Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 133
Málsnúmer 2502008FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Bryndís Lilja Hallsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Heimsending máltíða er hluti af heimaþjónustu sveitarfélagsins. Heimsending máltíða er þjónusta fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir og eiga rétt á heimaþjónustu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Þjónustan var boðin út á síðasta ári samhliða öðru útboði en þá var öllum tilboðum hafnað þar sem ákveðið var að taka útfærslu málsins til endurskoðunar. Nú hefur sú endurskoðun farið fram og er því lagt til að bjóða þjónustuna út að nýju. Lögð voru fram drög að útboðsgögnum fyrir útboð á þessari þjónustu.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
"VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim eldri borgurum sem búa á Sauðárkróki. Þetta er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1. 12. 2022 að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að matarþjónusta fyrir alla eldri borgara í sveitarfélaginu hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. Ekki er sú þjónusta enn í boði þrátt fyrir ákveðna undirbúningsvinnu þessu tengdu. Það er sannarlega gott að sjá endurnýjun á útboði fyrir matarþjónustu á Sauðárkróki en dapurt að ekki sé horft á samfélagið okkar allt í slíku útboði með tilheyrandi mismunun í þjónustu vegna búsetu."
Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1. des. 2022 að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. Starfsmenn nefndarinnar hafa unnið gríðarlega mikla og góða undirbúningsvinnu og mikilvægt að koma þessari grunnþjónustu í framkvæmd. Á fundi félagsmála- og tómstundanefndar 6. febrúar síðastliðin kom fram að verkefnið hafi ekki enn komist til framkvæmda. Mér þykir undarlegt að útfærsla á heimsendum mat í dreifbýli Skagafjarðar hafi ekki verið unnið í samfellu við þá útboðslýsingu sem hér liggur fyrir fundinum, þar sem félags- og tómstundanefnd lagði upp með að þjónusta á heimsendum mat í dreifbýli hefði átt að hefjast fyrir um 18 mánuðum síðan."
Meirihluti óskar bókað:
"Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks taka undir að umrædd vinna um hvort mögulegt sé að keyra mat til eldri borgara hefur tekið of langan tíma, en búið er að gera könnun um áhuga fólks á heimsendingu matar í dreifbýli ásamt því að vinna kostnaðaráætlun við dreifingu. Á næsta fundi félagsmála- og tómstundanefndar kemur minnisblað frá starfsmönnum nefndarinnar um þá möguleika sem eru í boði. Í framhaldi af því verður tekinn ákvörðun um hvernig þessum málum verður best háttað."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að útboðsgögnum og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að bjóða þjónustuna út í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Bryndís Lilja Hallsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir útboð á akstursþjónustu fyrir aldraða í Skagafirði. Um er að ræða akstur íbúa í og úr dagdvöl aldraðra.
Þjónustan var boðin út á síðasta ári samhliða öðru útboði en þá var öllum tilboðum hafnað þar sem ákveðið var að taka útfærslu málsins til endurskoðunar. Nú hefur sú endurskoðun farið fram og er því lagt til að bjóða þjónustuna út að nýju með breyttum skilmálum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að útboðsgögnum og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að bjóða þjónustuna út í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Sunna Björk Atladóttir frá Fasteignasölu Sauðárkróks sat fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur ástandsmat frá VSÓ ráðgjöf á Faxatorgi 1, skrifstofuhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Ræddar voru verðhugmyndir á fasteignina.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa Faxatorg 1 til sölu. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Sunna Björk Atladóttir frá Fasteignasölu Sauðárkróks sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Umræður um eignarhald á félagsheimilum í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leita úrlausnar fyrir dómstólum á eignarhaldi félagsheimilanna Melsgils, Árgarðs, Ketiláss og Höfðaborgar. Eignarhald á öðrum félagsheimilum liggur fyrir. Byggðarráð felur Sunnu Björk Atladóttur að fara með málið fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Byggðarráð Skagafjarðar mótmælir harðlega því aðgerðarleysi sem átt hefur sér stað hjá Reykjavíkurborg með þeim afleiðingum að búið er að loka austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Höfuðborg Íslands gegnir margvíslegu þjónustuhlutverki fyrir landið allt. Þar er m.a. að finna Landspítalann, stærsta og fullkomnasta spítala á landinu sem gegnir gríðarlegu öryggishlutverki fyrir alla landsmenn. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi tryggs öryggis að þjónustu spítalans og þar skiptir miklu máli að sjúkraflug eigi óheft aðgengi að vellinum og að rekstraröryggi flugbrautanna sé tafarlaust tryggt.
Hátt í 650 sjúklingar eru fluttir á ári hverju til Reykjavíkur með sjúkraflugvélum af landsbyggðinni. Í um 45% tilfella eru það sjúklingar sem þurfa að komast í bráðaþjónustu og tímaháð inngrip. Austur/vestur flugbrautin er notuð í um 25% af öllum hreyfingum á Reykjavíkurflugvelli og lokun brautarinnar hefur því áhrif á um 160 flug á ári eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkum miðað við fjölda sjúklinga á síðasta ári. Þá gegnir Reykjavíkurflugvöllur einnig lykilhlutverki í sjúkraflugi til og frá landinu þegar einstaklingar þurfa að komast í bráðaaðgerðir sem ekki er hægt að sinna hérlendis.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á Reykjavíkurborg að grípa nú þegar til tafarlausra aðgerða og tryggja fellingar þeirra trjáa sem nauðsynlegt er að fella til að opna megi varanlega austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Verði það ekki raunin gerir byggðarráð þá kröfu að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ríkisstjórn Íslands nýti allar þær heimildir sem unnt er til að tryggja óraskaða starfsemi sjúkraflugs á Íslandi. Minnt er á að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er tilgreint að áhersla verði lögð á jafnt aðgangi að heilbrigðisþjónustu og annarri opinberri þjónustu, óháð búsetu. Í þessu máli eru mannslíf í húfi og ekki rými til tafa eða ábyrgðarleysis. Bókun fundar Málið var tekið á dagskrá með afbrigðum og afgreitt á 35. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12. febrúar sl. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Lagður fram tölvupóstur frá Drangey - smábátafélagi Skagafjarðar, dagsettur 10. febrúar 2025 þar sem þess er farið á leit við byggðarráð að endurskoða þá ákvörðun sína að sækja ekki um undanþágu vinnsluskyldu mótframlags.
Það fyrirkomulag sem var til afgreiðslu á 31. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar er samsvarandi fyrirkomulagi sem samþykkt var á síðasta ári eftir mikil fundahöld og samtöl við m.a. forsvarsmenn Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, FISK Seafood og sérfræðinga matvælaráðuneytis. Með vísan til tilmæla ráðuneytisins á síðasta ári telur byggðarráð sér ekki fært að sækja um undanþágu vinnsluskyldu, enda voru skýr skilaboð frá ráðuneytinu á síðasta ári um að slík undanþága frá reglugerð um úthlutun byggðakvóta yrði ekki samþykkt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki tillögu um frekari breytingar á afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar en þær tillögur eru til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Vísað 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar þann 6. febrúar sl., þannig bókað:
"Lögð fram endurskoðuð samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
Einnig farið yfir drög að gjaldskrá um hunda- og kattahald þar sem gert er ráð fyrir að gjöldin lækki í samræmi við breytingu á þjónustu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna að endanlegri útgáfu gjaldskrár."
Byggðarráð samþykkir samhljóða samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samþykkt um hunda og kattahald, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 1.8 2502080 Samráð; Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælumByggðarráð Skagafjarðar - 133 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 19/2025, "Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum".
Umsagnarfrestur er til og með 20.02.2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að óska eftir áliti og hugmyndum frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 23/2025, "Breyting á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög".
Umsagnarfrestur er til og með 17.02.2025.
Kynnt áform um fyrirhuguðarar breytingar á 129. grein sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um endurskoðun á ferli kostnaðarmats, þ.e. mati á hugsanlegum áhrifum frumvarpa, tillagna að stjórnvaldsfyrirmælum eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á fjárhag sveitarfélaga. Breytingunum er ætlað að koma til móts við gagnrýni sveitarfélaga, m.a. um að dæmi séu um að kostnaðarmat af þessu tagi séu ekki framkvæmd, matið sé oft ekki fullnægjandi, óljóst sé hvenær leita eigi umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvernig leyst skuli úr ágreiningi. Byggðarráð Skagafjarðar hefur ítrekað bent á skort á kostnaðarmati eða að það sé framkvæmt á ófullnægjandi hátt og fagnar því fyrirhuguðum áformum. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 133 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fer fyrir verkefninu Áætlun eignamarka. Verkefnið felst í að drög eru unninn á landamerkjum jarða út frá aðgengilegum gögnum og afrakstur þess borinn undir landeiganda. Helstu gögn sem notuð eru landamerkjabækur auk þinglýstra skjala. Markmið verkefnisins er að tryggja yfirsýn og samræmda opinbera skráningu á landi með tilheyrandi ávinningi fyrir landeiganda og samfélag. Áætlunin hefur ekki áhrif á tilvist eða efni eignarréttinda landeiganda eða áhrif á þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Landeignaskrá skráir ekki áhrif á þinglýsingarhluta fasteignaskrár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að yfirfara eignamörk þeirra jarða sem HMS hefur sent sveitarfélaginu sem eiganda jarða og gera eftir ástæðum athugasemdir við. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 134
Málsnúmer 2502017FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Mál áður á dagskrá 132. fundar byggðarráðs þann 6. febrúar sl.
Tilboð hefur borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðinu og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Húsið sem gengur í daglegu tali manna í dag undir heitinu Maddömukot á Sauðárkróki er talið byggt árið 1887. Húsið er einnig nefnt Hofsbúðir. Varðveislugildi þess er metið miðlungs í tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Sauðárkrók frá árinu 2018. Ljóst er að Skagafjörður hefur ekki not fyrir húsið en það myndi sóma sér vel á nýjum stað ef vel yrði staðið að endurgerð þess.
Ef skoðaðar eru ljósmyndir frá því fyrir aldamót má sjá að tveir skúrar stóðu þar sem lóðin Aðalgata 16c er í dag þar sem Maddömukot stóð áður. Samkvæmt brunavirðingum frá 1916-1917 voru þessir tveir skúrar teknir niður og nýtt hús reist á því svæði. Húsið er því talið hafa verið byggt á þessum árum. Húsið var til að byrja með nýtt sem fjós, hesthús og geymsla en gegndi síðar meir ýmsum hlutverkum. Mjög líklegt verður að teljast að efni úr skúrunum tveimur hafi verið nýtt í húsið og því sé hluti þess frá því um 1887-1888. Það myndi einnig skýra að einhverju leyti útlit hússins sem er ekki að öllu leyti samhæft.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa húsið í núverandi ástandi gefins gegn því að það verði gert upp á nýjum stað í samræmi við kröfur Minjastofnunar Íslands. Húsið er aldursfriðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 sem þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands. Áhugasamir hafi samband skv. auglýsingu fyrir 1. maí nk. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa húsið. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Körfuboltavöllur við Árskóla varð fyrir tjóni í vonskuveðri sem gekk yfir landið 3. febrúar sl. þegar hluti af flísum á vellinum flettist af. Fyrir liggur minnisblað frá Samúeli Rósinkrans Kristjánssyni, umsjónarmanni Eignasjóðs, þar sem lagðar eru fram tillögur að úrbótum vallarins. Talið er skynsamlegast að endurnýja völlinn að fullu fremur en að ráðast í bætur á þeim flísum sem skemmdust í illviðrinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að endurnýja völlinn að fullu og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Skagafirði barst bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
Frestur til að skila inn tilnefningu eða framboði er til kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Lagt fram bréf frá Pílukastfélagi Skagafjarðar dagsett 10. febrúar 2025 þar sem óskað er eftir styrk til niðurgreiðslu húsaleigu félagsins. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda ásamt því að Árskóli er með tíma í sal Pílukastfélags Skagafjarðar. Kostnaður vegna leigu á síðasta ári var um 790.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til félagsmála- og tómstundanefndar og leggur til að nefndin óski eftir fundi með forsvarsmönnum Pílukastfélags Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi dagsett 11. febrúar 2025. Félagið hefur fengið afnot af húsinu Þangstöðum á Hofsósi undanfarin 5 ár, endurgjaldslaust en hafa lagt vinnu og fjármagn í endurbætur á húsnæðinu á undanförnum árum. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði vegna þakviðgerða á húsinu. Áætlaður kostnaður við verkið er um 600.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að styðja félagið um 250.000 krónur til að mæta kostnaði vegna þakviðgerða á húsinu. Styrkurinn er veittur af fjárhagslið 21890. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
- 2.8 2502080 Samráð; Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælumByggðarráð Skagafjarðar - 134 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 19/2025, "Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum".
Umsagnarfrestur er til og með 20.02.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að sveitarfélagið Skagafjörður hefur haft afar takmarkaðan aðgang að fundum sem haldnir hafa verið um samræmingu eftirlitskerfa hjá ríki og sveitarfélögum. Það er óásættanlegt með öllu og ekki nægjanlegt að funda eingöngu með landshlutasamtökum sveitarfélaganna sem koma ekki beint að t.d. rekstri heilbrigðiseftirlita eða hafa nokkra tengingu við þau.
