Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 27. febrúar sl. Í erindinu boðar Markaðsstofa Norðurlands til fundar um málefni Flugklasans Air 66N miðvikudaginn 2. apríl 2025. Fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 10:30-12:00. Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og/eða annarra fulltrúa sveitarfélagsins til þess að ræða málefni Flugklasans og starfið næstu ár. Frestur til að tilkynna þátttöku er til og með 23. mars n.k.
Á fundinum stendur til að taka ákvörðun um næstu skref í fjármögnun verkefnisins um beint flug til Akureyrarflugvallar. Markaðsstofan óskar eftir þátttöku allra sveitarfélaga á þessum fundi til að ræða mögulegar leiðir og komast að sameiginlegri niðurstöðu um næstu skref.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkti samhljóða á 118. fundi sínum þann 23. október 2024 að standa við þá ákvörðun að ekki verði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar betur.
Á fundinum stendur til að taka ákvörðun um næstu skref í fjármögnun verkefnisins um beint flug til Akureyrarflugvallar. Markaðsstofan óskar eftir þátttöku allra sveitarfélaga á þessum fundi til að ræða mögulegar leiðir og komast að sameiginlegri niðurstöðu um næstu skref.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkti samhljóða á 118. fundi sínum þann 23. október 2024 að standa við þá ákvörðun að ekki verði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar betur.