Fara í efni

Brautarholt Mýri L146801 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2408219

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 57. fundur - 05.09.2024

Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. ágúst síðastliðinn vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Ragnari Frey Guðmundssyni arkitekt, f.h. Fljótabakka ehf. umsókn um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Brautarholt Mýri L146801 í Fljótum.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Kollgátu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 05_22_027, númer A-100, A-101 og A-102, ásamt skráningartöflu, dags. 02.07.2024.

Samþykktur byggingarreitur er á lóðinni frá á 37. fundi skipulagsnefndar þann 9. nóvember 2023, þar sem eftirfarandi var bókað:

“Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd lóðarhafa, Fljótabakka ehf. óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni Brautarholt-Mýri L146801 í Haganesvík í Skagafirði og að afmörkun byggingarreits liggi 3 metra innan lóðarmarka. Grunnflötur nýbyggingar yrði að hámarki 170 m² og hámarks byggingarmagn á lóð yrði 340 m². Nýtingarhlutfall lóðar yrði 0.294 (lóð er 1155.9 m²). Fyrirhugað mannvirki yrði hús á tveimur hæðum með risi. Hámarks vegghæð 5,9 m og hámarks mænishæð 8,0 m. Þá er fyrirhugað að fjarlægja núverandi hús af lóðinni. Ofangreind áform hafa þegar verið samþykkt af eigendum lóðarinnar, því til staðfestingar fylgir nýr lóðarleigusamningur dags. 01.10.2023 undirritaður af hluteigandi. Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt."

Meðfylgjandi er nýr lóðarleigusamningur, þinglýstur 1. ágúst 2024, þar sem heimilað byggingarmagn er 380 fermetrar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við hækkun á heimiluðu byggingarmagni.