Uppgjör refa og minkaveiða 2024
Málsnúmer 2408031
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 11. fundur - 19.09.2024
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fór yfir uppgjör refa- og minnkaveiða 2024. Búið er að veiða 144 minka og 334 refi á veiðitímabilinu sem er heldur færra en verið hefur síðustu ár. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að kaupa fimm gildrur til minkaveiða samkvæmt umræðu á fundi með veiðimönnum s.l. vor.