Umsjónarmaður eignasjóðs hefur haft umsjón með viðhaldsvinnu sem er í gangi við A-álmu Árskóla. Hann hefur lagt til að ráðist verði í að klæða norðurstafn A álmu til að bregðast við leka sem orðið hefur vart í allra verstu votviðrum. Áætlað er að verkið kosti um eina og hálfa til tvær milljónir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ráðast í þessa framkvæmd og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka fyrir verkinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ráðast í þessa framkvæmd og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka fyrir verkinu.