Byggðarráð tekur hins vegar undir sjónarmið um að núverandi kerfi þurfi uppfærslu. Með mikilli stækkun UST og Mast hefur orðið ákveðin skörun á milli verkefna í eftirlitskerfinu. Eins er ljóst að samræming í vinnubrögðum á milli embætta um kröfur, úttektir og skýrslugerð þarf að vera meiri ásamt því að nútímavæða þarf upplýsingagjöf, umsóknaferli og skil á niðurstöðum.
Það verður að teljast óásættanlegt að flytja eingöngu burt frá sveitarfélögum landsins þann hluta verkefna sem gefur sértekjur en skilja eftir umræðulaust málaflokka eins og tiltekt á lóðum og lendum, vöktun á loftgæðum, vatnsgæðum og strandsjó, ásamt því að umsagnir og ráðgjöf eigi að vera áfram hjá sveitarfélögunum.
Reynslan af flutningi á þjónustu sem þessari frá nærsamfélögum gefur jafnframt fullt tilefni til að hræðast þann samruna og samþjöppun sem líklegt er að verði í kjölfarið á stofnunum og aðstöðu þeirra sem verkin vinna af hálfu eftirlitsstofnanna. Því er veruleg hætta á auknum kostnaði við þjónustu þeirra fyrirtækja sem þurfa á þessum úttektaraðilum að halda til að fá útgefin starfsleyfi í t.d. ferðaþjónustu og matvælaiðnaði.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur heilshugar undir áður birta umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og vill ítreka að byggðarráð telur að vinna þurfi þetta mál mun betur og í meira samráði við sveitarfélögin. Markmiðið á að vera að laga þá hnökra sem eru á núverandi kerfi en tryggja um leið að eftirlitsþjónustan og ráðgjöfin í kringum hana sé sem næst þeim sem á henni þurfa að halda.
Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 134 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 26/2025, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, og tollalögum, nr. 88/2005, o.fl."
Umsagnarfrestur er til og með 24. febrúar 2025.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt fram áform um breytingar á 4. kafla tollskrár sem er viðauki við tollalög nr. 88/2005 sem hefur þá megin breytingu í för með sér að innfluttur ostur, kallaður pizzaostur, sem unninn er úr mjólkurafurðum og blandaður jurtaolíu, færist úr því að vera með 30% toll á hvert kíló yfir í tollaflokk fyrir jurtaost sem ber engan toll. Megin rök ráðuneytisins fyrir þessu er niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar WCO um að þetta væri röng tollaflokkun á innflutta jurtablandaða ostinum. Rétt er að hafa í huga að sú niðurstaða var á grundvelli atkvæðagreiðslu sérstakrar nefndar og er niðurstaða WCO ekki skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt reglum WCO sjálfs er Ísland ekki skuldbundið til að fylgja þessari niðurstöðu þegar íslenskir dómstólar hafa þegar tekið málið til efnislegrar úrlausnar og komist að annarri niðurstöðu. Það hafa þeir nú gert í tvígang og er niðurstaðan í bæði Héraðsdómi og Landsrétti skýr um það að ostur sem blandaður er jurtaolíu skal flokkast undir 4. kafla tollskrár og bera því 30% toll en ekki 21. kafla sem kveður á um enga tolla.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að íslensk stjórnvöld standi vörð um innlenda matvælaframleiðslu með því að beita af fullum þunga tollum á alla innflutta osta sem reynt er að flytja hingað til lands til viðbótar við þá fjölmörgu osta sem nú þegar eru innfluttir samkvæmt samningi og án tollkvóta. Það magn sem hér um ræðir samsvarar framleiðslumagni margra tuga mjólkurbúa á Íslandi og það er skylda okkar að standa vörð um þá framleiðslu umfram fjárhagslega hagsmuni þeirra sem vilja flytja inn ódýrari vöru blandaða jurtaolíu. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á fjármála- og efnahgasráðherra að falla frá fyrirhuguðum áformum um breytingar á tollalögum. Bókun fundar Afgreiðsla 134. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 135
Málsnúmer 2502021FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Mál síðast á dagskrá 134. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar sl.
Meðferðarheimilið Háholt tók til starfa í janúar árið 1999. Húsið er 386 fm að stærð, sérbyggt sem meðferðarheimili og var rekið sem slíkt í tæp 20 ár. Árið 2014 voru gerðar miklar endurbætur á húsinu til að íslensk stjórnvöld gætu uppfyllt ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um neyðarvistun barna. Þremur árum síðar tóku stjórnvöld þá ákvörðun að loka Háholti en byggja þess í stað nýja meðferðarstofnun nær höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt fréttum frá þeim tíma var búið að tryggja fjárheimild til uppbyggingar slíkrar stofnunar og rekstrarfé. Undanfarin sumur hefur Reykjadalur rekið sumarbúðir fyrir börn og ungmenni í Háholti en húsið ekki verið nýtt á veturna. Þrátt fyrir margar ábendingar frá sveitarfélaginu Skagafirði til mennta- og barnamálaráðuneytis og Barna- og fjölskyldustofu um tilvist Háholts og aðstöðuna þar virðist sá kostur ekki hafa verið tekinn til skoðunar af hálfu stjórnvalda sem meðferðarúrræði, jafnvel þó sú óásættanlega staða sé uppi að börn eru í dag neyðarvistuð í fangaklefum í Hafnarfirði. Áður en sveitarfélagið tók þá ákvörðun að setja Háholt á sölu var enn og aftur send tilkynning til framangreindra aðila um að til stæði að setja húsið á sölu en engin viðbrögð hafa borist frá ráðuneytinu eða Barna- og fjölskyldustofu þrátt fyrir það.
Tvö tilboð hafa nú borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tilboðunum og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháð sendi inn svohljóðandi erindi:
"Með tölvupósti þann 24. maí 2024, fyrir 9 mánuðum síðan, óskaði undirrituð eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafa fengið verk án útboðs á vegum sveitarfélagsins síðastliðin 5 ár og hve mikið var greitt fyrir hvert verk. Upplýsingarnar áttu við þau verk sem ekki voru útboðsskyld en voru yfir eina milljón í kostnaði.
Enn hafa hafa þessar upplýsingar ekki verið afhentar þrátt fyrir nokkrar ítrekanir á málinu síðastliðna mánuði.
Samkvæmt lögum um opinber innkaup og innkaupareglum sveitarfélaga, sem sveitarfélögum er skylt að setja sér, ætti að vera skýrt hvernig innkaupum er háttað, þar með talið hvenær rétt er að viðhafa útboð og hvenær þess þarf ekki. Þessar reglur ættu einnig að taka á því hvernig upplýsingar um innkaup eru aðgengileg, þar á meðal hvaða verktakar frá greiðslur fyrir verk sem ekki fara í útboð. Sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggja fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem geta komið til umfjöllunar í sveitarstjórn sbr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórnarmenn bera ábyrgð á að tryggja lögmæta og hagkvæma starfsemi sveitarfélags og er upplýsingarétturinn rýkur þáttur í að þeir geti uppfyllt þá skyldu.
Í ljósi þessa löngu tafa á afhendingu áður umbeðna upplýsinga, legg ég nú formlega fram það erindi fyrir byggðarráð að fá þær afhentar, nú innan þess tímaramma sem sveitarstjórnarlög kveða á um."
Samkvæmt 28. grein sveitarstjórnarlaga eiga sveitarstjórnarmenn rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggja fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þær upplýsingar sem óskað er eftir liggja ekki tilbúin fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins heldur hefur þurft mikla vinnu við að safna þeim saman og yfirfara með hvaða hætti farið var í tiltekin verk, hvort farið var í útboð, viðhöfð verðfyrirspurn, unnið eftir rammasamningum o.s.frv. Hafa ber í huga að sveitarfélagið hefur framkvæmt eða sinnt viðhaldi fyrir um eða yfir milljarð króna á ári hverju undanfarin ár.
Það er ákvörðun sveitarstjóra eða sveitarstjórnar að taka hvort farið sé í slíka vinnslu. Ef ákvörðun er tekin um slíka vinnslu er ekki tiltekinn tímafrestur á skilum heldur ber að upplýsa fyrirspyrjanda um ef vinnslan tekur langan tíma.
Fyrir liggur að sveitarstjóri hefur upplýst fyrirspyrjanda um að unnið sé að vinnslu gagna til svara fyrirspurninni. Jafnframt hefur fyrirspyrjandi verið upplýstur um hve viðamikil hún er. Þá liggur fyrir að þeir starfsmenn sem höfðu mesta aðkomu að verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins á þessum árum, þ.e. fyrrverandi sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, forstöðumaður framkvæmda og umsjónarmaður eignasjóðs, eru ýmist komnir til annarra starfa eða fallnir frá og aðgangur að hluta gagna því vandkvæðum bundinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar og svara fyrirspurninni.
Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Í maí 2023 varð byggðarráð Skagafjarðar sammála um að skoða hvort ekki væri skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum af þeim 10 félagsheimilum sem sveitarfélagið á ýmist að öllu leyti eða að verulegu leyti eignarhlut í. Á fundum byggðaráðs í janúar 2024 var síðan fjallað áfram um hugsanlega sölu og fundað um hana með fulltrúum Ljósheima, Skagasels og Félagsheimilisins Rípurhrepps, ásamt því að samþykkt var samhljóða að upplýsa um áformin með skriflegum hætti til fulltrúa félagasamtaka sem hafa tengst uppbyggingu húsanna. Einnig hefur verið leitað eftir heimild menningar- og viðskiptaráðuneytis til að hefja söluferli þessara félagsheimila í samræmi við lög um félagsheimili nr. 107/1970. Svar barst við því erindi frá ráðuneytinu 11. maí 2024, þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða sölu.
Í framhaldi af þessu var boðið til opinna funda í hverju og einu þessara þriggja framangreindu félagsheimila þar sem íbúum var gefinn kostur á að segja sína skoðun. Fundirnir voru góðir og málefnalegir en megin niðurstaða þeirra var að það væri ekki talið skynsamlegt að sveitarfélagið ætti öll þessi félagsheimili en notkunarmynstur þeirra hefði breyst mikið á liðnum árum vegna meðal annars breyttra samgangna og fleira. Á fundunum komu einnig fram skiptar skoðanir um hvernig sveitarfélagið ætti að standa að sölunni.
Með bréfi dagsettu 5. júlí 2024 óskaði hópur íbúa í Hegranesi eftir sveitarfélagið gengi ekki til þess að auglýsa Félagsheimili Rípurhrepps til sölu, heldur yrði gengið til viðræðna við þann hóp um eignarhald og rekstrarumsjón hússins. Í framhaldinu var fundað með forsvarsmönnum hópsins. Í kjölfar þess hafa tvær mismunandi útfærslur á söluleiðum verið kannaðar. Annars vegar að auglýsa viðkomandi félagsheimili til sölu og selja hæstbjóðenda eða hins vegar að setja upp matskerfi þar sem hverjum og einum matshluta væri gefið vægi við mat á þeim tilboðum sem myndu berast. Sú leið að ganga til samninga við einstaklinga eða hópa án auglýsingar er ekki ásættanleg með hliðsjón af jafnræði íbúa og stjórnsýslureglum.
Eftir ítarlega skoðun og með hagsmuni allra íbúa Skagafjarðar að leiðarljósi er niðurstaðan sú að það sé ekki góð stjórnsýsla að ganga til viðræðna við einstaklinga eða hópa um að eignast húsið án auglýsingar. Sú leið að setja upp matskerfi til að velja milli mismunandi hópa eða einstaklinga er flókin í framkvæmd, ásamt því að vægi verðsins í tilboði viðkomandi myndi alltaf vega þungt. Það er því niðurstaða byggðarráðs að heiðarlegast og gagnsæjast sé að auglýsa viðkomandi félagsheimili til sölu til hæstbjóðanda á opnum markaði og þá geta bæði einstaklingar eða hópar boðið í eignina.
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum óskar bókað:
"VG og óháð telja að sala félagsheimila í dreifðum byggðum Skagafjarðar þurfi að fara fram með afar varfærnum hætti og í nánu samráði við íbúa hvers svæðis fyrir sig. Félagsheimili gegna mikilvægu hlutverki sem samkomustaðir fyrir íbúa, bæði í menningarlegu og félagslegu tilliti, og því verður ekki horft eingöngu til fjárhagslegra sjónarmiða við ákvarðanir um framtíð þeirra.
Við leggjum áherslu á að engin félagsheimili í jaðarbyggðum eða svæðum þar sem þau gegna lykilhlutverki í félagslífi og samheldni samfélagsins verði seld án breiðrar sáttar við nærsamfélagið. Jafnframt teljum við að áður en ákvörðun er tekin um sölu einstakra félagsheimila verði að liggja fyrir ítarlegt mat á samfélagslegum áhrifum slíkrar sölu og hvaða úrræði standa til boða til að viðhalda því mikilvæga hlutverki sem félagsheimilin gegna í sínum nærumhverfum.
Sú leið að nota matskerfi til að velja félagsheimilunum framtíðareigendur er vel fær og hefur verið farin áður hjá sveitarfélaginu þegar “Hlaðan? eða Sauðá fékk nýtt hlutverk.
