Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

31. fundur 23. október 2024 kl. 16:15 - 18:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir varam.
    Aðalmaður: Hrund Pétursdóttir
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
    Aðalmaður: Hrefna Jóhannesdóttir
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 113

Málsnúmer 2409011FVakta málsnúmer

Fundargerð 113. fundar byggðarráðs frá 18. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lögð fram drög að nýjum rekstrarsamningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls vegna reksturs skíðasvæðisins í Tindastóli. Samningurinn gildir til loka árs 2028.
    Byggðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða.

    Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að undirbúa gerð viðauka vegna samningsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lagt fram yfirlit yfir kostnað við framkvæmdir vegna endurnýjunar girðingar og sáluhliða við kirkjugarð Sauðárkróks. Í fjárhagsáætlun ársins 2024 var gert ráð fyrir að helmingur kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins gjaldfærðist á því ári og eftirstöðvar færu á fjárhagsáætlun ársins 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lóðarleigusamningar á Nöfum renna flestir út í lok árs 2024.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að drög nýrra samninga og leggja fyrir byggðarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Mál áður á dagskrá 112. fundar byggðarráðs þann 11. september sl.

    Fyrir liggur minnisblað sem mannauðsstjóri Skagafjarðar tók saman og kynnti á 112. fundi byggðarráðs með tilboðum í mannauðsmælingar fyrir starfstöðvar sveitarfélagins. Það er mat mannauðsstjóra að tilboð HR monitor sé hagstæðast í umræddar mælingar og mælist til að því tilboði verði tekið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboði HR monitor um mannauðsmælingar fyrir starfstöðvar sveitarfélagsins og felur mannauðsstjóra að ganga frá samningum við fyrirtækið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lagt fram til kynningar boð á 8. haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem haldið verður í félagsheimilinu á Blönduósi þann 15. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 113 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 10. september 2024 með aðalfundarboði Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður þann 9. október nk. klukkan 13:00 á Reykjavík Hilton Nordica. Í kjölfar aðalfundarins verður svo Orkufundur samtakanna haldinn. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 114

Málsnúmer 2409018FVakta málsnúmer

Fundargerð 114. fundar byggðarráðs frá 24. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Lóðarleigusamningar fyrir Steinsstaði lóð 1 og lóð 2 eru útrunnir og eru því lagðir fyrir fund byggðarráðs til afgreiðslu.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við leigutaka Steinsstaða, lóðar 1 og lóðar 2, samkvæmt gildandi gjaldskrá og reglum sveitarfélagsins um lóðarleigu og lóðaúthlutun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Mál síðast tekið fyrir á 110. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2024.

    Skagafjörður auglýsti eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði í október á síðasta ári og var ákveðið að ganga til samninga við björgunarsveitina Gretti á Hofsósi. Á fundinum voru lögð fyrir byggðarráð drög að samningi fyrir umsjónarmann með Málmey. Búið er að uppfæra samningsdrögin með innkomnum athugasemdum frá Náttúrustofu Norðurlands vestra, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða samningsdrögin með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. september 2024 frá Ólínu Björk Hjartardóttur fyrir hönd rekstraraðila við Aðalgötu á Sauðárkróki. Óskar hún eftir því að fá leyfi sveitarfélagsins til þess að loka Aðalgötunni þann 10. október 2024, milli kl. 20:00 og 22:00 vegna kvöldopnunar verslunar-, veitinga- og þjónustuaðila.

    Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir því að Aðalgatan verði lokuð frá horni Skólastígs og Skagfirðingabrautar að Villa Nova fimmtudaginn 10. október 2024 á milli kl. 20:00 og 22:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Ritað í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. september 2024 þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 185/2024, "Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029". Umsagnarfrestur er til og með 4.10.2024.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að setja saman drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 181/2024, "Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk". Umsagnarfrestur er til og með 01.10.2024.

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn:

    Almennt

    Fjármögnun og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks hafa verið í umræðunni í langan tíma. Ýmsir starfshópar hafa verið að störfum sem hafa skilað skýrslum. Nú síðast í febrúar 2024 kom fram skýrsla um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk. Ljóst er að síðasta samkomulag ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir til að ná betur utan um kostnaðarauka í málaflokknum dugar ekki til. Skagafjörður leggur áherslu á að leggja þarf til aukna fjármuni til málaflokksins umfram þá sem myndast við árlegan tekjuvöxt sveitarfélaga.

    Hætta úthlutun á grundvelli raunkostnaðar til hliðar við almenna úthlutun á grundvelli stuðingsþarfa

    Eins og fram kemur í drögum er lagt til að gerð verði breyting á núgildandi framkvæmd og nefndar tvær leiðir til að afnema undanþágu vegna veitingu framlaga á grunni raunkostnaðar þ.e. leið A og leið B.
    Tillaga A: gert er ráð fyrir því að ekki verði heimilt að greiða framlög vegna notenda, eldri en sjö ára, sem ekki hafa fengið samræmt mat stuðningsþarfa (SIS mat). Ef ekki liggur fyrir mat á stuðningsþörf notenda sem aldurs síns vegna hefur ekki getað fengið slíkt mat er heimilt að ákvarða útgjaldaþörf hans út frá raunkostnaði.
    Tillaga B: gert er ráð fyrir því að heimilt verði að greiða framlög vegna notenda eldri en sjö ára sem ekki hafa fengið samræmt mat stuðningsþarfa (SIS mat) en ber þá að miða stuðningsflokk þeirra við flokk 5.
    Skagafjörður tekur undir mikilvægi þess að afnema undanþágu vegna veitingu framlaga á grunni raunkosnaðar og mælir með tillögu A.
    Markmið laga nr. 38/2018 er að fatlað fólk skuli eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga, reynist þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustu eða þörf fyrir stuðningi meiri eða sérhæfðari en svo að henni sé fullnægt innan almennrar þjónustu, skal veita viðbótarþjónustu samkvæmt fyrrgreindum lögum. Lögin gera einnig ráð fyrir að við mat á stuðningsþörfum skuli stuðst við samræmdar aðferðir. Samræmt mat á stuðningsþörf er því mikilvægt til að gæta að jafnræði einstaklinga til þjónustu sem og til að gæta að jafnræði sveitarfélaga/þjónusvæða til fjármögnunar þjónustu. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður hafi haft forgöngu um samræmt mat á stuðningsþörf á landsvísu (SIS mat) Fram kemur í skýringum Ráðgjafar: greingarstöðvar sem annast framkvæmd matsins að markmið með matinu sé að nýta niðurstöður til úthlutunar fjármagns og er mikilvægur liður í gerð einstaklingsbundinna þjónustuáætlana sbr. lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samræmt mat stuðlar að því að auka lífsgæði og stuðlar að auknum mannréttindum.

    Viðmiðmiðunardagsetning fyrir samræmt mat á stuðningsþörfum verði 1. október ár hvert.

    Þegar viðmiðunardagsetning fyrir endanlegan útreikning framlaga er sett er mikilvægt að hafa í huga hvernig skipulag framkvæmdar matsins er í heimabyggð eftir að umsókn er samþykkt. Tilhögun í dag er sú að hvert landsvæði fær úthlutað tíma á ákveðnum tímabilum. Á þjónustusvæði Skagafjarðar nær það fram í september/október ár hvert, viðmiðunardagsetning í reglugerð kemur sér því illa í því samhengi.

    Viðbótarframlög felld út

    Ljóst er að framlögin voru tilkomin vegna verulegs íþyngjandi kostaðar umfram tekjur við yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaga. Íþyngjandi kostnaður er m.a. tilkominn vegna leiguskuldbindinga. Með því að fella framlögin út munu sveitarfélög ekki standa jafnfætis varðandi húsnæðiskostnað.

    Innviðaframlag skýrt nánar með verklagsreglum

    Jákvætt er að settar verði verklagsreglur um framkvæmdina. Mikilvægt er að geta brugðist við breytingum á skipan þjónustusvæða en gæta þarf einnig að uppbyggingu þjónustu í nærumhverfi innan þjónustusvæða þ.e. meta þjónustuuppbyggingu jafnhliða stærð svæða.

    Samandregið

    Skagafjörður leggur áherslu á framangreinda liði, ekki eru gerðar athugasemdir við aðrar breytingar í reglugerðardrögunum. Mikilvægt er að ný reglugerð komi í veg fyrir að það sé tvöfalt kerfi í gangi við mat á úthlutun. Með því að leggja aukna áherslu á samræmt mat á stuðningsþörf á landsvísu og telja matið til útgjaldaþarfar þjónustusvæða er meira gagnsæi í fjármögnun á milli þjónustusvæða, að því gefnu að innviðaframlag sé vel skilgreint með verklagsreglum sem taka mið af uppbyggingu þjónustu innan þjónustusvæða. Rétt er að geta þess að verulega íþyngjandi er fyrir fjármögnun NPA samninga að búið sé að fella ákvæði um 25% framlag ríkisins til gerðra samninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Lagður fram til kynningar samningur um styrkta ljósleiðaravæðingu í þéttbýli utan markaðssvæða. Sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Skagafjarðar þann 19. september 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 114 Lagt fram til kynningar minnisblað frá greiningarteymi þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 18. september 2024 um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028. Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 115

Málsnúmer 2409025FVakta málsnúmer

Fundargerð 115. fundar byggðarráðs frá 2. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Umsjónarmaður eignasjóðs hefur haft umsjón með viðhaldsvinnu sem er í gangi við A-álmu Árskóla. Hann hefur lagt til að ráðist verði í að klæða norðurstafn A álmu til að bregðast við leka sem orðið hefur vart í allra verstu votviðrum. Áætlað er að verkið kosti um eina og hálfa til tvær milljónir.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að ráðast í þessa framkvæmd og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka fyrir verkinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Sveitarfélaginu barst erindi frá Rannsóknarsetri HÍ á Norðurlandi vestra dagsett 20. september 2024. Starfssvæði rannsóknarsetursins er allt Norðurland vestra en hingað til hefur setrið eingöngu haft samstarfssamning við sveitarfélagið Skagaströnd. Í þessu erindi er því farið á leit við sveitarstjórnir annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að gera sambærilega samstarfssamninga.

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar 2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs."

    Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1947. Stofnskrá og reglugerð safnsins var samþykkt árið 1951. Þessi stofnskrá hefur aldrei verið uppfærð og vísar því í lög og stjórnskipulag sem ekki er lengur fyrir hendi. Nauðsynlegt þótti því að uppfæra stofnskrána enda ein af forsendum rekstrarleyfis safnsins.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs."

    Listasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1968/1969. Engin stofnskrá lá til grundvallar en í kringum 1979-1980 var því beint til sýslunefndar að skipa hóp til að vinna skipulagsskrá. Það virðist ekki hafa verið gert eins og kemur fram í grein Feykis frá 1986. Það er því orðið mjög brýnt að leggja fram samþykkta stofnskrá fyrir listasafnið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða stofnskrá Listasafns Skagfirðinga og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stofnskrá Listasafns Skagfirðinga, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Máli vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2025 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2024 kr. 46.147.
    Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 39.225 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 34.610 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 23.074 pr. sólarhring.
    Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhæðir greiðslna sem samsvarar 6% hækkun eins og félagsmála- og tómstundanefnd leggur þær upp í meðfylgjandi bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2025. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2025. Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu félagsmála- og tómstundanefndar sem samsvarar 10-16% hækkun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% úr 702 kr. í 728 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% en greiði ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Iðju Hæfingar við Sæmundarhlíð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2024 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnir til samráðs mál nr. 222, "Frumvarp til laga um námsgögn". Umsagnarfrestur er til og með 8.10. 2024.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að áformað sé að gera námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum gjaldfrjáls vegna náms barna að 18 ára aldri en bendir á að æskilegt væri að skilgreina betur hugtakið námsgögn og yfir hvers konar gögn og gæði það nær yfir. Nær það eingöngu yfir bækur eða gögn á stafrænu formi eða nær það einnig til t.d. spjaldtölva, íþróttafatnaðar eða hesta og efniskaupa vegna iðnnáms?
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Mál áður tekið fyrir á 114. fundi byggðarráðs.

    Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. september 2024 þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 185/2024, "Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029". Umsagnarfrestur er til og með 4.10.2024.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að gefinn sé kostur á að veita umsögn um Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029, í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar geta allir sem telja sig málið varða sent inn athugasemdir og ábendingar.

    Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir flest það sem kemur í áætluninni, m.a. hvað varðar framtíðarsýn og málaflokka, en bendir þó á að margar af þeim aðgerðum sem taldar eru upp eru nú þegar í vinnslu innan sveitarfélaga og/eða milli sveitarfélaga. Byggðarráð telur hins vegar að það væri verulega til bóta fyrir framfylgni sóknaráætlunar að fram komi skýrari eftirfylgni við mælikvarða, t.d. með skilgreiningu á ábyrgðaraðilum, leiðum að markmiðum og tímasetningum. Einnig mætti bæta við og/eða umorða mælikvarða málaflokkanna og má sem dæmi nefna „fjöldi lausra skrifborða í landshlutanum“ sem væri líklega betur orðað sem „fjöldi skrifborða sem leigð eru út í landshlutanum“. Ef farið er í viðbætur væri t.a.m. hægt að bæta við mælikvörðum eins og „fjölgun nýbyggðra íbúða í landshlutanum“ og „aðgengi að íþrótta- og félagsstarfi“ og „almenningssamgöngur sem koma betur til móts við þarfir landshlutans“ undir Góður staður til að búa á „fjöldi umsókna í rannsóknasjóði“ og „fjöldi og fjárhæðir styrkja úr rannsóknasjóðum“ og „fjöldi gistirýma á hótelum“ undir Aukin nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf.

    Byggðarráð telur að einnig mætti ígrunda að vera með mælanleg markmið í tölum eða prósentum, t.d. að menntunarstig íbúa hækki um X%, að opinberum störfum/opinberum stofnunum fjölgi um X% o.s.frv., sem og að sett yrði fram tíðni þeirra mælinga og hvernig árangurinn yrði birtur.

    Byggðarráð Skagafjarðar telur jákvætt að fram séu komin uppbyggileg drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem forsendur eru til að verði til að styrkja landshlutann til framtíðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. september 2024 þar sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 191/2024, "Áform um lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Umsagnarfrestur er til og með 7.10.2024.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fyrirhugað sé að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í heild sinni. Byggðarráð vekur þó athygli á að í mati á áhrifum fyrirhugaðrar lagasetningar kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á fjárhag sveitarfélaga, umfram það sem nú þegar leiðir af skyldum sveitarfélaga til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Staðreyndin er sú að sveitarfélög landsins greiða nú þegar milljarða króna árlega til málaflokksins umfram tekjustofna og framlaga frá ríkissjóði vegna hans og því afar brýnt að tryggja tafarlausa leiðréttingu á rekstri málaflokksins samhliða lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. september 2024 þar sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2024, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (nýsköpun, virðisaukaskattur o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 4.10.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu, dagsett 20. september sl., þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 9. október nk. klukkan 16. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 115 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur 20. september sl., þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna sem haldinn verður 9. október nk. kl. 11:30. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 116

Málsnúmer 2410008FVakta málsnúmer

Fundargerð 116. fundar byggðarráðs frá 8. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 116 Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar. Fulltrúar Golfklúbbs Skagafjarðar hafa óskað eftir fundi með byggðarráði til að ræða framtíðaruppbyggingu á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS). Á 98. fundi byggðarráðs þann 22. maí sl. voru kynntar hugmyndir um byggingu nýs golfskála sem mikilvægan lið í að efla félagsstarf GSS og ferðamennsku í Skagafirði. Á fundinum komu fram óskir um nánari upplýsingar varðandi kostnað og fjármögnun. Fulltrúar GSS eru nú tilbúin með útfærslu sem þeir kynntu fyrir byggðarráði. Byggðarráð þakkar fulltrúum GSS fyrir komuna. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 116 Í upphafi árs sendi þáverandi innviðaráðherra öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilkynnt var um að hann myndi ekki beita sér fyrir að frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga yrði afgreitt frá Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi, heldur yrði beðið með slíka heildarendurskoðun þar til óvissu vegna máls Reykjavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs yrði eytt. Hins vegar yrðu gaumgæfð tilefni til breytinga á núverandi regluverki sem myndu miða að því að styrkja skilvirka og markvissa framkvæmd úthlutunar í samræmi við lögbundið hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
    Þegar horft er til síðustu ára er ljóst að umsvif á sveitarstjórnarstiginu hafa aukist. Afkoma sveitarfélaganna hefur samt sem áður verið neikvæð um árabil og ljóst er að rekstur þeirra er ekki sjálfbær, heilt á litið.
    Sveitarfélögunum er þrengri stakkur sniðinn í öflun tekna en ríkinu, en helstu tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar og fasteignaskattar. Fasteignaskattar standa undir þónokkrum hluta tekna sveitarfélaganna, en skatthlutfallið er breytilegt á milli sveitarfélaganna hvað fasteignaskatta varðar.
    Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað. Þannig verða sveitarfélögin af hluta þeirra tekna sem ætlað er að jafna stöðu þeirra við það að lækka fasteignaskatta.
    Nær öll sveitarfélög landsins fá fasteignaframlag úr Jöfnunarsjóði. Einu undantekningarnar eru fáein sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk nokkurra fámennra hreppa. Í þeirra tilviki hafa lægri fasteignaskattar engin áhrif á aðra tekjustofna.
    Ljóst er að bregðast þarf við vandanum og leita sanngjarnra lausna.
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á innviðaráðherra að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).
    Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 116 Málið vísað frá 31. fundar fræðslunefndar þann 24. september sl., þannig bókað:

    "Lagðar voru fram rekstrartölur tónlistarskóla síðustu ára en þar kemur fram að tekjur hafa farið minnkandi á meðan nemendafjöldi hefur aukist. Sviðsstjóri fór yfir stöðu á skipulagningu kennslu í byrjun skólaárs en síðustu vikur hefur mikill tími sviðsstjóra og mannauðsstjóra, í fjarveru skólastjóra, farið í að kortleggja stöðuna, afla gagna, yfirfara stöðuheimildir, skipulag og rekstur starfseiningarinnar og funda með kennurum skólans. Sú vinna er langt komin og verður vonandi lagt lokahönd á hana í næstu viku með skólastjóra tónlistarskólans. Flestir nemendur hafa þegar hafið nám þetta skólaárið.
    Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að skipaður verði starfshópur til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa skólastjóra tónlistarskólans, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mannauðsstjóra, fulltrúa foreldra nemenda í tónlistarskólanum og fulltrúa tónlistarkennara í starfshóp til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla hópinn saman og æskilegt væri að hópurinn hefði lokið störfum fyrir lok febrúar 2025. Hópurinn skili afrakstri sínum annars vegar til fræðslunefndar og hins vegar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 116 Lögð fram afskriftarbeiðni fyrir 35 einstaklinga, dagsett 30. september 2024, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Heildarfjárhæð gjalda er 7.927.178 kr. með dráttarvöxtum.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að afskrifa kröfurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 116 Á árinu 2024 er útsvarshlutfall 14,97% eftir samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga frá 15.12.2023 um tekjustofna vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Tekin umræða um útsvarshlutfall ársins 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2025.



    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Útsvarshlutfall í Skagafirði 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 116 Máli vísað frá 12. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 3. október sl., þannig bókað:

    "Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss.
    Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.

    Jafnframt var auglýst til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, Hólfið er 15,85 ha að stærð.
    Umsóknarfrestur var til 30. september 2024.
    Þrír aðilar sóttu um að leigja land úr hólfi nr. 27. Rúnar Númason, Páll Birgir Óskarsson og Gunnar Eysteinsson.
    Einn aðili sótti um að leigja hólf nr. 24 og 25. Rúnar Númason.

    Fyrir liggur tillaga um ráðstöfun hólfa samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum.
    Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna málið áfram og endanlegri afgreiðslu leigusamninga vísað til byggðarráðs.
    Í hólf nr. 23 bárust 3 kauptilboð og er þeim vísað til afgreiðslu Eignasjóðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólf nr. 23.
    Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 116 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 197/2024, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008". Umsagnarfrestur er til og með 15.10.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 116. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 117

Málsnúmer 2410019FVakta málsnúmer

Fundargerð 117. fundar byggðarráðs frá 18. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Svavar Atli Birgisson sat fundinn undir þessum lið.

    Lögð fram til afgreiðslu uppfærð Brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Áætlunin heitir Brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar og er með tímastimpilinn 04-10-2024 15:46. Gildir hún til loka árs 2029. Markmið með áætluninni er að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, eignir og umhverfi með fullnægjandi eldvarnareftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða Brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Brunavarnaráætlun Skagafjarðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Mál áður á dagskrá 116. fundar byggðarráðs þann 8. október sl.

    Rúnar Páll Hreinsson sendi byggðarráði erindi dagsett 9. október 2024 þar sem hann fer þess á leit við byggðarráð að endurskoða ákvörðun sína að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólf nr. 23.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Byggðarráð samþykkir samhljóða að kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóvember 2024 verði eftirfarandi: Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóv 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar að fjárhæð 7.860 þkr. svo sem hér segir:
    Alþingiskosningar í nóvember 2024.
    Aukið fjármagn til viðhalds gatna á Sauðárkróki.
    Aukið fjármagn til snjómoksturs.
    Lækkun tekna í málaflokki 04 vegna breytingar á gjaldskrá leikskóla frá 1. október 2024 og breyting á afslætti til tekna í málaflokki 02.
    Aukning í launum á bókasafni vegna langtímaveikinda starfsmanns.
    Brottfelling kostnaðarþátttöku foreldra vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða.
    Kostnaður við HR monitor mannauðsmælingar.
    Aukið fé til frekari liðveislu á Sauðárkróki.
    Fé til viðgerða á ytra byrði A-álmu í Árskóla.

    Þessum gjöldum er mætt með aukningu útsvarstekna, fasteignaskatts og lóðaleigu miðað við fyrri áætlun og í samræmi við rauntölur, millifærslur á milli deilda innan áætlunar og lækkun handbærs fjár.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Undir þessum lið sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar í gegnum fjarfundarbúnað.

    Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2025-2028, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Lögð fram afskriftarbeiðni fyrir 5 einstaklinga, dagsettar 10. október 2024 og 16. október 2024, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Heildarfjárhæð gjalda er 900.507 kr. með dráttarvöxtum.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að afskrifa kröfurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá gatnagerðargjalda, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Máli vísað frá 32. fundi fræðslunefndar þann 15. október sl., þannig bókað:

    "Nefndin leggur til við byggðarráð að skoðun verði flýtt á kostum þess að stækka yngra stig Ársala og finna staðsetningu nýs leikskóla til lengri framtíðar þar sem ljóst er að núverandi fjöldi plássa er ekki nægur til framtíðar svo börn geti fengið leikskólapláss í fyrstu aðlögun eftir að þau verða 12 mánaða.
    Tillagan samþykkt samhljóða."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna málið áfram með fræðslunefnd, skipulagsnefnd, starfsmönnum fjölskyldusviðs og starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Máli vísað frá 27. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 10. október sl., þannig bókað:
    "Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Máli vísað frá 27. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 10. október sl., þannig bókað:
    "Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Máli vísað frá 27. fundi stvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 10. október sl., þannig bókað:
    "Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
    "Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

    Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Húss frítímans 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

    Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
    "Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2025 verði 654 kr. Vísað til byggðarráðs."

    Þetta er hækkun um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2025 í dagdvöl aldraðra verði 654 kr. og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Dagdvöl 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Málinu vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2025 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna þ.e. 80,4 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2025 verði 80,4% af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Málinu vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,7%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða 3,7% hækkun upphæðar niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Málinu vísað frá 32. fundi fræðslunefndar þann 15. október sl., þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
    Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá í Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá tónlistarskóla 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Málinu vísað frá 32. fundi fræðslunefndar þann 15. október sl., þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt.
    Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá leikskóla 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 209/2024, "Breyting á lögum um opinber fjármál (fjármálaáætlun ekki lögð fram á kosningaári)".

    Umsagnarfrestur er til og með 25.10.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 205/2024, "Breyting á kosningalögum".

    Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 210/2024, "Breyting á reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga".

    Umsagnarfrestur er til og með 24.10.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Óbyggðanefnd dagsettur 10. október 2024 þar sem tilkynnt er um að fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið.
    Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 1. október 2024. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning Skagafjarðar fyrir árið 2023 ásamt skýrslu endurskoðanda. Samkvæmt ársreikningnum hefði sveitarfélagið ekki uppfyllt þau lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum, væru þau virk. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nú þegar verði leitað leiða til þess að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar og hugað sé sérstaklega að því að fyrir árið 2026 verði lögfest lágmarksskilyrði uppfyllt.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Bréf til sveitarstjórnar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 117 Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu dagsett 3. október 2024 um þátttekendur í minningardegi um þau sem hafa látist í umferðinni. Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember 2024. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og tileinkaður minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum. Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðarráðs staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26

Málsnúmer 2409021FVakta málsnúmer

Fundargerð 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 26.september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26 Lögð fram stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26 Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26 Teknar fyrir umsóknir um rekstur Menningarhússins Miðgarðs sem auglýst var 12. september sl. Ein umsókn barst.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Völu Stefánsdóttur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26 Tekin fyrir beiðni frá Kristínu Einarsdóttur, héraðsbókaverði, um ýmsar fjárfestingar fyrir árið 2025.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með héraðsbókaverði.
    Nefndin jafnframt samþykkir samhljóða að farið verði í þjónustukönnun fyrir bókasafnið þar sem leitað er eftir viðhorfi íbúa til bókasafnsins m.a. vegna opnunartíma og þjónustuframboðs. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna þjónustukönnunina í samráði með héraðsbókaverði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26 Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26 Mál áður á dagskrá 25. fundar atvinnu-, menningar og kynningarnefndar.
    Lagðar fram aðsóknartölur fyrir árin 2022 og 2023 fyrir upplýsingamiðstöðvar í Skagafirði.

    Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
    Líkt og heimsóknartölurnar sýna er gríðarlegur munur milli þessara tveggja starfsstöðva hvað fjölda þeirra sem þjónustuna nota varðar.
    Fljótt á litið virðist því lítið samhengi milli kostnaðar sveitarfélagsins og hverju þær upphæðir skila á hvorum stað fyrir sig, en fjárframlag er margfalt hærra til starfsstöðvarinnar á Sauðárkróki en í Varmahlíð þvert á fjölda heimsókna.
    Samkvæmt fyrri umræðum leyfa samningar ekki að þetta hlutfall sé endurskoðað og hefur þess í stað verið reynt að brúa þetta bil með því að úthluta fleiri verkefnum til upplýsingamiðstöðvarinnar á Sauðárkróki en í Varmahlíð. Upplýsingar af þessu tagi, þ.e um hlutverk starfsfólks sem og önnur málefni sem varða ráðstöfun fjármuna, mættu gjarnan vera augljósari og aðgengilegri fyrir kjörna fulltrúa og íbúa sveitarfélagsins.
    Þarna endurspeglast mikilvægi þess að stjórnsýsla sé gagnsæ en í því samhengi eru ýmsar leiðir til, svo sem að vera með opið bókhald.


    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26 Lagður fram til kynningar póstur frá Markaðsstofu Norðurlands um Flugklasan-66. Í tölvupóstinum er að finna drög að tillögu um skipulag verkefnisins, framlag fyrirtækja til verkefnisins, erindi til ráðherra ásamt minnisblaði um starfsemina. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27

Málsnúmer 2410011FVakta málsnúmer

Fundargerð 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 10. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Ágústi Inga Ágústssyni, dagsett 25.9.2024, vegna útgáfu bókarinnar Saga körfuknattleiksdeildar Tindastóls 1964-1971. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 140.000 kr sem nýttur yrði til að greiða útselda vinnu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga við upplýsingaöflun fyrir bókina.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir samhljóða að veita ofangreindan styrk. Tekið af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27 Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 3.10.2024 þar sem hún óskar eftir fjármagni til deiliskipulagsvinnu fyrir Glaumbæ.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 27 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

8.Félagsmála- og tómstundanefnd - 26

Málsnúmer 2409019FVakta málsnúmer

Fundargerð 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 26. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram fyrir félagsmála- og tómstundanefnd til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lagður fram tölvupóstur dags. 17. september sl. þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 181/2024, "Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk". Í drögunum eru lagðar til breytingar á reglugerðinni sem eiga að bæta gæði, gagnsæi og jafnræði í úthlutun framlaga sjóðsins vegna málaflokksins. Umsagnarfrestur er til og með 01.10.2024. Byggðarráð skrifaði umsögn og bókaði á 114. fundi sínum þann 24. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lögð fram til kynningar 24. fundargerð fagráðs frá 16. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lagðar fram til kynningar fimm fundargerðir fagráðs Barnaverndarþjónstu Mið - Norðurlands nr. 52 til 56. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2024. Aðsókn fyrstu átta mánuði ársins hefur verið með ágætum. Aðsókn í laugina á Sauðárkróki hefur aukist á milli ára, aðsókn í sundlaugina í Varmahlíð er svipuð á milli ára en aðsókn í laugina á Hofsósi hefur minnkað. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 30. nóvember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Lögð fram beiðni um styrk vegna leikjanámskeiða barna í Varmahlíð sumarið 2024. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar umsókninni og samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð 150.000 kr. til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Varmahlíð og nágrenni. Nefndin óskar eftir því að forsvarsmenn Smára skili inn skýrslu vegna námskeiða þar sem fram kemur hvaða námskeið voru í boði og hver aðsóknin var. Nefndin felur frístundastjóra að óska eftir ofangreindum upplýsingum. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2025 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2024 kr. 46.147.
    Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 39.225 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 34.610 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 23.074 pr. sólarhring.
    Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2025. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2025. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% úr 702 kr. í 728 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 26 Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar á 17. fundi þann 11. mars sl. Lagður fram tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála dags. 17. september sl. þar sem lagðar eru fram niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

9.Félagsmála- og tómstundanefnd - 27

Málsnúmer 2410012FVakta málsnúmer

Fundargerð 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 14. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2025 verði 654 kr. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2025 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna þ.e. 80,4 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,7%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2025 í málaflokki 02 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2025 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2025 í málaflokki 06 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2025 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Frístundaakstur úr dreifbýli. Nefndin samþykkir samhljóða að bæta við ferð úr Varmahlíð og Hofsósi á Sauðárkrók, aðra leiðina, á þriðjudögum til prufu fram að áramótum. Áætlað er að fyrsta ferð sé 29. október nk. Ákvörðun um framhaldið verður tekin fyrir áramót og verður nýting og reynsla af þjónustunni höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku. Kostnaður verður tekinn af málaflokki 06890. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 27 Eitt mál tekið fyrir og fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

10.Fræðslunefnd - 31

Málsnúmer 2408024FVakta málsnúmer

Fundargerð 31. fundar fræðslunefndar frá 24. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 31 Lagður fram tölvupóstur dags. 16. ágúst 2024 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 156/2024, "Breyting á lögum um grunnskóla (námsmat)". Í drögum að frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um grunnskóla um aukna fjölbreytni matstækja sem standa grunnskólum til boða, gagnaöflun og nýtt fyrirkomulag skyldubundins samræmds námsmats. Umsagnarfrestur er til og með 01.10.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • 10.2 2409065 Menntaþing 2024
    Fræðslunefnd - 31 Tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneyti lagður fram til kynningar. Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til Menntaþings mánudaginn 30. september kl. 9:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Á þinginu verður rætt um stöðu menntakerfisins, yfirstandandi breytingar og næstu skref í menntaumbótum með kynningu á fyrirhugaðri 2. aðgerðaáætlun í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Niðurstöður samtalsins verða nýttar við endanlega mótun áætlunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 31 Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram fyrir fræðslunefnd til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 31 Uppfærð skóladagatöl leikskóla með skráningardögum lögð fram. Um er að ræða 20 skráningardaga í hverjum leikskóla og er eftir fremsta megni reynt að samræma skráningardaga við frídaga grunnskóla og klemmudaga, þ.e. þegar virkur dagur lendir á milli tveggja frídaga. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatöl samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 31 Við upphaf skólaársins 2024-2025 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 246 og hefur fjölgað um einn frá fyrra ári. Grunnskólabörn eru 556 talsins en voru 562 við upphaf síðasta skólaárs. Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur vegna Tónlistarskóla Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 31 GraphoGame lestrarleikur er nýtt smáforrit sem hjálpar börnum og fullorðnum að læra undirstöðurnar í lestri á íslensku. Í leiknum aðlagar forritið sig að lærdómsgetu hvers og eins og þjálfar viðkomandi í að þekkja stafi og hljóð, atkvæði o.fl. Leikurinn hentar vel börnum á aldrinum 4 til 9 ára, en einnig öllum sem eru að læra undirstöðurnar í íslensku. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra að eiga samtal við skólastjórnendur leik- og grunnskóla um tækifærin sem felast í notkun smáforritsins í skólastarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 31 Lagðar voru fram rekstrartölur tónlistarskóla síðustu ára en þar kemur fram að tekjur hafa farið minnkandi á meðan nemendafjöldi hefur aukist. Sviðsstjóri fór yfir stöðu á skipulagningu kennslu í byrjun skólaárs en síðustu vikur hefur mikill tími sviðsstjóra og mannauðsstjóra, í fjarveru skólastjóra, farið í að kortleggja stöðuna, afla gagna, yfirfara stöðuheimildir, skipulag og rekstur starfseiningarinnar og funda með kennurum skólans. Sú vinna er langt komin og verður vonandi lagt lokahönd á hana í næstu viku með skólastjóra tónlistarskólans. Flestir nemendur hafa þegar hafið nám þetta skólaárið.
    Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að skipaður verði starfshópur til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar.

    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: Samkvæmt upplýsingum frá kennurum tónlistarskóla Skagafjarðar er ljóst að ætlunin er að endurskipuleggja fyrirkomulag kennslunnar og skera niður fjölda kennslustunda hjá einhverjum kennurum. VG og óháð harma hvernig komið er fyrir tónlistarnámi í sveitarfélaginu og þá skerðingu sem stefnir í að verði á tónlistarkennslu í Skagafirði.

    Fulltrúar allra flokka óska að eftirfarandi sé bókað: Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um skerðingu eða breytingu á fjárheimildum til tónlistarskóla Skagafjarðar. Mikilvægt er að fara yfir rekstur skólans og komast að því hvers vegna umræða um skerðingu kemur upp meðal kennara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá 31. fundi fræðslunefndar, svohljóðandi:
    "Samkvæmt upplýsingum frá kennurum tónlistarskóla Skagafjarðar er ljóst að ætlunin er að endurskipuleggja fyrirkomulag kennslunnar og skera niður fjölda kennslustunda hjá einhverjum kennurum. VG og óháð harma hvernig komið er fyrir tónlistarnámi í sveitarfélaginu og þá skerðingu sem stefnir í að verði á tónlistarkennslu í Skagafirði."

    Fulltrúar allra flokka ítreka bókun frá fundi fræðslunefndar, svohljóðandi:
    "Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um skerðingu eða breytingu á fjárheimildum til tónlistarskóla Skagafjarðar. Mikilvægt er að fara yfir rekstur skólans og komast að því hvers vegna umræða um skerðingu kemur upp meðal kennara."
  • Fræðslunefnd - 31 Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.

11.Fræðslunefnd - 32

Málsnúmer 2410013FVakta málsnúmer

Fundargerð 32. fundar fræðslunefndar frá 15. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E. Einarsson, Gísli Sigurðsson, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs
  • Fræðslunefnd - 32 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2025 í málaflokki 04 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2025 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Sjálfsmatsskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla skólaárið 2023-2024 lagðar fram til kynningar. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá sjálfsmatsskýrslu Grunnskólans austan Vatna til kynningar á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
    Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt.
    Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Staða á undirbúningi 5 ára deildar í Varmahlíðarskóla lögð fram til kynningar. Starfsmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur undirbúið aðstöðuna, pantað inn leikföng, námsgögn og innanstokksmuni og kynnt sér áherslur í leikskólastarfi skólahópsbarna auk þess sem foreldrar voru boðaðir á fund í byrjun september. Lagt verður upp með að þetta sé leikskóladeild þar sem mikil áhersla verður lögð á frjálsan leik og útiveru. Gott samstarf hefur verið við Birkilund og koma skólahópsbörn vikulega í heimsókn í Varmahlíðarskóla og eru farin að þekkja starfsmenn ágætlega. Stefnt er að því að börnin verði alfarið komin í nýja deild í Varmahlíðarskóla þann 4. nóvember og mun starfsmaður leikskóla fylgja börnunum fyrstu tvo dagana. Það er mat starfsmanna skólahópsdeildar að undirbúningsvinna hafi gengið vel og er það von þeirra að framhaldið verði öllum farsælt.
    Fræðslunefnd leggur áherslu á að leiktæki verði sett upp við fyrsta tækifæri og leiksvæði betur af girt fyrir fyrsta dag barnanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Nýlega hefur verið gerður tveggja ára samningur um hádegisverð í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki að loknu útboði. Í mars lagði fræðslunefnd til að hafist yrði handa strax við að kostnaðarmeta framtíðarkosti fyrir hádegisverð leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Lagt var til að skoða möguleikann á því að elda matinn í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig Ársala. Nefndin felur nú sviðsstjóra að kanna samhliða því hvort aðrir húsakostir gætu verið hentugir til verksins.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Nefndin leggur til við byggðarráð að skoðun verði flýtt á kostum þess að stækka yngra stig Ársala og finna staðsetningu nýs leikskóla til lengri framtíðar þar sem ljóst er að núverandi fjöldi plássa er ekki nægur til framtíðar svo börn geti fengið leikskólapláss í fyrstu aðlögun eftir að þau verða 12 mánaða.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Sviðsstjóri fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um verkfallsboðun Kennarasambands Íslands sem ekki hefur verið tilkynnt sveitarfélaginu formlega. Fylgst verður vel með framgangi mála. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.

12.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11

Málsnúmer 2409012FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 19. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Umhirða skógarreits í Skógarhlíð í Silfrastaðaafrétt,vestan þjóðvegar 1. Reiturinn var stofnaður af Landgræðslunni (nú Land og skógur) og Akrahreppi 2010. Vegna ágangs sauðfjár liggja skógarplöntur nú undir skemmdum. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að taka að sér umsjón svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fór yfir uppgjör refa- og minnkaveiða 2024. Búið er að veiða 144 minka og 334 refi á veiðitímabilinu sem er heldur færra en verið hefur síðustu ár. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að kaupa fimm gildrur til minkaveiða samkvæmt umræðu á fundi með veiðimönnum s.l. vor. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Ársreikningur fjallskilanefndar Unadals fyrir árið 2023 lagður fram. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti drög að reglum um nýtt fyrirkomulag snjómokstrar á heimreiðum. Landbúnaðar- og innviðanefnd frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða að málið verði unnið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Kynnt voru drög að breytingum gjaldskrár og reglugerðar um SKV-hitaveitu frá 2013. Landbúnaðar- og innviðanefnd felur starfsmönnum Skagafjarðarveitna að vinna drögin áfram og leggja fram á næsta fundi.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skv. sátu fundinn undir þessum lið.
    Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi eftir þennan lið
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Farið var yfir fyrirkomulag gjaldskrár vegna dýrahræja. Afgreiðslu málsins frestað Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • 12.7 2409237 Urðun Sorps
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Lagt fram til kynningar yfirlit vegna sorpurðunar í Stekkjavík fyrstu sex mánuði ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11 Lagt fram fundarboð til 44. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands sem fram fer í Hofi á Akureyri 24. og 25. október nk. en Skagafjarðarhafnir eiga þar fimm fulltrúa auk þess sem velja skal jafnmarga varafulltrúa. Tilkynnt skal um kjör fulltrúa á þingið fyrir 15. október. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

13.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12

Málsnúmer 2409026FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Landbúnaðar- og innviðanefnd vinnur málið áfram samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varðandi magn og kostnað við það að sækja dýrahræ og urða þau. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Hjörvari Halldórssyni sviðstjóra veitu og framkvæmdasviðs er að vinna málið samkvæmt þeim umræðum sem fór fram á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • 13.2 2407163 Vegaskemmdir Unadal
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Málið var á dagskrá 9. fundar Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 22 ágúst sl. Bréf barst frá Erlingi fjallskilastjóra í Unadal dagsett 21. ágúst sl. sem upplýsir um stöðu vegar inn á Unadalsafrétt. Lækir hafa grafið veginn í sundur og er hann ófær bílum. Áin er víða farin úr farvegi á milli Selhóla og Miðhóla og hefur valdið töluvert miklum skemmdum á vegslóða og landi. Einnig hafa lækirnir úr þverdölunum grafið sig niður í farvegina og er orðið illfært yfir þá. Áætlað er að viðgerð á vegslóðanum kosti um eina milljón króna.

    Í ljós hefur komið að viðgerðin var helmingi dýrari en áætlun gerði ráð fyrir. Liggja nú þegar fyrir reikningar upp á fjárhæð um 2 milljónir.
    Fyrir liggur ákvörðun stjórnar Veiðifélags Unadalsár um kostnaðarþátttöku 720.720 kr. og fyrri ákvörðun Landbúnaðar- og innviðanefndar um að greiða 500.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss.
    Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.

    Jafnframt var auglýst til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, Hólfið er 15,85 ha að stærð.
    Umsóknarfrestur var til 30. september 2024.
    Þrír aðilar sóttu um að leigja land úr hólfi nr. 27. Rúnar Númason, Páll Birgir Óskarsson og Gunnar Eysteinsson.
    Einn aðili sótti um að leigja hólf nr. 24 og 25. Rúnar Númason.

    Fyrir liggur tillaga um ráðstöfun hólfa samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum.
    Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna málið áfram og endanlegri afgreiðslu leigusamninga vísað til byggðarráðs.
    Í hólf nr. 23 bárust 3 kauptilboð og er þeim vísað til afgreiðslu Eignasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Framhald á umræðu um breytingar á gjaldskrá og reglugerð um SKV-hitaveitu frá 2013.
    Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Bréf frá Vegagerðinni lagt fram til kynningar þar sem fram kemur að í Skagafirði sé fyrirhugað að fella niður tvo vegi af vegaskrá: Víðilundsvegur nr. 7836 -01 og Haganesvegur nr. 7878-01. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

14.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13

Málsnúmer 2410016FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 17. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Til fundar Landbúnaðar og innviðanefndar komu fulltrúar frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar Guðrún Lárusdóttir, Guðrún Kristín Eiríksdóttir og Þórdís Halldórsdóttir sem sat fundinn í fjarfundabúnaði. Farið var yfir upplýsingar sem liggja fyrir frá þjónustuaðila um safnað magn dýrahræja. Fyrir liggur að tap er á málaflokknum, en einnig að verið er að safna dýraúrgangi sem ekki er tekið gjald fyrir s.s. sláturúrgangi, gæsum og fiskúrgangi. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að tekið verði fyrir með öllu að úrgangi sem ekki er tekið gjald fyrir sé safnað á kostnað þeirra búgreina sem greiða fyrir þjónustuna. Jafnframt er samþykkt að fækka ferðum þannig að frá maí til ágúst verði farið vikulega en á tveggja vikna fresti aðra mánuði ársins. Fyrir liggur jafnframt að gjaldskrá Norðurár vegna urðunar dýrahræja hækkar um 15% frá 1. janúar 2025. Með hliðsjón af þessu samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að gjaldskrá 2025 verði sem hér segir:
    Sauðfé 165 kr. á grip.
    Mjólkurkýr 1080 kr. á grip.
    Geldneyti og nautkálfar 550 kr. á grip.
    Hross 500 kr. á grip.
    Grísir 500 kr. á grip.
    Hænsn 10 kr. á stk.
    Gjaldskránni er vísað til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 19. september 2024 og var samþykkt að vinna málið áfram. Núverandi reglur kveða á um að sveitarfélagið greiði fyrir tvo snjómokstra á vetri. Málið rætt í nefndinni, þar á meðal að þrengja skilyrði fyrir mokstri verulega. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Mál um skógrækt í Skógarhlíð í Silfrastaðarsfrétti var tekið fyrir á fundi Landbúnaðar og innviðanefndar þann 19 september sl.
    Þá var bókað eftirfarandi : Umhirða skógarreits í Skógarhlíð í Silfrastaðaafrétt,vestan þjóðvegar 1. Reiturinn var stofnaður af Landgræðslunni (nú Land og skógur) og Akrahreppi 2010. Vegna ágangs sauðfjár liggja skógarplöntur nú undir skemmdum. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að taka að sér umsjón svæðisins.
    Eftir nánari skoðun á gögnum málsins kom í ljós að skógræktarlandið sem um ræðir er innan þjóðlendu og því í eigu íslenska ríkisins. Sé litið til laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta og reglugerðar um meðferð og nýtingu þjóðlendna nr. 630/2023, ber að leita umsagna forsætisráðuneytis um hagnýtingu þjóðlendna.
    Með hliðsjón af þessu og að ekki liggja fyrir neinir samningar frá fyrri tíð um þennan reit, samþykkir landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að vísa málinu frá á grundvelli þess að það er ekki á forræði sveitarfélagsins að úthluta eignum ríkisins eða semja um hagnýtingu þeirra. Áhugasömum aðilum um þennan skógarreit er því bent á forsætisráðuneytið og Land- og skóg en sú stofnun hefur nú tekið við starfsemi Landgræðslunnar sem upphaflega tók þátt í verkefninu.
    Kári Gunnarsson vék af fundi eftir þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Lögð fram, til fyrri umræðu, drög að fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir alla málaflokka Veitu- og framkvæmdasviðs. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2025 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs, mál nr. 179/2024 "Áform um breytingu á lögum um siglingavernd (áhættumat hafnaraðstöðu)" Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Kynnt var uppfærð gjaldskrá Norðurár bs. fyrir sorphirðu og sorpeyðingu sem tekur gildi 1. janúar 2025. Hækkanir á urðunargjöldum eru 10-25%, breytilegt eftir flokkum. Markmiðið með mismunandi hækkunum er að draga enn frekar úr urðun úrgangsefna sem hægt væri að endurvinna. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Kynntur árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa sem verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember 2024. Landbúnaðar- og innviðanefnd hvetur til þátttöku í minningarstundum sem haldnar verða víða um land á vegum Slysavarnarfélaga Landsbjargar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13 Kynntar fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2024 Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

15.Skipulagsnefnd - 58

Málsnúmer 2409016FVakta málsnúmer

Fundargerð 58. fundar skipulagsnefndar frá 18. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 58 Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni dags. 17.09. 2024 þar sem afturkölluð er fyrri umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu sjóvarnar á Hofsósi dags. 01.08. síðastliðinn. Skipulagsnefnd skilur framangreinda afturköllun svo að hún feli í sér ósk um að sveitarstjórn afturkalli ákvörðun Byggðarráðs dags. 15.08. 2024 um að veita umrætt framkvæmdaleyfi, en Byggðarráð sinnti þá verkefnum sveitarstjórnar í sumarfríi hennar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við Sveitarstjórn að afturkalla þá ákvörðun Byggðarráðs. Ástæða afturköllunar er breytt tillaga að aðkomuleið að framkvæmdarsvæðinu; Í stað þess að efnisflutningar til framkvæmdarsvæðis verði norður og niður Suðurbraut í átt að hafnarsvæði er ráðgert að aka efni um Norðurbraut og Hafnarbraut í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og grjóti í brimvarnargarði endurraðað.

    Fyrir liggur einnig bréf Vegagerðarinnar dags. 17.09. 2024 þar sem Vegagerðin sækir með endurbættri umsókn um framkvæmdarleyfi skv. 13. gr. l. 123/2010, sbr. reglugerð nr. 772/2012 fyrir sömu framkvæmd. Sú framkvæmd sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Kort og teikningar, merkt B-10389-95, eru fylgiskjal 1 með umsókninni. Framangreind gögn lýsa framkvæmdinni og efnisflutningaleið að henni.
    Fram kemur í áðurgreindri umsókn að fornleifaskráning hafi farið fram á svæðinu og að Vegagerðin hafi haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra og að aðkoma að framkvæmdasvæði liggi ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Jafnframt kemur fram í beiðninni að aðkoma að sjóvörninni sé um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf sé utan þess svæðis. Framkvæmdin sé því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana og að áætlað sé að framkvæmdir hefjist haustið 2024 og verði lokið 15. júní 2025.

    Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi, sbr. gr. 5.9.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 17.09.2024 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu i kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmd stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð.
    Bókun fundar Málið var tekið fyrir með afbrigðum á 30. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18. september 2024.

16.Skipulagsnefnd - 59

Málsnúmer 2409015FVakta málsnúmer

Fundargerð 59. fundar skipulagsnefndar frá 19. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 59 Farið yfir innsendar umsagnir við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir “Staðarbjargarvík, Hofsósi, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 22.05.2024- 06.07.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 210/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/210.
    Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi “Staðarbjargarvík, Hofsósi, Skagafirði“ og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 59 Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að halda opna vinnustofu fimmtudaginn 24. október næstkomandi vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulag vegna Athafnarsvæðis á Sauðárkróki AT-403 sem nú er í vinnslu.

    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi tillögu:
    "Við gerð deiluskipulags athafnasvæði - Sauðárkrókur - AT-403 mun sveitarstjórn nýta sér 8. grein um vilyrði í reglum sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverslun á umræddu athafnasvæði. Í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða segir m.a.: “Sveitarstjórn er í sérstökum tilvikum, ef málefnaleg rök eru til þess, heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum/svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum". Sú lóð verður með ívilnunum þar sem felld verða niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Fordæmi eru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.

    Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglanna ef málefnaleg rök mæla með því.
    Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi það minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg, eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Að íbúar leiti annað til eftir þjónustu lágvöruverslunar leiðir til þess að önnur viðskipti og fjármagn flæðir úr samfélaginu. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágrannahéraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs.

    Deiliskipulag á að taka hliðsjón af þörfum samfélagsins til framtíðar og leitast við að laða að sér þá þjónustu og starfsemi sem samfélagið kallar eftir og gerir aðdráttarafl þess til búsetu enn meira. Í heildina stuðlar lágvöruverslun í byggðakjörnum að betri þjónustu fyrir íbúa, sterkari staðbundnum efnahag og aukinni sjálfbærni samfélagsins."

    Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum framkomna tillögu og vísar henni til umfjöllunar sveitarstjórnar.

    Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar um að halda opna vinnustofu fimmtudaginn 24. október næstkomandi vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulag vegna Athafnarsvæðis á Sauðárkróki AT-403 staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

    Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur, VG og óháðum, til liðarins, Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 59 Lögð fram skipulagslýsing fyrir “Hofsós, Skólagata og Túngata". Fyrirhugað skipulagssvæði er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan. Innan svæðisins eru 3 fasteignir. Megin markmið skipulagsins eru m.a. að: skilgreina lóðir, byggingarreiti auk lóðarskilmála. Lögð verður áhersla á að skapa vistlegt og fallegt miðbæjarumhverfi. Aðkomuleiðir, bílastæði og gönguleiðir og tengingar innan svæðis.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 59 Hermann Þórisson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ármúla L145983, sækir um breytingu á gildandi deiluskipulagi fyrir jörðina. Sú breyting sem óskuð er eftir er að fá að hækka annað húsið úr 4 metrum upp í 6 metra frá gólfi í mæni. Einnig að fá að hækka fermetra fjöldann úr 50 m2 upp í 65 m2. Fyrirhugað er að breyta notkun annars húsins úr ferðaþjónustu yfir í íbúðarhús.
    Erindið undirrita einnig aðliggjandi lóðarhafi og jarðareigendur þar sem fram kemur að þau geri ekki athugasemd við umbeðnar deiliskipulagsbreytingar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að um svo óverulegar breytingar á deiliskipulagi séu að ræða þar sem tillagan víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt að umsækjanda verði heimilað að skila inn uppfærðum deiliskipulagsgögnum sem sveitarstjórn geti sent Skipulagsstofnun sbr. 2 mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ármúli L145983 - Deiliskipulag - Fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 59 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 11. september síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Þórunnar Eyjólfsdóttur. Umsókn um leyfi til að byggja einbýlishús sem á lóðinni Kvíholt, L237076.

