Fara í efni

Hvalnes á Skaga L145892 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2410161

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 61. fundur - 16.10.2024

Bjarni Egilsson og Egill Þórir Bjarnason þinglýstir eigendur Hvalness á Skaga, Skagafirði L145892, óska eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á jörðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7556-0200, dags. 30. september 2024.

Um er að ræða byggingarreit fyrir stálgrindarhús á steyptum undirstöðum, þar sem útbúin verður sauðburðaraðstaða. Húsið verður klætt yleiningum. Stærð grunnflatar verður um 16 x 30 m og mænishæð minni en 6,0 m.

Byggingarreiturinn er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Byggingaáformin eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulagsins um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, t.d. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram og uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m². Notast er við núverandi vegtengingu og heimreið frá þjóðvegi.

Í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."

Byggingarreitur er í um 65 m fjarlægð frá Kleifarvegi (7454), sem er héraðsvegur, sem er í samræmi við skilyrði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, grein 5.3.2.5, um fjarlægð milli bygginga og þjóðvega.
Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.