Fara í efni

Endurvinnsla á textíl

Málsnúmer 2412138

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18. fundur - 09.01.2025

Fyrir liggur erindi, dagsett 16. desember 2024 frá formanni Skagafjarðardeildar Rauða krossins, Sólborgu Unu Pálsdóttir, þar sem fram kemur að Rauði krossinn sé hættur að vera með fatagáma til söfnunar á textíl í Skagafirði. Megin ástæða þessara breytinga er sú að Rauði krossinn í Reykjavík hefur hætt rekstri á móttökustöð til flokkunar, en þangað hafa þau föt sem safnast hafa í Skagafirði verið send ásamt fötum frá öðrum deildum Rauða krossins. Með bréfinu er jafnframt verið að kanna möguleika á einhverskonar samvinnu á þessu sviði.
Landbúnaðar- og innviðanefnd harmar að þessi söfnun sé hætt, en endurnýting og notkun á textílvörum er mikilvæg fyrir hringrásarhagkerfið sem við erum sammála um að þurfi að efla. Jafnframt erum við reiðbúin til viðræna um samvinnu á lausnum sem gætu stuðlað að aukinni notkun á endurnýtanlegum textíl í Skagafirði og þar með minnkun á því magni sem farga þarf með öðrum leiðum.
Eftir þessa breytingu er rétt að árétta að nú eiga íbúar að skila öllum textíl á þær sorpmóttökustöðvar sem eru á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi, og Íslenska gámafélagið sér þá um afsetningu hans eftir þeim leiðum sem í boði eru.
Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.