VG og óháð munu ekki samþykkja sölu félagsheimila sveitarfélagsins nema sýnt sé fram á að slík sala sé í góðri sátt við íbúa viðkomandi svæðis og að önnur úrræði hafi verið skoðuð til að tryggja áframhaldandi aðgengi samfélagsins að nauðsynlegum félags- og menningarlegum mannvirkjum.
Undirrituð minnir á að áheyrnarfulltrúi í byggðarráði hefur ekki atkvæðarétt. "
Byggðarráð samþykkir því samhljóða að hafna hugmyndum áðurnefnds undirbúningshóps sem óskaði eftir að ganga til viðræðna um yfirtöku eignarinnar án þess að hún væri auglýst á opnum markaði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa félagsheimilið Skagasel og Félagsheimili Rípurhrepps til sölu á almennum markaði og felur sveitarstjóra að semja við Fasteignasölu Sauðárkróks um að sjá um framkvæmdina.
Jafnframt samþykkir byggðarráð samhljóða eftirfarandi tillögu:
"Við uppbyggingu félagsheimilanna í Skagafirði komu félög eins og ungmennafélag, kvenfélag og búnaðarfélag að byggingu og rekstri félagsheimilanna með margvíslegum hætti, svo sem með stofnframlagi, sjálfboðavinnu félagsaðila eða við að skaffa efnivið. Þó svo félögin hafi ekki tekið virkan þátt í rekstri og kostnaði við viðhald húsanna þá getum við öll verið sammála um að framlag þessara félaga hafi skipt sköpum í uppbyggingu og rekstri húsanna. Virkni þessara félaga er mismunandi í dag og hafa ungmennafélögin sameinast allflest undir Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og er Félag skagfirskra kvenna (SSK) samnefnari þeirra 11 kvenfélaga sem eru starfandi í Skagafirði í dag. Byggðarráð samþykkir að 10% af söluandvirði félagsheimilanna sem seld verða muni renna til UMSS og SSK, í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna. Þetta ákvæði gildir ekki í þeim tilfellum þar sem til eru sérsamningar milli viðkomandi félaga og sveitarfélagsins um skiptingu söluandvirðis, komi til sölu viðkomandi félagsheimils." Bókun fundar Í upphafi þessa sveitarstjórnarfundar var samþykkt að taka mál 2503095 - "Tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu félagsheimili Rípurhrepps", inn á dagskrá fundarins með afbrigðum og er málið númer 18 á dagskrá fundarins. Afgreiðslu þessa máls er vísað til þess dagskrárliðar. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Stefanía Hjördís Leifsdóttir, rekstraraðili félagsheimilisins Ketiláss í Fljótum sendi formlegt bréf, dagsett 6. febrúar sl., til að lýsa yfir áhyggjum af gólfi í sal hússins. Starfsmenn eignasjóðs fóru á staðinn og hefur tóku út ástandið á gólfinu. Þeir meta ástand gott að öðru leiti en sjáanlegt slit er á álagsflötum á yfirborði gólfefna í sal sem hægt er að bregðast við með því að pússa upp parketið og lakka það að nýju.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að setja yfirborðsmeðhöndlun á parketi í fjárhagsáætlun næsta árs fyrir Ketilás. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Stjórn Íbúasamtaka Varmahlíðar sendi formlegt erindi til byggðarráðs Skagafjarðar dagsett 17. febrúar 2025. Í bréfinu er greint frá því að á fundi íbúasamtakanna 12. febrúar sl. hafi verið fjallað um vöntun á frágangi á Birkimel í Varmahlíð. Er þá sérstaklega horft til þess að eftir sé að ganga frá gangstéttum, setja upp götulýsingu og gerð einhverra hraðatakmarkandi aðgerða til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Óskað er eftir skriflegu svari frá sveitarfélaginu um hvernig er áætlað að ganga frá götunni og hvenær áætlað sé að því verði lokið.
Byggðarráð upplýsir um að tilhögun götulýsingar við syðri hluta Birkimels verður unnin með sama hætti og við Nestún á Sauðárkróki, þ.e. að götulýsingu verður komið fyrir við þegar byggð hús og svo bætt við koll af kolli eftir því sem fleiri hús rísa. Byggðarráð felur jafnframt sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun fyrir lagningu gangstéttar, annars vegar við norðurhluta götunnar frá þeim enda sem gangstétt lýkur, og hins vegar við nýrri hluta götunnar. Byggðarráð tekur málið aftur fyrir þegar sú áætlun liggur fyrir.
Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Byggðarráð Skagafjarðar harmar að búið sé að leggja fram frumvarp á Alþingi (þingskjal 107), þar sem verið er að draga til baka breytingar sem gerðar voru á búvörulögum nr. 99/1993 með lögum nr. 30/2024, en þar var opnað fyrir heimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva til samstarfs og/eða sameiningar, með það að markmiði að þau gætu hagrætt í rekstrinum og þannig stuðlað að hærra afurðaverði til bænda og lægra vöruverði til neytenda.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra að draga umrætt þingmál tafarlaust til baka og hætta við áformin. Jafnframt bendir byggðarráð á að það er í hæsta máta óeðlilegt að fara fram með þessa tillögu að breytingu á lögum á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar sem væntanleg er um 20. apríl nk. Sú niðurstaða mun skera úr um niðurstöðu Héraðsdóms frá 18. nóvember sl. en hún var sú að umrædd lög hafi ekki verið sett á með réttum stjórnskipulegum hætti.
Byggðarráð Skagafjarðar minnir jafnframt á mikilvægi þess að íslenska ríkið standi vörð um innlenda búvöruframleiðslu og að henni sé gert kleift að hagræða í rekstri afurðastöðva. Samkeppnin við innfluttar afurðir er mikil en í öllum okkar nágrannalöndum eru afurðastöðvar bæði fáar og mjög stórar og hagræðing því þegar búin að eiga sér stað þar. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 32/2025, "Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga".
Umsagnarfrestur er til og með 28.02.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að loksins sé komið fram frumvarp til laga um breytingu á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Það er löngu tímabært að endurskoða reglurnar og uppfæra þær til samræmis við þarfir og raunveruleika sveitarstjórnarstigsins í dag en sveitarfélögum landsins hefur fækkað umtalsvert á liðnum áratugum á sama tíma og verkefnum þeirra hefur fjölgað verulega. Byggðarráð fagnar því jafnframt að í frumvarpinu er lögð áhersla á að Jöfnunarsjóður styðji í auknum mæli við landstór, fjölkjarna sveitarfélög sem hafa stór þjónustusvæði, fjölbreytt byggðarmynstur og af þeim sökum miklar og flóknar útgjaldaþarfir. Breytingarnar eru til þess fallnar að styðja við þróun sveitarstjórnarstigsins og sjálfbærni þess og er mikilvægur þáttur í jöfnun búsetuskilyrða í dreifðum byggðum. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. - 3.8 2502204 Samráð; Frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélögByggðarráð Skagafjarðar - 135 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 38/2025, "Frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög".
Umsagnarfrestur er til og með 04.03.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur ítrekað bent á skort á kostnaðarmati eða að það sé framkvæmt á ófullnægjandi hátt og fagnar því fyrirhuguðum áformum um að mikilvægi mats á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög sé lagt til grundvallar við gerð laga og reglugerða.
Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 40/2025, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða)".
Umsagnarfrestur er til og með 06.03.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um breytingar á lögum um almennar íbúðir. Nauðsynlegt er að stuðla að lækkun fjármögnunarkostnaðar stofnframlagshafa en einnig að tryggja að stuðningur við húsnæðisuppbyggingu sé í samræmi við raunverulegan byggingarkostnað íbúða. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skagafjarðar, sat fundinn undir þessum lið.
Hrefna Gerður kynnti niðurstöður HR monitor mannauðsmælinga sem sendar eru með reglulegu millibili til allra starfsmanna sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 135 Málið var síðast á dagskrá 129. fundar byggðarráðs þann 15. janúar sl.
Leigusamningar fjölda samninga um lóðir á Nöfum á Sauðárkróki rann út síðastliðin áramót. Þeir leigutakar sem fyrir eru á lóðunum eiga samkvæmt skilmálum leigusamnings forleigurétt á þeim lóðum sem þeir hafa haft til leigu. Formlegt bréf var sent á leigutaka þess efnis að óskað var eftir viðbrögðum um hvort leigutakar hyggðust nýta sér forleiguréttinn. Búið er að taka saman yfirlit yfir þær lóðir sem skilað verður inn og þeim lóðum sem leigutakar hyggjast nýta forleigurétt sinn.
Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 136
Málsnúmer 2502028FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 136 Mál síðast á dagskrá 135. fundar byggðarráðs þann 26. febrúar sl.
Eitt tilboð hefur nú borist í fasteignina Háholt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að svara tilboðinu með gagntilboði og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 136 Á 61. fundi byggðarráðs þann 13. september 2023 var lagt fram bréf dagsett 5. september 2023 frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til mótun málstefnu og vísað til 130. greinar sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga. Þá var samþykkt að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega málstefnu fyrir sveitarfélögin. Ekki lá fyrir neitt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma en málið hefur verið í farvegi og nú eru lögð fram drög að fullmótaðri málstefnu fyrir Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir framlagða málstefnu Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Málstefna Skagafjarðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 136 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar sl. Þar óskar Stefanía Hjördís Leifsdóttir, fyrir hönd Íbúa- og átthafafélags Fljóta, eftir að haldinn verði almennur íbúafundur í Fljótum. Þau málefni sem helst brenna á íbúum eru fyrirhuguð sala félagsheimila í sveitarfélaginu, framkvæmdir við jarðgöng til Siglufjarðar, skipulagsmál í sveitinni auk almennrar þjónustu við íbúa svæðisins.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðninni og felur sveitarstjóra að setja fundinn á dagskrá í samvinnu við íbúa- og átthagafélag Fljóta og sveitarstjórnarfulltrúa. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 136. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 136 Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 27. febrúar sl. Í erindinu boðar Markaðsstofa Norðurlands til fundar um málefni Flugklasans Air 66N miðvikudaginn 2. apríl 2025. Fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 10:30-12:00. Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og/eða annarra fulltrúa sveitarfélagsins til þess að ræða málefni Flugklasans og starfið næstu ár. Frestur til að tilkynna þátttöku er til og með 23. mars n.k.
Á fundinum stendur til að taka ákvörðun um næstu skref í fjármögnun verkefnisins um beint flug til Akureyrarflugvallar. Markaðsstofan óskar eftir þátttöku allra sveitarfélaga á þessum fundi til að ræða mögulegar leiðir og komast að sameiginlegri niðurstöðu um næstu skref.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkti samhljóða á 118. fundi sínum þann 23. október 2024 að standa við þá ákvörðun að ekki verði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar betur. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 136 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 50/2025, "Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna".
Umsagnarfrestur er til og með 12.03.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 136. fundar byggðarráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
5.Félagsmála- og tómstundanefnd - 31
Málsnúmer 2502023FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna, reglurnar grundvallast á 15. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. febrúar sl. þar sem nefndin samþykkti drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Starfsfólk fjölskyldusviðs Skagafjarðar leggur til breytingar á reglum Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð, sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum. Verið er að innleiða rafræna fjárhagsaðstoð og eru tillögurnar nauðsynlegar til að klára innleiðinguna. Reglurnar voru endurskoðaðar með tilliti til innleiðingarinnar. Í ferlinu voru einnig lagðar til aðrar breytingar sem einfaldað geta vinnslu mála ráðgjafa á fjölskyldusviði, þegar sótt er um fjárhagsaðstoð. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Málið áður á dagskrá nefndar 29. sept. sl. Lögð fram til kynningar skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar (GEV) um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024. GEV þakkar sveitarfélaginu góða samvinnu við framkvæmd athugunarinnar. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að senda GEV afrit nýrra reglna frá því könnunin fór fram, sveitarfélögum er gefin frestur á úrbótum til 15. september 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Lögð fram til kynningar 33.fundargerð ráðins frá 3. febrúar 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Lagðar fram til kynningar fjórar fundargerðir ráðsins frá 5. október 2024, 21. október 2024, 2. desember 2024 og 13. janúar 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Lögð fram til kynningar ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Nefndin hvetur skipuleggjendur íþróttaviðburða að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og tryggja þannig heilbrigt umhverfi fyrir öll sem taka þátt í íþróttastarfi á Íslandi. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Fyrir fundinum lá bréf frá Sinfoníuhljómsveit Íslands þar sem vakin er athygli á því að hljómsveitin heldur upp á 75 ára afmæli sitt á árinu 2025. Ýmsir viðburðir verða haldnir í tengslum við afmælið og er einn af þeim sjónvarpstónleikarnir Klassíkin okkar sem verða í beinni útsendingu þann 29. ágúst. Með bréfinu er sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúar og rekstraraðilar sundlauga og baðstaða hvött til að hafa opið fram á kvöld í sundlaugum og bjóða upp á beina útsendingu frá tónleikunum, annaðhvort á skjá eða í gegnum útvarp.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki nefndarinnar að finna lausnir til þess að hægt sé að verða við beiðninni. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Pílukastfélag Skagafjarðar hefur síðustu ár leigt húsnæði hér í bænum undir sína íþróttastarfsemi og staðið undir þeim kostnaði sjálft. Kostnaður vegna leigu vegur þungt í rekstri félagsins, sem telur rúmlega 60 skráða iðkendur. Alls eru 24 iðkendur undir 18 ára aldri og af þeim eru 19 á grunnskólaaldri. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda. Félagið fékk formlega inngöngu í UMSS á síðasta ársþingi þess. Pílukastfélag Skagafjarðar óskar eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem félagið hefur haft á leigu undanfarin ár. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar á næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Knattspyrnufélagið Kormákur/Hvöt hefur mikinn áhuga á því að nýta æfingaaðstöðuna á gervigrasvellinum á Sauðárkróki. Fyrir fundinum lá fyrirspurn frá forsvarsmanni meistaraflokks um það hvort hægt sé að veita afslátt af fyrirliggjandi gjaldskrá ef liðið æfir reglulega á vellinum í átta vikur.
