Sveitarfélaginu barst erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 16. október 2024. Markaðsstofan hefur undanfarnar vikur unnið að því að fá ríkið til að setja meira fjármagn í Flugklasann Air 66N. Var það gert í framhaldi af samtali við öll sveitarfélög á Norðurlandi, þar sem kom fram að eðlilegra þætti að ríkið sæi um fjármögnun verkefnisins en einstök sveitarfélög. Erindi var sent til ráðherra ferðamála þess efnis og er það til skoðunar í ráðuneytinu. Afgreiðsla erindisins liggur ekki fyrir og ekki ljóst hvenær það hlýtur afgreiðslu. Markaðsstofan óskar þess vegna eftir stuðningi sveitarfélaga við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2025 á meðan gengið er frá því hvernig framtíðar fjármögnun verður háttað.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.