Fara í efni

Þönglaskáli Land (landnr. 223565) - Landskipti

Málsnúmer 2411060

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 62. fundur - 14.11.2024

Þórdís Ólöf Eysteinsdóttir, Eydís Eysteinsdóttir, Gunnar Jón Eysteinsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir þinglýstir eigendur Þönglaskála land, landnúmer 223565 óska eftir heimild til að stofna þrjár spildur úr landinu sem "Þönglaskáli land I", "Þönglaskáli land II" og "Þönglaskáli land III". Fjórða spildan heldur upprunaheitinu. Spildurnar fjórar verða allar jafnstórar 4,88 ha. að stærð hver. skv. merkjalýsingu í verki 73191000 útg. 08.10.2024 unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.

Landheiti vísa til upprunalands og rómverskir tölustafir notaðir til aðgreiningar. Óskað er eftir því að spildurnar verði áfram skráðar sem annað land (80).
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og landnotkun og skerðir ekki landbúnaðarsvæði í flokki I og II.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptra spilda.
Engar fasteignir eru á umræddum spildum.
Enginn hlunnindi fylgja umræddum spildum.

Þönglaskáli land heldur núverandi landnúmeri 223565.

Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000915.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.