Skipulagsnefnd - 61
Málsnúmer 2410018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024
Fundargerð 61. fundar skipulagsnefndar frá 16. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
- .1 2410160 Aðalskipulag - Beiðni um heimarafstöð - Fremri-Kot L146289 - Ytri-Kot L146311 NorðurárdalSkipulagsnefnd - 61 Gunnar Ingi og Arnar Logi Valdimarssynir, þinglýstir eigendur jarðanna Fremri-Kots L146289 og Ytra-Kots L146311 í Norðurárdal óska eftir að fá inn smávirkjun í aðalskipulag Skagafjarðar sem nú er í vinnslu. Um er að ræða vatnsaflsvirkjun með allt að 400 KW uppsettu afli í landi Ytri-Kota L146311.
Árið 2022 var óskað eftir sömu breytingu hjá Akrahreppi sem nú hefur sameinast sveitarfélaginu Skagafirði.
Meðfylgjandi þau gögn sem lögð voru fram á fundi hreppsnefndar Akrahrepps.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bæta inn smávirkjun í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 61 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Neðri-Ás 2 í Hjaltadal, land 3 og 4" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 30.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 880/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/880/.
Alls bárust 10 umsagnir og gefa nokkar þeirra tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 61 Þann 04.04.2024 tók skipulagsnefnd fyrir umsókn lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 um heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins. Sá fundur hefur átt sér stað og í framhaldinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, dags. 10.10.2024, uppdráttur nr. DS01, verknúmer 5629301 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Breytingar á uppdrætti eru að byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 er stækkaður til vesturs um 387 m2. Málsetningum bætt við og skilmálum um stærð byggingarreits breytt úr 9.486 m2 í 9.873 m2. Þá er grunnflötur bygginga sýndur eins og hann er í dag.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir greiningu á sjónsviði og umferðaröryggi við gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar norðvestan við Mjólkursamlagsreitinn með tilliti til stækkun byggingarreits Skagfirðingabrautar 51 til vesturs. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 61 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. dags. 10. október síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Sigurðar Óla Ólafssonar fyrir hönd Valgeirs S. Þorvaldsson um leyfi til að endurbæta mhl. 01 sem er íbúðarhús, auk þess að breyta notkun mhl. 02 og 03 á lóðinni Skólagata Lindarbrekka, L146726. Sótt er um að breyta notkun matshluta 02 og 03 sem í dag eru skráðir geymsla og hænsnahús í íbúðarrými.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 79004401, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 27.09.2024, gera grein fyrir erindinu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd varðandi umbeðna breytta notkun mhl. 02 og 03 þar sem hún samræmist aðalskipulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 61 Málið áður á dagskrá 30. fundar sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.09.2024 og þá bókað:
"Vísað frá 57. fundi skipulagsnefndar frá 5. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. ágúst síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Hólmfríðar S R Jónsdóttur og Gísla Heiðars Jóhannssonar. Umsókn um leyfi til að byggja bílageymslu á lóðinni númer 16 við Birkimel í Varmahlíð. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24141, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 05.08.2024. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Birkimels 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umbeðna framkvæmd fyrir lóðarhöfum Birkimels 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga."
Þann 01.10.2024 bárust skipulagsfulltrúa yfirlýsingar eigenda fasteigna á lóðum Birkimels nr. 5, 7, 9, 12, 14, 18, 20 og 22 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 61 Jóhannes H. Ríkharðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Brúnastaða L146789, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 173,4 m² byggingarreit á jörðinni fyrir gripahús, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 25.09.2024 með síðari breytingum dags. 3.10. 2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir gripahús fyrir sauðfé, geitur og kálfa. Hámarksbyggingarmagn verður 173,4 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5,84 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum.
