Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. september 2024 þar sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 191/2024, "Áform um lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Umsagnarfrestur er til og með 7.10.2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fyrirhugað sé að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í heild sinni. Byggðarráð vekur þó athygli á að í mati á áhrifum fyrirhugaðrar lagasetningar kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á fjárhag sveitarfélaga, umfram það sem nú þegar leiðir af skyldum sveitarfélaga til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Staðreyndin er sú að sveitarfélög landsins greiða nú þegar milljarða króna árlega til málaflokksins umfram tekjustofna og framlaga frá ríkissjóði vegna hans og því afar brýnt að tryggja tafarlausa leiðréttingu á rekstri málaflokksins samhliða lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fyrirhugað sé að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í heild sinni. Byggðarráð vekur þó athygli á að í mati á áhrifum fyrirhugaðrar lagasetningar kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á fjárhag sveitarfélaga, umfram það sem nú þegar leiðir af skyldum sveitarfélaga til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Staðreyndin er sú að sveitarfélög landsins greiða nú þegar milljarða króna árlega til málaflokksins umfram tekjustofna og framlaga frá ríkissjóði vegna hans og því afar brýnt að tryggja tafarlausa leiðréttingu á rekstri málaflokksins samhliða lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.