Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

118. fundur 23. október 2024 kl. 12:00 - 14:31 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór formaður þess á leit við fundarmenn að mál 2312055-"Innheimta Stakkfell útgerð ehf" verði tekið á dagskrá fundarins með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.Rekstrarsamningur við skíðadeild 2024

Málsnúmer 2406128Vakta málsnúmer

Helga Daníelsdóttir og Sigurður Hauksson, fulltrúar Skíðadeildar Tindastóls sátu fundinn undir þessum lið.

Tekin til umræðu rekstrarsamningur á milli sveitarfélagsins og Skíðadeildar Tindastóls.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

2.Vísindagarðar í Skagafirði

Málsnúmer 2410211Vakta málsnúmer

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sátu fundinn undir þessum lið.

Hólmfríður og Magnús kynntu fyrir byggðarráði nýlega heimsókn þeirra til Skövde í Svíþjóð og framtíðarsýn um Þekkingargarða í Skagafirði.

3.Flugklasinn Air 66N - styrkbeiðni

Málsnúmer 2410194Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu barst erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 16. október 2024. Markaðsstofan hefur undanfarnar vikur unnið að því að fá ríkið til að setja meira fjármagn í Flugklasann Air 66N. Var það gert í framhaldi af samtali við öll sveitarfélög á Norðurlandi, þar sem kom fram að eðlilegra þætti að ríkið sæi um fjármögnun verkefnisins en einstök sveitarfélög. Erindi var sent til ráðherra ferðamála þess efnis og er það til skoðunar í ráðuneytinu. Afgreiðsla erindisins liggur ekki fyrir og ekki ljóst hvenær það hlýtur afgreiðslu. Markaðsstofan óskar þess vegna eftir stuðningi sveitarfélaga við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2025 á meðan gengið er frá því hvernig framtíðar fjármögnun verður háttað.

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.

4.Áskorun um samninga við landeigendur Sjávarborgar 1, 2 og 3

Málsnúmer 2407140Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 12. júlí 2024 frá eigendum Sjávarborgarjarða um jarðhitaréttindi og nýtingu úr jarðhitakerfi sem líkur eru á að séu í sameign þeirra og Skagafjarðar.
Fyrir liggur samningur við landeigendur Sjávarborgar frá árinu 1951 um nýtingarheimildir á jarðvarma á svæði sem er aðliggjandi jarðhitasvæði sveitarfélagins. Sá samningur er í fullu gildi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Gjaldskrá Brunavarna2025

Málsnúmer 2410029Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2025 og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2025 lögð fyrir byggðarráð til afgreiðslu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá sem hljóðar upp á hækkun um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Heilsueflingarstyrkur 2025

Málsnúmer 2410041Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2025 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks helst óbreytt á milli ára.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Innheimta Stakkfell útgerð ehf

Málsnúmer 2312055Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 21.10. 2024 frá Pacta lögmannsstofu sem varðar kröfugerð sveitarfélagsins á hendur Stakkfelli ehf., vegna vangreiddra hafnargjalda. Fyrirtækið hefur verið úrskurðað gjaldþrota og óskað er með erindinu eftir afstöðu kröfuhafa til þess að eignast bátinn Onnu HU36 til fullnustu á kröfum sínum. Báturinn er ekki haffær.

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að falla frá kröfum í veðið.

Fundi slitið - kl. 14:31.