Notast verður við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra vék af fundi við afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Brúnastaðir í Fljótum L146789 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 61 Snæbjörn Hólm Guðmundsson, og f.h. Bletts ehf., þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafgrímsstaðir, landnr.146169, óska eftir að stofna 11.332 m² spildu úr landi jarðarinnar sem "Hafgrímsstaðir 2", skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77650000 útg. 08.okt. 2024 og merkjalýsingu dags. 08.10.2024. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er eftir því að útskipt land verði skráð sem Annað land (80).
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ræktað land innan útskiptrar spildu nemur 618 m². Landheiti útskiptrar spildu vísar í upprunajörð og er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Innan útskiptrar spildu stendur 161,7 m² einbýlishús, byggt árið 1 959, matshluti 03, auk matshluta 02 sem er jarðhiti á jörðinni Hafgrímsstaðir, L146169.
Matshlutar þessir fylgja landskiptum. Engin önnur hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Hafgrímsstöðum, landnr.146169.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarveg á landi Hafgrímsstaða, L146169, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd. Einnig er kvöð um yfirferðarrétt yfir land útskiptrar spildu eins og sýnt er á afstöðumynd.
Málsnúmer í landeignaskrá er M001121.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 61 Bjarni Egilsson og Egill Þórir Bjarnason þinglýstir eigendur Hvalness á Skaga, Skagafirði L145892, óska eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á jörðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7556-0200, dags. 30. september 2024.
Um er að ræða byggingarreit fyrir stálgrindarhús á steyptum undirstöðum, þar sem útbúin verður sauðburðaraðstaða. Húsið verður klætt yleiningum. Stærð grunnflatar verður um 16 x 30 m og mænishæð minni en 6,0 m.
Byggingarreiturinn er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Byggingaáformin eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulagsins um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram og uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m². Notast er við núverandi vegtengingu og heimreið frá þjóðvegi.
Í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Kleifarvegi (7454), sem er héraðsvegur, sem er í samræmi við skilyrði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, grein 5.3.2.5, um fjarlægð milli bygginga og þjóðvega.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hvalnes á Skaga L145892 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 61 Ólína Björk Hjartardóttir og Ingólfur Valsson, þinglýstir lóðarhafar Smáragrundar 7, landnúmer 143764, á Sauðárkróki, óska eftir heimild til að stofna 90,8m² byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75510100 útg. 11.10. 2024. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Umbeðinn byggingarreitur er fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni. Ekki er í gildi deiliskipulag sem nær yfirlóðina né hnitsett lóðamörk. Lóðamörkin á meðfylgjandi afstöðuupprætti eru í samræmi við mæliblað Jóhanns Guðjónssonar nr. 55.2 dags. apríl 1969. Skráð stærð lóðar er 672 m² en stærð lóðar á mæliblaði 55.2 og meðfylgjandi afstöðuuppdrætti er 674,1m².
Einnig meðfylgjandi aðaluppdráttur dags. 11.10. 2024
Lóðin er á íbúðasvæði nr. ÍB-404 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breyting á aðalskipulagi fyrir ÍB-404 er í ferli þar sem til stendur að auka leyfilegan íbúðafjölda. Í gildandi aðalskipulagi er helst fjallað um uppbyggingu á óbyggðum svæðum innan ÍB-404. Framkvæmdin sem sótt er um byggingarreit fyrir hefur ekki áhrif á breytinguna sem nú er í ferli né þau markmið sem sett eru fram um uppbyggingu í gildandi aðalskipulagi.
Fyrirhuguð viðbygging nær að lóðamörkum Smáragrundar 7 , að Hólavegi 28, Hólavegi 30 og Smáragrund 9. Þá kann viðbygging að hafa áhrif fyrir lóðarhafa Smáragrundar 5. Þinglýstir lóðarhafar þessara lóða hafa áritað erindi erindið til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt meðfylgjandi gögn og geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðinn byggingarreit fyrir ætlaða viðbyggingu.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra sat hjá við afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 61. fundar skipulagnefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með átta atkvæðum.