Fara í efni

Dýjabekkur L146008 og Útvík land L146006 - Landamerki

Málsnúmer 2408041

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 55. fundur - 15.08.2024

Arnór Halldórsson Hafstað fyrir hönd þinglýstra eigenda jarðarinnar Dýjabekkjar, L146008 og Útvíkur lands, L146006 (sem óskað er eftir að heiti Dýjaból eftir umbeðnar breytingar) er með vísan til 2. mgr. 14. gr. l. 6/2001 óskað eftir að breytt verði skráningarupplýsingum um þær fasteignir í fasteignaskrá.

Meðfylgjandi eru:
a)
Uppdráttur S-01 sem sýnir afstöðumynd (1:1.500), yfirlitsmynd (1:10.000) og kort (1:50.000) vegna landnr. 146006, 146007, 146008 og tveggja millispildna við upphaf verks.
b)
Uppdráttur S-02 sem sýnir afstöðumynd (1:1.500), yfirlitsmynd (1:10.000 og kort (1:50.000) vegna landnr. 146006 (Dýjaból) og 146008 (Dýjabekkur) eftir allar breytingar, þ.m.t. sameiningu spildna.
c)
Merkjalýsing dags. 01.08. 2024 fyrir Dýjabekk, m.v. breytta skráningu þar sem vísað er til framangreinds uppdráttar S-02 frá Stoð verkfræðistofu ehf.
d)
Merkjalýsing dags. 01.08. 2024 fyrir Dýjaból, m.v. breytta skráningu, ásamt hnitsettum uppdráttum frá Stoð verkfræðistofu ehf.
Í merkjalýsingunum er gerð grein fyrir þeim eindum sem skrá skal fyrir fasteignir, sbr. 2. mgr. 3. gr. l. 6/2001 og öðrum upplýsingum sem skrá ber skv. þeim lögum.
Í beiðni þessari felst að fasteignin Útvík land, landnr. 146007 verði sameinuð Dýjabekk og verði landnr. 146007 að því loknu fellt niður.

Fyrir hönd Páfastaða ehf. kt. 661119-0710, þinglýsts eiganda Útvíkur, landnr. 146005, er vísað til framangreindra uppdrátta S-01 og S-02 og óskað eftir stofnun tveggja áðurgreindra millispildna, Útvík millispilda 1 og Útvík millispilda 2. Vegna þeirra er vísað til meðfylgjandi gagna:
e)
Merkjalýsing fyrir framangreindar millispildur dags. 01.08. 2024, þar sem vísað er til framangreinds uppdráttar S-01 frá Stoð verkfræðistofu ehf.
f)
Umsóknar á eyðublaði F-550 dags. 01.08. 2024.
Útvík millispilda 1 skal sameinuð Dýjabóli ehf. en Útvík millispilda 2 Dýjabekk.
Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Útvík, landnr. 146005.
Ekkert ræktað land fylgir útskiptum millispildum sem eru að mestu leyti innan veghelgunarsvæðis þjóðvegar 75, Sauðárkróksbrautar, og eru engin mannvirki á þeim nema girðingar og hliði á heimreið og umræddur þjóðvegur, sem og sá hluti heimreiðar til Dýjabekks/Dýjabóls sem tengir hana við hann.
Engin hlunnindi fylgja umræddum millispildum í þessum landskiptum.
Landskiptin eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.
Málsnúmerin hjá landeignaskrá eru eftirfarandi: M000729 og M000748.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.