Fara í efni

Frumkvöðlar framtíðarinnar

Málsnúmer 2410148

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 35. fundur - 23.01.2025

Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum kom á fundinn og kynnti tillögu að samstarfsverkefninu Frumkvöðlar framtíðarinnar sem unnið yrði í samstarfi Háskólans á Hólum, Sendiráðs Bretlands á Íslandi og Skagafjarðar. Í verkefninu yrði unnið markvisst að því að efla frumkvöðlahugsun barna og unglinga, m.a. með heimsóknum í framhalds- og háskóla, fyrirtæki og stofnanir. Sendiráðið myndi m.a. leggja til bókina Tæknitröll og íseldfjöll auk þess að stuðla að heimsókn vísindamanns frá Bretlandi til að veita innblástur í frumkvöðlamenninguna.

Fræðslunefnd lýsir yfir áhuga sínum á samstarfsverkefninu og felur sviðsstjóra að eiga samtal við skólastjórnendur um mögulega þátttöku í verkefninu verði það að veruleika. Samþykkt samhljóða.