Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir byggðarráð til afgreiðslu:
"VG og óháð gera það að tillögu sinni að sveitarfélagið færi viðskipti sín frá Rapyd í ljósi þess að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki. Stofnandi, alþjóðlegur forstjóri og skráður eigandi Rapyd Europe á Íslandi er Arik Shtilman sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja tæp 60% íbúa á Íslandi ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd og má ætla að meirihluti íbúa Skagafjarðar endurspegli þetta hlutfall. Lagt er til að Skagafjörður beini viðskiptum sínum annað, helst innanlands."
Byggðarráð leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Með hliðsjón af umræðu um greiðslulausnir og kostnað við þær leggur Byggðarráð til að gerð verði verðfyrirspurn um kostnað við þá þjónustu sem Skagafjörður þarf á að halda. Leggjum við til að sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði falið að undirbúa verðfyrirspurn til fyrirtækja vegna þjónustu greiðslumiðlunar fyrir sveitarfélagið Skagafjörð."
"VG og óháð gera það að tillögu sinni að sveitarfélagið færi viðskipti sín frá Rapyd í ljósi þess að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki. Stofnandi, alþjóðlegur forstjóri og skráður eigandi Rapyd Europe á Íslandi er Arik Shtilman sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja tæp 60% íbúa á Íslandi ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd og má ætla að meirihluti íbúa Skagafjarðar endurspegli þetta hlutfall. Lagt er til að Skagafjörður beini viðskiptum sínum annað, helst innanlands."
Byggðarráð leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Með hliðsjón af umræðu um greiðslulausnir og kostnað við þær leggur Byggðarráð til að gerð verði verðfyrirspurn um kostnað við þá þjónustu sem Skagafjörður þarf á að halda. Leggjum við til að sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði falið að undirbúa verðfyrirspurn til fyrirtækja vegna þjónustu greiðslumiðlunar fyrir sveitarfélagið Skagafjörð."
Byggðarráð samþykkir breytingartillöguna samhljóða.