Fara í efni

Regbogastígur, stétt við skólabyggingar í Skagafirði

Málsnúmer 2408091

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 25. fundur - 05.09.2024

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til afgreiðslu:
"Málaður verði regnbogastígur / stétt við skólabyggingar í Skagafirði í samstarfi við skólastarfsfólk og nemendur. Verkefnið mætti setja upp samhliða fræðslu og miðlun þekkingar á réttindabaráttu hinsegin fólks og gæti t.d orðið góð byrjun á skólaárinu, en auðvitað þyrfti að móta og skipuleggja framkvæmdina nánar í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Kostnaður við verkefnið verði hluti af kostnaði við menningar- og kynningarmál Skagafjarðar."

Ólína Björk Hjartardóttir varamaður VG og óháðra óskar bókað:

VG og óháð styðja tillögu Byggðalista um að mála regnbogastíga við skólamannvirki í Skagafirði, enda lögðu VG og óháð fram áþekka tillögu á 48. fundi byggðarráðs þann 17. maí 2023 en hún hljóðaði svo: "VG og óháð leggja fram þá tillögu að finna góða og áberandi staði í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins til að mála þar í litum regnbogans fyrir sumarið og endurspegla þannig fjölbreytileika samfélagsins alls." Á þeim tíma var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar sveitarfélagsins sem afgreiddi hana á sínum 15. fundi með eftirfarandi hætti: “Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vinnur verkefnið áfram í samráði við íbúasamtök, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.? Þar var einmitt umræða um að mála stéttar við skólamannvirki. Erfiðlega gekk hins vegar að framkvæma verkið vegna t.d. fámennis í vinnuskóla en bekkir voru málaðir í regnbogalitum á Sauðárkróki af félagasamtökunum “Vinum Sauðárkróks? þar sem umhverfis- og samgöngunefnd greiddi kostnað við málingu og pensla.
VG og óháð fagna endurvakningu verkefnisins og vona að það verði framkvæmt fyrir næsta sumar.


Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin vísar erindinu til fræðslunefndar Skagafjarðar til umfjöllunar og frekari útfærslu.