Fara í efni

Olíutankur við Sauðárkrókshöfn - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2501046

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 65. fundur - 09.01.2025

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 18. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi á Stoð ehf. verkfræðistofu, fh. Hafnarsjóðs Skagafjarðar/Skeljungs ehf. um leyfi til að koma fyrir 10 m³ olíutanki við svokallað syðra plan við Sauðárkrókshöfn. Við tankinn verður komið fyrir búnaði til afgreiðslu gasolíu á minni skip og báta. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3600-0200, númer S-101, dagsettir 03.12.2024.

Skipulagsnefnd telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem nú þegar er tankur og afgreiðsla á gasolíu á umræddu plani. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en minnir jafnframt á að liggja þarf fyrir samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar varðandi leyfisveitingu.