Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

127. fundur 18. desember 2024 kl. 12:00 - 13:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir og viðhald 2025

Málsnúmer 2412118Vakta málsnúmer

Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, mætti undir þessum dagskrárlið þar sem farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og viðhald á árinu 2025.

2.Unglingalandsmót 2026 - beiðni um samningaviðræður

Málsnúmer 2412136Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun frá fundi stjórnar UMFÍ sem haldinn var 6. desember sl.:
"Móta- og viðburðanefnd leggur til að óskað verði eftir samningaviðræðum við UMSS og Sveitarfélagið Skagafjörð vegna Unglingalandsmóts 2026. Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir samningaviðræðum."

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

3.Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 2412113Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Tímabundin lokun fyrir bílaumferð

Málsnúmer 2412133Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. desember 2024, frá Bryndísi Lilju Hallsdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar, þar sem óskað er eftir leyfi til að loka fyrir bílaumferð frá innkeyrslu á bílastæði íþróttahúss við Skagfirðingabraut og suður að Kirkjutorgi frá kl. 12:15 til 13:00 þann 31. desember nk., vegna Gamlárshlaups sem hópurinn stendur fyrir þann dag. Fram kemur í erindinu að lögreglan hafi samþykkt lokunina fyrir sitt leyti.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að heimila lokun götunnar á framangreindum tíma.

5.Reglur um veiði refa og minka

Málsnúmer 2410018Vakta málsnúmer

Vísað frá 16. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 28. nóvember sl. með svohljóðandi bókun:

"Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hækka eingöngu verðlaun fyrir vetrarveiði refa og stuðla þannig að aukinni vetrarveiði. Gjaldskrá fyrir unna refi og minnka veturinn 2024 - 2025 verður því eftirfarandi:

Verðlaun fyrir unna refi og minka veturinn 2024-2025,
Grendýr kvótasettir refir 21.000 kr.
Hlaupadýr kvótasettir refir 10.500 kr.
Vetrarveiddir kvótasettir refir 12.500 kr.
Fengnar ógotnar læður apríl-maí (skrokk skilað) 20.000 kr.
Refir utan kvóta (óráðnar skyttur) 1.000 kr.
Minkar kvótasettir 11.500 kr.
Minkar utan kvóta (óráðnar skyttur) 2.500 kr.
Útkall vegna tjóns af völdum refa eða minka, að beiðni Umhverfis- og Landbúnaðarfulltrúa 15.000 kr.

Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi vék af fundi undir þessum lið."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Samráð; Saman gegn sóun - stöðumat og valkostir í úrgangsforvörnum

Málsnúmer 2412134Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 241/2024, "Saman gegn sóun - stöðumat og valkostir í úrgangsforvörnum". Umsagnarfrestur er til og með 13.01. 2025.

7.Ábendingar 2024

Málsnúmer 2401002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ábendingar sem hafa borist í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins sl. mánuði og viðbrögð við þeim.

Fundi slitið - kl. 13:20.