Fara í efni

Iðutún 17 - Lóðarmál, umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2502057

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 68. fundur - 20.02.2025

Ásbjörn Óttarsson lóðarhafi Iðutúns 17 á Sauðárkróki óskar eftir heimild til að stækka lóðina um 39,6 m2 til norðurs við núverandi lóð inn á opið svæði Skagafjarðar fyrir frágang umhverfis íbúðarhús.
Umbeðin stækkun er skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur nr. S01 í verki nr. 79001801, dags. 20. janúar 2025. Á uppdrættinum eru undirskriftir frá lóðarhöfum eftirfarandi lóða sem samþykki án athugasemda við umsókn lóðarhafa Iðutúns 17: Gilstún 20, 22, 24 og 26 og Iðutún 10, 12, 15 og 19.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðna lóðarstækkun við Iðutún 17 og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna uppfært lóðarblað og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gert verði deiliskipulag fyrir suðurhluta túnahverfisins á Sauðárkróki (Laufblaðið).

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Vísað frá 68. fundi skipulagsnefndar frá 20. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Ásbjörn Óttarsson lóðarhafi Iðutúns 17 á Sauðárkróki óskar eftir heimild til að stækka lóðina um 39,6 m2 til norðurs við núverandi lóð inn á opið svæði Skagafjarðar fyrir frágang umhverfis íbúðarhús.
Umbeðin stækkun er skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur nr. S01 í verki nr. 79001801, dags. 20. janúar 2025. Á uppdrættinum eru undirskriftir frá lóðarhöfum eftirfarandi lóða sem samþykki án athugasemda við umsókn lóðarhafa Iðutúns 17: Gilstún 20, 22, 24 og 26 og Iðutún 10, 12, 15 og 19.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðna lóðarstækkun við Iðutún 17 og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna uppfært lóðarblað og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gert verði deiliskipulag fyrir suðurhluta túnahverfisins á Sauðárkróki (Laufblaðið).“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að gert verði deiliskipulag fyrir suðurhluta túnahverfisins á Sauðárkróki (Laufblaðið).