Fara í efni

Útleiga íþróttahúss undir árshátíð starfsmanna Árskóla

Málsnúmer 2503080

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 32. fundur - 12.03.2025

Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, fyrir hönd skemmtinefndar Árskóla, óskar eftir afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir árshátíð Árskóla þann 28. mars nk. Um er að ræða 1/3 af salnum. Gengið verður frá að lokinni árshátíð og mun viðburðurinn ekki hafa áhrif á dagskrá í húsinu á laugardeginum.
Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að lána 1/3 af íþróttahúsinu endurgjaldslaust fyrir árshátíð starfsmanna Árskóla. Vísað er til eldra samkomulags á milli íþróttahússins og Árskóla og beinir nefndin því til starfsmanna að uppfæra það samkomulag og móta skriflegan samning um afnot af íþróttahúsinu undir viðburði á vegum skólans.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.