Fara í efni

Bréf til fjármálaráðherra frá Cruise Iceland vegna afnáms tollfrelsis skemmtiferðaskipa frá 1. janúar 2025

Málsnúmer 2410256

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 119. fundur - 30.10.2024

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. september 2024 frá Cruise Iceland til fjármála- og efnahagsráðherra vegna afnáms tollfrelsis.

Byggðarráð Skagafjarðar telur óásættanlegt að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa í hringsiglingum án þess að mat sé lagt á efnahagsleg áhrif aðgerðarinnar, eða að ákvörðunin byggi á langtíma stefnumótun um móttöku skemmtiferðaskipa. Byggðarráð leggur þunga áherslu á að gildistökunni verði frestað um tvö ár á meðan sú vinna fer fram, enda sé um að ræða vanhugsaðan landsbyggðarskatt sem muni hafa mikil áhrif á mótttöku skemmtiferðaskipa m.a. hjá höfnum Skagafjarðar og víðar í Norðvesturkjördæmi, auk verulegra afleiddra áhrifa á ferðaþjónustustarfsemi á "kaldari" ferðaþjónustusvæðum líkt og Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Skagafirði hafa þegar borist afbókanir skemmtiferðaskipa í hringsiglingum í kring um landið vegna áformanna.