    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 0624, númer 01, 02, 03 og 04, dagsettir 08.08.2024.
    Á byggingarreit er samþykki fyrir um 100 m2 íbúðarhúsi - Húsið sem sótt eru um er 108,8 m2 að grunnfleti.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að byggingarmagn verði aukið um 8,8 m2 á umræddum byggingarreit.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 59 Skipulagsfulltrúi kynnir þær þrjár mögulegar staðsetingar fyrir rafhleðslustöðvar Orku náttúrunnar í Skagafirði.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 59 Kaupfélag Skagfirðinga, Rarik ohf. og Instavolt ehf. óska eftir að fá að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Ártorgs 1 á Sauðárkróki til að hægt sé að stofna lóð fyrir spennustöð og henni úthlutað til Rarik ohf. vegna fyrirhugaðrar uppsetingar hraðhleðslustöðva á vegum Instavolt ehf. á lóðinni.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjenda.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ártorg 1 - Fyrirspurn - Rafhleðslustöð - Deiliskipulagsbreyting, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 59 Stefán Agnar Gunnarsson og Þórhildur Sverrisdóttir lóðarhafar Iðutúns 4 á Sauðárkróki óska eftir heimild til að breikka innkeyrsluna að lóðinni.
    Sótt er um 3,5 metra breikkun til suðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgir afstöðumynd sbr. aðaluppdrátt sem samþykktur var af byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 11.07.2017 auk loftmyndar sem gerir grein fyrir erindinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið. Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 59 Ásbjörn Óttarsson sækir um leyfi til framkvæmda utan lóðar við Iðutún 17, steypa stétt 2 metra til norðurs og 19 metra til austurs á opnu útivistarsvæði sveitarfélagsins. Umsóknaraðili telur að framkvæmd þessa nauðsynlega svo hægt sé að ganga snyrtilega frá við húsið að norðanverðu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 59 Húnabyggð óskar eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
    Blöndulína, nr. 1028/2024: Lýsing (Breyting á aðalskipulagi).
    Kynningartími er frá 27.8.2024 til 20.9.2024. Sjá nánari upplýsingar á Skipulagsgáttinni á eftirfarandi vefslóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1028.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 59 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 47 þann 12.09.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

17.Skipulagsnefnd - 60

Málsnúmer 2410001FVakta málsnúmer

Fundargerð 60. fundar skipulagsnefndar frá 3. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 60 Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd ráðherra þar sem sótt er um stofnun þjóðlendu, Hofsjökull, norður (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar).

    Eftirfarandi kemur m.a. fram í umsókn:
    Landsvæði það sem óskast stofnað sem þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19. júní 2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
    Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.

    Fyrirsvarsmaður:
    Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
    Skýring og fyrirvarar:
    Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Hofsjökull, norður er þjóðlenda (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar).
    í úrskurði óbyggðanefndar segir m.a.: "Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir, þ.e. Hofsjökull, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998: Jaðri Hofsjökuls er fylgt umhverfis jökulinn. Miðað er við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll."
    Vegna skiptingar Hofsjökuls, eftir sveitarfélagamörkum á jöklinum hefur verið settur saman texti sem lýsir afmörkun jökulsins innan Skagafjarðar.

    Hofsjökull skiptist í fimm fasteignir vegna sveitarfélagamarka á jöklinum. Afmörkun Hofsjökuls, innan Skagafjarðar er því svohljóðandi:

    Frá jökuljaðri Hofsjökuls á móts við Klakk er upphafspunktur (sk1), þaðan er dregin 15,65 km löng lína inn á jökulinn til suðvesturs í punkt (sk2) sem er 0,28km suðvestan við (1722m) hæðarpunkt á jöklinum. Frá punkti (sk2) er dregin 3,84 km löng lína til norðvesturs í punkt (sk2a) og þaðan til til norðvesturs um 10,1 km línu að punkti (sk2b). Úrpunkti (sk2b) er 0,52km lína að punkti (sk3) viðjökuljaðar þar sem hann er á móts við Sátu í 5,25km fjarlægð til norðvesturs. Milli punkta (sk3) og (sk1) ræðurjökuljaðar.
    Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.

    Fylgiskjöl með umsókn:
    Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19. júní 2009.

    Landspildublað (uppdráttur í mælikvarða 1:250.000 í blaðstærðinni A3 stimplaður og áritaður af umsækjanda) sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar, Hofsjökull, norður (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar) Uppdráttur Landforms ehf. Austurvegi 6 Selfossi. Uppdráttur í verki nr. 206-027, dags. 16.09.2024.

    Kort nr. SV07A-HJ-SK.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 60 Á fundi Skipulagsnefnd 13.6.2024 var tekið fyrir erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd ráðherra þar sem sótt er um stofnun þjóðlendu - Fjöllin (vestur) - Þjóðlenda, austurhluti Hofsafréttar.
    Á fundinum var eftirfarandi bókað:

    "Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu."

    Á fundi skipulagsnefndar í dag, 3. október 2024 er tekin aftur til umfjöllunar umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár.

    Landsvæði það sem óskast stofnað sem þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.

    Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.

    Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

    Skýring og fyrirvarar:

    Upphafspunktur (f1) er þar sem Geldingsá rennur í Austari-Jökulsá.
    Þaðan er Geldingsá og síðan syðri upptakakvísl árinnar fylgt að skurðpunkti við sveitarfélagamörk Skagafjarðar og Eyjafjarðarsveitar (f2), þ.e. punkti nr. 4 á kröfulínu vegna Nýjabæjar. Þaðan til suðurs við Laugakvísl í stefnu á ónefndan 783 m háan hnjúk (f3). Frá Laugakvísl á 783 m háa hnjúkinn (f4).
    Þaðan er tekin stefna í suður í Hnjúkskvísl (f5) og henni fylgt til suðurs að ármótum Hnjúkskvíslar og Jökulkvíslar (f6). Jökulkvísl fylgt að upptökum í Hofsjökli (f7). Þaðan liggja merkin með jaðri Hofsjökuls þar til komið er að upptökum Austari-Jökulsár (f8).
    Austari-Jökulsá er síðan fylgt að þeim stað þar sem Geldingsá fellur í hana (fj1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.

    Fylgiskjöl með umsókn:

    Útdráttur úr úrskurði Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009.

    Landspildublað (uppdráttur í mælikvarða 1:250.000 í blaðstærðinni A3 stimplaður og áritaður af umsækjanda) sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar, Fjöllin (vestur) (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar) Uppdráttur Landforms ehf. Austurvegi 6 Selfossi. Uppdráttur í verki nr. 206-027, dags. 22.05.2024. Kort nr. SV07A-FJO.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 60 Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir um lóðir/svæði austan við Aðalgötu 16 b og Aðalgötu 20 b skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki nr. 30370100 sem gerður var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Kaupfélag Skagfirðinga sér fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum, í dag eru 28 herbergi í Aðalgötu 16b en ætlunin er að fjölga þeim í a.m.k. 50 herbergi til að reka hótel á ársgrunni.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir fundi með Kaupfélagi Skagfirðinga vegna málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 60 Fyrir liggur tölvupóstur eigenda Þrastarstaða dags. 25.09. 2024 (umsækjendur byggingarleyfis sem upphaflega var samþykkt af byggingarfulltrúa 29.10. 2019 og sem sótt hefur verið um endurnýjun á) þar sem þau óska eftir því að „að byggingarleyfi vegna íbúðarhúss á Þrastarstöðum verði skoðað aftur samkvæmt nýjum gögnum frá veðurstofunni sem ykkur á að hafa borist“. Einnig liggur fyrir tölvupóstur sem barst frá sömu aðilum hinn 26.09. 2024 sem sýnir uppdrátt sem skipulagsfulltrúi segir að hafi borist eftir að hún óskaði eftir því að umsækjendur sýni hvernig þau sjái fyrir sér hvernig skerða mætti byggingarreit þannig að hann nái ekki inná hættusvæði A skv. fyrirliggjandi hættumati Veðurstofu Íslands frá 05.07. 2024 (ranglega dags. 07.06. 2024), sbr. endurskoðun dags. 18.09. 2024.

    Rétt þykir að sveitarstjórn leiti álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 á því hvort óska beri eftir frekara mati en nú liggur fyrir skv. framansögðu, áður en framkvæmdaleyfi verður útgefið. Skuli Skipulagsstofnun upplýst um það skilyrði/forsendu fyrir veitingu leyfis, verði það veitt, að byggingarreitur verði skertur skv. hnitsettri afmörkun sem skipulagsfulltrúa er falið að fá frá umsækjendum.

    Fram fór umræða um hver málefnaleg rök geti legið til grundvallar afgreiðslu málsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leita álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 áður en framkvæmdaleyfi verður tekið til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfis, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 60 Berglind Rós Magnúsdóttir lóðarhafi Hrauns I lóð L220466 óskar eftir nafnbreytingu á sumarbústaðalandinu, ásamt frístundahúsi sem byggt er árið 1987 og á landinu stendur. Fasteignanúmer eignar F2144019.
    Óskað er eftir því að nýtt nafn verði Hraunahraun, Hraunahraun er í fleirtölu rétt eins og hraun.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 60 Hildur Bjarnadóttir sækir um fyrir hönd landeigenda Hjalla L146299 Flugumýri kúabú ehf. um að stofnuð verði ný lóð samanber merkjalýsingu.
    Landið er í dag ca. 240 ha og verður eftir breytingu 222 ha., nýja landið verður 18 ha og engin réttindi eða hlunnindi fylgja nýja skikanum.
    Óskað er eftir því að nýja landið muni heita Hornskarpur sem er vísun í örnefni á svæðinu. Kvöð verður um akstur frá L146299 sem aðkomu að nýja skikanum.
    Landskipti þessi samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
    Jafnframt er óskað eftir stofnun 22.400 m² bygginarreits fyrir 250 m² frístundarhús.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti, að landið fái heitið Hornskarpur og að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hjalli L146299 - Umsókn um landskipti og stofnun bygginarreits - Hornskarpur, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 60 Málið áður á dagskrá á 59. fundi skipulagsnefndar þann 19.09.2024 og þá bókað:
    “Ásbjörn Óttarsson sækir um leyfi til framkvæmda utan lóðar við Iðutún 17, steypa stétt 2 metra til norðurs og 19 metra til austurs á opnu útivistarsvæði sveitarfélagsins. Umsóknaraðili telur að framkvæmd þessa nauðsynlega svo hægt sé að ganga snyrtilega frá við húsið að norðanverðu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu."

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óskað verði eftir framkvæmdarleyfi vegna málsins þar sem framkvæmdin er útfærð nánar og felur skipulagsfulltrúa að gera drög að skilmálum sem gilda myndu um umrætt framkvæmdarsvæði verði leyfi veitt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 60 Róbert Óttarsson óskar eftir fyrir hönd lóðarhafa Ljónagryfjunnar ehf. að gerð verði breyting á lóðarblaði og lóðarleigusamningi fyrir lóð 70 við Sauðárhlíð L144009 þar sem veitingahúsið Sauðá stendur. Óskað er eftir að afnema innakstursbann inn á planið við veitingarhúsið.

    Frá því að reksturinn byrjaði hefur orðið þróun í nærumhverfinu sem breytir ýmsu varðandi fyrstu hugmyndir á veitingarstaðnum t.d. stór bættar aðstæður og flottar framkvæmdir sveitarfélagsins í Litla-Skógi.
    Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt þeim drögum var gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á planið og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-Skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.

    Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá:
    Sæmundarhlíð er stofngata sem tengir Hlíðarhverfi við neðri hluta Sauðárkróks og um leið er hún megin tenging við skólahverfi bæjarins. Ljóst er að umferðarþungi gangandi og hjólandi vegfarenda, ásamt bílaumferð er mikill um Sæmundarhlíðina, sérstaklega á álagstímum.
    Á íbúafundi sem haldin var 30. apríl 2024 í tengslum við deiliskipulagsvinnu sem átti sér stað fyrir Tjaldsvæði í Sauðárgili, komu áhyggjur íbúa í ljós varðandi innakstur á lóð Sauðá og tengingu þess við nýja aðkomu að Litla-Skógi.
    Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Litla-Skógi að undanförnu og mun það auka aðsókn að svæðinu. Aðkoma viðbragðsaðila að skóginum er nú þegar verulega ábótavant þar sem eina aðkoman í dag er um lóð heimavistar Fjölbrautaskólans.
    Á þeim tíma sem veitingastaðurinn Sauðá hefur starfað hafa dæmin sýnt að bílaumferð mun ávallt fylgja staðnum. Notkun bílastæða og útskota við nálægar skólabyggingar og önnur mannvirki skapa hættulegar aðstæður þegar vegfarendur úr bílum ganga þvert yfir götu Sæmundarhlíðar. Umferð þessari þarf að stýra með það að markmiði að draga úr líkum á slysum.
    Ég ljósi þessa hér á undan legg ég til að farið verði í deiliskipulagsvinnu með heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá í huga.

    Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.

    Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Veitingahúsið Sauðá - Lóðarmál, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 60 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir skipulags- og byggingarsvið fyrir 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 60 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 48 þann 20.09.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 60 Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu að opnum fundi þann 1. október síðastliðinn fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiðið að fræða um vottanir bygginga og þá grænu hvata sem í boði eru.

    Fundurinn er hluti að tveimur aðgerðum 5.2.6 Fræðsla til sveitarfélaga um vottanir og 6.2 Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð sem finna má í vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem gefinn var út af Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

18.Skipulagsnefnd - 61

Málsnúmer 2410018FVakta málsnúmer

Fundargerð 61. fundar skipulagsnefndar frá 16. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 61 Gunnar Ingi og Arnar Logi Valdimarssynir, þinglýstir eigendur jarðanna Fremri-Kots L146289 og Ytra-Kots L146311 í Norðurárdal óska eftir að fá inn smávirkjun í aðalskipulag Skagafjarðar sem nú er í vinnslu. Um er að ræða vatnsaflsvirkjun með allt að 400 KW uppsettu afli í landi Ytri-Kota L146311.
    Árið 2022 var óskað eftir sömu breytingu hjá Akrahreppi sem nú hefur sameinast sveitarfélaginu Skagafirði.
    Meðfylgjandi þau gögn sem lögð voru fram á fundi hreppsnefndar Akrahrepps.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bæta inn smávirkjun í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 61 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Neðri-Ás 2 í Hjaltadal, land 3 og 4" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 30.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 880/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/880/.
    Alls bárust 10 umsagnir og gefa nokkar þeirra tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 61 Þann 04.04.2024 tók skipulagsnefnd fyrir umsókn lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 um heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins. Sá fundur hefur átt sér stað og í framhaldinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, dags. 10.10.2024, uppdráttur nr. DS01, verknúmer 5629301 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Breytingar á uppdrætti eru að byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 er stækkaður til vesturs um 387 m2. Málsetningum bætt við og skilmálum um stærð byggingarreits breytt úr 9.486 m2 í 9.873 m2. Þá er grunnflötur bygginga sýndur eins og hann er í dag.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir greiningu á sjónsviði og umferðaröryggi við gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar norðvestan við Mjólkursamlagsreitinn með tilliti til stækkun byggingarreits Skagfirðingabrautar 51 til vesturs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 61 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. dags. 10. október síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Sigurðar Óla Ólafssonar fyrir hönd Valgeirs S. Þorvaldsson um leyfi til að endurbæta mhl. 01 sem er íbúðarhús, auk þess að breyta notkun mhl. 02 og 03 á lóðinni Skólagata Lindarbrekka, L146726. Sótt er um að breyta notkun matshluta 02 og 03 sem í dag eru skráðir geymsla og hænsnahús í íbúðarrými.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 79004401, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 27.09.2024, gera grein fyrir erindinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd varðandi umbeðna breytta notkun mhl. 02 og 03 þar sem hún samræmist aðalskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 61 Málið áður á dagskrá 30. fundar sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.09.2024 og þá bókað:
    "Vísað frá 57. fundi skipulagsnefndar frá 5. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
    “Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. ágúst síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Hólmfríðar S R Jónsdóttur og Gísla Heiðars Jóhannssonar. Umsókn um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni númer 16 við Birkimel í Varmahlíð. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24141, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 05.08.2024. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umbeðna framkvæmd fyrir lóðarhöfum Birkimels 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga."

    Þann 01.10.2024 bárust skipulagsfulltrúa yfirlýsingar eigenda fasteigna á lóðum Birkimels nr. 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 61 Jóhannes H. Ríkharðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Brúnastaða L146789, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 173,4 m² byggingarreit á jörðinni fyrir gripahús, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 25.09.2024 með síðari breytingum dags. 3.10. 2024.

    Um er að ræða byggingarreit fyrir gripahús fyrir sauðfé, geitur og kálfa. Hámarksbyggingarmagn verður 173,4 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5,84 m.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum.
    Notast verður við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
    Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.
    Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Brúnastaðir í Fljótum L146789 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 61 Snæbjörn Hólm Guðmundsson, og f.h. Bletts ehf., þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafgrímsstaðir, landnr.146169, óska eftir að stofna 11.332 m² spildu úr landi jarðarinnar sem "Hafgrímsstaðir 2", skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77650000 útg. 08.okt. 2024 og merkjalýsingu dags. 08.10.2024. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Óskað er eftir því að útskipt land verði skráð sem Annað land (80).
    Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ræktað land innan útskiptrar spildu nemur 618 m². Landheiti útskiptrar spildu vísar í upprunajörð og er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
    Innan útskiptrar spildu stendur 161,7 m² einbýlishús, byggt árið 1 959, matshluti 03, auk matshluta 02 sem er jarðhiti á jörðinni Hafgrímsstaðir, L146169.
    Matshlutar þessir fylgja landskiptum. Engin önnur hlunnindi fylgja landskiptum.
    Lögbýlisréttur fylgir áfram Hafgrímsstöðum, landnr.146169.
    Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarveg á landi Hafgrímsstaða, L146169, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd. Einnig er kvöð um yfirferðarrétt yfir land útskiptrar spildu eins og sýnt er á afstöðumynd.
    Málsnúmer í landeignaskrá er M001121.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 61 Bjarni Egilsson og Egill Þórir Bjarnason þinglýstir eigendur Hvalness á Skaga, Skagafirði L145892, óska eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á jörðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7556-0200, dags. 30. september 2024.

    Um er að ræða byggingarreit fyrir stálgrindarhús á steyptum undirstöðum, þar sem útbúin verður sauðburðaraðstaða. Húsið verður klætt yleiningum. Stærð grunnflatar verður um 16 x 30 m og mænishæð minni en 6,0 m.

    Byggingarreiturinn er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Byggingaáformin eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulagsins um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram og uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m². Notast er við núverandi vegtengingu og heimreið frá þjóðvegi.

    Í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."

    Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Kleifarvegi (7454), sem er héraðsvegur, sem er í samræmi við skilyrði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, grein 5.3.2.5, um fjarlægð milli bygginga og þjóðvega.
    Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hvalnes á Skaga L145892 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 61 Ólína Björk Hjartardóttir og Ingólfur Valsson, þinglýstir lóðarhafar Smáragrundar 7, landnúmer 143764, á Sauðárkróki, óska eftir heimild til að stofna 90,8m² byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75510100 útg. 11.10. 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Umbeðinn byggingarreitur er fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni. Ekki er í gildi deiliskipulag sem nær yfirlóðina né hnitsett lóðamörk. Lóðamörkin á meðfylgjandi afstöðuupprætti eru í samræmi við mæliblað Jóhanns Guðjónssonar nr. 55.2 dags. apríl 1969. Skráð stærð lóðar er 672 m² en stærð lóðar á mæliblaði 55.2 og meðfylgjandi afstöðuuppdrætti er 674,1m².
    Einnig meðfylgjandi aðaluppdráttur dags. 11.10. 2024
    Lóðin er á íbúðasvæði nr. ÍB-404 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breyting á aðalskipulagi fyrir ÍB-404 er í ferli þar sem til stendur að auka leyfilegan íbúðafjölda. Í gildandi aðalskipulagi er helst fjallað um uppbyggingu á óbyggðum svæðum innan ÍB-404. Framkvæmdin sem sótt er um byggingarreit fyrir hefur ekki áhrif á breytinguna sem nú er í ferli né þau markmið sem sett eru fram um uppbyggingu í gildandi aðalskipulagi.
    Fyrirhuguð viðbygging nær að lóðamörkum Smáragrundar 7 , að Hólavegi 28, Hólavegi 30 og Smáragrund 9. Þá kann viðbygging að hafa áhrif fyrir lóðarhafa Smáragrundar 5. Þinglýstir lóðarhafar þessara lóða hafa áritað erindi erindið til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt meðfylgjandi gögn og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðinn byggingarreit fyrir ætlaða viðbyggingu.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra sat hjá við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með átta atkvæðum.

19.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 2

Málsnúmer 2410009FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki frá 8. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 2 Undir þessum dagskrárlið tóku Sandra Dís Dagbjartsdóttir og Helena Margrét Áskelsdóttir frá VSÓ ráðgjöf þátt í fundinum.
    Farið yfir drög að forvalsgögnum vegna þátttökurétts í lokaðri hönnunarsamkeppni vegna nýs menningarhúss á Sauðárkróki. Um er að ræða hönnunarsamkeppni eins og henni er lýst í 44. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Í verkinu felst hönnun um 1150 fm nýbyggingar og 1091 fm endurbóta á núverandi safnahúsi. Hönnunarteymi skal samanstanda af eftirfarandi aðilum: Hönnunarstjóra, arkitekt, landslagsarkitekt, hönnuði burðarvirkja, hönnuði lagna- og loftræstikerfa, hönnuði rafkerfa og lýsingar, hönnuði brunatækni og hönnuði hljóðvistar.
    Markmiðið er að byggja aðlaðandi og vel útfært menningarhús sem sómir sér vel í umhverfinu og mætir þörfum metnaðarfulls menningarstarfs í Skagafirði. Einnig verður litið til hagkvæmnis sjónarmiða og kröfu um að framkvæmdin verði innan fjárheimilda.
    Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki samþykkir samhljóða að ráðast í forval vegna þátttökurétts í lokaðri hönnunarsamkeppni nýs menningarhúss á Sauðárkróki í samræmi við fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.

20.Kambastígur 2 - Umsókn byggingarheimild eða-leyfi.

Málsnúmer 2410193Vakta málsnúmer

Hjá byggingarfulltrúa liggur fyrir umsókn frá Elvyra Vysocka, Tsvetomir Svetozarov Stefanov og Kjartani Helgasyni, eigendum fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 2 við Kambastíg á Sauðárkróki. Umsókn um leyfi til að gera breytingar á útliti hússins.

Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.

Þar sem umrætt hús er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.

Meðfylgjandi:
-
Umsókn móttekin 9. október 2024.
-
Uppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingur í verki 3339, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. september 2024.

Fyrir liggur umsögn Minjasofnunar Íslands dags. 22.10.2024 þar sem m.a. kemur fram.

„Húsið Kambastígur 2 var reist árið 1927, skv. Fasteignaskrá.
Eigendum húsa sem byggð voru 1940 eða fyrr sem hyggjast breyta þeim,
flytja þau eða rífa er skylt að leita álits Minjastofnunar Íslands, sbr. 1. mgr.
30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar á gluggum hússins hafa
verið til lýta og núverandi tillaga að breytingum er hvorki til þess fallin að
fegra húsið né færa það nær fyrra horfi. Í almennum skilmálum
verndarsvæðis í byggð á Sauðákróki, bls. 76-77, segir m.a. um byggingar:
„Við breytingar og viðhald húsa skal leitast við að vernda gerð þess og
sérkenni og færa útlit þess nær upprunalegri mynd. “
Í sértækum skilmálum fyrir svæði innan verndarsvæðisins segir á bls.
78 um Kristjánsklauf, þar sem Kambastígur 2 stendur: “
„Við breytingar og viðhald húsa skal leitast við að vernda gerð þess og
sérkenni og færa útlit þess nær upprunalegri mynd. “
„Ekki er gerð athugasemd að fellistiga verði komið fyrir við björgunarop á suðurhlið hússins.
Minjastofnun mælir hins vegar ekki með því að þessi breyting á gluggum verði samþykkt og
framkvæmd heldur verði leitast við að færa glugga hússins nær upprunalegri gerð.“

Fram kemur í Húsakönnun Sauðárkróks frá 2018 að húsinu hafi lítlega verið breytt að undanskilinni viðbyggingu við vesturhlið húss auk þess að svalir á suðurhlið hafa verið fjarðlægðar.

Þær breytingar sem nú er fyrirhugað að gera á húsnæðinu teljast óverulegar og ekki til þess fallnar að breyta núveradi ásýnd svæðsins.

Þar sem umsögn Minjastofnunar Íslands er ekki bindandi samþykkir Sveitarstjórn með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.

21.Stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2409232Vakta málsnúmer

Vísað frá 115. fundi byggðarráðs frá 2. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs."

