Fara í efni

Skipulagsnefnd

62. fundur 14. nóvember 2024 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Einar Eðvald Einarsson varam.
  • Pétur Örn Sveinsson varam.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Tjaldsvæði á Sauðárkróki - Deiliskipulag

Málsnúmer 2406055Vakta málsnúmer

Arnar Birgir Ólafsson landlagsarkitekt á Teiknistofu Norðurlands kynnir á fundinum tvær tillögur að skipulagi fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki.
Tillaga A) AF-401 á gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, svæðið sunnan við kirkjugarðinn á Nöfunum.
Tillaga B) OP-403 á gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, svæðið norðaustan við leikskólann Árkíl.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að kynna báða kostina fyrir framtíðar tjaldsvæði á Sauðárkróki, sem í dag eru merktir sem AF-401 og OP-403 í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar sem er í vinnslu.

2.Fjárhagsáætlun 09 2025

Málsnúmer 2410050Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2025 og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

3.Tumabrekka land 2 L220570 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2405682Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Tumabrekku land 2 L220570 unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01, dags. 08.11.2024, verknr. 7586001.
Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Stærð skipulagssvæðisins er 1,58 ha og að mestu mólendi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Tumabrekka land 2 (LNR. 220570) í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag Gamla bæjarins - Lóðarumsókn og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 2409311Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fer yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var með Reimari Marteinssyni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 7.11. síðastliðinn vegna umsóknar þeirra um lóð og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu Gamla bæjarins á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda aftur með Kaupfélagi Skagfirðinga í samræmi við umræður fundarins.

5.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð - Furulundur - Grenndarkynning

Málsnúmer 2406259Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá á 30. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.09.2024, eftirfarandi bókað:
“Vísað frá 56. fundi skipulagsnefndar frá 23. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: „RARIK óskar eftir með tölvupósti dags. 02.07.2024 að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð við Furulund til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð. Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um, en tryggja þarf aðgengi að húsi frá götu og strengja sem fara til og frá að spennistöðinni. Ástæða umsóknar um lóð við Furulund er til komin vegna fyrirhugaðrar hleðslustöðvar Ísorku á lóðinni Varmhlíð KS L146115. En með því að staðsetja hana á umbeðnu svæði nýtast innviðirnir einnig til að styrkja dreifikerfi RARIK á Varmahlíðarsvæðinu bæði vegna orkuskipta fyrir íbúa ásamt að nýtast til fyrir fyrirhugaðar rafbílahleðslur Ísorku. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119.“ Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119."

Engar umsagnir bárust við grenndarkynninguna og því lögð fram merkjalýsing fyrir lóðarstofnun lóðar fyrir spennustöð við Furulund í Varmahlíð dags. 12.11.2024. Málsnúmer hjá landeignaskrá er M001283.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna lóðarstofnun.

6.Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfis

Málsnúmer 2409309Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar Skipulagsstofnunar dags. 25.10.2024 vegna fyrirspurnar Skagafjarðar varðandi 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 vegna Þrastarstaða L146605.
Þar kemur m.a. fram það álit að reglugerðarákvæðið eigi við þegar ekki liggur fyrir staðbundið hættumat. Jafnframt er í bréfinu bent á að þar sem í niðurstöðu staðbundins hættumats Veðurstofu Íslands komi fram að hluti byggingarreitsins sé innan hættusvæðis A sé e.t.v. tilefni til að skoða hvort hægt sé að hnika reitnum til svo hann verði allur utan hættusvæða.

Umrætt staðbundið hættumat Veðurstofunnar er dags. 05.07.2024, uppfært 18.09.2024 og er fyrirliggjandi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðinn bygginarreit með þeim skilyrðum að hann verði skertur svo enginn hluti hans verði innan skilgreinds hættusvæðis A, skv. hættumati Veðurstofu Íslands dags. 18.09.2024.

7.Kjartansstaðir lóð L216246 - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 2410230Vakta málsnúmer

Ísólfur Líndal Þórisson og Spire Cecilina Ohlson lóðarhafar Kjartansstaðir lóð L216246 sækja um nafnbreytingu á fasteigninni.
Núverandi nafn er Kjartansstaðir lóð og óskum við eftir að nafninu verði breytt í Kjartansstaðir ll.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið.

