Byggðarráð Skagafjarðar - 115
Málsnúmer 2409025F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024
Fundargerð 115. fundar byggðarráðs frá 2. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Umsjónarmaður eignasjóðs hefur haft umsjón með viðhaldsvinnu sem er í gangi við A-álmu Árskóla. Hann hefur lagt til að ráðist verði í að klæða norðurstafn A álmu til að bregðast við leka sem orðið hefur vart í allra verstu votviðrum. Áætlað er að verkið kosti um eina og hálfa til tvær milljónir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ráðast í þessa framkvæmd og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka fyrir verkinu. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Sveitarfélaginu barst erindi frá Rannsóknarsetri HÍ á Norðurlandi vestra dagsett 20. september 2024. Starfssvæði rannsóknarsetursins er allt Norðurland vestra en hingað til hefur setrið eingöngu haft samstarfssamning við sveitarfélagið Skagaströnd. Í þessu erindi er því farið á leit við sveitarstjórnir annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að gera sambærilega samstarfssamninga.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs."
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1947. Stofnskrá og reglugerð safnsins var samþykkt árið 1951. Þessi stofnskrá hefur aldrei verið uppfærð og vísar því í lög og stjórnskipulag sem ekki er lengur fyrir hendi. Nauðsynlegt þótti því að uppfæra stofnskrána enda ein af forsendum rekstrarleyfis safnsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs."
Listasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1968/1969. Engin stofnskrá lá til grundvallar en í kringum 1979-1980 var því beint til sýslunefndar að skipa hóp til að vinna skipulagsskrá. Það virðist ekki hafa verið gert eins og kemur fram í grein Feykis frá 1986. Það er því orðið mjög brýnt að leggja fram samþykkta stofnskrá fyrir listasafnið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða stofnskrá Listasafns Skagfirðinga og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stofnskrá Listasafns Skagfirðinga, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Máli vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2025 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2024 kr. 46.147.
Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 39.225 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 34.610 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 23.074 pr. sólarhring.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhæðir greiðslna sem samsvarar 6% hækkun eins og félagsmála- og tómstundanefnd leggur þær upp í meðfylgjandi bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2025. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2025. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu félagsmála- og tómstundanefndar sem samsvarar 10-16% hækkun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% úr 702 kr. í 728 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% en greiði ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Iðju Hæfingar við Sæmundarhlíð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2024 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnir til samráðs mál nr. 222, "Frumvarp til laga um námsgögn". Umsagnarfrestur er til og með 8.10. 2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að áformað sé að gera námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum gjaldfrjáls vegna náms barna að 18 ára aldri en bendir á að æskilegt væri að skilgreina betur hugtakið námsgögn og yfir hvers konar gögn og gæði það nær yfir. Nær það eingöngu yfir bækur eða gögn á stafrænu formi eða nær það einnig til t.d. spjaldtölva, íþróttafatnaðar eða hesta og efniskaupa vegna iðnnáms? Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Mál áður tekið fyrir á 114. fundi byggðarráðs.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. september 2024 þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 185/2024, "Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029". Umsagnarfrestur er til og með 4.10.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að gefinn sé kostur á að veita umsögn um Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029, í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar geta allir sem telja sig málið varða sent inn athugasemdir og ábendingar.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir flest það sem kemur í áætluninni, m.a. hvað varðar framtíðarsýn og málaflokka, en bendir þó á að margar af þeim aðgerðum sem taldar eru upp eru nú þegar í vinnslu innan sveitarfélaga og/eða milli sveitarfélaga. Byggðarráð telur hins vegar að það væri verulega til bóta fyrir framfylgni sóknaráætlunar að fram komi skýrari eftirfylgni við mælikvarða, t.d. með skilgreiningu á ábyrgðaraðilum, leiðum að markmiðum og tímasetningum. Einnig mætti bæta við og/eða umorða mælikvarða málaflokkanna og má sem dæmi nefna „fjöldi lausra skrifborða í landshlutanum“ sem væri líklega betur orðað sem „fjöldi skrifborða sem leigð eru út í landshlutanum“. Ef farið er í viðbætur væri t.a.m. hægt að bæta við mælikvörðum eins og „fjölgun nýbyggðra íbúða í landshlutanum“ og „aðgengi að íþrótta- og félagsstarfi“ og „almenningssamgöngur sem koma betur til móts við þarfir landshlutans“ undir Góður staður til að búa á „fjöldi umsókna í rannsóknasjóði“ og „fjöldi og fjárhæðir styrkja úr rannsóknasjóðum“ og „fjöldi gistirýma á hótelum“ undir Aukin nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf.
Byggðarráð telur að einnig mætti ígrunda að vera með mælanleg markmið í tölum eða prósentum, t.d. að menntunarstig íbúa hækki um X%, að opinberum störfum/opinberum stofnunum fjölgi um X% o.s.frv., sem og að sett yrði fram tíðni þeirra mælinga og hvernig árangurinn yrði birtur.
Byggðarráð Skagafjarðar telur jákvætt að fram séu komin uppbyggileg drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem forsendur eru til að verði til að styrkja landshlutann til framtíðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. september 2024 þar sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 191/2024, "Áform um lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Umsagnarfrestur er til og með 7.10.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fyrirhugað sé að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í heild sinni. Byggðarráð vekur þó athygli á að í mati á áhrifum fyrirhugaðrar lagasetningar kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á fjárhag sveitarfélaga, umfram það sem nú þegar leiðir af skyldum sveitarfélaga til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Staðreyndin er sú að sveitarfélög landsins greiða nú þegar milljarða króna árlega til málaflokksins umfram tekjustofna og framlaga frá ríkissjóði vegna hans og því afar brýnt að tryggja tafarlausa leiðréttingu á rekstri málaflokksins samhliða lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. september 2024 þar sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2024, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (nýsköpun, virðisaukaskattur o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 4.10.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu, dagsett 20. september sl., þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 9. október nk. klukkan 16. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur 20. september sl., þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna sem haldinn verður 9. október nk. kl. 11:30. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.