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1947. Stofnskrá og reglugerð safnsins var samþykkt árið 1951. Þessi stofnskrá hefur aldrei verið uppfærð og vísar því í lög og stjórnskipulag sem ekki er lengur fyrir hendi. Nauðsynlegt þótti því að uppfæra stofnskrána enda ein af forsendum rekstrarleyfis safnsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum fyrirlagða stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.

22.Stofnskrá Listasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2409231Vakta málsnúmer

Vísað frá 115. fundi byggðarráðs frá 2. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Listasafn Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggarráðs."

Listasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1968/1969. Engin stofnskrá lá til grundvallar en í kringum 1979-1980 var því beint til sýslunefndar að skipa hóp til að vinna skipulagsskrá. Það virðist ekki hafa verið gert eins og kemur fram í grein Feykis frá 1986. Það er því orðið mjög brýnt að leggja fram samþykkta stofnskrá fyrir listasafnið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða stofnskrá Listasafns Skagfirðinga og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum fyrirlagða stofnskrá Listasafns Skagfirðinga.

23.Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2025

Málsnúmer 2409280Vakta málsnúmer

Vísað frá 115. fundi byggðarráðs frá 2. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2025 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2024 kr. 46.147.
Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 39.225 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 34.610 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 23.074 pr. sólarhring.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhæðir greiðslna sem samsvarar 6% hækkun eins og félagsmála- og tómstundanefnd leggur þær upp í meðfylgjandi bókun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2025

Málsnúmer 2409282Vakta málsnúmer

Vísað frá 115. fundi byggðarráðs frá 2. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2025. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2025. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu félagsmála- og tómstundanefndar sem samsvarar 10-16% hækkun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Gjaldskrá Iðju Hæfingar við Sæmundarhlíð

Málsnúmer 2409283Vakta málsnúmer

Vísað frá 115. fundi byggðarráðs frá 2. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 26. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% úr 702 kr. í 728 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 3,7% en greiði ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

26.Útsvarshlutfall í Skagafirði 2025

Málsnúmer 2410048Vakta málsnúmer

Vísað frá 116. fundi byggðarráðs frá 8. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Á árinu 2024 er útsvarshlutfall 14,97% eftir samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga frá 15.12.2023 um tekjustofna vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Tekin umræða um útsvarshlutfall ársins 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2025."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2025.

27.Brunavarnaráætlun Skagafjarðar

Málsnúmer 2410080Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Svavar Atli Birgisson sat fundinn undir þessum lið.

Lögð fram til afgreiðslu uppfærð Brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Áætlunin heitir Brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar og er með tímastimpilinn 04-10-2024 15:46. Gildir hún til loka árs 2029. Markmið með áætluninni er að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, eignir og umhverfi með fullnægjandi eldvarnareftirliti og viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða Brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum Brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar með tímastimpilinn 04-10-2024 15:46 og gildir til loka árs 2029.

28.Kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóv 2024

Málsnúmer 2410168Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða að kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóvember 2024 verði eftirfarandi: Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóvember 2024 verði eftirfarandi: Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi.

29.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2409318Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar að fjárhæð 7.860 þkr. svo sem hér segir:
Alþingiskosningar í nóvember 2024.
Aukið fjármagn til viðhalds gatna á Sauðárkróki.
Aukið fjármagn til snjómoksturs.
Lækkun tekna í málaflokki 04 vegna breytingar á gjaldskrá leikskóla frá 1. október 2024 og breyting á afslætti til tekna í málaflokki 02.
Aukning í launum á bókasafni vegna langtímaveikinda starfsmanns.
Brottfelling kostnaðarþátttöku foreldra vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða.
Kostnaður við HR monitor mannauðsmælingar.
Aukið fé til frekari liðveislu á Sauðárkróki.
Fé til viðgerða á ytra byrði A-álmu í Árskóla.

Þessum gjöldum er mætt með aukningu útsvarstekna, fasteignaskatts og lóðaleigu miðað við fyrri áætlun og í samræmi við rauntölur, millifærslur á milli deilda innan áætlunar og lækkun handbærs fjár.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

30.Fjárhagsáætlun 2025-2028

Málsnúmer 2407014Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið, stofnanir og hlutdeildarfélög þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 9.504 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 8.356 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 8.248 m.kr., þar af A-hluti 7.577 m.kr.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 1.256 m.kr. Afskriftir nema 309 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 341 m.kr. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 62 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 669 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 779 m.kr. Afskriftir nema 182 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 271 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 327 m.kr.

Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2025, 17.891 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 13.253 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 12.410 m.kr. Þar af hjá A-hluta 10.541 m.kr. Eigið fé er áætlað 5.481 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 30,64%. Eigið fé A-hluta er áætlað 2.712 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,47%. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 640 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 1.144 m.kr.

Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2026-2028 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2026 eru 9.869 m.kr., fyrir árið 2027 10.003 m.kr. og fyrir árið 2028 10.315 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2026 um 631 m.kr., fyrir árið 2027 um 657 m.kr. og fyrir árið 2028 um 637 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2026 verði 1.167 m.kr., fyrir árið 2027 verði það 1.187 m.kr. og fyrir árið 2028 verði það 1.209 m.kr.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs

Þá kvaddi Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sér aftur hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Fulltrúar Byggðalistans leggja til að allir sveitarstjórnarfulltrúar verði boðaðir á þá fundi Byggðaráðs eða að haldnir verði vinnufundir sveitarstjórnar þar sem fjallað er um fjárhags- og framkvæmdaráætlun komandi árs á ári hverju.
Við teljum það mikilvægt að allir sveitarstjórnarfulltrúar hafi jafnan grundvöll til að rýna og koma áherslum á framfæri í vinnu við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar og séu þar af leiðandi eins vel upplýstir og kostur er þegar greiða á atkvæði um áætlunina."

Þá kvaddi Einar E. Einarsson hljóðs

Hlé gert á fundinum.

Þá kvaddi Sigfús Ingi Sigfússon sér hljóðs.

Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og bar upp svohljóðandi breytingartillögu:
"Fulltrúar Byggðalistans leggja til að haldnir verði vinnufundir sveitarstjórnar þar sem fjallað er um fjárhags- og framkvæmdaáætlun komandi árs á ári hverju. Þar er varðandi fjárhagsramma, fyrri umræðu, seinni umræðu og framkvæmdaáætlun.
Við teljum það mikilvægt að allir sveitarstjórnarfulltrúar hafi jafnan grundvöll til að rýna og koma áherslum á framfæri í vinnu við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar og séu þar af
leiðandi eins vel upplýstir og kostur er þegar greiða á atkvæði um áætlunina. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir."

Forseti bar tillögu byggðarlistans upp til atkvæðagreiðslu. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

31.Gjaldskrá gatnagerðargjalda, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2025

Málsnúmer 2410033Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

32.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2025

Málsnúmer 2410038Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 27. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 10. október sl., þannig bókað:
"Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

33.Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2025

Málsnúmer 2410036Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 27. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 10. október sl., þannig bókað:
"Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2025

Málsnúmer 2409320Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 27. fundi stvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 10. október sl., þannig bókað:
"Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

35.Gjaldskrá Húss frítímans 2025

Málsnúmer 2409340Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
"Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá Húss frítímans fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

36.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025

Málsnúmer 2409339Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

37.Gjaldskrá Dagdvöl 2025

Málsnúmer 2410030Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2025 verði 654 kr. Vísað til byggðarráðs."

Þetta er hækkun um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2025 í dagdvöl aldraðra verði 654 kr. og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

38.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2025

Málsnúmer 2410040Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2025 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna þ.e. 80,4 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2025 verði 80,4% af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

39.Niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur 2025

Málsnúmer 2410042Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 27. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 14. október sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,7%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða 3,7% hækkun upphæðar niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

40.Gjaldskrá tónlistarskóla 2025

Málsnúmer 2410019Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 32. fundi fræðslunefndar þann 15. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá í Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúar VG og óháðra, óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.

41.Gjaldskrá leikskóla 2025

Málsnúmer 2410020Vakta málsnúmer

Vísað frá 117. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 32. fundi fræðslunefndar þann 15. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt.
Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar fyrir árið 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúar VG og óháðra, óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.

42.Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2403135Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 59. fundi skipulagsnefndar þann 19. september sl., þannig bókað:

"Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Við gerð deiluskipulags athafnasvæði - Sauðárkrókur - AT-403 mun sveitarstjórn nýta sér 8. grein um vilyrði í reglum sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverslun á umræddu athafnasvæði. Í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða segir m.a.: “Sveitarstjórn er í sérstökum tilvikum, ef málefnaleg rök eru til þess, heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum/svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum". Sú lóð verður með ívilnunum þar sem felld verða niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Fordæmi eru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.
Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglanna ef málefnaleg rök mæla með því.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi það minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg, eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Að íbúar leiti annað til eftir þjónustu lágvöruverslunar leiðir til þess að önnur viðskipti og fjármagn flæðir úr samfélaginu. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágrannahéraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs.
Deiliskipulag á að taka hliðsjón af þörfum samfélagsins til framtíðar og leitast við að laða að sér þá þjónustu og starfsemi sem samfélagið kallar eftir og gerir aðdráttarafl þess til búsetu enn meira. Í heildina stuðlar lágvöruverslun í byggðakjörnum að betri þjónustu fyrir íbúa, sterkari staðbundnum efnahag og aukinni sjálfbærni samfélagsins."

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum framkomna tillögu og vísar henni til umfjöllunar sveitarstjórnar.

Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu tillögunnar."

Gísli Sigurðsson, Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.

Þá kvaddi Jóhanna Ey Harðardóttir sér hljóðs og lagði fram bókun svohljóðandi:
"Við fulltrúar Byggðalistans getum ekki stutt þá tillögu að bjóða lágvöruverslunum ívilnanir þar sem felld verði niður eða veittur verði verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Við vitum að skipulagsvinna og gatnagerð kostar mikla fjármuni og styðjum við ekki að íbúar Skagafjarðar taki þann kostnað á sig.
Við teljum mikilvægt að sveitarfélagið stuðli að jöfnuði þegar kemur að þjónustu við íbúa og fyrirtækjaeigendur og leggi sitt að mörkum við að jafna búsetuskilyrði eins og kostur er. Á sama tíma er mikilvægt að kjörnir fulltrúar missi ekki sjónar á ábyrgð sinni þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi nýtingu á skattfé hins almenna borgara.
Við teljum samt sem áður jákvætt að skilgreint verði verslunar og þjónustusvæði innan ,,Athafnasvæði á Sauðárkróki AT-403“, þar sem meðal annars lágvöruverslanir geti sótt um lóð eins og hver önnur verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson"

Þá kvaddi Gísli Sigurðsson sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd flokka í meirihluta, svohljóðandi:
"Vegna framkominnar tillögu vill meirihluti sveitarstjórnar benda á að 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í Skagafirði er eingöngu ætluð til að veita vilyrði fyrir úthlutun lóða/svæða fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Til að hægt sé að beita þessari grein þarf að liggja fyrir umsókn frá fyrirtæki eða einstaklingum um lóð eða svæði svo hægt sé að úthluta samkvæmt 8. greininni. Í þessu tilfelli liggur engin slík umsókn fyrir.
Það er heldur ekki hægt, og ekki framkvæmanlegt við gerð deiliskipulags, að merkja fyrirfram ákveðnar lóðir ákveðnum fyrirtækjum, án þess að umsókn liggi fyrir.
Hvað varðar þann hluta tillögunnar um að veita ótilgreindri lágvöruverðsverslun enn frekari ívilnanir í formi t.d. niðurfellingar gatnagerðagjalda, þá er ekkert í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða sem heimilar það - allra síst í gegnum deiliskipulagsgerð.
Staðreyndin er sú að það geta allir sem vilja sótt um lóð eða svæði sem ekki hefur verið auglýst og ef viðkomandi vill láta reyna á einhverja frekari ívilnun með rökum, þá er það byggðarráðs og sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt.
Það að fá úthlutun á grundvelli áttundu greinarinnar er þannig alls ekki sjálfkrafa ávísun á frekari ívilnun.
Jafnframt kemur verulega á óvart að VG og óháðir skuli fara fram með þessum hætti að vilja sveigja og beygja reglur sveitarfélagsins til að geta veitt stórfyrirtækjum eins Högum, Festi eða öðrum „lágvöruverðsverslunum á Íslandi“, sérstaka og óumbeðna ívilnunarsamninga fyrir fram og festa það sem kvöð á lóðir í deiliskipulagsgerð. Engin fordæmi eru til í Skagafirði um t.d. afslátt af gatnagerðagjöldum til fyrirtækja.
Þessi tillaga er því vanhugsuð og hefur í reynd ekkert með áhuga okkar að gera um það hvort hingað komi fleiri verslunarkeðjur eða söluaðilar en nú þegar eru til staðar. Séu einhverjir sem hafa áhuga á að byggja hér lágvöruverðsverslun eða annarskonar verslunarstarfsemi, þá er þeim öllum velkomið að sækja um lóðir eða svæði samkvæmt gildandi reglum. Við tækjum slíkum umsóknum fagnandi en styðjum ekki vinnubrögð eins og þessi.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur því til að tillögunni verði hafnað og vísar því til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu."

