Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12
Málsnúmer 2409026F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024
Fundargerð 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Landbúnaðar- og innviðanefnd vinnur málið áfram samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varðandi magn og kostnað við það að sækja dýrahræ og urða þau. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Hjörvari Halldórssyni sviðstjóra veitu og framkvæmdasviðs er að vinna málið samkvæmt þeim umræðum sem fór fram á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Málið var á dagskrá 9. fundar Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 22 ágúst sl. Bréf barst frá Erlingi fjallskilastjóra í Unadal dagsett 21. ágúst sl. sem upplýsir um stöðu vegar inn á Unadalsafrétt. Lækir hafa grafið veginn í sundur og er hann ófær bílum. Áin er víða farin úr farvegi á milli Selhóla og Miðhóla og hefur valdið töluvert miklum skemmdum á vegslóða og landi. Einnig hafa lækirnir úr þverdölunum grafið sig niður í farvegina og er orðið illfært yfir þá. Áætlað er að viðgerð á vegslóðanum kosti um eina milljón króna.
Í ljós hefur komið að viðgerðin var helmingi dýrari en áætlun gerði ráð fyrir. Liggja nú þegar fyrir reikningar upp á fjárhæð um 2 milljónir.
Fyrir liggur ákvörðun stjórnar Veiðifélags Unadalsár um kostnaðarþátttöku 720.720 kr. og fyrri ákvörðun Landbúnaðar- og innviðanefndar um að greiða 500.000 kr.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss.
Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.
Jafnframt var auglýst til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, Hólfið er 15,85 ha að stærð.
Umsóknarfrestur var til 30. september 2024.
Þrír aðilar sóttu um að leigja land úr hólfi nr. 27. Rúnar Númason, Páll Birgir Óskarsson og Gunnar Eysteinsson.
Einn aðili sótti um að leigja hólf nr. 24 og 25. Rúnar Númason.
Fyrir liggur tillaga um ráðstöfun hólfa samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna málið áfram og endanlegri afgreiðslu leigusamninga vísað til byggðarráðs.
Í hólf nr. 23 bárust 3 kauptilboð og er þeim vísað til afgreiðslu Eignasjóðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Framhald á umræðu um breytingar á gjaldskrá og reglugerð um SKV-hitaveitu frá 2013.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12 Bréf frá Vegagerðinni lagt fram til kynningar þar sem fram kemur að í Skagafirði sé fyrirhugað að fella niður tvo vegi af vegaskrá: Víðilundsvegur nr. 7836 -01 og Haganesvegur nr. 7878-01. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum.