Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 128

Málsnúmer 2501001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 34. fundur - 15.01.2025

Fundargerð 128. fundar byggðarráðs frá 8. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Undir þessum lið sat Arnór Hafstað lögfræðingur með fjarfundarbúnaði.

    Arnór lagði fram drög að endurskoðuðum lóðarleigusamningum við leigutaka á ræktunarlóðum á Nöfunum. Fjöldi lóðaleigusamninga rann út núna síðastliðin áramót og vilji sveitarfélagsins er að kanna möguleika til þess að gera nýja samninga.

    Byggðarráð samykkir samhljóða að senda bréf með áorðnum breytingum til lóðarhafa á Nöfum til að upplýsa þá um stöðu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og B-hluta stofnana og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lántaka langtímalána 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lögð fram beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

    Í viðaukanum er óskað eftir auknu fjármagni vegna:
    -fjölgunar barna í frístund í Varmahlíðarskóla 0,4 stöðugildi til ársloka 2025, 3,6 m.kr
    -eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í leikskólanum Ársölum út árið 2025 10 m.kr.
    -eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í Árskóla til loka skólaársins, 3,8 m.kr.
    -fjölgunar ferða frístundastrætó, 1,5 m.kr.

    Samtals útgjaldaaukning um 18,8 m.kr. Útgjaldaaukningu verði mætt með lækkun handbærs fjár.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2024 frá Kristni Kristóferssyni fjármálastjóra FISK Seafood þar sem óskað er upplýsinga um hvort sveitarfélagið hyggist nýta sér forkaupsrétt að Hafdísi SK-4 sknr 2323.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lagt fram fundarboð þar sem stjórn Brákar íbúðafélags hses. boðar til ársfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 13:00. Fundurinn verður rafrænn á Teams.

    Í samræmi við 11. gr. samþykkta Brákar íbúðafélags hses. eru stofnaðilar og fulltrúaráð sérstaklega boðaðir til fundarins en skal hann opinn öllum. Stofnaðilar hafa einir atkvæðisrétt á fundinum en stjórnarmenn, stofnaðilar og fulltrúar í fulltrúaráði eru einir bærir til að leggja til breytingar á samþykktum.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • .6 2412001 Frístundaakstur
    Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
    "Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."

    Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 27. desember 2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Snorra Snorrasonar, kt. 280470-3179 fyrir hönd fyrirtækisins Tenor slf., kt. 650111-0520 um leyfi til að reka veitingaleyfi í flokki III, samkomusalir, í Menningarhúsinu Miðgarði 560 Varmahlíð, fstnr. 214-0833.

    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 235/2024, "Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun".

    Umsagnarfrestur er til og með 01.02.2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 1/2025, "Verum hagsýn í rekstri ríkisins".

    Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.