Fara í efni

Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 2412113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 127. fundur - 18.12.2024

Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 34. fundur - 15.01.2025

Vísað frá 127. fundi byggðarráðs frá 18. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.