8.Þönglaskáli Land (landnr. 223565) - Landskipti

Málsnúmer 2411060Vakta málsnúmer

Þórdís Ólöf Eysteinsdóttir, Eydís Eysteinsdóttir, Gunnar Jón Eysteinsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir þinglýstir eigendur Þönglaskála land, landnúmer 223565 óska eftir heimild til að stofna þrjár spildur úr landinu sem "Þönglaskáli land I", "Þönglaskáli land II" og "Þönglaskáli land III". Fjórða spildan heldur upprunaheitinu. Spildurnar fjórar verða allar jafnstórar 4,88 ha. að stærð hver. skv. merkjalýsingu í verki 73191000 útg. 08.10.2024 unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.

Landheiti vísa til upprunalands og rómverskir tölustafir notaðir til aðgreiningar. Óskað er eftir því að spildurnar verði áfram skráðar sem annað land (80).
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og landnotkun og skerðir ekki landbúnaðarsvæði í flokki I og II.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptra spilda.
Engar fasteignir eru á umræddum spildum.
Enginn hlunnindi fylgja umræddum spildum.

Þönglaskáli land heldur núverandi landnúmeri 223565.

Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000915.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.

9.Sjávarborg II L145955 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2411061Vakta málsnúmer

Helga Hóhanna Haraldsdóttir, Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, Edda Eiríka Haraldsdóttir og Nanna Margrét Haraldsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjávarborg II, landnúmer 145955 óska eftir heimild til að stofna 2,03 ha spildu úr landi jarðarinnar sem "NEÐRIBORG". skv. meðfylgjandi merkjalýsingu í verki 72955001 útg. 17.10.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Í Fasteignaskrá HMS er spildan sem um ræðir merkt "Sjávarborg II, skiki 1/5" og hefur skráða stærð.
Landheiti vísar í upprunajörð. Ekkert annað landheiti er með staðfangið "Neðriborg" í Skagafirði.
Engin hlunnindi fylgja spildunni að landskiptum loknum.
Landskiptum fylgir ekki hlutdeild í sameignarlöndum.
Eftirtalin mannvirki fylgja umræddri spildu eftir landskipti;
F2139959 Mhl 06 Fjárh/hesth/hlaða
F2139959 Mhl 07 Hesthús
F2139959 Mhl 08 Hlaða
Yfirferðarréttur er um landið, um veg (7475) gegnum landið og að skilgreindum lóðum sem þar eru; Smáborg lnr. 231619 og Sjávarborg 2A & 2B lnr. 229261.
Skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035;
- Spildan er á landbúnaðarlandi L1.
- Svæðið er merkt með "MV-7" (Friðaðar minjar).
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun fylgja Sjávarborg II lnr. 145955 eftir breytingar.
Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000518.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.

10.Sjávarborg I L145953 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2411062Vakta málsnúmer


Heiðbjört Kristmundsdóttir, Guðrún B Kristmundsdóttir og Bryndís H Kristmundsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjávarborg I, landnúmer 145953 óska eftir heimild til að stofna 2,55 ha spildu úr landi jarðarinnar sem SJÁVARBORG skv. meðfylgjandi merkjalýsingu í verki 72955000 útg. 17.10.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Í Fasteignaskrá HMS er spildan sem umræðir merkt "Sjávarborg I, skiki 1/7" og hefur skráða stærð.
Landheiti vísar í upprunajörð. Ekkert annað landheiti er með staðfangið "Sjávarborg" í Skagafirði.
Engin hlunnindi fylgja spildunni að landskiptum loknum.
landskiptum fylgir ekki hlutdeild í sameignarlöndum.
Eftirtalin fasteign fylgir umræddri spildu eftir landskipti;
F2139944 Mhl 070101 Fjárhús m. ákurðark.
F2139944 Mhl 100101 Hlaða
Yfirferðarréttur er um landið, um veg (7475) gegnum landið að skilgreindum lóðum sem þar eru; Fuglaskoðunarhús lnr. 233071, Sjávarborgarkirkju lnr. 233072 og Sjávarborg 1a og 1b lnr. 233070.
Skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035;
- Spildan er á landbúnaðarlandi L1.
- Svæðið er merkt "MV-7" (Friðaðar minjar). Það má gera ráð fyrir minjum gamla bæjarins í jörðu.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Sjávarborg I lnr. 145953 eftir breytingar.
Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000514.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.