Félagsmála- og tómstundanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á fyrirliggjandi gjaldskrá. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. febrúar sl. og þannig bókað:
„Málið tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 8. janúar sl. og þannig bókað:
"Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman nýtingu á frístundaakstri það sem af er skólaári og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar auk þess að leggja fram drög að skoðanakönnun sem send verður forráðamönnum og íþróttafélögum.“
Minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að nýting frístundaaksturs hefur verið um 55% miðað við þann fjölda sem talið var að hugsanlega myndi nýta aksturinn eftir að könnun þess efnis var send út. Þegar tekið er tillit til uppbrotsdaga má segja að nýtingin sé rúmlega 60%.
Drög að skoðanakönnun sem áætlað er að senda forráðamönnum voru einnig lögð fyrir nefndina.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsfólki nefndarinnar að senda út könnun og vinna með niðurstöður hennar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar undir málsnúmeri 2501260 á 30. fundi 6. febrúar 2025 og eftirfarandi bókað: „Nefndinni barst fyrirspurn frá aðstandanda aldraðs einstaklings, um það hvar mál væri statt er varðar heimsendan mat til eldri borgara utan Sauðárkróks. Nefndin felur leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks að leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar?.
Minnisblað dags. 3. mars sl. frá leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að mat á þjónustu byggist á reglum Skagafjarðar um stuðnings- og stoðþjónustu, yfirlit yfir mögulegar leiðir sem nefndin hefur verið að skoða ásamt kostnaðarmati. Í minnisblaðinu má einnig sjá útfærslu á öðrum möguleikum.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að velja leiðir 7 og 8 sem fram koma í minnisblaðinu til prufu til að koma til móts við þörf eldri borgara í dreifbýli fyrir mat. Leiðirnar fela annars vegar í sér að einstaklingar búsettir í dreifbýli sem nýta sér þjónustu dagdvalar á Sauðárkróki fái aðstoð við að kaupa sér tilbúna rétti sem þau taka með sér heim úr dagdvöl. Hins vegar verði í boði að eldri borgarar í dreifbýli geta sótt um matarbakka til að fara með heim og geta sótt þá í grunnskólana í Varmahlíð og á Hofsósi. Seinni kosturinn er einungis í boði á virkum dögum á starfstíma skólanna.
Nefndin leggur áherslu á að framkvæmd þjónustunnar hefjist sem fyrst. Nefndin sér sér ekki fært að bjóða upp á heimsendingu matar í dreifbýli að svo stöddu. Staða og nýting verður tekin í lok maí og lögð fyrir nefndina.
Sigurlaug Vordís Vg og óháð óskar bókað:
Það er mikið fagnaðarefni að hefja eigi matarþjónustu í dreifbýli með einhverjum hætti en auðsýnilega verða þó einhverjir einstaklingar án þessarar þjónustu áfram. Það munu vera þeir einstaklingar sem ekki sækja dagdvöl og eru ekki í aðstöðu til að sækja mat eða láta sækja fyrir sig. Það er því ekki jafnræði í þessari þjónustu og líklega bitnar þjónustuskortur á þeim sem mest þurfa á þjónustinni að halda. Þetta er jákvætt fyrsta skref en huga þarf sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli.
Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi félagsmála- og tómstundanefndar, svohljóðandi:
"Það er mikið fagnaðarefni að hefja eigi matarþjónustu í dreifbýli með einhverjum hætti en auðsýnilega verða þó einhverjir einstaklingar án þessarar þjónustu áfram. Það munu vera þeir einstaklingar sem ekki sækja dagdvöl og eru ekki í aðstöðu til að sækja mat eða láta sækja fyrir sig. Það er því ekki jafnræði í þessari þjónustu og líklega bitnar þjónustuskortur á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda. Þetta er jákvætt fyrsta skref en huga þarf sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli." -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 VG og óháð ásamt Byggðalista óska eftir vinnufundi núna í mars eða apríl þar sem starfsmenn Félagsmála- og tómstundanefndar verði búin að taka saman sameiginlegt vinnuplagg fyrir nefndina þar sem farið yrði yfir stefnur, gjaldskrár, samstarfssamninga, reglur og samþykktir nefndarinnar, ásamt ókláruðum verkefnum síðasta kjörtímabils.
Nefndin samþykkir samhljóða að halda vinnufund í maí og undirbúa gögn fyrir fundinn í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31 Samkvæmt fundargerðum Ungmennaráðs Skagafjarðar þá er síðasti fundur þeirra skráður í mars 2023. Með vísan í reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar sbr. lög nr. 70/2007. Óska VG og óháð ásamt Byggðalista eftir útskýringu á hvað valdi að ekki hefur verið fundað með reglulegum hætti með ungmennaráði undanfarin tvö ár og hvort ekki standi til að bæta úr stöðunni.
Samkvæmt reglum um Ungmennaráð Skagafjarðar skal ráðið funda reglulega yfir skólaárið, að lágmarki tvisvar á hvorri önn. Hlutverk ráðsins er meðal annars að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og vera sveitarstjórn ráðgefandi um málefni ungs fólks í Skagafirði, en ráðið er vettvangur ungs fólks til þess að hafa áhrif á þau mál sem þau varða og því mikilvægt að það sé virkt. Þessu hefur ekki verið fylgt eftir undangengna tvo vetur. Félagsmála- og tómstundanefnd harmar að Ungmennaráð hafi ekki verið virkt á þessum tíma og hvetur starfsmenn Skagafjarðar til þess að vinna að því að ráðið verði myndað á ný og að séð verði til þess að það starfi samkvæmt reglum um það.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
6.Fræðslunefnd - 36
Málsnúmer 2502019FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 36 Kristrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skólaráðgjafar, kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti þjónustu við gerð og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð. Skólastjórnendur grunnskóla Skagafjarðar hafa fengið kynningu frá Ásgarði og er í samráði við þá lagt til að gengið verði til samninga við Ásgarð skólaráðgjöf um vinnu við gerð og innleiðingu menntastefnu. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Ásgarð með þeim fyrirvara að Byggðarráð samþykki að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 36 Sjálfsmatsskýrslur Birkilundar og Tröllaborgar skólaárið 2023-2024 lagðar fram til kynningar. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá sjálfsmatsskýrslu Ársala til kynningar á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 36 Dreifibréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti til allra skólastjóra grunnskóla og sveitarfélaga vegna sundkennslu á unglingastigi í grunnskólum landsins lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 36 Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 9. janúar 2025 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 36 Í lok síðasta árs samdi Skagafjörður við HR Monitor um reglulegar mannauðsmælingar. Mannauðsstjóri stillir upp mælingum í samstarfi við HR Monitor. Hægt er að mæla allt að 12 sinnum á ári. Upphaflega var stefnt að því að senda út könnun mánaðarlega en nú er horft til þess að gera mælingar annan hvern mánuð. Spurt er um níu þætti í hvert sinn sem snúa að gæðum og tengslum, starfsánægju, sjálfstæði til ákvarðanatöku, stuðning frá stjórnendum, kröfur um árangur, skýra framtíðarsýn, um áhuga, virðingu og hollustu, þjálfun og þróun og ein opin spurning er lögð fyrir í hverjum mánuði. Helstu niðurstöður úr mælingum eru sendar beint til þeirra sem tóku þátt í mælingu, en jafnframt er áhersla lögð á að stjórnendur taki samtal með sínum starfsmannahóp um niðurstöður mælinga hverju sinni.
Niðurstöður fyrstu mælinga í skólum Skagafjarðar lagðar fram til kynningar fyrir fræðslunefnd.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 36 Í kjölfar þess að E.coli smit kom upp á leikskóla í Reykjavík leggur fræðslunefnd áherslu á mikilvægi þess að starfsfólk skólamötuneyta sæki námskeið um matvælaöryggi. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga úr skugga um að allt starfsfólk skólamötuneyta hafi fengið fræðslu um matvælaöryggi. Ef úrbóta er þörf er mikilvægt að bregðast við því tafarlaust. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 36 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá leikskólastjórum um stöðu á biðlistum, mönnun og aðlögun nýrra nemenda.
Í Ársölum er staða í starfsmannamálum ekki góð og hefur það hamlað því að geta aðlagað nýja nemendur eftir áramót. Því miður hafa afar fáar umsóknir borist um störf. Mönnun er tæp miðað við þann nemendafjölda sem er í leikskólanum núna. Ekki hefur verið hægt að gefa foreldrum upp dagsetningu á upphafi aðlögunar vegna þessarar stöðu. Þegar náðst hefur að aðlaga nemendur verða 18 börn eftir á biðlista sem munu hafa náð eins árs aldri haustið 2025.
Í Birkilundi eru 10 börn á biðlista, þar af þrjú sem verða eins árs í haust. Tvö börn á biðlista eru með pláss í Tröllaborg á meðan þau bíða eftir plássi í Varmahlíð. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að taka inn börn af biðlistanum fyrr en eftir að nýr leikskóli verður tekinn í notkun í haust.
Í Tröllaborg hafa öll börn sem náð hafa eins árs aldri verið tekin inn. Ef þörf skapast fyrir fleiri nemendur þá þarf að fjölga stöðugildum. Aðeins eitt barn er á biðlista fyrir næsta haust. Eitt barn sem bíður eftir því að komast að í Ársölum mun vera nemandi í Tröllaborg á Hólum þar til það kemst að á Sauðárkróki.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 36 Leikskólinn er mikilvægur hluti af lífi barnafjölskyldna. Því var ákveðið árið 2023 að fara af stað með það verkefni að bjóða upp á opnun leikskólans Ársala allt árið. Síðustu tvö ár hafa Ársalir þannig verið opnir allt sumarið og hefur það mælst vel fyrir af foreldrum/forráðamönnum. Við svo veigamiklar breytingar á skipulagi leikskólans hafa orðið ýmsar áskoranir sem mikilvægt er að vinna lausn á í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk leikskólans. Markmiðið er enn hið sama, þ.e. að í framtíðinni verði viðhöfð heilsársopnun í Ársölum ef kostur er, þó svo að í sumar verði gerð undantekning á því.
Í vetur hefur gengið erfiðlega að manna allar stöður í Ársölum og af þeim sökum hefur ekki verið hægt að taka á móti þeim barnafjölda sem húsnæði leikskólans býður upp á. Ekki er fyrirséð að það náist að ráða í þær stöður sem vantar á næstunni sem og að manna sumarleyfi starfsmanna. Sú staða gerir það erfiðara fyrir vikið að bjóða upp á heilsársopnun árið 2025. Er því lagt til að leikskólinn Ársalir verði lokaður 14.-25. júlí 2025 vegna sumarleyfa. Stefnt er að því opið verði allt sumarið 2026. Börn skulu fá 4 vikna samfleytt sumarleyfi og eru leikskólagjöld felld niður á þeim tíma. Þá er einnig lagt til að boðið verði upp á að lengja sumarfrí barna gegn niðurfellingu leikskólagjalda en slíkt hefur verið í boði síðustu tvö ár og hefur reynst vel.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að sumarlokun Ársala verði 14.-25. júlí 2025 vegna sumarleyfa. Nefndin samþykkir einnig að tímabilið sem niðurfelling gjalda á við um árið 2025 verði frá 2. júní til 15. ágúst og felur starfsfólki að auglýsa skráningu í sumarfrí í Ársölum við fyrsta tækifæri í samráði við skólastjórnendur. Vill nefndin hvetja foreldra/forráðamenn að nýta sér þann sveigjanleika til að létta undir með skipulagningu sumarfría starfsfólks.
Þá felur nefndin sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fylgja eftir áætlun um viðhald lóðar og húsnæði leikskólans í samráði við skólastjórnendur og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 36 Fræðslunefnd fór í formlega ferð til að heimsækja allar skólastofnanir Skagafjarðar vorið 2023. Tímabært er að nefndin setji á dagskrá aðra slíka ferð nú í vor.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að finna hentugar dagsetningar í samráði við skólastjórnendur. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 36 Á fundi fræðslunefndar þann 8. júlí 2024 lagði fulltrúi VG og óháðra fram eftirfarandi tillögu:
“Núverandi menntastefna er afar ítarleg og yfirgripsmikil. VG og óháð leggja til að endurskoðun hennar feli í sér að útbúið verði einfalt og skýrt vinnuplagg, til lengri tíma en þriggja ára, með ákveðinni kynningu og innleiðingu í kjölfarið. Að þeirri vinnu komi ekki einungis sérfræðingar fjölskyldusviðs, skólastjórnendur og kennarar, heldur einnig nemendur og foreldrar til að tryggja aðkomu allra þeirra sem eiga að hafa slíka stefnu að leiðarljósi. Aðilum annarra menntastiga og atvinnulífsins verði einnig boðnir velkomnir í þessari vinnu.
