Fara í efni

Fyrirspurn um samstarf í norrænu verkefni

Málsnúmer 2503055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 137. fundur - 12.03.2025

Lagt fram bréf dagsett 4. mars 2025 frá samtökunum Landsbyggðin lifi sem sent var á allar sveitarstjórnir landsins. Samtökin leita eftir samstarfi við sveitarfélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu „Coming, Staying, Living - Ruralizing Europe“. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol.

Byggðarráð telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu en óskar samtökunum velfarnaðar.