Upplýsingar um breytingar á meðaldvalartíma leikskólabarna í Skagafirði lagðar fram. Þann 1. september 2024 var meðaldvalartími leikskólabarna í Skagafirði 7,77 klst á dag en þann 1. janúar 2025 var meðaldvalartíminn 7,62 klst á dag. Breytingar á gjaldskrá tóku gildi þann 1. október 2024. Helsti munurinn að mati leikskólastjóra er að færri börn eru skráð á milli 7:45 og 08:00 og á milli 16:00 og 16:15 sem leiðir til þess að dagurinn byrjar og endar í meiri rólegheitum. Eins hefur það komið sér vel þegar kemur að mönnun því sjaldnar þarf að greiða yfirvinnu ef einhvern vantar á þessu tímabili. Talsvert hefur verið um að foreldrar hafi gert breytingar á dvalartíma oftar en einu sinni og skapar það mikla vinnu við útreikning gjalda.
Fræðslunefnd óskar eftir því að fá stöðumat aftur í vor. Samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd óskar eftir því að fá stöðumat aftur í vor. Samþykkt samhljóða.