Starfsmönnum nefndarinnar verði falið að annast skipulag og umsjá með þessari vinnu.?
Í fundargerð þessa fundar stendur m.a.:
“Stefnt hefur verið að því að endurskoðun menntastefnu hefjist á haustmánuðum að loknum öðrum stórum verkefnum sem fræðslunefnd og starfsfólk hafa unnið í undanfarna mánuði, þ.m.t. vinnu spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum og úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð.?
Í fundagerð kemur einnig fram að “Fræðslunefnd felur starfsfólki að skipuleggja vinnufund með stjórnendum allra skólastiga í haust til þess að ræða sameiginlega nálgun á það hvernig vinna við nýja stefnu verður unnin og hvernig afurðin verður.? Hefur þessi vinnufundur átt sér stað og hver var þá niðurstaða þeirrar vinnu?
Menntastefnu Skagafjarðar á að endurskoða á þriggja ára fresti. Núverandi menntastefna var gefin út árið 2020 og er því löngu kominn tími á endurskoðun. VG og óháð ítreka aftur mikilvægi þess að farið verði markvisst í þessa vinnu sem fyrst.
Fræðslunefnd vill benda á að undir fyrsta lið á dagskrá þessa fundar er fjallað um stöðuna á gerð menntastefnu og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum hvernig tilhögun þeirrar vinnu verður. Var áætlað að vinnan myndi hefjast sl. haust en vegna ófyrirséðra atburða þurfti að fresta þeirri vinnu. Ásgarður skólaráðgjöf hefur reynslu af gerð menntastefnu í samráði við sveitarfélög og er lagt til að þau aðstoði einnig við innleiðinguna sem er mikilvægur hluti af heildarferlinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum. -
Fræðslunefnd - 36 Eitt mál tekið fyrir. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar fræðslunefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkæðum.
7.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 21
Málsnúmer 2502018FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 21 Lagt fram erindisbréf Landbúnaðar- og innviðanefndar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir erindisbréfið samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 21 Farið var yfir kostnað við endurnýjun sorpíláta, en aðeins hefur borið á að tunnur hafi týnst í vondum veðrum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á íbúa Skagafjarðar að tryggja að tunnur séu vel festar til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 21 Fundagerð Hafnasamband Íslands v. janúar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 21 Fjallskilastjórum og stjórnum fjallskilanefnda í Skagafirði var boðið til súpufundar á Hótel Varmahlíð þar sem farið var yfir ýmis mál tengd fjallskilum. Mættir voru 37 fulltrúar frá öllum fjallskiladeildum Skagafjarðar. Einar Einarsson fór yfir ýmis málefni sem snúa að samskiptum sveitarfélagsins við fjallskiladeildirnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri stjórnaði umræðum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar góða mætingu og líflegar umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
8.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22
Málsnúmer 2502029FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Farið yfir drög samningi um leigu á gámageymslusvæðum Skagafjarðar
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Lögð fram drög að nýjum samningi við FISK um afnot hitaorku vegna fiskþurrkunarinnar að Skarðseyri 13, byggður á gjaldskrá hitaveitu sem samþykkt var af sveitarstjórn Skagafjarðar 27.11.2024.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum, fulltrúi VG og óháðra Hildur Magnúsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með sjö atkvæðum, fulltrúar VG og óháðra sitja hjá. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Farið yfir verðskrá ÍGF vegna vigtunar dýrahræja og sláturúrgangs
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga hjá ÍGF.
Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar með fulltrúum fjallskilanefndanna í Skagafirði þann 20. febrúar síðast liðinn var ákveðið að stofna starfshóp til að yfirfara Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar. Í honum skyldu sitja tveir fulltrúar úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, tveir fulltrúar fjallskilanefndanna ásamt umhverfis og landbúnaðarfulltrúa. Auglýst var eftir framboðum í hópinn og gáfu sig fimm aðilar fram til setu í hópnum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að skipa eftirtalda í starfshópinn: Einar Eðvald Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, Einar Kári Magnússon og Atli Már Traustason frá fjallskilanefndunum og Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi. Með hópnum starfa sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og lögfræðingur sveitarfélagsins ásamt öðrum sem kallaðir verða til eftir þörfum.
Hildur Magnúsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún tekur ekki þátt í vali á milli aðila í vinnuhóp vegna nýrrar fjallskilasmþykktar enda ekki góð stjórnsýsla að handvelja aðila umfram aðra af þeim sem buðu sig fram.
Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með sjö atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra sitja hjá.
Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, svohljóðandi:
"Hildur Magnúsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún tekur ekki þátt í vali á milli aðila í vinnuhóp vegna nýrrar fjallskilasmþykktar enda ekki góð stjórnsýsla að handvelja aðila umfram aðra af þeim sem buðu sig fram." -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Lagt fram bréf frá Pétri Kristinssyni lögmanni fyrir hönd Margrétar Hjaltadóttur og Jóns Þóris Ásmundssonar eigenda jarðarinnar Austara Hóls í Flókadal þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða girðingu á merkjum jarðanna Austara Hóls og Teiga í Flókadal. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Tekin fyrir umsókn FISK-Seafood ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að Fisk Seafood ehf. verði úthlutað lóðinni að Háeyri 8 þar sem að um hafsækna starfsemi sé að ræða. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Tekin fyrir umsókn Norðar ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn fyrir aðstöðu fyrir inn- og útflutning sem hagkvæmt er að hafa nálægt höfninni.
Landbúnaðar- og innviðanefnd er sammála um að Norðar ehf. sé ekki með starfsemi sem krefjist aðstöðu á höfninni þar sem landrými er takmörkuð gæði. Því er lagt til við skipulagsnefnd að hafna umsókninni. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Mannauðsmælingar HR-Monitor hafa nú verið framkvæmdar þrisvar sinnum, þ.e. í nóvember og desember 2024 og í febrúar 2025. Útkoma á Veitu- og framkvæmdasviði hefur verið góð og mjög góð í flestum tilfellum. Sá hluti mælinga sem komið hefur verst út er þjálfun og starfsþróun, annars vegar og hins vegar mæling á áhuga, skuldbindingu og virðinu gagnvart starfsfólki. Sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs hefur nýtt sviðsfundi veitu- og framkvæmdasviðs til að fara yfir og skerpa á þeim þáttum sem betur mega fara. Jafnframt má geta að allir stjórnendur sviðsins sitja stjórnendanámskeið þessa dagana og nýtist sú þjálfun stjórnendum vel til að takast á við jafnt, jákvæða og neikvæða þætti fyrrnefndra mannauðsmælinga. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22 Sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnti nýjustu útfærslu Vegagerðarinnar vegna hönnunar á nýjum hafnargarði Sauðárkrókshafnar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
9.Skipulagsnefnd - 68
Málsnúmer 2502020FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 68 Farið yfir drög að vinnslutillögu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 68 Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum, Magnús Barðdal verkefnastjóri SSNV, Árni Gunnarsson fyrir hönd Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Magnús Freyr Gíslason arkitekt komu á fund skipulagsnefndar í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu hugmyndavinnu fyrir nýsköpunargarða á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir góða kynningu og bendir jafnframt á vinnslutillaga fyrir deiliskipulagið "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" er í kynningu til og með 5. mars 2025 sjá nánar á Skipulagsgáttinni undir málsnúmerinu 808/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/808) og hvetur uppbyggingaraðila/hagmunaaðila og almenning til að setja inn umsagnir varðandi framtíðarsýn fyrir svæðið. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 68 Inga Skagfjörð Helgadóttir sækir um parhúsalóðina Birkimel 21-23 í Varmahlíð. Jafnframt sækir hún um að fá lóðinni breytt í einbýlishúsalóð úr parhúsalóð með deiliskipulagsbreytingu, gangi það ekki eftir vill hún sækja samt sem áður um lóðina sem parhúsalóð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umbeðinni deiliskipulagsbreytingu að breyta lóðinni úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð en samþykkir jafnframt samhljóða að úthluta lóðinni Birkimel 21-23 í Varmahlíð sem parhúsalóð til Ingu Skagfjörð Helgadóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 68 Ásbjörn Óttarsson lóðarhafi Iðutúns 17 á Sauðárkróki óskar eftir heimild til að stækka lóðina um 39,6 m2 til norðurs við núverandi lóð inn á opið svæði Skagafjarðar fyrir frágang umhverfis íbúðarhús.
Umbeðin stækkun er skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur nr. S01 í verki nr. 79001801, dags. 20. janúar 2025. Á uppdrættinum eru undirskriftir frá lóðarhöfum eftirfarandi lóða sem samþykki án athugasemda við umsókn lóðarhafa Iðutúns 17: Gilstún 20, 22, 24 og 26 og Iðutún 10, 12, 15 og 19.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðna lóðarstækkun við Iðutún 17 og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna uppfært lóðarblað og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gert verði deiliskipulag fyrir suðurhluta túnahverfisins á Sauðárkróki (Laufblaðið). Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Iðutún 17 - Lóðarmál, umsókn um stækkun lóðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 68 Málið áður á dagskrá 33. fundar sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.12.2024 þá bókað:
"Vísað frá 64. fundi skipulagsnefndar frá 12. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 9. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi, f.h. Arons Más Jónssonar. Umsókn um leyfi til að byggja forstofu og geymslu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 44 við Freyjugötu á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3352, númer A-101 og A-102, dagsettir 02.12.2024, ásamt viðauka, uppdráttur númer A-202. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðnar framkvæmdir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr., 123/2010 fyrir lóðarhöfum Freyjugötu 23, 25-27, 29-31, 42 og 46." Hrund Pétursdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umbeðnar framkvæmdir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Freyjugötu 23, 25-27, 29-31, 42 og 46."
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna á umsagnartíma.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við ætlaðar framkvæmdir og að byggingarfulltrúi afgreiði erindið. Bókun fundar Hrund Pétursdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 68. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með átta atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 68 Málið áður á dagskrá 32. fundar sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 27.11.2024 þá bókað:
"Vísað frá 62. fundi skipulagsnefndar frá 14. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. dags. 11. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Össuri Imsland byggingarfræðingi, f.h. Festi ehf. umsókn um leyfi til að endurnýja skilti/merki sem stendur á þjónustustulóð N1 við Ártorg 4 á Sauðárkróki. Sótt er um að setja upp ID auglýsingaskilti. Meðfylgjandi uppdráttur gerður hjá ASK arkitektum af umsækjanda gerir grein fyrir erindinu. Uppdráttur í verki 0344, númer 10-10, dagsettur 01.11.2024. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum og íbúum Sauðármýri 3." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum og íbúum Sauðármýri 3."
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna á umsagnartíma.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við ætlaðar framkvæmdir og að byggingarfulltrúi afgreiði erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
10.Skipulagsnefnd - 69
Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 69 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar frá VSÓ ráðgjöf sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillögu fyrir Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu fyrir Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Málið áður á dagskrá 35. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12.02.2025 undir málsnúmerinu 2502064, þá bókað:
"Vísað frá 67. fundi skipulagsnefndar frá 6. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar óskar eftir úthlutun lóðar í Varmahlíð "Varmahlíð hleðslulóð" til uppbyggingar hleðslugarðs fyrir rafbíla, byggt á þeim samtölum sem Orka náttúrunnar hefur átt við sveitafélagið Skagafjörð. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir umrædda lóð þar sem breytingarnar myndu felast í eftirfarandi: - Byggingarreitur á lóð norðan við leikskóla breytist til samræmis við fyrirliggjandi frumhönnun á lóð. Byggingarreiturinn færist aðeins norðar og vestar og innan hans verður heimilt að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni. Byggingarnar verða á einni hæð og felldar inn í brekkuna og skerða því ekki útsýni byggðarinnar fyrir ofan. - Bætt verður við kvöðum á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um aðgengi/gegnumakstur að lóðinni norðan við leikskóla en á gildandi deiliskipulagsuppdrætti eru sýnd samtengd bílastæði og þar með gegnumakstur en þó er ekki getið um kvöð um gegnumakstur í texta. Með breytingunni verður tryggð aðkoma að umræddri lóð. Það er mat umsækjenda að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aðeins er verið að færa byggingarreit lítillega innan lóðar og heimila byggingar á einni hæð innan breytts byggingarreits og auk þess er verið að skerpa á og tryggja aðgengi að lóðinni í gegnum aðliggjandi lóðir. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð" lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð", lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með níu atkvæðum að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Fyrir liggur óveruleg deiliskipulagsbreyting "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma", dags. 11.02.2025 teikning nr. 001, verknúmer 24205 unnin af Ingvari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Breytingin felst í færslu og minnkun á byggingarreit á lóðinni norðan við gamla Póst og síma og að heimilt verði að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni á einni hæð með hámarks byggingarhæð 3 m frá gólfkvóta. Einnig bætast við kvaðir á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um gegnumakstur til að tryggja aðgengi að lóðinni.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óveruleg deiliskipulagsbreytingu "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma" og fela skipulagsfulltrúa að skila inn til Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hleðslugarður í Varmahlíð - Deiliskipulagsbreyting, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu sem uppdráttur ásamt greinargerð fyrir "Hofsós, Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu", uppdráttur DS01, unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 69 Sigrún Vilhelmsdóttir hjá Verkfræðistofu Suðurnesja sækir fyrir hönd lóðarhafa Lækjarbakka 6 á Steinsstöðum um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi. Breytingin felst í því að byggingarreitur á lóðinni Lækjarbakka 6 er stækkaður til norðurs um 2 metrar úr 20 m í 22 m. Þar sem þessi stækkun snýr að gögnustíg á milli lóðanna Lækjarbakka 4 og 6 þá hefur breytingin ekki áhrif á nærliggjandi lóðir.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Lækjarbakka nr. 5 og 7, skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lækjarbakki 6 Steinsstöðum - Beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar iðnaðarlóðina Borgarsíðu 7 á Sauðárkróki lausa til úthlutunar.
