Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

111. fundur 04. september 2024 kl. 08:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varam.
    Aðalmaður: Gísli Sigurðsson
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað

Málsnúmer 2405578Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað. Tilgangurinn með reglunum er að upplýsa notendur um hvernig skuli umgangast tölvubúnað og upplýsingatækni á vegum sveitarfélagsins til að hámarka upplýsingaöryggi og lágmarka líkur á að viðkvæmar upplýsingar komist í hendur óviðkomandi aðila. Reglurnar eru hluti af stjórnkerfi upplýsingaöryggis Skagafjarðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða drögin með áorðnum breytingum og vístar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

2.Tillaga um breytingu á greiðslumiðlun

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir byggðarráð til afgreiðslu:

"VG og óháð gera það að tillögu sinni að sveitarfélagið færi viðskipti sín frá Rapyd í ljósi þess að Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki. Stofnandi, alþjóðlegur forstjóri og skráður eigandi Rapyd Europe á Íslandi er Arik Shtilman sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja tæp 60% íbúa á Íslandi ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd og má ætla að meirihluti íbúa Skagafjarðar endurspegli þetta hlutfall. Lagt er til að Skagafjörður beini viðskiptum sínum annað, helst innanlands."

Byggðarráð leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

"Með hliðsjón af umræðu um greiðslulausnir og kostnað við þær leggur Byggðarráð til að gerð verði verðfyrirspurn um kostnað við þá þjónustu sem Skagafjörður þarf á að halda. Leggjum við til að sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði falið að undirbúa verðfyrirspurn til fyrirtækja vegna þjónustu greiðslumiðlunar fyrir sveitarfélagið Skagafjörð."

Byggðarráð samþykkir breytingartillöguna samhljóða.

3.Verklagsreglur vegna dómsmála

Málsnúmer 2409009Vakta málsnúmer

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir byggðarráð til afgreiðslu:

"VG og óháð gera þá verklagsreglu að tillögu sinni að ef höfðað sé mál á hendur sveitarfélagsins, höfði sveitarfélagið mál eða falli dómur í máli sem viðkemur sveitarfélaginu, þá séu sveitarstjórnarfulltrúar upplýstir um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála af hálfu sveitarstjóra. Í sveitarstjórnarlögum 138/2011 II kafla, 8.gr segir "Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags" og er því nauðsynlegt að sveitarstjórn sé vel upplýst um kærur og málaferli sem viðkoma Skagafirði."

Byggðarráð samþykkir að leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að ef höfðað verði mál á hendur sveitarfélaginu Skagafirði, höfði sveitarfélagið mál á hendur öðrum aðilum eða falli dómur í máli sem við kemur sveitarfélaginu, þá verði byggðarráði kynnt um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála, eftir atvikum í trúnaðarbók eftir eðli mála."

Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingartillöguna.

4.Hraun 1 Fljótum - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2408081Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 28. ágúst 2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hauks Bent Sigmarssonar, kt. 200782-5779 fyrir hönd fyrirtækisins Green Highlander ehf., kt. 471113-0340 um leyfi til að reka gististað í flokki II - I Heimagisting að Hrauni I lóð 193865, 570 Fljótum, fasteignanúmer: 2014-4018.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Reglur vegna útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds

Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer

Mál áður á dagskrá 101. fundar byggðarráðs þann 12. júní sl. sem vísaði málinu til aftur til félagsmála- og tómstundanefndar til frekari vinnslu.

Félagsmála- og tómstundanefnd hefur unnið málið áfram í samræmi við umræður á 101. fundar byggðarráðs og tók málið fyrir á 25. fundi sínum þann 29. ágúst sl. Málinu er nú vísað aftur til byggðarráðs, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

6.Samstarfssamningur Skagafjarðar og UMSS

Málsnúmer 2306067Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 25. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. ágúst sl., þannig bókað:

"Lögð fram drög að samningi. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar samningnum til byggðaráðs.
Nefndin óskar eftir því að UMSS skili inn skýrslum sbr. 3. gr. 3. kafla samningsins og fundi með nefndinni í október nk."

Byggðarráð samþykkir samhljóða samningsdrögin og vísar til sveitarstjórnar.

7.Styrkbeiðni v. niðurgreiðslu leigu v. æfingaaðstöðu

Málsnúmer 2408126Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 25. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. ágúst sl., þannig bókað:

"Í ljósi mikillar eftirspurnar eftir tímum í íþróttahúsi óskar Júdódeild Tindastóls eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem deildin hefur tekið á leigu og hentar vel fyrir starfsemi deildarinnar. Félagsmála- og tómstundanefnd leggur til að samþykkt verði að styrkja deildina sem nemur 65.000 kr. á mánuði frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025. Horfir nefndin til þess að með þessari aðgerð losni um tíma sem annar eftirspurn annarra deilda. Nefndin vísar ákvörðuninni til byggðarráðs vegna þess að ekki hefur verið áætlað fyrir styrknum í fjárhagsáætlun ársins 2024."

Byggðarráð samþykkir samhljóða fela sveitarstjóra gerð viðauka fyrir styrkveitingunni út árið 2024. Byggðarráð samþykkir samhljóða styrkveitinguna í ljósi þess að þessi aðgerð losar um tíma sem annar eftirspurn annarra deilda í íþróttahúsinu og felur sveitarstjóra að undirbúa drög að samningi við Júdódeild Tindastóls vegna málsins.

8.Mat á hæfi kjörinna fulltrúa sveitarstjórna

Málsnúmer 2408237Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjónarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram fyrir byggðarráð til kynningar.

Fundi slitið.