Staða á undirbúningi 5 ára deildar í Varmahlíðarskóla lögð fram til kynningar. Starfsmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur undirbúið aðstöðuna, pantað inn leikföng, námsgögn og innanstokksmuni og kynnt sér áherslur í leikskólastarfi skólahópsbarna auk þess sem foreldrar voru boðaðir á fund í byrjun september. Lagt verður upp með að þetta sé leikskóladeild þar sem mikil áhersla verður lögð á frjálsan leik og útiveru. Gott samstarf hefur verið við Birkilund og koma skólahópsbörn vikulega í heimsókn í Varmahlíðarskóla og eru farin að þekkja starfsmenn ágætlega. Stefnt er að því að börnin verði alfarið komin í nýja deild í Varmahlíðarskóla þann 4. nóvember og mun starfsmaður leikskóla fylgja börnunum fyrstu tvo dagana. Það er mat starfsmanna skólahópsdeildar að undirbúningsvinna hafi gengið vel og er það von þeirra að framhaldið verði öllum farsælt.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að leiktæki verði sett upp við fyrsta tækifæri og leiksvæði betur af girt fyrir fyrsta dag barnanna.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að leiktæki verði sett upp við fyrsta tækifæri og leiksvæði betur af girt fyrir fyrsta dag barnanna.