Fara í efni

Fræðslunefnd - 32

Málsnúmer 2410013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Fundargerð 32. fundar fræðslunefndar frá 15. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E. Einarsson, Gísli Sigurðsson, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs
  • Fræðslunefnd - 32 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2025 í málaflokki 04 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2025 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Sjálfsmatsskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla skólaárið 2023-2024 lagðar fram til kynningar. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá sjálfsmatsskýrslu Grunnskólans austan Vatna til kynningar á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
    Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt.
    Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Staða á undirbúningi 5 ára deildar í Varmahlíðarskóla lögð fram til kynningar. Starfsmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur undirbúið aðstöðuna, pantað inn leikföng, námsgögn og innanstokksmuni og kynnt sér áherslur í leikskólastarfi skólahópsbarna auk þess sem foreldrar voru boðaðir á fund í byrjun september. Lagt verður upp með að þetta sé leikskóladeild þar sem mikil áhersla verður lögð á frjálsan leik og útiveru. Gott samstarf hefur verið við Birkilund og koma skólahópsbörn vikulega í heimsókn í Varmahlíðarskóla og eru farin að þekkja starfsmenn ágætlega. Stefnt er að því að börnin verði alfarið komin í nýja deild í Varmahlíðarskóla þann 4. nóvember og mun starfsmaður leikskóla fylgja börnunum fyrstu tvo dagana. Það er mat starfsmanna skólahópsdeildar að undirbúningsvinna hafi gengið vel og er það von þeirra að framhaldið verði öllum farsælt.
    Fræðslunefnd leggur áherslu á að leiktæki verði sett upp við fyrsta tækifæri og leiksvæði betur af girt fyrir fyrsta dag barnanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Nýlega hefur verið gerður tveggja ára samningur um hádegisverð í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki að loknu útboði. Í mars lagði fræðslunefnd til að hafist yrði handa strax við að kostnaðarmeta framtíðarkosti fyrir hádegisverð leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Lagt var til að skoða möguleikann á því að elda matinn í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig Ársala. Nefndin felur nú sviðsstjóra að kanna samhliða því hvort aðrir húsakostir gætu verið hentugir til verksins.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Nefndin leggur til við byggðarráð að skoðun verði flýtt á kostum þess að stækka yngra stig Ársala og finna staðsetningu nýs leikskóla til lengri framtíðar þar sem ljóst er að núverandi fjöldi plássa er ekki nægur til framtíðar svo börn geti fengið leikskólapláss í fyrstu aðlögun eftir að þau verða 12 mánaða.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Sviðsstjóri fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um verkfallsboðun Kennarasambands Íslands sem ekki hefur verið tilkynnt sveitarfélaginu formlega. Fylgst verður vel með framgangi mála. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 32 Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.