Lóðin var auglýst frá og með 15. janúar 2025 til og með 31. janúar 2025.
Tvær gildar umsóknir bárust í lóðina Borgarsíðu 7.
Þar sem nokkrar umsóknir bárust í lóðina var Auður Steingrímsdóttir fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra fenginn til að sjá um framkvæmd á útdrætti milli umsækjanda.
Norðar ehf. var dregin út.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta Norðar ehf. lóðina við Borgarsíðu 7 á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 69 Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar iðnaðarlóðina Borgarteig 6 á Sauðárkróki lausa til úthlutunar.
Lóðin var auglýst frá og með 15. janúar 2025 til og með 31. janúar 2025.
Tvær gildar umsóknir bárust í lóðina Borgarteig 6, vegna úthlutunar Norðar ehf. á Borgarsíðu 7 fellur sú umsókn úr gildi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta Stóriðjunni ehf. lóðina við Borgarteig 6 á Sauðárkróki.
Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 69 Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar iðnaðarlóðina Háeyri 8 á Sauðárkróki lausa til úthlutunar.
Lóðin var auglýst frá og með 15. janúar 2025 til og með 31. janúar 2025.
Tvær gildar umsóknir bárust í lóðina Háeyri 8. Þann 04.03.2025 fjallaði landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar um umsóknirnar og bókaði eftirfarandi:
“Háeyri 8 L197574 - Umsókn um lóð - 2501300
Tekin fyrir umsókn FISK-Seafood ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að Fisk Seafood ehf. verði úthlutað lóðinni að Háeyri 8 þar sem að um hafsækna starfsemi sé að ræða."
“Háeyri 8 L197574 - Umsókn um lóð - 2501409
Tekin fyrir umsókn Norðar ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn fyrir aðstöðu fyrir inn- og útflutning sem hagkvæmt er að hafa nálægt höfninni.
Landbúnaðar- og innviðanefnd er sammála um að Norðar ehf. sé ekki með starfsemi sem krefjist aðstöðu á höfninni þar sem landrými er takmörkuð gæði. Því er lagt til við skipulagsnefnd að hafna umsókninni."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta FISK-Seafood lóðinni við Háeyri 8 á Sauðárkróki. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Háeyri 8 - Lóðarúthlutun, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Málið áður á dagskrá 31. fundar sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23.10.2024 þá bókað:
"Pétur Ingi Sveinbjörnsson fyrir hönd Vegagerðarinnar afturkallar hér með fyrri umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu sjóvarnar á Hofsósi dags. 1. ágúst sl. Ástæða afturköllunar er breytt tillaga að aðkomuleið að framkvæmdarsvæðinu. Samhliða bréfi þessu sendir Vegagerðin sveitarfélaginu nýja og endurbætta umsókn um sömu framkvæmd. Vegagerðin óskar hér með eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Yfirlit yfir framkvæmd og tilhögun verks. Sú framkvæmd sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstaðverðurum verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Það eru því engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum. Þegar komið er út fyrir verndarsvæðið tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til að hlífa þessum kafla og halda í karakter svæðisins er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar. Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða “trailera? til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða erum 250. Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3. Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr.772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2024 og verði lokið 15.júní 2025."
Framkvæmdarleyfið var grenndarkynnt 10.01.2025-12.02.2025 á vef Skipulagsstofnunar málsnúmer 38/2025 (sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/38), einnig var hagsmunaaðilum sendur bréfpóstur og rafrænn póstur í gegnum mitt Ísland.
Ellefu umsagnir bárust á umsagnartímanum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Dagur Þ. Baldvinsson f.h. Skagafjarðarhafna um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar þekju við Sauðárkrókshöfn.
Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi á steyptri þekju og lagnavinnu við hafnarkant Efri garðs á Sauðárkróki samkvæmt samgönguáætlun. Helstu verkþættir eru: Steypa upp vatns- rafbúnaðarhús og 2 stk. undirstöður fyrir ljósamöstur, leggja ídráttarrör, leggja heita- og kaldavatnslagnir, setja upp vatnshana og tenglaskápa, grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu, slá upp mótum, járnabinda og steypa þekju, alls um 2.590 m2.
Verkliðirnir voru unnir í samráði við hafnir Skagafjarðar og Skagfjarðarveitur. Verkefnið var ákvarðað og tekið inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið og höfnina.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við verklýsingu Vegagerðarinnar dags. desember 2024 og jafnframt verði farið fram á að Skagafjarðarhafnir láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir á eigin kostnað. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skagafjarðarhöfn - Beiðni um framkvæmdaleyfi - Þekja, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Hjörvar Halldórsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta í aðkomuvegi að sorpmóttökusvæði og áhaldahúsi, frá Norðurbraut að geymsluporti, jarðvegsskipti í sorpmóttökusvæði og að reisa girðingu umhverfis sorpmóttökusvæði. Meðfylgjandi uppdrættir nr. S-101, dags. 17. feb. 2025, og S-102, dags. 4. feb. 2025 og verklýsing, í verki 41840205 gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni.
Meðfylgjandi verklýsing gerir grein fyrir framkvæmdum og frágangi. Sorpmóttaka á framkvæmdatíma verður sunnan við núverandi sorpmóttökusvæði.
Framkvæmdasvæðið er á athafnasvæði nr. AT601 í aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Þá er breyting á aðalskipulagi á lokastigum þar sem hluta svæðisins verður breytt í iðnaðarsvæði nr. I601. Einnig er deiliskipulag fyrir svæðið á lokastigum. Framkvæmdir, sem hér er sótt um leyfi fyrir, eru samræmi við markmið og ákvæði gildandi aðalskipulags, og áðurnefndrar breytingar á aðalskipulagi, varðandi athafnasvæði og iðnaðarsvæði og byggir á þeim framkvæmdum sem líst er í deiliskipulagi fyrir sorpmóttöku- og gámasvæðið á Hofsósi, sem brátt tekur gildi.
Framkvæmdasvæðið er á landi Hofsóss, landnr. 218098. Aðliggjandi er lóðin Norðurbraut, landnr. 146707. Skagafjörður er lóðarhafi Norðurbrautar, L146707.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós sorpmóttöku- og gámasvæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Swanhild Ylfa K R Leifsdóttir og Þorsteinn Ragnar Leifsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Bakkakots í Skagafirði, landnúmer 146146 óska eftir staðfestingu landamerkja og stofnunar landspildu úr landi jarðarinnar, sem "Bakkakot I", skv. meðfylgjandi undirritaðri merkjalýsingu dags. áritana 03.02.2025, uppdráttur númer 71930105.
Merkjalýsingin var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Ínu Björk Ársælsdóttir.
Óskað er eftir að Bakkakot I, verði skráð sem "jörð".
Lögbýlarétturinn mun fylgja Bakkakoti, landnr. 146146.
Landskipti og landnotkun eru í samræmi við ákvæði 12. kafla greinagerðar aðalskipulags Sveitararfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og fyrirhuguð landnotkun er í samræmi við skilmála aðalskipulags fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1 og L-3. Ekki er verið að sækja um lausn úr landbúnaðarnotkun.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Merkjalýsingin hefur verið skráð í landeignarskráningarkerfi HMS, málsnr. M001365.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 14.11.2024. Á fundinum var eftirfarandi bókað:
"Málið áður á dagskrá á 30. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.09.2024, eftirfarandi bókað:
"Vísað frá 56. fundi skipulagsnefndar frá 23. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "RARIK óskar eftir með tölvupósti dags. 02.07.2024 að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð við Furulund til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð. Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um, en tryggja þarf aðgengi að húsi frá götu og strengja sem fara til og frá að spennistöðinni. Ástæða umsóknar um lóð við Furulund er til komin vegna fyrirhugaðrar hleðslustöðvar Ísorku á lóðinni Varmhlíð KS L146115. En með því að staðsetja hana á umbeðnu svæði nýtast innviðirnir einnig til að styrkja dreifikerfi RARIK á Varmahlíðarsvæðinu bæði vegna orkuskipta fyrir íbúa ásamt að nýtast til fyrir fyrirhugaðar rafbílahleðslur Ísorku. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119."
"Engar umsagnir bárust við grenndarkynninguna og því lögð fram merkjalýsing fyrir lóðarstofnun lóðar fyrir spennustöð við Furulund í Varmahlíð dags. 12.11.2024. Málsnúmer hjá landeignaskrá er M001283. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna lóðarstofnun."
"Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum."
Til að afgreiða umbeðna lóðarstofnun í samræmi við lög nr. 6/2001 um skráningu, merki og mat fasteigna, skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna er nauðsynlegt að ganga frá hnitsettri afmörkun og merkjalýsingu fyrir Furulund og Furulund 3, L186104. Furulundi var skipt út úr landi/lóðinni Fagrahvolli, landnr. 146111, þegar þáverandi hreppsnefnd Seyluhrepps keypti hluta lands, sem var í eigu starfsmannafélags Seðlabanka Íslands, skv. samningi dags. ágúst 1982. Furulundi 3 var skipt út úr umræddri spildu með bókun hreppsnefndar þann 12. maí 1998. Lóðamörk, sem sýnd eru á meðfylgjandi lóðayfirliti, byggja á afsalsbréfi, dags. 29.10.1933, afsali dags. 29.08.1941, samningi dags. ágúst 1982, lóðablaði dags. maí 1982, bókunum úr fundagerðarbók hreppsnefndar dags. 12.05.1998, óstaðfestri tillögu að deiliskipulagi, dags. nóv 1979 og óstaðfestri breytingartillögu að skipulagi, dags. 29.12.1983, landnýtingaruppdrætti Varmahlíðar, dags. 10.10.1983, götuhönnun fyrir Furulund frá árinu 2000, lóðablaði dags. 27.05.2005 og mælingum dags. 01.07.2024.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram, ganga frá merkjalýsingu og gera lóðarleigusamninga við hlutaðeigandi. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 69 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 21. febrúar síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Önnu Lilju Guðmundsdóttur og Finns Sigurðarsonar. Umsókn um leyfi til að byggja við íbúðarhús á jörðinni Hólagerði, L146233. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24148, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 19.01.2025.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.
Einnig liggur fyrir erindi dags. 02.03.2025 frá Þóri Guðmundssyni f.h. landeigenda þar sem óskað er eftir undanþágu vegna fjarlægðarmarka frá Merkigarðsvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 50 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Merkigarðsvegi nr. (7575).
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að fela skipulagsfullrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn Innviðaráðuneytisins. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum. - 10.14 2409309 Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfisSkipulagsnefnd - 69 Málið áður á dagskrá 62. fundar skipulagsnefndar þann 14.11.2024 þá bókað:
"Fyrir liggur svar Skipulagsstofnunar dags. 25.10.2024 vegna fyrirspurnar Skagafjarðar varðandi 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 vegna Þrastarstaða L146605. Þar kemur m.a. fram það álit að reglugerðarákvæðið eigi við þegar ekki liggur fyrir staðbundið hættumat. Jafnframt er í bréfinu bent á að þar sem í niðurstöðu staðbundins hættumats Veðurstofu Íslands komi fram að hluti byggingarreitsins sé innan hættusvæðis A sé e.t.v. tilefni til að skoða hvort hægt sé að hnika reitnum til svo hann verði allur utan hættusvæða. Umrætt staðbundið hættumat Veðurstofunnar er dags. 05.07.2024, uppfært 18.09.2024 og er fyrirliggjandi. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðinn bygginarreit með þeim skilyrðum að hann verði skertur svo enginn hluti hans verði innan skilgreinds hættusvæðis A, skv. hættumati Veðurstofu Íslands dags. 18.09.2024."
Fyrir liggur uppfærður afstöðuuppdráttur byggingarreits dags. 10.09.2019 með breytingu nr. 2 dags. 28.02.2025 sem gerður er að beiðni landeigenda Þrastarstaða L146655.