11.Hleðsluinnviðir í Skagafirði - Fyrirspurn

Málsnúmer 2410254Vakta málsnúmer

InstavoltIceland ehf. hyggst setja upp um 300 stöðvar í kring um landið og eru nú þegar komnar upp 42 stöðvar á níu stöðum. Þá eru framkvæmdir í gangi á Vopnafirði, Vík í Mýrdal og Hafnarfirði.
Instavolt í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja framkvæmdir við uppsetningu á tveimur stöðvum á Sauðarkróki vonbráðar. Jafnframt hefur fyrirtækið áhuga á að styrkja hleðsluinnviði enn frekar í Skagafirði bæði á Hofsósi og Varmahlíð.
Tillaga Instvolts er að setja upp 2 hraðhleðslustöðvar við Sundlaugina á Hofsósi (fylgiskjal 1) og 4 stöðvar á Varmahlíð (fylgiskjal 2).
Stærð lóðar og lögun verður að sjálfsögðu ákveðin með sveitarfélaginu, með tilliti til lagna og annarra sem taka þarf tillit til við útfærslu. Tryggt verður að frágangur verði snyrtilegur og til fyrirmyndar.
Ef tillögur Instavolt hljóta ekki hljómgrunn þá er óskað eftir að taka samtalið við Skipulagsfulltrúa um aðrar staðsetningar.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltúa að funda með InstavoltIceland ehf. varðandi málið í samræmi við umræður fundarins.

12.Birkimelur 35 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2411015Vakta málsnúmer

Birgir Þór Ingvarsson og Eva Berglind Ómarsdóttir sækja um einbýlishúsalóðina við Birkimel 35 í Varmahlíð.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni við Birkimel 35 til Birgis Þórs Ingvarssonar og Evu Berglindar Ómarsdóttur.

13.Borgarteigur 6 (L229020) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2211304Vakta málsnúmer

Í tölvupósti dags. 01.11.2024 óskar Emil Dan Brynjólfsson eftir því að skila inn iðnaðarlóðinni við Borgarteig 6.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

14.Borgarsíða 5 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2210231Vakta málsnúmer

Í tölvupósti dags. 02.11.2024 óskar Skúli Bragason lóðarhafi iðnaðarlóðarinnar Borgarsíðu 5 á Sauðárkróki eftir fresti til að hefja framkvæmdir á lóðinni þar til á vormánuðum 2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að veita frest til 15. maí 2025 til að hefja framkvæmdir.

15.Umsagnarbeiðni vegna máls 1264 2024; Aðalskipulag Dalvíkurbyggððar 2025-2045, Lýsing (Nýtt aðalskipulag)

Málsnúmer 2410226Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð óskar eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045, nr. 1264/2024: Lýsing (Nýtt aðalskipulag). Sjá nánari upplýsingar á Skipulagsgáttinni á eftirfarandi vefslóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264.
Kynningartími er frá 21.10.2024 til 11.11.2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.

16.Umsagnarbeiðni vegna máls nr 1293 2024 í Skipulagsgátt - Aðalskipulag Húnabyggðar 2025-2037 (Nýtt aðalskipulag)

Málsnúmer 2410281Vakta málsnúmer

Húnabyggð óskar eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Húnabyggðar 2025-2037, nr. 1293/2024: Lýsing (Nýtt aðalskipulag)
Sjá nánari upplýsingar á Skipulagsgáttinni á eftirfarandi vefslóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1293. Kynningartími er frá 28.10.2024 til 28.11.2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.

17.Ártorg 4 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2411077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. dags. 11. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Össuri Imsland byggingarfræðingi, f.h. Festi ehf. umsókn um leyfi til að endurnýja skilti/merki sem stendur á þjónustustulóð N1 við Ártorg 4 á Sauðárkróki. Sótt er um að setja upp ID auglýsingaskilti. Meðfylgjandi uppdráttur gerður hjá ASK arkitektum af umsækjanda gerir grein fyrir erindinu. Uppdráttur í verki 0344, númer 10-10, dagsettur 01.11.2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum og íbúum Sauðármýri 3.

18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 49

Málsnúmer 2410022FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 49 þann 17.10.2024.

19.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 50

Málsnúmer 2410027FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 50 þann 25.10.2024.

20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51

Málsnúmer 2411006FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 51 þann 07.11.2024.

Fundi slitið - kl. 12:00.