Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um námsgögn

Málsnúmer 2409292

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 115. fundur - 02.10.2024

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2024 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnir til samráðs mál nr. 222, "Frumvarp til laga um námsgögn". Umsagnarfrestur er til og með 8.10. 2024.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að áformað sé að gera námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum gjaldfrjáls vegna náms barna að 18 ára aldri en bendir á að æskilegt væri að skilgreina betur hugtakið námsgögn og yfir hvers konar gögn og gæði það nær yfir. Nær það eingöngu yfir bækur eða gögn á stafrænu formi eða nær það einnig til t.d. spjaldtölva, íþróttafatnaðar eða hesta og efniskaupa vegna iðnnáms?