Byggingarreitur hefur verið minnkaður þannig að enginn hluti hans er innan skilgreinds hættusvæðis A, skv. hættumati Veðurstofu Íslands dags. 18.09.2024 sbr. einnig bókun Skipulagsnefndar 14.11.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit á Þrastarstöðum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfis, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 69 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 58 þann 26.02.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar skipulagnefndar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2025 með níu atkvæðum.
11.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 10. mars sl. þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar um einn mánuð frá 12. mars 2025.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
12.Tilnefning nýs aðalmanns í stjórn Norðurár bs
Málsnúmer 2502234Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þeir því rétt kjörnir.
13.Endurtilnefning varafulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.
14.Endurtilnefning varafulltrúa í Heilbrigðiseftirlit Nl.v
Málsnúmer 2503010Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.
15.Endurtilnefning í fulltrúaráð Skagfirskra leiguíbúða hses
Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.
16.Erindisbréf fastanefnda 2025
Málsnúmer 2501189Vakta málsnúmer
Engin kvaddi sér hljóðs.
Erindisbréf fastanefnda borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
17.Þingfulltrúar á ársþing SSNV
Málsnúmer 2502218Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um að eftirtaldir fulltrúar verði skipaðir sem aðalmenn:
Einar E. Einarsson
Hrund Pétursdóttir
Hrefna Jóhannesdóttir
Gísli Sigurðarson
Sólborg Borgarsdóttir
Jón Daníel Jónsson
Guðný Axelsdóttir
Jóhanna Ey Harðardóttir
Sveinn Úlfarsson
Eyþór Fannar Sveinsson
Álfhildur Leifsdóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Pétur Örn Sveinsson
Og að sem varamenn verði eftirtaldir aðilar skipaðir:
Sigurður B. Rafnsson
Eyrún Sævarsdóttir
Sigríður Magnúsdóttir
Þorkell Gíslason
Ragnar Helgason
Sigrún Eva Helgadóttir
Róbert Smári Gunnarsson
Högni Elfar Gylfason
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir
Ólafur Bjarni Haraldsson
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Auður Björk Birgisdóttir
Hrólfur Þeyr Hlínarson
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörinn.
18.Tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps
Málsnúmer 2503095Vakta málsnúmer
"Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði leggur fram svohljóðandi tillögu:
"Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð leggur til að byggðarráð Skagafjarðar falli frá áformum um sölu félagsheimilisins í Hegranesi og unnið verði í samstarfi við íbúafélagið í Hegranesi að lausnum sem tryggja að húsið haldi áfram að þjóna samfélaginu án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið.
Greinargerð:
Félagsheimili Rípurhrepps hefur verið hjarta samfélagsins í Hegranesi í áratugi, vettvangur fyrir menningarviðburði, samkomur og samfélagsleg verkefni sem styrkja félagsauð og samheldni íbúa. Húsið er byggt af þessu samfélagi, m.a. af elsta kvenfélagi landsins sem enn á þar sinn samverustað. Samfélagið í Hegranesi fer stækkandi og hefur sýnt eindreginn vilja sinn til að halda rekstri félagsheimilisins áfram.
VG og óháð telja að stjórnsýslan eigi að miða að því að finna sjálfbærar lausnir sem gera íbúum kleift að halda utan um eignina án þess að sveitarfélagið þurfi að bera beinan rekstrarkostnað, þar sem það er augljós vilji íbúa í Hegranesi að halda starfsemi hússins óbreyttri. Við leggjum til að unnið verði áfram í samráði við íbúasamtökin í Hegranesi til að útfæra lausn sem gerir þeim kleift að taka yfir rekstur hússins með formlegum samningi við sveitarfélagið í stað þess að húsið verði selt á almennum markaði til hæstbjóðanda.
VG og óháð leggja áherslu á að:
- Sala félagsheimila í dreifðum byggðum verði ekki framkvæmd án breiðrar sáttar við íbúa svæðisins.
- Fjárhagsleg sjónarmið verði ekki lögð til grundvallar nema tekið sé fullt tillit til menningarlegra og samfélagslegra áhrifa.
- Útfærslur verði skoðaðar þar sem íbúar geti tekið yfir eignarhald og rekstur hússins með samningi í stað sölu. Fordæmi eru fyrir leigufríu afnoti húss í eigu sveitarfélagsins samanber Sýndarveruleiki ehf., sveitarfélagið sér þó um viðhald þess húss.
- Eða sambærilegar útfærslur verði farnar og áður hafa verið farnar í Skagafirði, t.d. með matskvarða samanber Hlaðan eða Sauðá.
Að því sögðu leggjum við til að byggðarráð hætti við áform um almenna sölu félagsheimilisins í Hegranesi og vinni þess í stað áfram með íbúum að lausn sem tryggir framtíð hússins sem samfélagslegs mannvirkis án fjárhagslegrar ábyrgðar sveitarfélagsins."
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Frestað verður framkvæmd ákvörðunar um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps. Áður en til hennar kemur verður kannaður grundvöllur þess, með auglýsingu, hvort áhugasamir aðilar hafi hug og getu til þess að sjá um rekstrarhald framangreindra félagsheimila, með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra, hvort heldur sé litið til rekstrarkostnaðar í formi m.a. rafmagns, hita, trygginga og fasteignaskatta eða viðhaldskostnaðar. Við mat á viðhaldi, sem leigutaki skuldbindur sig til að sinna, verður horft til þess að árleg viðhaldsfjárhæð nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur 1,5% af brunabótamati. Ekki verður innheimt leiga í öðru formi fyrir afnot félagsheimilanna. Rekstraraðila verður skylt að reka húsin áfram sem félagsheimili. Skilmálar til að tryggja þetta og takmarka önnur not munu koma fram í leigusamningi. Sveitarstjóra er falið að auglýsa fasteignirnar til leigu með framangreindum hætti, í samræmi við lög um opinber fjármál og ríkjandi sjónarmið um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við sölu eða leigu opinberra eigna, og útbúa í samráði við lögfræðing sveitarfélagins leigusamninga til allt að 10 ára, með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verða framangreind félagsheimili auglýst til sölu til hæstbjóðenda, svo sem byggðarráð ákvað á 135. fundi þess 26. febrúar sl. Gildir þá jafnframt samhljóða samþykkt byggðarráðs frá sama fundi um að 10% af söluandvirði þeirra félagsheimila sem seld verða muni renna til UMSS og SSK og að í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna. Þetta ákvæði gildir ekki í þeim tilfellum þar sem til eru sérsamningar milli viðkomandi félaga og sveitarfélagsins um skiptingu söluandvirðis, komi til sölu viðkomandi félagsheimils. Sveitarstjóra er jafnframt falið að segja upp núverandi samningi um rekstur á félagsheimilinu í Hegranesi við Álfaklett ehf. frá árinu 2012. Í Skagaseli er hússtjórn sem hefur beðist lausnar. Að þessu frágengnu verður svo áfram unnið með íbúum og eigendum annarra félagsheimila að breyttri leiguleið eða sölu.
Greinargerð:
Um langt skeið hafa allir flokkar sem eiga kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar sammælst um að ekki sé rétt að sveitarfélagið eigi að öllu leyti eða stærstu leyti eignarhlut í 10 félagsheimilum í sveitarfélaginu. Ekkert annað sveitarfélag á Íslandi á jafn mörg félagsheimili og Skagafjörður. Fjölmörg dæmi eru jafnframt orðin um sölu á félagsheimilum í öðrum sveitarfélögum þar sem nýir eigendur hafa endurvakið húsin og glætt þau lífi með ýmsum hætti eins og að breyta þeim í íbúðarhús, fjölnota ferðaþjónustustað, sýningarhald eða ýmis konar menningartengda starfsemi. Flest þessara húsa í dag hafa fremur umfangslitla starfsemi, hvort sem horft er til fjölda viðburða eða tekna af útleigu til að standa straum af rekstrarkostnaði þeirra sem reka húsin. Samhliða því ber svo sveitarfélagið umtalsverðan kostnað af rekstrinum ásamt því að sjá um viðhald þeirra samkvæmt samningum við viðkomandi rekstraraðila.
Mikilvægt er að koma málefnum og rekstri félagsheimilanna til betri vegar með það að markmiði að notagildi þeirra verði meira, samfélaginu öllu til góða. Í þeirri vinnu er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að hlutur sveitarfélagsins í félagsheimilunum er eign allra íbúa Skagafjarðar og því þarf að gæta að jafnræði milli íbúa, hvort sem er við leigu þeirra eða sölu."
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
"Það er ánægjulegt að sú tillaga sem VG og óháð lögðu fram hefur ásamt kröftugum mótmælum íbúa, orðið til þess að meirihluti og Byggðalisti hafa endurskoðað afstöðu sína og frestar sölu félagsheimilanna.
Meirihluti sveitarstjórnar og Byggðalisti fá hrós fyrir að sýna sveigjanleika, hlusta á vilja íbúa og taka mið af þeim fjölmörgu sjónarmiðum sem fram komu í umræðum um framtíð félagsheimilisins í Hegranesi. Með þessari ákvörðun er skref tekið í átt að traustari stjórnsýslu, auknu íbúalýðræði og betri tengingu við nærumhverfið, þar sem hagsmunir samfélagsins eru settir í forgang.
Það er okkur mikið fagnaðarefni að samfélagið í Hegranesi fái tækifæri til að vinna að raunhæfri lausn sem tryggir áframhaldandi starfsemi félagsheimilisins án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið. Enda eru sannarlega fordæmi fyrir slíku hjá sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna einkarekna fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. sem fær leigufría aðstöðu í boði sveitarfélagsins til 15 ára í húsi sem sveitarfélagið hefur séð um viðhald og hefur eytt tæpum 400 milljónum í uppbyggingu þess húss síðustu ár. Umrætt fyrirtæki greiðir ekki fasteignagjöld vegna Aðalgötu 21. Vegna þessa fordæmis mætti slaka á þeim kröfum sem breytingartillaga meirihluta og Byggðalista setja, þannig að slíkar kröfur komi ekki í veg fyrir áframhaldandi líf húsanna í hlutverki félagsheimila í öflugum og samheldnum samfélögum sveita Skagafjarðar. VG og óháð treysta því að framhald þessarar vegferðar verði byggð á áframhaldandi samtali við íbúa og að málið verði unnið af sanngirni með framtíðarsýn hvers samfélags að leiðarljósi.
VG og óháð þakka öllum þeim sem hafa látið sig þetta mál varða, ekki síst íbúum Hegraness og kvenfélaginu sem hafa sýnt samstöðu og frumkvæði í baráttunni fyrir félagsheimilið sitt ásamt sveitungum okkar í Skagafirði sem staðið hafa með röddum íbúa Hegraness í þessu máli."
Breytingartillaga Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða."
Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun sína frá 137. fundi byggðarráðs frá 12. mars 2025, svohljóðandi:
"Það er ánægjulegt að sú tillaga sem VG og óháð lögðu fram hefur ásamt kröftugum mótmælum íbúa, orðið til þess að meirihluti og Byggðalisti hafa endurskoðað afstöðu sína og frestar sölu félagsheimilanna.
Meirihluti sveitarstjórnar og Byggðalisti fá hrós fyrir að sýna sveigjanleika, hlusta á vilja íbúa og taka mið af þeim fjölmörgu sjónarmiðum sem fram komu í umræðum um framtíð félagsheimilisins í Hegranesi. Með þessari ákvörðun er skref tekið í átt að traustari stjórnsýslu, auknu íbúalýðræði og betri tengingu við nærumhverfið, þar sem hagsmunir samfélagsins eru settir í forgang.
Það er okkur mikið fagnaðarefni að samfélagið í Hegranesi fái tækifæri til að vinna að raunhæfri lausn sem tryggir áframhaldandi starfsemi félagsheimilisins án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið. Enda eru sannarlega fordæmi fyrir slíku hjá sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna einkarekna fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. sem fær leigufría aðstöðu í boði sveitarfélagsins til 15 ára í húsi sem sveitarfélagið hefur séð um viðhald og hefur eytt tæpum 400 milljónum í uppbyggingu þess húss síðustu ár. Umrætt fyrirtæki greiðir ekki fasteignagjöld vegna Aðalgötu 21. Vegna þessa fordæmis mætti slaka á þeim kröfum sem breytingartillaga meirihluta og Byggðalista setja, þannig að slíkar kröfur komi ekki í veg fyrir áframhaldandi líf húsanna í hlutverki félagsheimila í öflugum og samheldnum samfélögum sveita Skagafjarðar. VG og óháð treysta því að framhald þessarar vegferðar verði byggð á áframhaldandi samtali við íbúa og að málið verði unnið af sanngirni með framtíðarsýn hvers samfélags að leiðarljósi.
VG og óháð þakka öllum þeim sem hafa látið sig þetta mál varða, ekki síst íbúum Hegraness og kvenfélaginu sem hafa sýnt samstöðu og frumkvæði í baráttunni fyrir félagsheimilið sitt ásamt sveitungum okkar í Skagafirði sem staðið hafa með röddum íbúa Hegraness í þessu máli."
Álfhildur Leifsdóttir, Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Gísli Sigurðsson og Einar E. Einarsson kvöddu sér hljóðs.
Breytingartillaga Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra sitja hjá.
