Fara í efni

Minnisblað um eftirlitsmyndavélar í umdæmi lögreglunnar á Nl. vestra

Málsnúmer 2408066

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 109. fundur - 21.08.2024

Sveitarfélaginu barst erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þann 13. ágúst sl. þess efnis að samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra (LNV) hefur haft til umræðu að taka í notkun eftirlitsmyndavélar lögreglu innan umdæmisins. Umdæmið er eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar eru ekki í notkun. Niðurstaða LNV er að hentugast sé að koma fyrir myndavélum með númeralesara við hvern byggðakjarna umdæmisins, sem greinir skráningarnúmer bifreiða sem fara um veginn.

Fyrirkomulagið yrði þannig að hverju sveitarfélagi fyrir sig yrði falið að greiða fjárfestingu við kaup á búnaði fyrir slíka vöktun en allur rekstur verður svo í höndum lögreglu. Kostnaður við kaup og uppsetningu á búnaði er áætlaður rúmlega 1,5 milljón fyrir hverja myndavél sem sett yrði upp.

LNV leggur til að myndaður verði vinnuhópur til að vinna þarfagreiningu myndavéla hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þennan vinnuhóp mun LNV leiða. Auk fulltrúa frá LNV verði hópurinn skipaður einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í umrædda nefnd fyrir hönd sveitarfélagsins.