Fara í efni

Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 2412113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 127. fundur - 18.12.2024

Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.