla bæjarins minnkar um 6.380 m².
Breytingarsvæðið er innan íbúðabyggðar nr. ÍB401 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og verndarsvæðis nr. MV401. Breytingin er í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Sigríður Magnúsdóttir víkur af fundi við þennan dagskrálið og Einar E. Einarsson kemur inn í hennar stað.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða, að teknu tilliti til innsendra umsagna við skipulagslýsingu og vinnslutillögu að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu "Skógargötureitur Sauðárkróki" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu "Skógargötureitur Sauðárkróki" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987.
46.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer
„Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni dags. 17.09. 2024 þar sem afturkölluð er fyrri umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu sjóvarnar á Hofsósi dags. 01.08. síðastliðinn. Skipulagsnefnd skilur framangreinda afturköllun svo að hún feli í sér ósk um að sveitarstjórn afturkalli ákvörðun Byggðarráðs dags. 15.08. 2024 um að veita umrætt framkvæmdaleyfi, en Byggðarráð sinnti þá verkefnum sveitarstjórnar í sumarfríi hennar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við Sveitarstjórn að afturkalla þá ákvörðun Byggðarráðs. Ástæða afturköllunar er breytt tillaga að aðkomuleið að framkvæmdarsvæðinu; Í stað þess að efnisflutningar til framkvæmdarsvæðis verði norður og niður Suðurbraut í átt að hafnarsvæði er ráðgert að aka efni um Norðurbraut og Hafnarbraut í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og grjóti í brimvarnargarði endurraðað.
Fyrir liggur einnig bréf Vegagerðarinnar dags. 17.09. 2024 þar sem Vegagerðin sækir með endurbættri umsókn um framkvæmdarleyfi skv. 13. gr. l. 123/2010, sbr. reglugerð nr. 772/2012 fyrir sömu framkvæmd. Sú framkvæmd sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Kort og teikningar, merkt B-10389-95, eru fylgiskjal 1 með umsókninni. Framangreind gögn lýsa framkvæmdinni og efnisflutningaleið að henni.
Fram kemur í áðurgreindri umsókn að fornleifaskráning hafi farið fram á svæðinu og að Vegagerðin hafi haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra og að aðkoma að framkvæmdasvæði liggi ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Jafnframt kemur fram í beiðninni að aðkoma að sjóvörninni sé um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf sé utan þess svæðis. Framkvæmdin sé því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana og að áætlað sé að framkvæmdir hefjist haustið 2024 og verði lokið 15. júní 2025.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi, sbr. gr. 5.9.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 17.09.2024 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu i kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmd stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 17.09.2024 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
47.Mat á hæfi kjörinna fulltrúa sveitarstjórna
Málsnúmer 2408237Vakta málsnúmer
48.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer
49.Fundagerðir SSNV 2024
Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:09.