Fara í efni

GraphoGame lestrarleikur

Málsnúmer 2409262

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 31. fundur - 24.09.2024

GraphoGame lestrarleikur er nýtt smáforrit sem hjálpar börnum og fullorðnum að læra undirstöðurnar í lestri á íslensku. Í leiknum aðlagar forritið sig að lærdómsgetu hvers og eins og þjálfar viðkomandi í að þekkja stafi og hljóð, atkvæði o.fl. Leikurinn hentar vel börnum á aldrinum 4 til 9 ára, en einnig öllum sem eru að læra undirstöðurnar í íslensku. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra að eiga samtal við skólastjórnendur leik- og grunnskóla um tækifærin sem felast í notkun smáforritsins í skólastarfi.