Nemendafjöldi 2024-25
Málsnúmer 2409234
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 31. fundur - 24.09.2024
Við upphaf skólaársins 2024-2025 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 246 og hefur fjölgað um einn frá fyrra ári. Grunnskólabörn eru 556 talsins en voru 562 við upphaf síðasta skólaárs. Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur vegna Tónlistarskóla Skagafjarðar.