Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar sl. Þar óskar Stefanía Hjördís Leifsdóttir, fyrir hönd Íbúa- og átthafafélags Fljóta, eftir að haldinn verði almennur íbúafundur í Fljótum. Þau málefni sem helst brenna á íbúum eru fyrirhuguð sala félagsheimila í sveitarfélaginu, framkvæmdir við jarðgöng til Siglufjarðar, skipulagsmál í sveitinni auk almennrar þjónustu við íbúa svæðisins.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðninni og felur sveitarstjóra að setja fundinn á dagskrá í samvinnu við íbúa- og átthagafélag Fljóta og sveitarstjórnarfulltrúa.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðninni og felur sveitarstjóra að setja fundinn á dagskrá í samvinnu við íbúa- og átthagafélag Fljóta og sveitarstjórnarfulltrúa.