Fara í efni

Brúnastaðir í Fljótum L146789 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2410119

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 61. fundur - 16.10.2024

Jóhannes H. Ríkharðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Brúnastaða L146789, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 173,4 m² byggingarreit á jörðinni fyrir gripahús, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 25.09.2024 með síðari breytingum dags. 3.10. 2024.

Um er að ræða byggingarreit fyrir gripahús fyrir sauðfé, geitur og kálfa. Hámarksbyggingarmagn verður 173,4 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5,84 m.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum.
Notast verður við núverandi vegtengingu og heimreið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi. Þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra vék af fundi við afgreiðslu erindisins.