Þá kvaddi Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sér hljóðs og lagði fram bókun VG og óháðra, svohljóðandi:
"Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglna ef málefnaleg rök mæla með því og eru vissulega fordæmi fyrir því. Eins vísar tillagan til sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 7. gr. gjaldskrár gatnagerðagjalda sem við vorum að samþykkja en þar er vísað til laga nr 153/2006 sem segir: sveitarstjórn er heimilt að ákveða í samþykkt sinni um gatnagerðargjald, sbr. 12. gr., að mishátt gatnagerðargjald skuli greiða vegna eftirtalinna bygginga eftir notkun og er þar m.a. verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis tiltekið.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg. Eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágranna héraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs. Nú höfum við tækifæri til að verða við þessu ákalli íbúa og beita réttmætum ívilnunum til að laða hingað lágvöruverslun með þeim ávinningi sem hér var farið yfir en því miður er ekki vilji til þess.
Röksemdir um að ekki megi hygla með ívilnunum með þessum hætti eru kómísk í þessu sveitarfélagi sem sannarlega hyglir með slíkum hætti og hefur gert lengi. Þar má nefna sérsniðna gjaldskrá heita vatnsins þar sem stórt fyrirtæki á svæðinu fær 70% afslátt en svo rausnarlegur afsláttur þekkist ekki í öðrum sveitarfélögum. Sú heitavantsívilnun og það að þessi tillaga til að verða við óskum íbúa sé felld, er ansi afhjúpandi."

Þá kvaddi Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sér hljóðs.

Hlé gert á fundinum.

Þá kvaddi Einar E. Einarsson sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta og leiðrétta að það er ekkert í gjaldskrá gatnagerðargjalda Skagafjarðar sem heimilar sjálfkrafa afslátt gatnagerðagjalda. Samkvæmt okkar reglum þarf sá sem óskar afsláttar að sækja um til sveitarstjórnar og verður það þá að afgreiðast sérstaklega með rökstuðningi. Við viljum jafnframt árétta að meirihlutinn myndi fagna komu lágvöruverslanna en það verða allir að sitja við sama borð gagnvart reglum sveitarfélagsins."

Hlé gert á fundinum.

Þá kvaddi Gísli Sigurðsson sér hljóðs.

Forseti ber tillögu meirihluta um að tillögunni verði hafnað og vísað til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu. Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur atkvæðum VG og óháðra.

43.Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag

Málsnúmer 2407101Vakta málsnúmer

Vísað frá 59. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Lögð fram skipulagslýsing fyrir "Hofsós, Skólagata og Túngata". Fyrirhugað skipulagssvæði er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan. Innan svæðisins eru 3 fasteignir. Megin markmið skipulagsins eru m.a. að: skilgreina lóðir, byggingarreiti auk lóðarskilmála. Lögð verður áhersla á að skapa vistlegt og fallegt miðbæjarumhverfi. Aðkomuleiðir, bílastæði og gönguleiðir og tengingar innan svæðis.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum skipulagslýsinguna. Sveitarstjórn samþykkir einnig með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að kynna lýsinguna fyrir almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

44.Ármúli L145983 - Deiliskipulag - Fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2405636Vakta málsnúmer

Vísað frá 59. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Hermann Þórisson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ármúla L145983, sækir um breytingu á gildandi deiluskipulagi fyrir jörðina. Sú breyting sem óskuð er eftir er að fá að hækka annað húsið úr 4 metrum upp í 6 metra frá gólfi í mæni. Einnig að fá að hækka fermetra fjöldann úr 50 m2 upp í 65 m2. Fyrirhugað er að breyta notkun annars húsins úr ferðaþjónustu yfir í íbúðarhús.
Erindið undirrita einnig aðliggjandi lóðarhafi og jarðareigendur þar sem fram kemur að þau geri ekki athugasemd við umbeðnar deiliskipulagsbreytingar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að um svo óverulegar breytingar á deiliskipulagi séu að ræða þar sem tillagan víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt að umsækjanda verði heimilað að skila inn uppfærðum deiliskipulagsgögnum sem sveitarstjórn geti sent Skipulagsstofnun sbr. 2 mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn fellst á að um óverulegar breytingar á deiliskipulagi séu að ræða þar sem tillagan víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að umsækjanda verði heimilað að skila inn uppfærðum deiliskipulagsgögnum sem sveitarstjórn geti sent Skipulagsstofnun sbr. 2 mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

45.Ártorg 1 - Fyrirspurn - Rafhleðslustöð - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2408175Vakta málsnúmer

Vísað frá 59. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Kaupfélag Skagfirðinga, Rarik ohf. og Instavolt ehf. óska eftir að fá að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Ártorgs 1 á Sauðárkróki til að hægt sé að stofna lóð fyrir spennustöð og henni úthlutað til Rarik ohf. vegna fyrirhugaðrar uppsetingar hraðhleðslustöðva á vegum Instavolt ehf. á lóðinni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjenda.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að breytingin verði unnin á kostnað umsækjenda.

46.Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfis

Málsnúmer 2409309Vakta málsnúmer

Vísað frá 60. fundi skipulagsnefndar frá 3. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Fyrir liggur tölvupóstur eigenda Þrastarstaða dags. 25.09. 2024 (umsækjendur byggingarleyfis sem upphaflega var samþykkt af byggingarfulltrúa 29.10. 2019 og sem sótt hefur verið um endurnýjun á) þar sem þau óska eftir því að „að byggingarleyfi vegna íbúðarhúss á Þrastarstöðum verði skoðað aftur samkvæmt nýjum gögnum frá veðurstofunni sem ykkur á að hafa borist“. Einnig liggur fyrir tölvupóstur sem barst frá sömu aðilum hinn 26.09. 2024 sem sýnir uppdrátt sem skipulagsfulltrúi segir að hafi borist eftir að hún óskaði eftir því að umsækjendur sýni hvernig þau sjái fyrir sér hvernig skerða mætti byggingarreit þannig að hann nái ekki inná hættusvæði A skv. fyrirliggjandi hættumati Veðurstofu Íslands frá 05.07. 2024 (ranglega dags. 07.06. 2024), sbr. endurskoðun dags. 18.09. 2024.

Rétt þykir að sveitarstjórn leiti álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 á því hvort óska beri eftir frekara mati en nú liggur fyrir skv. framansögðu, áður en framkvæmdaleyfi verður útgefið. Skuli Skipulagsstofnun upplýst um það skilyrði/forsendu fyrir veitingu leyfis, verði það veitt, að byggingarreitur verði skertur skv. hnitsettri afmörkun sem skipulagsfulltrúa er falið að fá frá umsækjendum.

Fram fór umræða um hver málefnaleg rök geti legið til grundvallar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leita álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 áður en framkvæmdaleyfi verður tekið til endanlegrar afgreiðslu.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að leita álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 áður en framkvæmdaleyfi verður tekið til endanlegrar afgreiðslu.

47.Hjalli L146299 - Umsókn um landskipti og stofnun bygginarreits - Hornskarpur

Málsnúmer 2409166Vakta málsnúmer

Vísað frá 60. fundi skipulagsnefndar frá 3. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Hildur Bjarnadóttir sækir um fyrir hönd landeigenda Hjalla L146299 Flugumýri kúabú ehf. um að stofnuð verði ný lóð samanber merkjalýsingu.
Landið er í dag ca. 240 ha og verður eftir breytingu 222 ha., nýja landið verður 18 ha og engin réttindi eða hlunnindi fylgja nýja skikanum.
Óskað er eftir því að nýja landið muni heita Hornskarpur sem er vísun í örnefni á svæðinu. Kvöð verður um akstur frá L146299 sem aðkomu að nýja skikanum.
Landskipti þessi samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
Jafnframt er óskað eftir stofnun 22.400 m² bygginarreits fyrir 250 m² frístundarhús.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti, að landið fái heitið Hornskarpur og að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti, að landið fái heitið Hornskarpur og samþykkir einnig umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

48.Veitingahúsið Sauðá - Lóðarmál

Málsnúmer 2410016Vakta málsnúmer

Vísað frá 60. fundi skipulagsnefndar frá 3. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Róbert Óttarsson óskar eftir fyrir hönd lóðarhafa Ljónagryfjunnar ehf. að gerð verði breyting á lóðarblaði og lóðarleigusamningi fyrir lóð 70 við Sauðárhlíð L144009 þar sem veitingahúsið Sauðá stendur. Óskað er eftir að afnema innakstursbann inn á planið við veitingarhúsið.

Frá því að reksturinn byrjaði hefur orðið þróun í nærumhverfinu sem breytir ýmsu varðandi fyrstu hugmyndir á veitingarstaðnum t.d. stór bættar aðstæður og flottar framkvæmdir sveitarfélagsins í Litla-Skógi.
Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt þeim drögum var gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á planið og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-Skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.

Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá:
Sæmundarhlíð er stofngata sem tengir Hlíðarhverfi við neðri hluta Sauðárkróks og um leið er hún megin tenging við skólahverfi bæjarins. Ljóst er að umferðarþungi gangandi og hjólandi vegfarenda, ásamt bílaumferð er mikill um Sæmundarhlíðina, sérstaklega á álagstímum.
Á íbúafundi sem haldin var 30. apríl 2024 í tengslum við deiliskipulagsvinnu sem átti sér stað fyrir Tjaldsvæði í Sauðárgili, komu áhyggjur íbúa í ljós varðandi innakstur á lóð Sauðá og tengingu þess við nýja aðkomu að Litla-Skógi.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Litla-Skógi að undanförnu og mun það auka aðsókn að svæðinu. Aðkoma viðbragðsaðila að skóginum er nú þegar verulega ábótavant þar sem eina aðkoman í dag er um lóð heimavistar Fjölbrautaskólans.
Á þeim tíma sem veitingastaðurinn Sauðá hefur starfað hafa dæmin sýnt að bílaumferð mun ávallt fylgja staðnum. Notkun bílastæða og útskota við nálægar skólabyggingar og önnur mannvirki skapa hættulegar aðstæður þegar vegfarendur úr bílum ganga þvert yfir götu Sæmundarhlíðar. Umferð þessari þarf að stýra með það að markmiði að draga úr líkum á slysum.
Ég ljósi þessa hér á undan legg ég til að farið verði í deiliskipulagsvinnu með heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá í huga.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.

49.Brúnastaðir í Fljótum L146789 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2410119Vakta málsnúmer

Vísað frá 61. fundi skipulagsnefndar frá 16. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Jóhannes H. Ríkharðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Brúnastaða L146789, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 173,4 m² byggingarreit á jörðinni fyrir gripahús, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 25.09.2024 með síðari breytingum dags. 3.10. 2024.

Um er að ræða byggingarreit fyrir gripahús fyrir sauðfé, geitur og kálfa. Hámarksbyggingarmagn verður 173,4 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5,84 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum.
Notast verður við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra vék af fundi við afgreiðslu erindisins.“

Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, vék af fundi sveitarstjórnar við afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum, að heimila umbeðinn byggingarreit.

50.Hvalnes á Skaga L145892 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2410161Vakta málsnúmer

Vísað frá 61. fundi skipulagsnefndar frá 16. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Bjarni Egilsson og Egill Þórir Bjarnason þinglýstir eigendur Hvalness á Skaga, Skagafirði L145892, óska eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á jörðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7556-0200, dags. 30. september 2024.

Um er að ræða byggingarreit fyrir stálgrindarhús á steyptum undirstöðum, þar sem útbúin verður sauðburðaraðstaða. Húsið verður klætt yleiningum. Stærð grunnflatar verður um 16 x 30 m og mænishæð minni en 6,0 m.

Byggingarreiturinn er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Byggingaáformin eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulagsins um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram og uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m². Notast er við núverandi vegtengingu og heimreið frá þjóðvegi.

Í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."

Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Kleifarvegi (7454), sem er héraðsvegur, sem er í samræmi við skilyrði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, grein 5.3.2.5, um fjarlægð milli bygginga og þjóðvega.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, umbeðinn byggingarreit.

51.Bréf til sveitarstjórnar

Málsnúmer 2410076Vakta málsnúmer

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 1. október 2024 lagt fram til kynningar á 31. fundi sveitarstjórnar þann 23. október 2024.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning Skagafjarðar fyrir árið 2023 ásamt skýrslu endurskoðanda. Samkvæmt ársreikningnum hefði sveitarfélagið ekki uppfyllt þau lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum, væru þau virk. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nú þegar verði leitað leiða til þess að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar og hugað sé sérstaklega að því að fyrir árið 2026 verði lögfest lágmarksskilyrði uppfyllt.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.

52.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september 2024 lögð fram til kynningar á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024.

53.Fundagerðir Norðurár 2024

Málsnúmer 2401005Vakta málsnúmer

Fundargerðir 117. og 118. fundar stjórnar Norðurár bs. frá 24. september og 8. október 2024 lagðar fram til kynningar á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024

54.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2024

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 11. september 2024 og 1. október 2024 lagðar fram til kynningar á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024

Fundi slitið - kl. 18:52.