Fara í efni

Blöndulína 3 - Bréf frá Draupni lögmannsstofu

Málsnúmer 2503050

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 137. fundur - 12.03.2025

Lagt fram til kynningar bréf frá Draupni Lögmannsþjónustu „Andmæli landeigenda við áformum Landnets vegna Blöndulínu 3“, dags. 28. febrúar 2025, sem sent var á bæði sveitarfélagið Skagafjörð og Landsnet með samhljóða afriti á hvorn aðila, móttekið þann 4. mars 2025.
Þar kemur fram ítrekun á andmælum landeigenda eftirtalinna jarða við lagningu loftlínu Blöndulínu 3 um jarðir þeirra á svokallaðri Kiðaskarðsleið:

- Brúnastaðir, landnr. 146157
- Brúnastaðir 3, landnr. 220621
- Hvíteyrar, landnr. 146178
- Lækjargerði, landnr. 220303
- Laugamelur, landnr. 216379
- Litli-Dalur, landnr. 146204
- Starrastaðir, landnr. 146225
- Starrastaðir, landnr. 145226

Byggðaráð bendir á að vinnslutillaga Aðalskipulags Skagafjarðar var samþykkt á 69. fundi skipulagnefndar Skagafjarðar þann 5. mars síðastliðinn og fer fyrir sveitarstjórn síðar í dag.

Verði vinnslutillagan samþykkt á fundi sveitarstjórnar fer hún í formlegt auglýsinga- og umsagnarferli ásamt því að haldnir verða fundir með vinnustofum. Í þessu ferli verður hægt að koma á framfæri umsögnum varðandi málið á skipulagsgáttinni undir málsnúmeri 613/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/613).