19.Samþykkt um hunda og kattahald
Málsnúmer 2411166Vakta málsnúmer
„Vísað 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar þann 6. febrúar sl., þannig bókað:
"Lögð fram endurskoðuð samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðaráðs. Einnig farið yfir drög að gjaldskrá um hunda- og kattahald þar sem gert er ráð fyrir að gjöldin lækki í samræmi við breytingu á þjónustu. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna að endanlegri útgáfu gjaldskrár."
Byggðarráð samþykkir samhljóða samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
20.Málstefna Skagafjarðar
Málsnúmer 2502191Vakta málsnúmer
„Á 61. fundi byggðarráðs þann 13. september 2023 var lagt fram bréf dagsett 5. september 2023 frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til mótun málstefnu og vísað til 130. greinar sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga. Þá var samþykkt að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega málstefnu fyrir sveitarfélögin. Ekki lá fyrir neitt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma en málið hefur verið í farvegi og nú eru lögð fram drög að fullmótaðri málstefnu fyrir Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir framlagða málstefnu Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Málstefna Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
21.Iðutún 17 - Lóðarmál, umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 2502057Vakta málsnúmer
„Ásbjörn Óttarsson lóðarhafi Iðutúns 17 á Sauðárkróki óskar eftir heimild til að stækka lóðina um 39,6 m2 til norðurs við núverandi lóð inn á opið svæði Skagafjarðar fyrir frágang umhverfis íbúðarhús.
Umbeðin stækkun er skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur nr. S01 í verki nr. 79001801, dags. 20. janúar 2025. Á uppdrættinum eru undirskriftir frá lóðarhöfum eftirfarandi lóða sem samþykki án athugasemda við umsókn lóðarhafa Iðutúns 17: Gilstún 20, 22, 24 og 26 og Iðutún 10, 12, 15 og 19.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðna lóðarstækkun við Iðutún 17 og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna uppfært lóðarblað og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gert verði deiliskipulag fyrir suðurhluta túnahverfisins á Sauðárkróki (Laufblaðið).“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að gert verði deiliskipulag fyrir suðurhluta túnahverfisins á Sauðárkróki (Laufblaðið).
22.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040
Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer
„Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar frá VSÓ ráðgjöf sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillögu fyrir Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu fyrir Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa vinnslutillögu fyrir Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.Hleðslugarður í Varmahlíð - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2502232Vakta málsnúmer
„Málið áður á dagskrá 35. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12.02.2025 undir málsnúmerinu 2502064, þá bókað:
"Vísað frá 67. fundi skipulagsnefndar frá 6. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar óskar eftir úthlutun lóðar í Varmahlíð "Varmahlíð hleðslulóð" til uppbyggingar hleðslugarðs fyrir rafbíla, byggt á þeim samtölum sem Orka náttúrunnar hefur átt við sveitafélagið Skagafjörð. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir umrædda lóð þar sem breytingarnar myndu felast í eftirfarandi: - Byggingarreitur á lóð norðan við leikskóla breytist til samræmis við fyrirliggjandi frumhönnun á lóð. Byggingarreiturinn færist aðeins norðar og vestar og innan hans verður heimilt að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni. Byggingarnar verða á einni hæð og felldar inn í brekkuna og skerða því ekki útsýni byggðarinnar fyrir ofan. - Bætt verður við kvöðum á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um aðgengi/gegnumakstur að lóðinni norðan við leikskóla en á gildandi deiliskipulagsuppdrætti eru sýnd samtengd bílastæði og þar með gegnumakstur en þó er ekki getið um kvöð um gegnumakstur í texta. Með breytingunni verður tryggð aðkoma að umræddri lóð. Það er mat umsækjenda að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aðeins er verið að færa byggingarreit lítillega innan lóðar og heimila byggingar á einni hæð innan breytts byggingarreits og auk þess er verið að skerpa á og tryggja aðgengi að lóðinni í gegnum aðliggjandi lóðir. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð" lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð", lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með níu atkvæðum að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Fyrir liggur óveruleg deiliskipulagsbreyting "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma", dags. 11.02.2025 teikning nr. 001, verknúmer 24205 unnin af Ingvari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Breytingin felst í færslu og minnkun á byggingarreit á lóðinni norðan við gamla Póst og síma og að heimilt verði að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni á einni hæð með hámarks byggingarhæð 3 m frá gólfkvóta. Einnig bætast við kvaðir á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um gegnumakstur til að tryggja aðgengi að lóðinni.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óveruleg deiliskipulagsbreytingu "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma" og fela skipulagsfulltrúa að skila inn til Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum óverulega deiliskipulagsbreytingu "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma" og felur skipulagsfulltrúa að skila inn til Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.Lækjarbakki 6 Steinsstöðum - Beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2502226Vakta málsnúmer
„Sigrún Vilhelmsdóttir hjá Verkfræðistofu Suðurnesja sækir fyrir hönd lóðarhafa Lækjarbakka 6 á Steinsstöðum um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi. Breytingin felst í því að byggingarreitur á lóðinni Lækjarbakka 6 er stækkaður til norðurs um 2 metrar úr 20 m í 22 m. Þar sem þessi stækkun snýr að gögnustíg á milli lóðanna Lækjarbakka 4 og 6 þá hefur breytingin ekki áhrif á nærliggjandi lóðir.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Lækjarbakka nr. 5 og 7, skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vék af fundi sveitarstjórnar við afgreiðslu þessa máls.
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Lækjarbakka nr. 5 og 7, skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.Háeyri 8 - Lóðarúthlutun
Málsnúmer 2502185Vakta málsnúmer
„Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar iðnaðarlóðina Háeyri 8 á Sauðárkróki lausa til úthlutunar.
Lóðin var auglýst frá og með 15. janúar 2025 til og með 31. janúar 2025.
Tvær gildar umsóknir bárust í lóðina Háeyri 8. Þann 04.03.2025 fjallaði landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar um umsóknirnar og bókaði eftirfarandi:
“Háeyri 8 L197574 - Umsókn um lóð - 2501300
Tekin fyrir umsókn FISK-Seafood ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að Fisk Seafood ehf. verði úthlutað lóðinni að Háeyri 8 þar sem að um hafsækna starfsemi sé að ræða."
“Háeyri 8 L197574 - Umsókn um lóð - 2501409
Tekin fyrir umsókn Norðar ehf. um Háeyri 8 við Sauðárkrókshöfn fyrir aðstöðu fyrir inn- og útflutning sem hagkvæmt er að hafa nálægt höfninni.
Landbúnaðar- og innviðanefnd er sammála um að Norðar ehf. sé ekki með starfsemi sem krefjist aðstöðu á höfninni þar sem landrými er takmörkuð gæði. Því er lagt til við skipulagsnefnd að hafna umsókninni."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta FISK-Seafood lóðinni við Háeyri 8 á Sauðárkróki.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að úthluta FISK-Seafood lóðinni við Háeyri 8 á Sauðárkróki.
26.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer
„Málið áður á dagskrá 31. fundar sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23.10.2024 þá bókað:
"Pétur Ingi Sveinbjörnsson fyrir hönd Vegagerðarinnar afturkallar hér með fyrri umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu sjóvarnar á Hofsósi dags. 1. ágúst sl. Ástæða afturköllunar er breytt tillaga að aðkomuleið að framkvæmdarsvæðinu. Samhliða bréfi þessu sendir Vegagerðin sveitarfélaginu nýja og endurbætta umsókn um sömu framkvæmd. Vegagerðin óskar hér með eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Yfirlit yfir framkvæmd og tilhögun verks. Sú framkvæmd sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstaðverðurum verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Það eru því engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum. Þegar komið er út fyrir verndarsvæðið tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til að hlífa þessum kafla og halda í karakter svæðisins er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar. Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða “trailera? til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða erum 250. Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3. Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr.772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2024 og verði lokið 15.júní 2025."
Framkvæmdarleyfið var grenndarkynnt 10.01.2025-12.02.2025 á vef Skipulagsstofnunar málsnúmer 38/2025 (sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/38), einnig var hagsmunaaðilum sendur bréfpóstur og rafrænn póstur í gegnum mitt Ísland.
Ellefu umsagnir bárust á umsagnartímanum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi sveitarstjórnar við afgreiðslu þessa máls.
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
27.Skagafjarðarhöfn - Beiðni um framkvæmdaleyfi - Þekja
Málsnúmer 2502273Vakta málsnúmer
„Dagur Þ. Baldvinsson f.h. Skagafjarðarhafna um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar þekju við Sauðárkrókshöfn.
Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi á steyptri þekju og lagnavinnu við hafnarkant Efri garðs á Sauðárkróki samkvæmt samgönguáætlun. Helstu verkþættir eru: Steypa upp vatns- rafbúnaðarhús og 2 stk. undirstöður fyrir ljósamöstur, leggja ídráttarrör, leggja heita- og kaldavatnslagnir, setja upp vatnshana og tenglaskápa, grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu, slá upp mótum, járnabinda og steypa þekju, alls um 2.590 m2.
Verkliðirnir voru unnir í samráði við hafnir Skagafjarðar og Skagfjarðarveitur. Verkefnið var ákvarðað og tekið inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið og höfnina.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við verklýsingu Vegagerðarinnar dags. desember 2024 og jafnframt verði farið fram á að Skagafjarðarhafnir láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir á eigin kostnað.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við verklýsingu Vegagerðarinnar dags. desember 2024 og jafnframt fer sveitarstjórn fram á að Skagafjarðarhafnir láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir á eigin kostnað.
28.Hofsós sorpmóttöku- og gámasvæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer
„Hjörvar Halldórsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta í aðkomuvegi að sorpmóttökusvæði og áhaldahúsi, frá Norðurbraut að geymsluporti, jarðvegsskipti í sorpmóttökusvæði og að reisa girðingu umhverfis sorpmóttökusvæði. Meðfylgjandi uppdrættir nr. S-101, dags. 17. feb. 2025, og S-102, dags. 4. feb. 2025 og verklýsing, í verki 41840205 gera grein fyrir framkvæmdinni. Gögn voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni.
Meðfylgjandi verklýsing gerir grein fyrir framkvæmdum og frágangi. Sorpmóttaka á framkvæmdatíma verður sunnan við núverandi sorpmóttökusvæði.
Framkvæmdasvæðið er á athafnasvæði nr. AT601 í aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Þá er breyting á aðalskipulagi á lokastigum þar sem hluta svæðisins verður breytt í iðnaðarsvæði nr. I601. Einnig er deiliskipulag fyrir svæðið á lokastigum. Framkvæmdir, sem hér er sótt um leyfi fyrir, eru samræmi við markmið og ákvæði gildandi aðalskipulags, og áðurnefndrar breytingar á aðalskipulagi, varðandi athafnasvæði og iðnaðarsvæði og byggir á þeim framkvæmdum sem líst er í deiliskipulagi fyrir sorpmóttöku- og gámasvæðið á Hofsósi, sem brátt tekur gildi.
Framkvæmdasvæðið er á landi Hofsóss, landnr. 218098. Aðliggjandi er lóðin Norðurbraut, landnr. 146707. Skagafjörður er lóðarhafi Norðurbrautar, L146707.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.
29.Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfis
Málsnúmer 2409309Vakta málsnúmer
„Málið áður á dagskrá 62. fundar skipulagsnefndar þann 14.11.2024 þá bókað:
"Fyrir liggur svar Skipulagsstofnunar dags. 25.10.2024 vegna fyrirspurnar Skagafjarðar varðandi 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 vegna Þrastarstaða L146605. Þar kemur m.a. fram það álit að reglugerðarákvæðið eigi við þegar ekki liggur fyrir staðbundið hættumat. Jafnframt er í bréfinu bent á að þar sem í niðurstöðu staðbundins hættumats Veðurstofu Íslands komi fram að hluti byggingarreitsins sé innan hættusvæðis A sé e.t.v. tilefni til að skoða hvort hægt sé að hnika reitnum til svo hann verði allur utan hættusvæða. Umrætt staðbundið hættumat Veðurstofunnar er dags. 05.07.2024, uppfært 18.09.2024 og er fyrirliggjandi. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðinn bygginarreit með þeim skilyrðum að hann verði skertur svo enginn hluti hans verði innan skilgreinds hættusvæðis A, skv. hættumati Veðurstofu Íslands dags. 18.09.2024."
Fyrir liggur uppfærður afstöðuuppdráttur byggingarreits dags. 10.09.2019 með breytingu nr. 2 dags. 28.02.2025 sem gerður er að beiðni landeigenda Þrastarstaða L146655.
Byggingarreitur hefur verið minnkaður þannig að enginn hluti hans er innan skilgreinds hættusvæðis A, skv. hættumati Veðurstofu Íslands dags. 18.09.2024 sbr. einnig bókun Skipulagsnefndar 14.11.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit á Þrastarstöðum.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit á Þrastarstöðum.
30.Ársskýrsla NNV 2022-2023
Málsnúmer 2502151Vakta málsnúmer
31.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:00.
Einnig fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka inn með afbrigðum málið "Tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps" sem var tekið fyrir á 137. fundi byggðaráðs fyrr í dag. Samþykkt með níu atkvæðum.