Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

136. fundur 05. mars 2025 kl. 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri, sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Háholt

Málsnúmer 2502052Vakta málsnúmer

Mál síðast á dagskrá 135. fundar byggðarráðs þann 26. febrúar sl.

Eitt tilboð hefur nú borist í fasteignina Háholt.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að svara tilboðinu með gagntilboði og felur Sunnu Björk Atladóttur hjá Fasteignasölu Sauðárkróks að svara tilboðinu.

2.Málstefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2502191Vakta málsnúmer

Á 61. fundi byggðarráðs þann 13. september 2023 var lagt fram bréf dagsett 5. september 2023 frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til mótun málstefnu og vísað til 130. greinar sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga. Þá var samþykkt að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega málstefnu fyrir sveitarfélögin. Ekki lá fyrir neitt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma en málið hefur verið í farvegi og nú eru lögð fram drög að fullmótaðri málstefnu fyrir Skagafjörð.

Byggðarráð samþykkir framlagða málstefnu Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Beiðni um almennan íbúafund

Málsnúmer 2503008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar sl. Þar óskar Stefanía Hjördís Leifsdóttir, fyrir hönd Íbúa- og átthafafélags Fljóta, eftir að haldinn verði almennur íbúafundur í Fljótum. Þau málefni sem helst brenna á íbúum eru fyrirhuguð sala félagsheimila í sveitarfélaginu, framkvæmdir við jarðgöng til Siglufjarðar, skipulagsmál í sveitinni auk almennrar þjónustu við íbúa svæðisins.

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðninni og felur sveitarstjóra að setja fundinn á dagskrá í samvinnu við íbúa- og átthagafélag Fljóta og sveitarstjórnarfulltrúa.

4.Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 2502285Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 27. febrúar sl. Í erindinu boðar Markaðsstofa Norðurlands til fundar um málefni Flugklasans Air 66N miðvikudaginn 2. apríl 2025. Fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 10:30-12:00. Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og/eða annarra fulltrúa sveitarfélagsins til þess að ræða málefni Flugklasans og starfið næstu ár. Frestur til að tilkynna þátttöku er til og með 23. mars n.k.

Á fundinum stendur til að taka ákvörðun um næstu skref í fjármögnun verkefnisins um beint flug til Akureyrarflugvallar. Markaðsstofan óskar eftir þátttöku allra sveitarfélaga á þessum fundi til að ræða mögulegar leiðir og komast að sameiginlegri niðurstöðu um næstu skref.

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkti samhljóða á 118. fundi sínum þann 23. október 2024 að standa við þá ákvörðun að ekki verði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar betur.

5.Samráð; Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna

Málsnúmer 2502269Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 50/2025, "Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna".

Umsagnarfrestur er til og með 12.03.2025.

Fundi slitið.